Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
10
íslenskur húsakostur
Hörður Ágústsson
listmálari, hönnuður og
myndlistarkennari hef-
ur um áratugaskeið
verið okkar helsti sér-
fræðingur um íslenska
byggingarsögu, og nú
hefur Húsafriðunar-
nefnd ríkisins gefið út
fyrra bindi íslenskrar
byggingararfleifðar,
ágrip af húsagerðar-
sögu 1750-1940, eftir
hann. „Fyrri tímamörk
eru miðuð við elstu
varðveittu hús hérlend-
is, sem risu af grunni
skömmu eftir miðja
18.öld,“ segir Hörður í
formála. „Seinni mörk-
in eru sett við upphaf
hernáms 1940. Við þann
áfanga urðu skil í ís-
lenskri húsagerðarsögu
er hin aldalanga sam-
skiptahefð við Dan-
mörku rofnaði.“ Þessi
merka saga er sögð
Burstabærinn er sjálfstætt framlag íslendinga í húsagerðarsafn þjóða heims. Á myndinni sést torfbærinn að
Þverá í Laxárdal. Hún er tekin úr bókinni íslensk byggingararfleifð I.
er sogð a
yfir 400 síðum í stóru broti, og hátt í 800
ljósmyndir og teikningar hjálpa lesanda að
skilja hana.
Hörður segir að aðstaða sín til
að fjalla um húsagerðarsögu þjóð-
arinnar sé allt önnur en félaga
hans á meginlandi Evrópu. „Þeir
geta notast við cddalangar grunn-
rannsóknir, hefðbundnar stílstefn-
ur og fleyta rjómann af listauðgi
landa sinna,“ segir hann í Aðfara-
orðum. Hann getur ekki leyft sér
slíkt, og vegna þess hve fátæklegt er
um að litast lengi vel er allur húsa-
gerðarskalinn kannaður, „allt frá
minnstu byrgjum til háreistra húsa“.
Hann byrjar á torfbænum og fjallar um
hverja einingu hans, tekur þá torfkirkj-
umar, þar næst timburhús, timburkirkjur,
steinhús og steinkirkjur og loks stein-
steypuhús og steinsteypukirkjur.
Rannsóknarvinna Harðar hefur tekið
hann áratugi og ómetanlegt er að fá hana
útgefna svo myndarlega.
Dýrmætt er til dæmis að
i fá þama á einum stað all-
an orðaforða sem tengist
húsum settan í sam-
hengi við myndir og
skýringar. Sjá muninn
á dórískum og jónísk-
um, korintískum og
toskönskum súlum,
átta sig á hvað snigil-
krappar eru, ufsa-
spjöld, spjaldrósir,
eggstafir, tannstafír,
klassískur bjór eða
gaflhyma, bylgjuband, keflis-
stafir, kúlustafir og pálmettur, svo aðeins
örfárra orða sé getið úr safninu.
í Lokaorðum dregur Hörður saman nið-
urstöður sínar og getur þess þar meðal ann-
ars að íslendingar eigi eina fmmlega sköp-
un í húsagerðarlist heimsins: „Burstabær-
inn á sér enga hliðstæðu í víðri veröld,
hann er sjálfstætt framlag í húsagerðarsafn
þjóða heims. Þar sem mest var í húsin bor-
ið vora þau fullburða og fastmótuð bygging-
arlist, list runnin af innlendri rót, örvuð
umheimsmennt. Jafnframt því geyma sum
torfhúsanna eldfom minni sem varpa ljósi
á löngu gengna byggingarháttu, ekki ein-
ungis íslenska heldur og samnorræna, ekki
síður en eddukvæði á sinn hátt.“
Framlegir voru íslendingar líka þegar
þeir tóku furðu snemma upp á því að nota
steinsteypu í stað steins í hús sín. Innreið
módemismans olli ekki eins skörpum skil-
um hér á landi og víða erlendis vegna þess
hve góðum tökum íslenskir byggingameist-
arar höfðu þá þegar náð á steinsteypunni.
Á eftir meginmáli er viðamikil heimilda-
skrá, mannanafna- og atriðisorðaskrá og
Summary á ensku.
Sellósnillingur
Ég er tæpast einn um þá
skoðun að fá hljóðfæri taki
sellóinu fram þegar kemur að
þvi að tjá hlutskipti manns.
Hvort sem léttleiki eða óbæri-
leiki tilverunnar liggja í nót-
um tónskáldsins, er trega-
blandinn undirtónn sellósins
granntónninn bæði í spil-
verkinu og mannlífinu. En
veldur hver á heldur.
Þessi orð eru rituð í tilefni
af hingaðkomu sellóleikarans
Stevens Isserlis sem leikur
með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands annað kvöld og er óum-
deilanlega meðal allra næm-
ustu og fjölhæfustu sellóleik-
ara samtímans. Fjölhæfni
hans birtist til dæmis á safn-
plötunni Cello World, en plöt-
ur af þvi tagi senda flestir
sellóleikarar frá sér með
reglulegu millibili. Nema
hvað Isserlis lætur sér ekki
nægja að draga saman lauf-
létta og ljúfa standarda eins
og Svaninn eftir Saint-Saens
eða Bænina eftir Bloch, held-
ur útsetur hann ótrauður
annars konar strengjatónlist
fyrir selló, grefur upp óþekkta
sellótónlist lítt þekktra tón-
skálda, leikur meira að segja
nýtt verk á rafvætt selló.
Ekki hefur hlustandinn
fyrr náð að njóta og melta
þessa konfektmola róman-
tískrar og nútímalegrar sellótónlistar en
honum berst diskur þar sem Isserlis leikur
sellókonserta Haydns i B-dúr og C-dúr, sem
eru á óskalista allra unnenda 18. aldar tón-
listar. Hingað til hef ég haft einna mesta
ánægju af túlkun danska sellóleikarans
Truls Mörk á þessum verkum, það er í
henni bæði snerpa og karakter. En spila-
mennska Isserlis er fjölbreyttari og blæ-
brigðarikari, auk þess sem hann hefur
stuðning af Kammersveit Evrópu. Auka-
Steven Isserlis.
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfssnn
geta á þessari plötu er síðan Sinfonia
Concertante í B-dúr eftir Haydn, fyrir selló,
fiðlu, óbó og fagott, sjaldheyrt og yndislegt
tónverk.
Fyrir aðdáendur
Schumanns er einnig
rétt að minna á óvenju-
lega plötu sem Isserlis
tók upp í fyrra. Þar er ekki
einasta að finna þekktustu
verk tónskáldsins fyrir selló,
sellókonsertinn nr. 129,
Fantasiestúcke fyrir selló og
pianó, heldur einnig sellóút-
setningu á Offertorium hans,
sérstaka upptöku á kadens-
unni úr sellókonsertinum hér
að ofan og verk eftir aðdá-
anda Schumanns og hálfbróð-
ur konu hans, Woldemar
Bargiel, sem eykur á þekk-
ingu okkar á tónlistarum-
hverfi tónskáldsins.
Ógetið er síðan samstarfs
þeirra Isserlis og Johns
Tavemer, helsta talsmanns
trúarlegrar naumhyggju í
breskri tónlist. Á plötunni
Svyati er aö finna úrval tón-
listar sem Taverner hefur
ýmist samið fyrir Isserlis eða
þar sem sellóið kemur við
sögu með einhverjum hætti.
Isserlis nýtur sín ekki að öllu
leyti á þessari plötu, þar sem
tónskáldið á það til að
drekkja laglínu með ýmsum
tóneffektum úr rússneskri
réttrúnaðarkirkjutónlist, en í
einleiksverkinu Chant sýnir
Isserlis hvers hann er megn-
ugur.
Mér þykja lika sérstök meðmæli með
þessum snjalla sellóleikara að hann er
áhugamaður um kvikmyndir Marxbræðra
og indverska matargerðarlist. . .
Steven Isserlis - Cello World, Sellótónlist
eftir Haydn, Sellótónlist eftir Schumann,
„Svyati", tónlist eftir John Taverner,
Útgefandi BMG
Umboö á Islandi: JAPIS
í garði konu minnar
Ný ljóðabók Guðjóns Sveinssonar, í garði konu
minnar, er tileinkuð skógræktarfólki og öllum þeim
sem unna ræktim og óspilltu umhverfi. Hún geymir
51 Ijóð, bæði hefðbundin og óhefðbundin, og skiptist
í funm kafla. Marietta Maissen, myndlistarmaður og
hrossabóndi á Höskuldsstöðum, myndskreytti bók-
ina með teikningum sem falla vel að ljóðunum. Þá
fylgja nótur fimm ljóðum og eru lögin einnig eftir
Guðjón.
Ljóðin í bókinni era þrungin lifi og jafiivel unaði.
Skáldið fagnar árstiðunum, einkum vorinu sem kem-
ur „með sorgarrendur / undir neglur ræktunar-
manna / moldug hné / undarlegan glampa" og „ger-
ir marga / að moldvörpum / og aurasálum“ - en orð-
ið aurasál notar höfundur í nýstárlegri merkingu um
fólk sem gróðursetur á nöktum aurum eða melum.
Meðal dýrðaróða til náttúrunnar er ljóðið „Til þrast-
anna“:
Limfagurt reynitré
meó gullinn börk
við gluggann minn
vaggar í andvara
þröstum á greinum sínum
gefur þeim rauö
sœtþrungin ber
uns þeir veröa góöglaóir
loks aósópsmiklir
þenja út bringuna
syngja dýr sólskinsljóð
á öndverðum
ýli.
Mánabergsútgáfan gefúr bókina út.
Upplestur á Súfistanum
Annað kvöld verður lesið úr fimm nýjum íslensk-
um skáldverkum og einni þýðingu á Súfistanum
Laugavegi 18. Gerður Kristný les úr smásagnasafiii
sínu Eitruð epli, Kristín Ómarsdóttir úr ljóðabókinni
Lokaðu augunum og hugsaðu um mig, Sigmundur
Emir úr Ijóðabókinni Sjaldgæft fólk, Sigurður Páls-
son úr skáldsögunni Parísarhjól og Ólöf Eldjám úr
þýðingu sinni á skáldsögunni Guð hins smáa eftir
Arhundati Roy.
Upplesturinn hefst kl. 20.30.
Sól í eldi
Heimir Sindrason hefur gefið út hljómdiskinn Sól
í eldi með lögum sínum við Ijóð ýmissa skálda.
Hörkulið tónlistarfólks flytur lögin; meðal söngvara
eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guð-
rún Gunnarsdóttir, Sigríður
Beinteinsdóttir (sem syngur tit-
illagið), Björgvin Halldórsson
og Egill Ólafsson. Auk þess er á
diskinum uppranaleg útgáfa á
þekktasta lagi Heimis, viö
kvæði Tómasar Guðmunds-
sonar „Hótel jörð“, sungin af
Heimi, Vilborgu Ámadóttur
og Jónasi Tómassyni á
menntaskólaárunum fyrir
rúmum 30 árum.
Heimir segist skipta plötunni í tvennt.
Fyrri hlutinn er með léttara yfirbragði og taktfost
tónlistin í fyrirrúmi. Seinni hlutmn er tekinn upp
„live“. Höfundar texta eru auk Tómasar, sem á fjög-
ur kvæði á diskinum, Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi, Jón Óskar, Heiðrekur Guðmundsson,
Jakob Jh. Smári og Ari Harðarson sem kalla má eins
konar hirðskáld Heimis. Hann á fimm texta á diskin-
um.
Heimir gefúr diskinn út sjálfur.
Hæstvirtur forseti
Frá bókaútgáfúnni Hólum berst
nú bókin Hæstvirtur forseti, gam-
ansögur af íslenskum alþingis-
mönnum, tekin saman af Guðjóni
Inga Eiríkssyni og Jóni Hjalta-
syni. Þama má finna fjölmargar
gamansögur af landsfeðrum gegnum
tíðina, meðal annarra forsætisráðherrunum Ólafi
Thors, Steingrími Hermannssyni og Davíð Oddssyni.
Auk þess sem kaflar bera heiti ákveðinna þingmanna
er að finna kaflaheiti á borð við „Dlkvittni", „Eitt
hjörl“ og „Fleyg orð og fáránleg i bland".
Undir fyrirsögninni „Þingræða aldarinnar" segir
frá ræðu sem Bjarni Guðnason prófessor hélt á þingi
eftir að hann hraktist úr Samtökum fijálslyndra og
vinstri manna. Þar réðst hann meðal annars á
Hannibal Valdimarsson og sagði: „Og þegar hann
var búinn að kljúfa þrjá stjórnmálaflokka og gat ekki
klofið fleiri, fór hann vestur í Selárdal og klauf skíð,
tO þess að þjóna þó klofningslund sinni með ein-
hveijum hætti.“
Svo er hún líka fin sagan af Davið þegar hann var
leiddur um frystihús í hvítum sloppi og með hámet
yfir hrokkinkollinum rétt fyrir kosningar. Hann
þekktist illa í þessu dulargervi eins og hann fékk
staðfest þegar hann heyrði eina fiskverkunarstúlk-
ima segja: „Hún er ábyggilega pólsk þessi nýja!“
Umsjón
SiljaAðalsteinsdóttir