Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 ★ menning ■** Þægilegt að vera núll „Ég veit ekki hvort þaö var vegna þess að verkið var íslenskt, og Island er eitt- hvað sem er svo óralangt í burtu, eða af því að það var gestaleikstjóri eða af því að við vorum að vígja nýtt svið, en við vöktum ótrúlega mikla athygli. Ekki að- eins komu umsagnir í öllum staðarblöðum og jafnvel landsblöðum eftir frumsýn- ingu heldur voru viðtöl víða fyrir frumsýningu - i blöðum og útvarpi. Alls stað- ar var þessi áhugi.“ Ásdís Skúladóttir leikstjóri er að segja frá veru sinni í finnsku borginni Vasa þar sem hún setti upp Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdótt- ur. Frumsýnt var 21. október á nýrri Studiosenu finnlands-sænska leikhússins þar í borg. íslenskt leikrit, íslenskur leikstjóri og meistarann leikur íslenski leikarinn Sigurður Karlsson. Hann fær lofsamlegar umsagnir - þykir glæsileg- ur á sviði og ná kaldhæðni og fyndni hlutverksins einstaklega vel en vera um leið fullkomlega sannfærandi í harmrænni hlið þess. Meðleikarar hans eru eins ungir og persónur verksins og auka á sannfæringarmátt verksins ekki síst vegna þess þó að ekki séu þau eins þjálfaðir leikarar og meistarinn. Sjálf fær Ásdis falleg orð í um- sögmmum fyrir að hafa búið til þétta, dramatíska sýningu sem þó nýtir sér til fulls gamansemina sem víða er i textanum. Einn gagn- rýnandi notar meira að segja orð- ið „tryllir" um sýninguna, og allir nefna tónlist og ljós sem mikil- væga þætti í henni. „Fólk hefur auðvitað miklar væntingar til manns þegar maður kemur svona að utan tii að leikstýra verki,“ segir Ásdís, „af einhverju er maður boðinn á stað- inn. Þó hefur enginn neinar fyrirfram skoðanir á persónu manns né því sem maður hefur áður gert, og það er svo þægilegt! Það er ótrúlega góð tilfinning að vera núll.“ Frést hefur að Wasaleikhúsið í Vasa vilji ráða Ásdísi í annað verkefni. Að- spurð segir hún að enginn viti sína ævina fyrr en öll er, - „en næst verður mað- ur auðvitað ekki lengur núll, og þá verður allt svolítið flóknara!" Sigurður Karlsson verður í Vasa út leikárið. Eftir að Meistaranum sleppir fer hann að leika í Bréfberanum frá Arles eftir Ernst Bruun Olsen. Meistarinn og undrabarnið hans. Sigurður Karlsson og Ann-Luise Bertell í hlutverk- um sínum. Maorgir eru marlíðendur Heiti fimmtándu ljóðabókar Jóhanns Hjálmarssonar kemur eflaust ýmsum spánskt fyrir sjónir, en samnefndu upphafsljóði bókarinnar fylgir tilvitnun í Eyrbyggju: „Og er mjög leið á kveldið, mælti Geirríður við Gumilaug: „Það vildi ég að þú færir eigi heim í kveld, því margir eru marlíðendur; eru og oft flögð undir fógru skinni.““ Svo kann að fara mörgum lesanda, jafnvel þeim sem Eyrbyggju-fróðari eru en undirritaður, að merking orðsins sé þeim enn á huldu . En einn höfuðkostur góðra skálda er jú að nýta sér margræði orða, og Jóhann Hjálmarsson gerir það víða í þessari bók. Þannig er áðurnefnt upphafsljóð bókarinnar aldarfarslýsing, ekki aðeins tiundu aldar og magnþrungins söguheims Eyrbyggju, heldur og okk- ar eigin aldar. Þessu margræða ljóði lýkur þannig : Vió marlíöendur sjáum þetta allt, hugum aö ástinni, flnnum girndina vaxa. Hún vekur okkur svo aö viö líóum um veröld hinna þróttlausu, heim þeirra daga sem ekki er okkar heimur, sem er athvarf þar sem viö morknum aö lokum sœlir undir mold aö kirkju sem viö höfum sjálfir látiö gera. Horfin ástríöa okkar og blóö, órólegt, staðfestulaust, óendanlegt og úfiö haf. Marlíðendur skiptist í þrjá hluta; fara þar fyrst fimm ljóð sem vísa til fomsagna en þó kveikjan sé þaðan komin er skírskotunin svo víð að ekki verður skáldiö sakað um fymsku. í mínum huga er til að mynda ljóðið „Fífil- bleikur hestur", eitt knappasta en jafnframt eitt minnisstæðasta ljóð bókarinn- ar, bein skírskotun til annars hlutans, ljóða sem ort era á Spáni og um Spán, þó að það hafi undirtitilinn „Víglundar saga“: Fífilbleikur hestur er lagöur spjóti liggur í valnum. Bókmenntir Haukleg mýri, hólar og skörð. Hvenœr förum viö héöan heim í Austfjöröu ? Geirlaugur Magnússon Hesturinn er oft táknmynd dauðans í spænskri ljóðlist, en Spánn og spænsk ljóðlist hafa löngum verið Jóhanni hjartfólgin. Ljóðin í öðrum hluta bera með sér andblæ þessa sólríka en hrjóstruga lands, og saga Spánar á þessari öld er skáldinu einnig ofarlega í huga, einkum borgarastríðið. Þess gætir í mörgum ljóðanna, svo sem „Spænskur kirkjugarður", „Skuggi Paradísar" og „Úlfamir". En hér era einnig náttúruljóð sem þó hafa alltaf manninn sjálfan í miðdepli, til dæmis „Við Miðjarðarhaf', og önnur minnisstæð ljóð, prósa-ljóðið „Segl og blæ- vængur", „Leit“ og ekki síst lokaljóðið „Heimkoma", knappt en margrætt í ein- faldleik sínum. Þriðji hluti bókarinnar kann í fyrstu ekki að mynda jafn samræmda heild og tveir þeir fyrri en hér er þó margt ágætra ljóða svo sem „Fiðrildin skammlífu", „Hefúrðu horft?" „Vindamir" og skemmtilega metafýsísk ljóð um andstæður og afstæði. Jafnvel írónía sem ekki hefur verið aðal Jóhanns lætur á sér kræla í ljóðinu „Það er rétt „: Þaö er rétt aö ég hef margort þetta Ijóö Reyndar hefur verið sagt að skáld séu mestalla sína ævi að yrkja sama ljóðið, en þó margt sé kunnuglegt af yrkisefnum Jóhanns í Marlíðendum er mér til efs að hann hafi sent frá sér heilsteyptari bók á sínum skáldferli. Og það era gleði- tíðindi öllum ljóðunnendum. Hörpuútgáfan gefur Marlíðendur út smekklega eins og þess forlags er von og vísa. Kápumynd Jóru Jóhannsdóttur er og til prýði. Jóhann Hjálmarsson: Marlíöendur Hörpuútgáfan 1998 13% lækkua í 3 verðflokkum Lækkun á mínútugjaldi á dagtaxta til landa i verðflokkum 2, 4 og 5 Nú hafa símtöl til útlanda lækkað um 13-14% á dagtaxta í flokkum 2,4, og 5. Þar með er mun ódýrara að vera í símsambandi við vini og kunningja erlendis, auk þess sem lækkunin hefur talsverðan spamað í för með sér fýrir þá sem stunda viðskipti við útlönd. Dagtaxti Krónur á mínútu Gildir frá 08:00 til 19:00 til Evrópulanda Gildir ftá 08:00 til 23:00 til annarra landa Dagtaxti Krónur á mínútu Gildir frá 08:00 til 19:00 til Evrópulanda Gildir frá 08:00 til 23:00 til annarra landa 38.OO 55.00 EK 44-oo KS 64.OO M Andorra fiKf Austurríki IA Belgía Azoreyjar m Frakkland Eistland HoUand K ítaUa írland Lettland & M & Lúxemborg Liechtenstein N M Mónakó |^f Litháen M Spánn Madeira m 0 O Portúgal 0 Pólland h 1* San Marínó j*. Slóvakia Sviss Tékkland Ungverjaland • Gjald fyrir handvirka þjónustu í 115 er kr. 30,00 á mínútu aukalega í öllum gjaldflokkxun, nema í 8. flokki kr. 60,00 á mínútu. • Viðbótargjald fýrir farsíma er kr. 14.94 á minútu eða brot úr mínútu. • Svarskref kr. 3,32 ertekið í upphafihvers símtals. Kvöld- og næturtaxti verður óbreyttur í öllum flokkunum. Dagtaxti Krónur á mínútu Gildir ftá 08:00 til 19:00 til Evrópulanda Gildir frá 08:00 til 23:00 til annarra landa 73.00 ay. 84.00 Albanía Alsír Astelit (Rússl.) Ástralía Bosiua/HersegÓYÍna Brasilía Búlgaría CombeUga (Rússl.) Comstar (RússL) Filippseyjar Gíbraltar GrUddand Hong Kong Hvíta-Rússland Japan Júgóslavía Kolatelekom (Rússl.) Króatía Kýpur Líbýa Makedónía Malta Marokkó Moldavía Nýja-Sjáland Rúmenía Rússland Singapúrlz^ Slóvenía I Suður-Afríka [ * Suður-Kórea [ Taíland j^SI Taívan I1m™B Túnis Tyrkland Úkraina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.