Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 9
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
9
dv Stuttar fréttir
Stefna endurskoöuö
William Perry, fyrrum utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hefur
verið skipaður formaður nefndar
sem á að endurskoða stefnu
bandarískra stjómvalda gagnvart
Norður-Kóreu.
Ekki á leið til Brussel
Oskar Lafontaine, fiármálaráð-
herra Þýskalands, vísaði í gær á
bug fréttum um
að hann væri á
leið til Brussel að
verða næsti for-
seti framkvæmda-
stjómar Evrópu-
sambandsins.
Lafontaine kallaði
fréttaflutninginn fáránlegan og
eintóman hugarburð.
Þjarmað að Intel
Lögmaður hugbúnaðarfyrirtæk-
isins Microsoft þjarmaði mjög að
einum æðsta manni örgjörvafram-
leiðandans Intel við réttarhöldin
yfir Microsoft í gær. Microsoft er
gefiö að sök að hafa brotið lög um
hringamyndun.
Skrifa undir Kyoto
Bandarísk stjórnvöld hafa
ákveðið að skrifa undir Kyoto-
loftslagssáttmálann. Þau verða
síðasta stóra iðnríkið til að gera
það. íslendingar ku þá vera eina
þjóðin innan OECD sem ekki hef-
ur slíkt í hyggju.
Meira ofbeldi
Mörg fyrirtæki og stofnanir í
Jakarta, höfuðborg Indónesíu, eru
lokuð í dag af ótta við frekara ofbeldi
i mótmælaaðgerðum námsmanna.
Stúdentar vilja að þing landsins
komi á pólitískum umbótum.
Kominn og farinn aftur
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
mætti ekki til málsverðar sem
haldinn var til
heiðurs forsætis-
ráðherra Japans
sem er í heim-
sókn í Moskvu.
Það gerðist dag-
inn eftir aö forset-
inn sneri aftur til
Kremlar eftir veikindaieyfi. Því er
von að menn velti fyrir sér hver
stjórni Rússlandi.
Aöstoð með flugi
Sameinuðu þjóðimar tilkynntu
i gær að notaðar yrðu flugvélar til
að koma aðstoð til tuga þúsunda
ibúa ríkja Mið-Ameríku sem
svelta heilu hungri og komast
hvergi vegna tjónsins af völdum
fellibylsins Mitch.
Kjarnorkan til trafala
Forsætisráðherra Litháens
sagði í gær að þrýstingur ESB um
að Ignalina-kjamorkuverinu verði
lokað kynni að draga úr áhuga
manna á að ganga í sambandið.
Rannsaka líkabrask
Yfirvöld í Rio de Janeiro rann-
saka hugsanlegt svartamarkaðs-
brask með lík sem enginn hefur
gert tilkall til. Að undaníömu hafa
birst fréttir um að lík hafi horfið
af sjúkrahúsum í borginni.
Hóta dómara lífláti
Stuðningsmenn fyrrum einræð-
isherra Chile, Augustos Pinochets,
hafa sent út til-
kynningu á Net-
inu. í tilkynning-
unni segjast
stuðningsmenn-
imir vera reiðu-
búnir að ræna
spænska dómar-
anum sem fyi-irskipaði handtöku
Pinochets, sprengja hann í loft
upp eða myrða hann og eiginkonu
hans og aðra ættingja.
Hyde neitar
Formaður dómsmálanefndar
fulltrúadeildar Bandarikjaþings,
Henry Hyde, neitaði í gær að
verða við beiðni demókrata um að
greidd yrðu atkvæði í næstu viku
um hvort ásakanir Starrs sak-
sóknara væru næg ástæða til
málshöföunar á hendur Clinton.
Útlönd
Karl fimmtugur:
Maraþonveislur
fýrir prinsinn
Maraþonveislur bíða Karls Breta-
prins um helgina en hann verður
fimmtugur á morgun. í dag mun
prinsinn heimsækja athvarf fyrir
unga fikniefnaneytendur í Sheffield
en síðan heldur hann til Bucking-
hamhallar þar sem móðir hans, El-
ísabet Englandsdrottning, mun
halda opinbera veislu fyrir hann.
Til veislunnar er boðið 850 gestum
og fá þeir allir að teyga kampavín.
Meðal veislugesta verða fulltrúar
um 400 samtaka sem tengjast starfi
prinsins.
Óþekkt táningahljómsveit, Al!ve,
verður meðal skemmtikrafta í
veislu drottningar. Hljómsveitin
skrifaði drottningu bréf og sagöi
möguleikana á plötusamningi
aukast fengi hún að spila í veisl-
unni. Hljómsveitin var stofnuð fyrr
á þessu ári eftir að hafa fengið sem
svarar rúmlega hálfrar milljónar
króna styrk úr sjóði prinsins sem
aðstoðar ungt fólk við að finna starf.
Annað kvöld heldur Camilla
Parker Bowles, ástkona Karls,
veislu fyrir hann í Highgrovekast-
ala. Þangað er boðið kóngafólki frá
Evrópu og vinum prinsins úr ýms-
um áttum. Drottningin hefur hingað
til neitað að sækja samkomur þar
sem Camilla hefur verið viðstödd.
Hún ætlar ekki að breyta út af
þeirri venju sinni og verður því
ekki í veislu Karls og Camillu
annað kvöld.
Karl Bretaprins og Marie Piper, sem fékk í gær styrk úr sjóði prinsins fyrir
ungt fólk, hlusta á ræðu í stöðvum sjóðsins. Símamynd Reuter.
Hafna skilyrðum
ísraelsmanna
Bandarísk stjórnvöld höfnuðu í
gær skilyrðum þeim sem rikis-
stjóm ísraels setti við friðarsam-
komulagið við Palestínumenn á
dögunum. Þau lýstu jafnframt yf-
ir andstöðu sinni við áform ísra-
ela um að byggja hverfi gyðinga í
austurhluta Jerúsalem, borgar-
hluta araba.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, vísaði í gær á
bug gagnrýni Bandaríkjamanna
og Palestínumanna á byggingará-
formunum í Jerúsalem. Tilgang-
urinn með framkvæmdunum er
að gulltryggja tilkall ísraela yfir
allri borginni.
„Við sögðumst ætla að byggja á
Har Homa og það geram við. Jer-
úsalem er höfuðborg okkar. Þetta
er fullveldismál,“ sagði Netanya-
hu á fundi með fréttamönnum i
gær. Búið er að bjóða út byggingu
rúmlega þúsund heimila.
Mc'irlíimii 4 • 108 Revkjavílc
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510
Jeep Grai
Opel Astra sedan '95, rauöur, ek. 51
þus. km. ssk., Góöur, gullfallegur bíll.
Asett verö: 990 þýj. Nú 890.000
Sport '90, hvltur, ek. 25 þ
: verö 150.000. Nú 90.000
Benz3ÖÖ é 4 matlc
,. ... ■ . .grár,
170 þus. km, leöuráklæði,
3tt verð 1.880.000. Nú 1.500.000
Plymouth Neon Sport '96,
hvítur, ssk„ ek. 70 pús. km.
Ásettverð: 1.350.000 Nú 1.080.000
Suzukl Sldeklck Classic '96, hvítur,
þeinsk., ek. 90 þús. km.
Ásettverö: 1.490.000. Nú 1.190.000
Subaru 1800 station '88, rauður, ssk„
BMW 735Í '92 Shadowllne
Toppbíll með öllum hugsanlegum aukahl.
Asett verö: 2.600.000. Nú 2.100.000.
Honda Civlc Shuttle 4x4 '87. blár,
þeinsk., ek. 180 þús. km.
Asett verö: 350.000. #11240.000,
MMC Space Wagon 4x4 '87. beinsk.,
7 manna.
Sfmi
IHI ■ I 1 I I f • B i i S r •TTnTI
ffnTrírnF fifitil