Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 Spurningin Áttu GSM-síma? Jóhann Kristmxmdsson sjómað- ur: Nei, en konan mín á síma. Frímann Jónasson húsasmiður: Já. Oddur Jónasson sjómaður: Nei. Þór Sveinsson nemi: Já. Amar Sævarsson nemi: Nei. Georg Guðnason nemi: Já. Lesendur Forðum börnunum frá ánauð hjá sægreifum Ný sjávarútvegsstefna á að byggjast á vistvænum veiðum innan 30 mílna, segir bréf- ritari m.a. Ólafur Jónsson togarasjó- maður skrifar: Sú ófreskja sem núver- andi sjávarútvegsstefna er verður kosningamál númer eitt, tvö og þrjú í komandi alþingiskosningum. Síðan frjálst framsal var tekið upp á sameign þjóðarinnar, kvótanum, þar sem stórum hluta íslensku sjómanna- stéttarinnar hefur verið haldið í ánauð hjá íslensk- um útgerðarmönnum - með því að hafa verið þvingaðir til að taka þátt í kvótakaup- um, og örfáum sköflfuð sú sérstaða að geta hagnast um ótrúlegar upphæðir, með því að selja frá sér kvóta, sameign þjóðarinnar - er loks búið að ofbjóða bæði réttlætiskennd og siðferðis- kennd islensku þjóðarinnar endanlega. Það er skýlaus krafa ís- lensku þjóöarinnar að þessi mistök verði leiðrétt nú þeg- ar af Alþingi íslendinga og hverri einustu krónu sem sægreifamir hafa rakað að sér á þessum siðiausu viðskiptum verði skilað til þjóðarinnar aftur. Þeim fjármunum verði varið í heilbrigð- iskerfið og til að lækka skatta á þrautpíndum almenningi í íslensku þjóðfélagi. Ný sjávarútvegsstefna verður að líta dagsins ljós á sumri komanda, svo að „alþingi götunnar" þurfi ekki að grípa til örþrifaráða til að ná fram réttlæti í þessu þjóðfélagi. Og ný sjávarútvegsstefna á að byggjast á vistvænum veiðum inn- an 30 mílna. Frjálsar króka- og línu- veiðar í sóknardagakerfi, þar sem kvótalitlum bátum verði boðið í þetta kerfi með því að afsala sér kvóta í þetta frjálsa kerfi, og þessi floti fái að stunda veiðar alla virka daga ársins og trillum undir 10 tonnum haldið á landi desember, janúar og febrúar. Skipstjórakvótanum, svo og þeim kvóta sem loðnuskip fengu til bráðabirgða, verði skilað í þetta frjálsa kerfi svo og aliri aukningu á kvóta komandi ára. Togurum verði haldið fyrir utan 30 mílur og þeir verði látnir skila sínum kvóta á næstu þremur árum og þá settir á sóknardaga eins og frændur okkar, Færeyingar, hafa góða reynslu af. Þetta hefur gefist mjög vel og engum fiski er hent, ólíkt því sem hefur verið í kvóta- kerfinu þar sem álitið er að á milli 40 og 50 þúsundum tonna hafi verið hent í hafið aftur á ári hverju. - Með þessu móti getum við forðað bömum okkar frá þvi að lenda í ánauð hjá sægreifúm. Salmonella frá sólarlöndum Gunnar Þorsteinsson skrifar: Ég er yfir mig undrandi á því að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki hafa tekið harðari afstöðu í því máli er varðar heimkomu (eða brottför) ís- lendinga til sólarlanda, þar sem bakteríur grassera í miklu meiri mæli en við gerum okkur grein fyr- ir. Nú síðast koma íslenskir ferða- langar heim frá Keníu uppfullir af salmonellubakteríu. Og svo er auð- veldast að kenna um hótelum eða flugvélamat. Orsökin er yfirleitt önnur, nefhilega ógætilegur lifhað- ur, t.d. í formi neyslu hvers konar matvæla eða drykkja á veitingastöð- um innfæddra. Afríkuríkuríkin allflest em hin mestu sýkingabæli eins og allir vita. Heilbrigðisþjónusta er þar í lágmarki og smithætta gífurleg. Meira að segja á Kúbu er heilbrigð- isgæsla ekki sú besta á Vesturlönd- um, enda litlir fjármunir þar fyrir hendi til aö eyða í hana. Dæmalaust hve íslendingar era kærulausir gagnvart sjálfum sér þegar hrein- læti er annars vegar. Ég held að ekkert annað dugi okkur til vamar en að heilbrigðis- eftirlit verði komiö á laggimar á Keflavíkurflugvelli þar sem vega- bréf komufarþega era skoðuð og hafi þeir stimpil frá vanþróuðu landi í þessum efnum verði þeir settir í sóttkví. Við ættum að miða þetta eftirlit við Bandaríkin eða Bretland þar sem strangasta eftirlit- ið er viðhaft. Jólahlaðborð fremur en jólaglögg Mörg fyrirtæki hafa horfið frá hefðbundinni „jólaglögg" í t.d. jólahlaðborð, þar sem starfsmenn og makar koma saman og eiga notalega kvöldstund eða hádegisstund, Sigurbjöm skrifar: Nú fer í hönd tími jólaundirbún- ingsins. Eitt af því hefur verið svo- kallað ,jólaglögg“ vinnustaða. í mínum huga er jólaglögg notaleg stund með félögum eða vinum þar sem dreypt er á heitum drykk og smákökur era á borðum. En þetta virðist á mörgum vinnustöðum hafa snúist upp í andstæðu sína með einu allsherjar fyUiríi og öllum þeim vanköntum sem þannig sam- komum fylgir. Ég er viss um það, og veit til þess dæmi, að margar fjölskyldur, bæði böm og makar, era farin að kviða þessum undanfara jólanna og er ég þá ekkert frekar að tala um þær fjöl- skyldur þar sem áfengi er vandamál að staöaldri þvi svona samkomur bjóða oft hættunni heim og skapa ýmis vandamál og erfiðleika sem fólk vill síst af öllu takast á við, svona rétt fyrir þessa fjölskylduhá- tíð sem jólin era, enda sé ég ekkert fjölskylduvænt við þessa skemmtun. Langar mig því til að biðja þá sem skipuleggja þessar skemmtanir að hafa það í huga að hjá mörgum er þetta atburöur sem skyggir á gleði og eftirvæntingu jól- anna. Mörg fyrirtæki hins vegar hafa séð hvað þessu fylgir og breytt þessari ,jólaglögg“ í t.d. jólahlaðborð þar sem starfs- menn og makar koma saman og njóta góðs matar og til að eiga nota- lega kvöldstund eða hádegisstund, sé rnn hádegishlaðborð að ræða, án þess að sulla í sig sterkum vínum og bjór sem ekkert eiga skylt við jólin. Munum tilgang jólanna og hversu friðsæl þau geta verið. Eyðileggjum ekki allt fallegt í kringum okkur og njótum þessa árstíma. Gleðileg jól. Dagpeningar þingmanna Þóra skrifar: Ég sá í sjónvarpsfréttum viðtal við Pétur Blöndal alþm. um þá til- lögu sem hann ber upp um launa- hækkun til handa þingmönnum. Úr þessu er verið að gera eitthvert mál. Allir vita að þingfararkaup þing- manna er ekki til að óskapast út af. - Hitt ræða fjölmiðlar lítið eða ekki (hef raunar ekki séð neina frétt um það) að Pétur H. Blöndal alþm. segir að dagpeningar til handa þingmönn- um séu alltof háir. Hann komi iðu- lega með háar fjárhæðir tU baka, því hótel sé greitt fýrir hann hvort eð er. Hann gefi þessa peninga tU mannúð- armála hér heima. Gera aðrir þing- menn þetta? Eða eiga þeir aldrei af- gang af sínum dagpeningum? Þetta ættu fjölmiðlar að kanna til hlitar, ef þeir þá þora. Veikindaleyfi lögreglustjóra A.Þ.P. hringdi: Furðulegt er að mál lögreglu- stjóra, hið nýja skipurit lögreglu- sijóraembættisins og endurkoma lögreglustjórans í sitt fyrra starf skuli ekki rætt meira en gert er. Nú er lögreglustjóri sem sé kominn tU baka úr margra mánaða veik- indafríi. En hvers vegna fór lög- reglustjóri í veikindafri þótt hann hafi verið gagnrýndur fýrir emb- ættisstörf sín? Þetta er kannski vani í kerfinu, að senda menn í veikindafrí þurfi að rannsaka eitt- hvað í embætti viðkomandi starfs- manns! Mér flnnst að lögreglustjóri ætti að krefjast endurapptöku á máli sínu svo mjög sem málið hef- ur verið á mUli tannanna á fólki. Hann á kröfú á því. Flugleiðir og Samtök ferða- þjónustunnar Óskar hringdi: Nýlega vora stofnuð Samtök ferðaþjónustunnar hér á landi. Á stofnfúndi var kosin stjóm samtak- anna eins og vera ber. Formaður var kosinn maður frá Flugleiðum hf. Einhverjir fleiri í stjóminni tengjast hugsanlega Flugleiðum þótt óbeint sé. En það er ekki tU fagnað- ar ef Flugleiðir hf. eiga að hafa þama stjómartaumana að meira en ekki minna leyti. Ferðaþjónusta hér á landi á ekki að vera eymamerkt neinu sérstöku fyrirtæki í grein- inni. Nóg er nú samt, þótt Flugleið- ir, sem hafa einokun á ferðum héð- an tU Ameríku, hafi ekki líka tögl og hagldir í samtökum sem hér eru á innlendum vettvangi. Natóstefna forsetans Guðmundur Einarsson skrifar: í ítaliuferö sinni boðaði forset- inn nýja utanríkisstefnu embættis- ins og hélt fund um NATO með ítölskum ráðherra. Mörgum kann að leika forvitni á að vita hvaða steöiu hann boðar ítölum. Er það stefna HaUdórs ráðherra eða Ólafs forseta? Sé þaö stefna HaUdórs, tU hvers er hann að nota starfskraft sem trúir ekki á NATO-stefnu HaU- dórs tU að boða hana? Ef Ólafúr boðaði sína eigin stefnu í NATO- málum, hvaö verður þá um stefnu Halldórs? Hvorri stefnunni á ítalski ráðherrann að trúa? Hvorri stefnunni eigum við að trúa? Ævintýri Báru Bryndísar Nanna hringdi: Það var gaman að lesa fréttina í DV um ungu konuna, Bára Bryn- dísi Vilhjálmsdóttur, sem er guU- námueigandi í Afríku. Það eru ekki margir sem geta státað af slíku. Hér er á ferð ein mesta ævintýra- kona íslensk sem ég hef heyrt um. Gaman væri að heyra meira frá henni og gera jafnvel við hana gott viðtal, fáist hún tU þess. Ég óska henni alls hins besta i sínu ævin- týralega lifi þama syðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.