Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
15
Ógöngur í írak
Farsi
Vopnaleitin I írak hefur verið í
mörg ár. Staðan í þeim málum hef-
ur verið augljós síðan 1993. Allt
sem á hefur gengið síðan, svo sem
bullið um falin gjöreyðingarvopn í
þjóðarminnismerkjum í írak, sem
í áróðri eru kallaðar „hallir Sadd-
ams“, er fyrirsláttur til að fram-
lengja bannið. Þetta gengur í fá-
fróðan almenning og jafnvel hæst-
virtan utanríkisráðherra íslands,
sem þuldi þetta samviskusamlega
utanbókar í febrúar, orðrétt eftir
Madeleine Albright. Það er ekki
fjárskortur sem þjakar íraka. Þar
er nóg af fé í umferð, auk tekna af
takmarkaðri olíusölu.
En það ríkir algjört samskipta-
bann alira aðildarríkja SÞ gagn-
vart írak. Enginn innflutningur er
Auk næringar- og lyfjaskorts deyr nú heil kynslóð íraskra barna af smitsjúkdómum af menguðu vatni, sem raf-
magn skortir til að hreinsa. segir m.a. í greininni. - Götumynd frá Bagdad.
Sú stefna sem SÞ
hafa fylgt gagnvart
írak síðan 1990 er
löngu gengin sér til
húðar. Þær stór-
yrtu yfirlýsingar
sem Öryggisráðið
samþykkti í hita
leiksins 1991 binda
nú hendur þess í
trássi við augljósan
raunveruleika. Öll
nágrannaríkin vita,
jafnvel Kúveit, að
engin ógn stafar
lengur af írak. En
bandarískir leiðtog-
ar eru fangar eigin
orða. Þeim er af
pólitískum ástæð-
um heima fyrir
ógerlegt að taka
íraka í sátt með Saddam við völd.
Því stendur allt fast i Öryggisráð-
inu. Risaveldi getur ekki snúið við
blaðinu, hvað sem öllum skynsam-
legum rökum líður. Á sama tíma
og SÞ stunda hjálparstarf á hörm-
ungasvæðum um heim allan,
deyja hundruð þúsunda íraka,
beinlínis fyrir tilverknað Samein-
uðu þjóðanna, á ábyrgð almenn-
ings, þar á meðal íslendinga, til
þess eins að Bandaríkin þurfi ekki
að éta ofan í sig stóru orðin.
leyfður nema með leyfi
seinvirkrar nefndar
undir forystu Banda-
ríkjanna. Jafnvel lyf og
matvæli berast seint og
illa. Ekki fLytja inn
sjúkrabíla, þá má nota i
hemaði. Ekki má flytja
inn vörubíladekk af
sömu ástæðu. Engar
tölvur, engan tækni-
búnað, ekki einu sinni
til að dreifa á dekkja-
lausum vörubílum frá
Jórdaníu og sunnan frá
Persaflóa. Af þessu
stafar neyðin í írak,
ekki fjárskorti eða
eyðslusemi valdhafa.
Sprengingar
í stríðinu voru eyðilögð
öll raforkuver, flestar dælustöðvar
og vatnshreinsistöðvar, lyfjaverk-
smiðjur, jámbrautamannvirki,
áburðaverksmiðjur og jafnvel
mjólkurduftsverksmiðjur. (Þetta
vom kallaðar sýklavopnaverk-
Kjallarinn
Gunnar
Eyþórsson
blaðamaður
smiðjur). Varahlutir í raforkuver
eru bannaðir. Það mundir gera
Saddam „kleift að búa til gjöreyð-
ingarvopn á ný“, eins og það heit-
ir. Afleiðingin er hmn heilbrigðis-
kerfisins, sem fyrir stríð var eitt
það besta í þessum heimshluta.
Auk næringar- og lyfjaskorts deyr
nú heil kynslóð íraskra barna af
smitsjúkdómum af menguðu
vatni, sem rafmagn skortir til að
hreinsa.
Nú er enn talað um að sprengja.
Ástæðan er að írakar sjá ekki
lengur neinn tilgang með sam-
vinnu. Samvinna hefur engu skil-
að, nema nýjum tylliástæðum til
að halda banninu áfram. Banda-
ríkin hafa með ofríki sínu tryggt
að Öryggisráðið mun aldrei aftur
setja sig í sjálfheldu með því að
gefa neinu ríki einróma umboð til
hernaðar, eins og gert var vegna
Kúveits. Sá tími
mun koma að
ábyrgð SÞ á
hálfri annarri
milljón dauðs-
falla í írak verð-
ur réttilega álit-
inn svartasti
bletturinn á sögu
samtakanna. Nú
sækjast íslend-
ingar eftir sæti í
Öryggisráðinu.
Óskandi væri að okkur eigi eftir
að gefast tækifæri til að greiða þar
atkvæði með afnámi þessa sví-
virðilega banns, sem er því meiri
glæpur sem hann er framinn í
nafni alþjóðasamfélagsins.
Gunnar Eyþórsson
„Öll nágrannaríkin vita, jafnvel
Kúveit, að engin ógn stafar leng■
ur af írak. En bandarískir leiötog-
ar eru fangar eigin oröa. Þeim er
afpólitískum ástæöum heima fyr-
ir ógerlegt aö taka íraka í sátt
meö Saddam viö völd.“
Góð leið til útflutnings á
íslenskum matvælum
Þessa dagana er landslið Klúbbs
matreiðslumeistara að keppa á
heimsmeistaramóti matreiðslu-
meistara sem haldið er í Lúxem-
borg.
Ég hef í nokkurn tima fylgst
með starfi þessara meistara sem
standa orðið mjög framarlega í
iðngrein sinni á alþjóðavísu. í
raun er vart rétt að kalla
þessa grein matreiðslu-
meistaranna iöngrein,
réttara væri að kalla
hana listgrein, svo langt
hafa meðlimir Klúbbs
matreiðslumeistara náð.
Uppeldis- og land-
kynningarstarf
í fljótu bragði gerir
fólk sér ekki grein fyrir
því hve margþætt uppeld-
is- og landkynningastarf
klúbbsins er. Kynningar-
starfið hefúr m.a. aukið vinsældir
greinarinnar meðal ungs fólks.
Enn skortir á að jafhvægi og sam-
svarandi virðing ríki milli bók-
náms og verknáms á íslandi en
fagmennska sem þessi hefur veru-
leg áhrif á að verknám njóti þeirr-
ar virðingar sem því ber.
Kynningarstarfið er einnig fólg-
ið í því að vekja athygli Islendinga
og umheimsins á því gæðahráefni
sem framleitt er á íslandi. Þar má
benda á landbúnaðarvörur hvers
konar, s.s. kjöt og grænmeti og
mjólkur- og fiskafurðir. Þegar hrá-
efnið hefúr verið meðhöndlað að
hætti þessara meistara eykst verð-
mæti þess til mikilla muna og það
verður margfalt seljanlegri vara á
innlendri sem erlendri grund um
leið og vakin er athygli á íslandi
og sérstöðu þess. Nútíma ferða-
mennska er m.a. fólgin í því að að
bragða á þeim mat sem i boði er í
hveiju landi.
Mataruppeldi og
forvarnastarf
Störf matreiðslumeistaranna
hafa oft jafnmikið að segja og fal-
leg náttúra landsins og eftir vel-
heppnaða máltið gleym-
ast fljótt rok og rigning,
hafi ferðamaðurinn ver-
ið óheppinn með veður,
en eftir standa minning-
ar um frcimúrskarandi
matargerðarlist. Þess
vegna er ekki úr vegi að
kalla stéttina nýja sendi-
herra íslands þótt
lítið fari fyrir
sendiherrabústöð-
um og embættis-
mönnum í kring-
um þessa sendi-
herra. Klúbbur
matreiðslumeist-
ara stóð fyrir
merkilegum þátt-
um fyrir ungt fólk
sl. vetur, í sam-
vinnu við Sjónvarpið, þar
sem fram fór kennsla í mat-
reiðslu. Á þennan hátt er
hægt að kenna ungu fólki um nær-
ingargildi einstakra tegunda,
vekja athygli þeirra á hollustu
matar o.fl. Þama fer í senn fram
menningarlegt mataruppeldi og
forvamastarf.
Áfram ísland
Framleiðendur hvers konar
landbúnaðarafurða, fiskútflytjend-
ur og aðrir þeir sem framleiða ís-
lensk matvæli eiga
að leggja sig í líma
við að styrkja hið
merka starf
Klúbbs matreiðslu-
meistara í land-
kynningarskyni.
Það gera ná-
grannaþjóðir við
sína matreiðslu-
meistara s.s. Norð-
menn, Danir, Sví-
ar og Finnar svo
einhverjir séu
nefndir.
Ég hyggst leggja
fram þingsálykt-
unartillögu á
næstunni þar sem
skoðað verði sér-
staklega í hverju
landkynningarstarf Klúbbs mat-
reiðslumeistara er fólgið til þess
að undirstrika það á hvem hátt
við getum nýtt þeirra starf í land-
kynningarskyni með útflutning á
íslenskum matvælum í huga. Það
er ekki úr vegi, um leið og ég óska
landsliðssveit matreiðslumeistar-
anna góðs gengis, að segja eins og
gjaman er sagt þegar um lands-
leiki er að ræða: Áfram ísland" og
í hvatningunni felast margfóld
skilaboö.
ísólfur Pálmason
„Ég hyggst leggja fram þings■
ályktunartillögu á næstunni þar
sem skoöaö veröi sérstaklega í
hverju landkynningarstarf Klúbbs
matreiöslumeistara er fólgiö til
þess aö undirstrika þaö á hvern
hátt viö getum nýtt þeirra starf í
landkynningarskyni mmm
Kjallarinn
Isólfur Pálmason
þingmaður
Með og
á móti
Var Leifur heppni
örugglega íslendingur?
Elnar Benediktsson
sendiherra.
Deilur sem
heyra brátt
sögunni til
„Við getum gengið út frá því að
Leifur Eiríksson sé fæddur
kringum 975 að Eiríksstöðum í
Dalasýslu og að faðir hans, Eirík-
ur rauði, sé fæddur á íslandi eftir
930 en á þvi ári er Alþingi stofnað
og ísland verö-
ur til sem þjóð-
ríki. Það því
ekki annað en
sorglegur mis-
skilningur að
telja hvom
þeirra sem er
annað en ís-
lending því
vissulega vora
þeir sem hér
fæddust, þ.e.a.s. frá og með
annarri kynslóð, sér örugglega
meövitandi að þeir voru íslending
ar og þá vissulega ekkert annað.
Með þessu er það alls ekki sagt
að forfeður okkar haö ekki vel
flestir komið frá vestúrströnd
Noregs. Þaðan vom þeir og þaðan
kemur okkar göfúga tunga, lög
okkar og fyrst heiöin og síðan
kristin trú. Við íslendingar erum
því stoltir af því að vera norræn
þjóð sem ein hefúr varöveitt mik-
inn menningararf. Megi aðrar
Norðurlandaþj óðir þá Iíka vera
stoltar af því að hér í landi er þjóð
sem enn talar okkar fomu tungu.
Á íslensku og af okkur íslend-
ingum hefur varðveist saga þeirra
og menningararfleifð. Deilur um
þjóðerni Leifs Eiríkssonar og for-
feðra okkar munu brátt heyra sög-
unni til, spái ég.“
„Ek em maðr
grænlenskr"
„Ef Leifur hefði haldið blaða-
mannafund suður í New York þeg-
ar hann var í könnunarleiðangri
sínum þar um slóðir og blaðamað-
ur hefði spurt hann: „Hvaðan
kemur þú, Leifur? þá er ég sann-
færður um að
hann hefði
svarað: „Ek em
maðr græn-
lenskr". En ég
get ekki sannað
það. Ekki finnst
orð skrifað um
Leif Eiríksson
fyrr en meira
en 200 árum eft-
ir að hann var
uppi. Það er
álíka langur tími og frá Innrétt-
ingum Skúla Magnússonar eöa
Móðuharðindum til okkar daga.
Þess vegna er augljóst að ekkert
um Leif getur t|list alveg öraggt.
Það á þó ekki að koma í veg fyrir
að viö notum sögur af honuin og
ályktum gætilega af þeim hvað
st er um haun,
hans.
aö er ekki séi
um að
Gunnar Karlsson,
prófessor í sagn-
■ hafi;
líkli
þjó;
ályj
að
hverju leyti verið íslenskur, líkt
og Vestur-Isléndingar í Kanada
skynjuðu sig að misjafnlega miklu
leyti sem íslenska og gera jafnvel
sumir enn. En það er fjarstæða að
fullyrða að hann hafi verið alis-
lenskur eða séríslenskur að þjóð-
emi. Ég verð að segja að mér
fmnst ekki sæmandi af málsvör-
um og forystumönnum þjóðarinn-
ar að halda slíku fram í trássi viö
álit nánast allra sérfræðinga. Það
er yfirlýst markmið og metnaðar-
mál samfélags okkar að viröa
fræðilega þekkingu eins og henn-
ar er aflað af mestri alvöra og ein-
lægni hverju sinni - slá ekki sam-
an því sem við höldum að sé og
því sem við viijum að sé.“ -Ótt