Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 T>V sam- niður „Mín skoöun og margra fleiri er að réttast væri aö leggja þessi sam- | tök niður í núver- andi mynd og út- j vega starfsmönn- um, sem þó er að- allega fram- kvæmdastjórinn, ( eitthvert arðbært starf og spara íbúunum peninga." Pétur Jónsson borgarfulltrúi, um Samtök sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, í DV. Tekst LÍÚ að útrýma prentfrelsinu „Tækist þeim að útrýma prentfrelsinu af síðum Morgun- blaðsins, eins og hugurinn stendur greinilega til, væri komið að nýjum kafla í barátt- unni fyrir lýðræði á íslandi." Jón Sigurðsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri um útgerðar- menn, i Morgunblaðinu. Hvítt verði svart „LÍÚ er að bæta sína ímynd og telja fólki trú um að | hvítt sé svart.“ Grétar Mar Jónsson, form. Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, í Degi. Skjótum markverðina inn í landsliðið „Við höfum einstakt lag á að skjóta markverði andstæðing-1 anna í landsliðið og greinilegt er aö við verðum að fara að athuga okkar gang í þessum efhum." Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, eftir að markvörður Fram hafði varið átta vítaskot, í Morgunblaðinu. Einfaldleikinn er oímetinn „Ég held einfaldlega að ein- faldleikinn sé ofmet- inn og það sé of mikil áhersla hjá j agapáfum íslenskra bókmennta á að allir séu að skrifa f einhvern sim- skeytastíl - sem ég kalla hinn norræna þurr- kuntustíl." Sindri Freysson rithöfundur, í Degi. Jólaboðskapurinn afbakaður „Þeir eru að afbaka jólaboö- skap okkar með hræsni. Þeir hafa engan áhuga á að hjálpa stríðshrjáðum bömum, era að- eins að nota athyglina, sem þetta fær í fjölmiðlum, verslun sinni til framdráttar." Ástþór Magnússon, um jóla- sveinagarðinn Norðurpól á Ak- ureyri, í DV. Pálína Magnúsdóttir, formaður Félags um vefbókasafn: Áhugamálin tengjast vinnunni DV Suðurnesjum: í dag verður formlega opnað vef- bókasafn og fer opnunin fram á Bókasafni Seltjamamess en íslensk almenningsbókasöfn hafa undanfar- ið verið að vinna að vefvakt á Net- inu. Bókasafnið verður aðgengilegt aUan sólarhringinn, auk þess sem það verður opið almenningi á bóka- söfnum þannig að aUir eigi kost á að nýta sér þessa þjónustu. Pálína Magnúsdóttir er forstöðu- maður Bókasafns Seltjarness og for- maður Félags um vefbókasafn. „Hugmyndin að einhvers konar vefvakt bókasafna fæddist á fundi forstöðumanna almenningsbóka- safna. Síðastliðið vor var myndaður undirbúningshópur sem byrjaði að móta hugmyndir að vefnum og þetta hefur síðan hlaðið utan á sig svo að ákveðið var að stofna félag í kring- um verkefnið. Stofnfundurinn var síðan haldinn 9. október sl. Þetta er samstarfsverkefni fjórtán almenn- ingsbókasafna og við erum með þessu að reyna að koma ákveðinni reglu á Netið en þeir sem nota það mikið vita að þar ríkir mikil óreiða. Við gefum slðunum efnisorð og röð- um þeim undir efnisorö. Efnisorðin eru valin eftir kerfisbundnum efnis- orðalykli. í raun era þetta sömu að- ferðir og notaðar eru við að skrá bækur. Síðan gefum við öllum vef- síðum umsagnir til að auðvelda fólki að velja síður.“ Pálína segir að framtíðarsýn þeirra sem að þessu standa sé sú að koma þessu safni í gagnagrunn enda opnist þá fleiri möguleikar við Pálína Magnúsdóttir. notkun þess. í dag séu um 2.600 krækjur í safninu en einnig sé farið að tína inn erlendar krækjur. „í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að þegar fólk vantar heimildir um ákveðið efni geti það farið á Netið, Maður dagsins síðan inn í miðlægan gagnagrunn safna, slegið inn efnisorði og fengið heimildir um efniö úr bókum, tíma- ritum, vefsíðum eða öðram miðlum. Fyrir 20 árum kom út bók sem í daglegu tali er kölluð Bláa bókin. Það var samstarfsverkefni nokk- urra bókasafnsfræðinga þar sem þeir tóku skráningu Landsbóka- safns á bókum frá árunum 1944 til 1974 og settu saman i eitt rit en árið 1974 hófst útgáfa íslenskrar bóka- skrár. Þessi bók kom út 13. nóvem- ber árið 1978, fyrir nákvæmlega 20 árum, og því er þessi dagsetning valin nú til að opna vefbókasafnið.“ Pálína segir áhugamál sin tengj- ast mikið vinnunni. „Ég les mjög mikið og hef áhuga á bútasaumi. Sem stendur er ég í árs bamsburð- arleyfi en áhuginn var svo mikill fyrir vinnunni að ég gat ekki sleppt því að taka að mér að vera með í þessu verkefni." Pálína er fædd í Reykjavík en hef- ur síðan búið á Seltjamamesi. Eig- inmaður hennar er Árni Geir Sig- urðsson rafmagnsverkfræðingiu- og eiga þau tvö böm, Sigurð, 12 ára, og Mist Sigriði, níu mánaða. -A.G. Barbara & Úlfar í Kafíileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Persónurnar Bar- bara og Úlfar yfir- taka líkama leikar- anna Halldóru Geirharðsdóttur og Bergs Þór Ing- ólfssonar, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson ætla að gera eitthvað hræði- legt í kvöld. Leikhús Barbara og Úlf- ar á miðnætti í tilefni af föstudeginum 13. nóvember verður sér- staklega „hræðileg" miðnæt- ursýning á spunaleikritinu Barbara og Úlfar munu í Splatter- sýningunni sýna á sér nýja og hræðilega hlið, sem byggist á klassískum hryfl- ingskvikmyndum, bók- menntum og leikritum og ætti enginn hryllingsunn- andi að láta sýninguna fram hjá sér fara. Myndgátan Skólpdýr Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Kvintett Corretto leikur í Norræna húsinu í kvöld. Sænsk samtímatónlist í kvöld kl. 20.30 mun Kvintett Corretto halda tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni er nær eingöngu sænsk samtímatónlist. Höfundar verkanna eru Torbjöm Iwan Lundquist, Folke Rabe, Bo Nilson, Sven-David Sandström og Witold Lutoslawsky. Kvintett Corretto er málmblásarakvintett sem var stofnaður árið 1994 og hefur komið víða fram. Bæði hef- ur hann haldið sjálfstæða tónleika sem og komið fram við ýmis tæki- færi. Meðlimir kvintettsins eru flestir hljóðfæraleikai-ar i Sinfón- íuhljómsveit íslands og hafa um árabil starfað með helstu kamm- erhópum á Reykjavíkursvæðinu, meðal annars Caput, Kammer- sveit Reykjavíkur og Stórsveit Reykjavíkur. Tónleikar Corretto fór sl. sumar í tón- leikaferð til Þýskalands þar sem haldnir voru þrennir tónleikar og gekk sú ferð vonum framar. Má nefna gagnrýni sem birtist eftir fyrstu tónleika hópsins í Metzingen í suður Þýskalandi. Þar segir m.a„ í lauslegri þýðingu: „Þessir ungu menn, menntaðir í háskólum beggja vegna Atl- antsála, era greinilega meistarar í sínu fagi: tónninn hreinn og hnökralaus, inntónun gallalaus, hrynjandin létt og leikandi. Sér- lega vel samspilaður hópur.“ Meðlimir Kvintetts Corretto era: Einar Jónsson á trompet, Ei- ríkur Öm Pálsson á trompet, Emil Friðfinnsson á hom, Sigurður Þorbergsson á básúnu og Þórhall- ur Ingi Halldórsson á túbu. Bridge Þessi hönd á sér kómískar hliðar en hún kom upp í sveitakeppni fyrstu deildar í Danmörku. í einum leiknum gengu sagnir þannig i opnum sal, suð- ur gjafari og allir utan hættu: 4 76 * 952 4 D108 * 108732 4 D1082 •» 843 4 9754 * G9 4 Á5 «4 ÁD7 4 KG632 * ÁD5 Suður Vestur Norður Austur 2 grönd pass pass pass Sagnir tók fljótt af og vestur spilaði út fjórða hæsta spaða sínum. Sagn- hafi drap strax á ásinn og spilaði tígli sem vestur fékk á ásinn. Vestur tók síðan tvo spaðaslagi og spilaði svo „skynsamlega" austri inn á fjórða spaðann til þess að fá gegnumspil, annaðhvort í hjarta eða laufi. Austur spilaði hjarta og sagnhafi, sem þegar hafði farið niður á ÁD blönk í hjarta og laufi, las rétt í stöðuna. Hann fór upp með hjartaásinn og tók fjóra slagi á tígul. Vestur lenti í þvingun og varð að fara niður á hjartakónginn blank- an til að passa laufkónginn. Þá var hjarta einfaldlega spilað og vestur varð að spila frá laufkóngnum upp í ÁD sagnhafa. í lokuðum sal enduðu sagnir í þremur gröndum á suður- höndina. Útspilið var einnig spaði og vestur fór inn á tígulásinn í öðrum slag. Hann tók nú alla! spaðaslagina sín megin og nú var komið að sagn- hafa að lenda i þvingun. Suður átti eftir ÁD í hjarta, KG63 í tígli og ÁD í laufi þegar henda þurfti í fimmta spaðann. Sagnhafi vonaðist eftir því besta með því að henda hjartadrottn- ingunni. Vestur spilaði þá hjarta, sagnhafi fór inn i blindan á tigul og svínaði laufdrottningunni. Þijú grönd fóra því 5 niður í lokuðum sal en 2 grönd stóðu slétt I opna salnum. ísak Öm Sigurðsson 4 KG943 «4 KG106 4 Á * K64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.