Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 Spurningin Ferðu á skíði á veturna? Valtýr Jónasson nemi: Stundum. Þá fer ég upp í Bláfjöll. Helga Claessen nemi: Já, svona þrisvar sinnum yfir veturinn. Engilbert Oddsteinsson flugum- ferðarstjóri: Já, um hverja helgi. Sævar Halldórsson verkamaður: Nei, ég þori það ekki. Kristinn Sigurpáll Sturluson: Já, ef ég get. Gunnar Bjarni Guðbjömsson nemi: Nei. Lesendur Reykjavíkurvöllur verður að vikja Reykjavíkurflugvöllur er ranglega staðsettur, er sjálfur hættulegur og sam- rýmist ekki alþjóðlegum öryggiskröfum. - Hver yrðu viðbrögðin við flug- slysi í borginni sjálfri? Páll Guðmundsson skrifar: Um sl. helgi var haldinn fundur í höfuðborginni um málefni Reykja- víkurflugvallar. Raunar Reykjavík- urborgar allrar, því ófáir hafa skoð- un á því hvort flugvöllurinn eigi að vera áfram á sama stað, hvort færa eigi hann til, og þá í Skerjafjörðinn sjálfan eða hvort hann eigi að víkja fyrir fullt og allt og flug, hverju nafni sem það nefnist, að fara um Keflavíkurflugvöll. Ég er einn þeirra sem vil að Reykjavíkurflugvöllur fari alfarið burt úr borginni. Hann er ranglega staðsettur þar sem hann er nú, í Vatnsmýrinni, og er sjálfur hættu- legur og hvergi nærri fullkominn flugvöllur samkvæmt fyllstu örygg- iskröfum. Auk þess sem hann hindrar uppbyggingu miðborgar- innar á alla kanta. Bygging annars flugvallar fyrir áætlaða 4-5 millj- arða króna er fullkomlega óviðráð- anlegt sem og óþarfi þar sem við eigum fullkominn alþjóðaflugvöll í 35 mínútna akstri frá Reykjavík. Hvernig sem á málin er litið er Reykjavíkurflugvöllur í dag óþarf- ur, og býður hættunni heim við hvert flugtak og hverja lendingu farþegaflugvélar. Ef slys bæri að höndum, og þá á ég við alvarlegt slys í borginni sjálfri, þá myndi vellinum verða lokað samstundis og hann ekki opnaður aftm-. Er ástæða til að biða eftir slíkum hörmung- um? Hvaða efasemdir eru í huga fólks gagnvart því að nota Keflavíkur- Qugvöll sem aðalvöll fyrir innan- lands- jafnt og utanlandsQug íslend- inga? Getur verið að fólk setji fyrir sig fjarlægðina frá Reykjavík? Veg- ur öryggi Qugvallarins og Qugtak og lending fullrar farþegavélar ekki þyngra en svo að menn vilji frekar lenda í túnfætinum við Reykjavík þar sem engin vissa er fyrir því að allt gangi að óskum? - Eöa eru at- kvæði landsbyggðarmanna svo þung á metunum að ráðamenn vilji ekki ganga í berhögg við þá dreif- býlismenn sem eiga erindi til höfuð- borgarinnar eingöngu? Engin spuming er um að Reykja- vikurQugvöllur mun verða lagður af fyrr en síðar. Það er ekki mikið fjármálavit að baki þeirri ákvörðun að veita einhverjum milljörðum króna af opinberu fé til þess að tjasla upp á hinn ónýta Qugvöll í Vatnsmýrinni. Eða eru ráðamenn kannski svo grunnhyggnir? Ríkisforsjárfólk Guðjón Guðmundsson skrifar: Ríkisforsjárfólk er fjölmennt á ís- landi. Raunar má segja að obbinn af vinnandi fólki hér sé á einhvem hátt í störfum hjá hinu opinbera eða í stofnunum tengdum hinu opin- bera. Það er líka athyglisvert að þeir sem hvað ákafast hafa ákallað frjálsa samkeppni og heitið stuðn- ingi sínum við að koma „bákninu burt“ hafa sjálfir ánetjast þessu bákni eftir skamma en árangur- slitla baráttu. - Ekkert bendir til að ásóknin i að komast undir pilsfald ríkisins haQ minnkað þrátt fyrir ákafa einkavæðingu ríkisstofnana. Samt örlar á breytingu þótt hæf- ara sé. Frekustu starfshópamir í þjónustu hins opinbera, Qestir í heilbrigðiskerQnu, mæta nú and- spymu og andúð almennings sem verður sjálfur að sæta þeim launa- kjörum sem forráðamenn launþega- félaganna semja um til ákveðins tima. Meinatæknar era dæmi um frekjudósir í kerfinu sem verða til þess að senn molnar úr hinum fjöl- menna opinbera starfsgeira. Óbil- gjamar kröfur ríkisforsjárfólksins utan umsamins samningstíma verða sniðgengnar og framvindan látin ráðast frekar en að semja við eins konar hústöku- eða gíslatöku- fólk. Ríkisforsjárfólki þarf að fækka hér á landi eigi þjóðfélagið við- reisnar von. Álver til Reyðarfjarðar Austfirðingur skrifar: Ég las grein í DV, skrifaða af Skarphéðni Einarssyni, þar sem hann telur að næsta álveri sé best fyrir komið á Keilisnesi. Ekkert af því sem hann telur umræddu stað- arvali til málsbóta á við rök að styðjast, að mínu mati. Sem dæmi má nefna að hafnarframkvæmdir við Reyðarfjörð era mun hagkvæm- ari en á Keilisnesi. Við höfum al- þjóðaQugvölI sem er á EgUsstöðum og mun styttri siglingartíma tU Evr- ópu. Hvað varðar vinnuaQ þá var ég á ráðstefnu sem haldin var á EgUs- stöðum síðasQiðið vor og þar kom fram aö gerð hafði verið könnun á því hvaðan vinnuaQið kæmi og fyr- ir væntanlegt álver. Þá kom í ljós að 25% yröu heimamenn, 25% brott- [L[ͧ)[Í[M)[M\ þjónusta Styttri sigling til Evrópu, alþjóðaflugvöllur í grenndinni. Frá Reyðarfirði. Quttir AustQrðingar, 25% kæmu af þéttbýlissvæðinu fyrir sunnan, 20% kæmu annars staðar af landinu og 10% yrðu Norðmenn. Var þá rætt um að álverið yrðí reist af Norð- mönnum. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að tU þess að skaffa orku fyrir næsta álver yrði að virkja fyr- ir austan og Qutningur á orkunni suður kostar tugi miUjarða þannig að ekki yrði sparnaðurinn þar. Við hér fyrir austan notum ákveðið orð yQr menn sem tala svona án þess að vita hvað þeir em að segja. Það er orðið „rugludallur". Talandi um að straumurinn liggi suður þá er það rétt. Síðustu tölur segja 335 á fyrstu 8 mánuðum ársins en ástæöan er sú að fólk viU fá að- gang að sömu þjónustu og menn- ingu, sama hvar það býr á landinu. Og það á rétt á þvi. TU þess að hægt sé að veita slíka þjónustu þarf að vera ákveðin stærð af þéttbýliskjama og hann myndast ekki hér fyrir austan nema eitthvað stórt komi tU og álver er einmitt besti kosturinn til að snúa byggða- þróuninni á réttan veg. DV Kínverjar í kurteisis- heimsókn Þórður hringdi: Enn em Kínverjar að Qykkjast hingað tU lands í svonefndar km-t- eisisheimsóknir. Nú er hér kom- inn varautanríkisráðherra Kína og fylgdarlið. EQaust er verið að ræða sama málið æ ofan í æ, þ.e. aukin viðskipti við Kína, þar sem mögu- leikarnir eru óendanlegir eins og þeir segja í ÚtQutningsráði eftir að þeir koma úr ferðum tU Kína. En nú lokaði Kina á Qugvél okkar í vikunni með ferðafólk tU Kína. Og Rússar töltu á eftir og lokuðu líka MoskvuQugveUi. Eigum viö eitt- hvert erindi við lönd og ráðamenn sem loka QugvöUum sínum þar sérstaklega þar tU gengið hefur veriö frá Heródusi tU Pílatusar með bænarbréf í höndum? Norðurpóllinn pólitískari en Ástþór Gyða Þrastardóttir skrifar: Það vakti hneykslun mína að NorðurpóUinn á Akureyri yiiji yf- irtaka jólapakkaQug Ástþórs Magnússonar, sem er þó algjörlega hans hugmynd - og einungis tU þess að trekkja að ferðafólk. Þetta er hjákáUegt hugmyndarán Norð- urpólsmanna. Einn þeirra bar fyr- ir sig að Ástþór væri með ákveð- inn pólitískan áróður í ferðum sín- um með gjafapakkana í lönd hörm- unganna. Það verður nú varla kaUað annað en afrek Ástþórs er hann komst inn í írak á sl. ári þar sem skortur er á matvælum og lyfjum. Varla er það pólitik að gleöja bömin með gjöfum. Ég tel Norðurpólsmenn fremur pólitíska en Ástþór, sem hefur nú svarað fyrir sig. Ég hef geQð tU þessarar söfhunar Ástþórs sl. 3 ár og mun skUa minu framlagi QjóQega tU Friðar 2000. Viðreisn eða vinstri stjórn Tryggvi skrifar: Á kaffifundi okkar félaganna í morgun barst talið aö kosningun- um fram undan og næsta stjórnar- mynstri hér á landi. Sá sem okkar er fremstur í póUtiska stafróQnu fuUyrti, að hér kynni að verða mynduð annaðhvort Viðreisn (með SjálfstæðisQokki og A-Qokka- bræðslunni) eða þá vinstristjóm, ef A-Qokkabræðslan vinnur á með tUstuðlan Sverris Hermannssonar. Sérfræðingur okkar fuUyrti líka að menn sem kysu Sverri kæmu ekki frá SjáifstæðisQokknum, heldur frá AlþýðuQokki og Al- þýðubandalagi. Þannig gæti vinstristjóm líka myndast að viö- bættum FramsóknarQokki. En þessi sérfræðingur okkar veðjaði þó á núverandi stjórnarmynstur áfram. Mikið þyrfti tU verulegra breytinga með Davíö Oddsson fremstan stjórnmálamanna. Titringur lofar góðu Soffia skrifar: Ég vU þakka Sjónvarpinu fyrir ágætan þáQ sem hleypt hefur ver- ið af stokkunum - eins og sagt er - og sem lofar góðu. Ágætir stjórn- endur era í fyrirrúmi og taka fyr- ir efni sem segja má að myndi tals- verðan titring þegar um er rætt. Ég nefni kynskipti, einstæða feöur og böm þeirra, og nú síðast mæð- ur og umsjá þeirra með börnum sinum. Þessi síðasQ var reyndar mjög góður þáttur og snerti áreið- anlega Qeiri en mig. Ég sé a.m.k ástæðu tU að taka annan kúrs en ég fer nú í streitu og tUgangsleys- inu; vakna, vinna, éta, sofa. Ég held aö þessi þáQur hafi allmikið áhorf. - Eins er ég hrifín af þættin- um Þetta helst... sem er góð upp- lyfting í annars fremur daufa sjón- varpsdagskrá hjá Ríkisútvarpinu Sjónvarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.