Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 29
i i i i i i i \ i i i i i \ i < i i i i i FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 Leikhús í hlutverki þingmannsins er Öm Árnason, Hilmir Snær Guöna- son leikur aðstoðarmanninn og Edda Heiðrún Backman eiginkonu þingmannsins. Aðrir leikendur em Margrét Vilhjálmsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Randver Þorláksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Leik- stjóri er Þór H. Tulinius. Hver hefur rétt til að dæma Pinochet? Málfundafélag alþjóðasinna heldur málfund um efnið: Heimsvaldasinnar hafa ekki rétt til að dæma Pinochet; hverjir era lær- dómar af ríkis- stjórn Allende í Chile 1970-1973, í dag kl. 17.30 að Klapparstíg 26, 2. hæð. Frummæl- endur era Sigurð- Pinochet. ur Haraldsson og Gylfi Páll Hersir. Örn Arnarson leikur kvensama þingmanninn. Tveir tvöfaldir í kvöld verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins gam- anleikurinn Tveir tvöfaldir eftir einn fremsta farsaleikhöfund Breta, Ray Coonay. Tveir tvöfald- ir segja frá kvensömum þing- manni og dyggum aðstoðarmanni hans sem reynir að leysa hvem vanda yfirmannsins en tekst ekki betur til en svo að heilt hótel rambar á barmi taugaáfalls. Tveir tvöfaldir eru farsi af bestu gerð þar sem misskilningur á misskiln- ing ofan, kvennaklandur og flókn- ir ástarþríhyrningar fléttast sam- an í skrautlega atburðarás og hlát- urtaugar áhorfenda eru kitlaðar. Verk Ray Coonay hafa verið leik- in hvarvetna í heiminum við miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið sýndi 1985 eitt þekktasta verk hans, Með vífið í lúkunum, og sama ár sýndi Leikfélag Reykja- víkur Sex í sama rúmi. Tíkarsymr á Grandrokk í kvöld og annað kvöld mun hljómsveitin Tíkarsynir leika fyrir gesti á Grandrokk. Tíkarsynir eru þeir Freyr Eyjólfsson og Otto Tynes Hljómsveitin Gos skemmtir á Gauki á Stöng í kvöld. sem kunnari eru sem tveir af for- sprökkum gleðisveitarinnar Geir- fuglarnir. Tikarsynir spila jöfn- um höndum sígilt og nýtt rokk og gleðipopp úr ýmsum áttum, bæði eigin tónlist og tónlist annarra. Tónleikamir í kvöld hefjast kl. 23 en Grandrokk er lokað vegna einkasamkvæmis milli kl. 19.30 og 23. Skemmtanir Gos á Gauknum Það stendur mikið til á Gauki á Stöng, afmælisvikan er fram und- an og af þvi tilefni er boðið upp á þríréttaða máltíð á vel viðunn- andi verði. í kvöld og annað kvöld verður upphitun fyrir afmælið sem hefst formlega á simnudags- kvöld. Upphitunarhljómsveit helgarinnar er gleðisveitin Gos. Á sunnudagskvöldið byrjar afmæl- ishátíðin með einni vinsælustu hljómsveit Gauksins frá fyrri árum, Rokkabillybandi Reykja- víkur. Auk þeirra skemmtir Skítamórall. Kynnir það kvöld er Svenni G. sem kosinn var fyndn- asti maður landsins. Veðrið kl. 6 Veðríð í dag É1 á Norðurlandi Um 500 km suðvestur af Vest- mannaeyjum er 996 mb lægð sem þokast austur og eyðist, en við norð- austurströnd Grænlands er 1041 mb hæð sem mjakast suður á bóginn. í dag verður norðaustankaldi eða stinningskaldi, en sums staðar all- hvasst norðaustan til og allra syðst framan af degi. Skýjað sunnan til og sums staðar skúrir en léttir smám saman til. É1 um norðanvert landið einkum úti við sjóinn. Hiti yfirleitt 0 til 3 stig, en kólnar víðast hvar niður xmdir frostmark seint í dag. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi og léttir til. Hiti 1 til 3 stig en kólnar þegar líða fer á daginn. Sólarlag í Reykjavík: 16.34 Sólarupprás á morgun: 09.52 Slðdegisflóð í Reykjavík: 14.42 Árdegisflóð á morgun: 0.32 i morgun: Akureyri snjóél á síö. kls. 2 Akurnes skúr 3 Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaöir 2 Kirkjubœjarkl. skýjaö 2 Keflavíkurfl. skýjaö 3 Raufarhöfn skýjaö 3 Reykjavík skýjaö 2 Stórhöfói skýjaö 4 Bergen skýjaö 1 Kaupmhöfn alskýjað 3 Algarve heiöskírt 13 Amsterdam rigning 7 Barcelona Dublin skýjaó 3 Halifax skýjaö 8 Frankfurt rigning 4 Hamborg þokumóöa -1 Jan Mayen léttskýjaö -1 London skýjaö 6 Lúxemborg Mallorca hálfskýjaö 9 Montreal heiöskírt 0 Nuuk París skýjaö 5 Róm léttskýjaö 8 Vín þokuruöningur -1 Winnipeg léttskýjaö -7 Hún er ekki frýnileg þessi geim- vera sem bregöur fyrir í Species II. Tegundir II Geimhrollvekjan Species, sem sýnd var fyrir tæpum tveimur árum, átti vinsældum að fagna. Species II, sem Laugarásbíó sýnir, er óbeint framhald af þeirri mynd. Natasha Henstridge er aftur mætt til leiks í hlutverki kvenmanns sem í útliti er fullkomin en er að innan frekar í ætt viö skorkvik- indi. Hennar innra dýr getur þeg- ar minnst varir tekið völdin af hennar ytri manni. í Species II er hún þó á mála hjá jarðarbúum við að eyða hættulegum óvini sem kemst til jarðarinnar í líkama geimfara. Þaö kem- ur í hlut dr. Lauru ///////// Kvikmyndir Baker að affrysta gen sem bæði geta verið hættuleg en einnig gagnleg og búa til úr þeim mannveru sem getur unnið á hinum hættulega óvini og þannig verður Eva til. Auk Natöshu Henstridge leika i myndinni Michael Madsen, Marg Helgenberger, Justin Lazard og Mykelti Williamson, sem leika geimfara, James Cromwell, Geor- ge Dzundra og Peter Boyle. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Snake Eyes Bíóborgin: Popp í Reykjavík Háskólabíó: Maurar Kringlubíó: Fjölskyldugildran Laugarásbíó: The Truman Show Regnboginn: There's Something about Mary Stjörnubíó: Vesalingarnir ‘ Krossgátan 1 ■J— 1— ■J t— 3— 7 8 0 10 11 12 1S 14 \b 10 IV 18 10 20 Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna I dag kl. 16.15 i stofu 101 í Lögbergi flytur dr. Thant Myiant-U fyrirlestur sem hann nefnir United Nations Peacekeeping Operations in the 1990s: An Irreverrant View from the Inside ■j og fjallar um friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega út frá reynslu sinni í Bosníu og öðrum hlut- { um fyrrverandi Júgóslavíu. Samkomur Frfldrkjuhugsjónin Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er með hádegisverðarfund ,j á morgun kl. 12 í saínaðarheimilinu að Laufásvegi 13. Fundarefni: Frí- kirkjuhugsjónin endurvakin. Sr. ( Hjörtur Magni Jóhannsson hugleiðir inntak Fríkirkjuhugsjónarinnar að fornu og nýju. Norræna bókasafnsvikan Þessa dagana stendur yfir Norræn bókasafnsvika sem hefur yfirskrift- ina Norræn fyndni og er mikið um að vera á bókasöfnum landsins. Meðal : þess sem í boði er í dag er að kl. 16 mun Gerðubergskórinn syngja í ( Gerðarsafni, stjórnandi er Kári Frið- | riksson, og í bókasafninu á Selfossi verða kynnt úrslit í brandarakeppni. Mosfellsheiði þungfær Snjóþekja og hálka er á mörgum leiðum á lands- byggðinni. Mosfellsheiði er þungfær. Á Öxnadals- heiði er skafrenningur. Fyrir vestan er þungfært um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Á Austur- landi er Hellisheiði eystri opin en hálka og snjó- Færð á vegum þekja er þar. Vegavinnuflokkar eru við vinnu á leiðunum Laugarvatn-Múli og Þrastarlundur-Þing- vellir á Suðurlandi og Botn-Súðavík á Vestfjörðum. Lágheiði, Öxafjarparheiði og Mjóafjarðarheiði eru ófærar. ^r Skafrenningur E3 Steinkast Œ Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir Q>) öfært CD Þungfært <g> Fært fjallabflum Arnheiður Erla Myndarlega telpan á myndinni, sem fengið hef- ur nafnið Amheiður Erla, Barn dagsins fæddist á fæðingardeild Landspítalans 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Rakel Reynis- dóttir og Guðbrandur Benediktsson og er hún þeirra fyrsta bam. Lárétt: 1 meyr, 8 slátra, 9 lærdóm- ur, 10 hrelldi, 11 nautn, 13 matar- veisla, 14 virtum, 16 hagnaði, 18 fljótfæmi, 19 fugl, 20 krús. Lóðrétt: 1 oka, 2 ræflum, 3 deila, 4 óvættur, 5 yndi, 6 ræna, 7 sýkjast, 12 komust, 13 keraldið, 15 gangur, 17 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 umfangs, 8 pár, 9 nart, 10 plóg, 11 rór, 12 hæðir, 14 má, 15 afa, 17 sauð, 19 fastur, 21 örkum, 22 tá, Lóðrétt: 1 upphaf, 2 mál, 3 fróð, 4 angist, 5 narra, 6 gróm, 7 stráði, 13 æfar, 16 ask, 18 urt, 20 um. Gengið Almennt gengi LÍ13. 11. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqengi Dollar 70,000 70,360 69,270 Pund 116,870 117,470 116,010 Kan. dollar 45,250 45,530 44,900 Dönsk kr. 10,9060 10,9640 11,0520 Norsk kr 9,3390 9,3910 9,3900 Sænsk kr. 8,6490 8,6970 8,8310 R. mark 13,6320 13,7120 13,8110 Fra. franki 12,3700 12,4400 12,5330 Belg. franki 2,0101 2,0221 2,0372 Sviss. franki 50,3700 50,6500 51,8100 Holl. gyllini 36,7800 37,0000 37,2600 Þýskt mark 41,4800 41,7000 42,0200 it. lira 0,041910 0,04217 0,042500 Aust. sch. 5,8940 5,9300 5,9760 Port. escudo 0,4050 0,4076 0,4100 Spð. peseti 0,4882 0,4912 0,4947 Jap. yen 0,571700 0,57510 0,590400 írskt pund 103,200 103,840 104,610 SDR 97,090000 97,67000 97,510000 ECU 81,6400 82,1300 82,7000 Símsvari vegna gengisskráningar 5S23270 t K- * JC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.