Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Qupperneq 26
26
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
Fólk í fréttum______________
Kristinn Guðnason
Kristinn Guðnason, bóndi og fjall-
kóngur í Skarði á Landi, var kjör-
inn formaður Félags hrossabænda á
aðalfundi félagsins í síðustu viku.
Starfsferill
Kristinn fæddist í Skarði og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hann var
á Laugalandsskóla og stundaði sið-
an nám við Héraðsskólann í Skóg-
um.
Kristinn stundaði almenn sveita-
störf í Skarði frá bamsaldri. Hann
hóf sjálfur búskap þar í félagi við
foreldra sína um 1970.
í Skarði er stórt fjárbú og kúabú
en auk þess mikill hrossabúskapur.
Kristinn hefur sinnt mikið hrossa-
rækt, tamningum og sölu á hross-
um undanfarin ár.
Kristinn hóf að keppa sem knapi
á kappreiðum um tólf ára aldur og
keppti síðan í gæðingakeppnum og
með kynbótahross. Hann vann í A-
flokki gæðinga hjá hestamannafé-
laginu Geysi í fjögur ár í röð. Þá
hafa þrjár dætur hans hlotið knapa-
bikar Geysis á undanfómum árum.
Kristinn sat í stjóm hestamanna-
félagsins Geysis um árbil og var for-
maður þess í fjögur ár, var formað-
ur framkvæmdastjómar á Fjórð-
ungsmóti hestamanna á Hellu 1991,
á Landsmótinu á Hellu 1994, á
Fjórðungsmótinu á Hellu 1996, sat í
stjóm Hrossaræktarsambands Suð-
urlands í um áratug, var kjörinn
formaður Hrossaræktarsamtaka
Suðurlands á stofnfundi þeirra 1996.
Kristinn sat í hreppsnefnd í
Holta- og Landsveit 1994-98, var
forðagæslumaður í nokkur ár og
hefur verið fjallkóngur á Land-
mannaafrétti frá 1980.
Fjölskylda
Kristinn kvæntist
1970 Fjólu Runólfsdótt-
ur, f. 1951, húsfreyju í
Skarði. Hún er dóttir
Runólfs Þorsteinssonar,
og Borghildar Tómas-
dóttur.
Böm Kristins og
Fjólu era Borghildur, f.
9.1.1972, nemi og knapi,
búsett í Skarði og á hún
eina dóttur; Guðni, f.
12.4. 1975, nemi í stjóm-
málafræði við HÍ; Sig-
ríður Theodóra, f. 10.2.
1977, nemi og húsfreyja í Nefsholti í
Holta- og Landsveit en sambýlis-
maður hennar er Engilbert Olgeirs-
son bóndi og eiga þau eina dóttur;
Laufey Guðný, f. 17.3.1987, nemi.
Böm Kristins og Marilyn Tiepen,
bónda í Árbæjarhjáleigu, eru Hekla
Katarína, f. 26.8. 1990; Rakel Natalí,
f. 18.9. 1992.
Systir Kristins er Helga Fjóla, f.
7.11. 1957, húsmóöir á Hvolsvelli,
gift Ingvari Ingólfssyni verkstæðis-
formanni.
Foreldrar Kristins: Guðni Krist-
insson, f. 6.7. 1926, bóndi og hrepp-
stjóri í Skarði á Landi, og k.h., Sig-
ríður Theodóra Sæmundsdóttir, f.
9.7. 1931, húsfreyja í Skarði.
Ætt
Guðni er sonur Kristins, hrepp-
stjóra í Skarði, Guðnasonar, b. í
Skarði, bróður Guðbjargar, ömmu
Eyjólfs Ágústssonar í Hvammi og
langömmu Guðlaugs Tryggva, Guð-
laugs Bergmanns, Egils Thoraren-
sen og Ævars Pálma Eyjólfssonar í
Hvammi. Önnur systir
Guðna var Guðrún,
amma Margrétar
Guðnadóttur prófessors.
Guðni var sonur Jóns, b.
á Skarði, Árnasonar, b.
á Galtalæk, Finnboga-
sonar ríka á Reynifelli,
Þorgilssonar, ættfóður
Reynifellsættar þeirra
Þórðar Friðjónssonar,
Víglundar Þorsteinsson-
ar, Eiðs Guðnasonar og
dr. Þórs Jaköbssonar
veðurfræðings. Móðir
Jóns var Margrét Jóns-
dóttir, af Háagarðsætt í
Eyjum, Geirlandsætt á
Síðu og Víkingslækjarætt þeirra
Davíðs Oddssonar, Ingólfs Jónsson-
ar og Harðar Sigurgestssonar. Móð-
ir Guðna Jónssonar var Guðrún
Kolbeinsdóttir, b. á Hlemmiskeiði,
Eiríkssonar, ættfoður Reykjaættar,
Vigfússonar. Móðir Kolbeins var
Guðrún Kolbeinsdóttir, dóttir Am-
disar, systur Sigríðar, móður Gunn-
laugs, ættfóður Briemættar. Móðir
Guðrúnar var Solveig, systir Ófeigs,
ættföður Fiallsættarinnar. Móðir
Solveigar var Ingveldur Helgadótt-
ir, systir Gísla á Álfsstöðum,
langafa Eiríks, afa Vigdísar Finn-
bogadóttur. Móðir Kristins hrepp-
stjóra var Guðný Vigfúsdóttir, b. í
Steinstóf, Jónssonar, og Sesselju
Guðmundsdóttir.
Móöir Guðna hreppstjóra var Sig-
ríður ljósmóðir Einarsdóttir, b. í
Berjanesi í Landeyjum, Hildi-
brandssonar. Móðir Sigríðar var
Anna Guðnadóttir, b. á Amarhóli,
Daníelssonar og Bjarghildar Guð-
mundsdóttur.
Sigríður Theodóra er dóttir Sæ-
mundar, kaupmanns í Reykjavík,
bróður Jóhönnu Vigdísar, móður
Guðrúnar hæstaréttardómara og
Sigríðar sagnfræðigs Erlendsdætra
en dóttir Sigríðar er Jóhanna Vig-
dís Hjaltadóttir fréttamaður. Sæ-
mundur var sonur Sæmundar, b. á
Lækjarbotnum, bróður Guðbrands,
afa Hauks söngvara og Kristins
málara, föður Bubba og Tolla
Morthens. Systir Sæmundar var
Guðrún, langamma Guðlaugs
Tryggva og Elínar Káradóttur, mat-
ráðskonu á Bessastöðum. Sæmund-
ur var sonur Sæmundar, b. á Lækj-
arbotnum, bróður Guðbrands,
langafa Guðmundar Danielssonar
rithöfundar. Sæmundur var sonur
Guðbrands, ættfóður Lækjarbotna-
ættarinnar. Móðir Sæmundar kaup-
manns var Sigríður Theodóra Páls-
dóttir, hreppstjóra á Selalæk, Guð-
mundssonar, afa Jóns Helgasonar
prófessors og ættfóður Keldnaættar-
innar, Brynjólfssonar, b. í Vestari-
Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í Árbæ,
Bjamasonar, ættföður Víkingslækj-
arættarinnar, Halldórssonar.
Móðir Sigríðar Theodóra var
Helga Fióla Pálsdóttir, sjómanns í
Reykjavík, Friðrikssonar, b. i
Brekku í Vogum, Pálssonar, sjó-
manns í Reykjavík, Magnússonar.
Móðir Friðriks var Helga Bergsdótt-
ir, h. í Hólum, Jónssonar, b. á Hær-
ingsstöðum, Ingimundarsonar, b. á
Hólum, Bergssonar, ættföður Bergs-
ættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir
Helgu Fiólu var Margrét Ámadótt-
ir, b. á Innri-Hólmi, Þorvaldssonar,
skipasmiðs á Þorbjamarstöðum,
Oddssonar. Móðir Margrétar var
Ragnhildur ísleifsdóttir, b. í
Skálmadal í Álftaveri, Guðmunds-
sonar.
Kristinn Guðnason
Afmæli
Elsa Stefánsdóttir
Elsa Stefánsdóttir saumakona,
Kjarrvegi 13, Reykjavík, verður sex-
tug á morgun.
Starfsferill
Elsa fæddist á Fáskrúðsfirði og
ólst þar upp. Hún var í Bamaskóla
á Fáskrúðsfirði og stundaði nám við
Hlíöardalsskóla.
Elsa stundaði ýmis störf á
unglingsárunum, starfaði m.a. við
hótelrekstur á Fáskrúðsfirði. Hún
flutti til Reykjavikur 1959 og starf-
aði þá í tvo vetur við Elli- og hjúkr-
unarheimilið Grand. Hún starfaði í
fjögur ár við Fæðingarheimilið og á
Borgarspítalanum við öldrunar-
deildir 1983-87. Hún starfar nú við
gardínusaum hjá Zetubrautum í
Reykjavík og hefur unnið þar í
þrettán ár.
Fjölskylda
Elsa giftist 28.8. 1960 Kristjáni
Magnússyni, f. 2.3. 1939, bifreiða-
stjóra og síðar vélstjóra á björgun-
arbát SVFÍ. Hann er sonur Magnús-
ar Jörundssonar, vélstjóra i Reykja-
vík, og Árnýjar Rósmundsdóttur
húsmóður en þau eru bæði látin.
Böm Elsu og Kristjáns era Magn-
ús Kristjánsson, f. 23.3. 1961, leið-
sögumaður, búsettur í Reykjavik,
kvæntur Báru Kristinu Pétursdótt-
ur húsmóður; Stefán Kristjánsson, f.
24.3. 1963, sendibílstjóri, búsettur í
Kópavogi, kvæntur
Palmu Rassmusen hús-
móður; Kristján Krist-
jánsson, f. 24.3. 1963,
sendibílstjóri, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Ás-
rúnu Karlsdóttur hár-
greiðslukonu; Aldís
Kristjánsdóttir, f. 28.8.
1968, sjúkraliði, búsett á
Selfossi, gift Iaen Peter
Matchett kennara; Hörð-
ur Snævar Kristjánsson,
f. 27.9.1969, sendibilstjóri,
búsettur í Reykjavík, kvæntur
Nickolinu Rubekksen húsmóður;
Davíð Freyr Kristjánsson, f. 11.1.
1982, nemi í foreldrahúsum.
Systir Elsu er Fjóla Stefánsdóttir,
f. 17.11. 1939, húsmóðir í
Reykjavík en sambýlis-
maður hennar er Ingi H.
Jónsson, starfsmaður hjá
Sjálfsbjörg i Reykjavík.
Foreldrar Elsu: Stefán
Guðmundsson, f. 29.11.
1916, d. 10.12. 1986, sjó-
maður á Fáskrúðsfirði og
síðar húsvörður í Reykja-
vík, og k.h., Aldís Krist-
jánsdóttir, f. 25.1. 1914,
húsmóðir.
Elsa og Kristján verða
heima og taka á móti ættingjum og
vinum á heimili sínu á afmælisdag-
inn, 19.11., eftir kl. 18.00.
Elsa Stefánsdóttir.
Fréttir
Mynd sem ekki
mátti taka
Búðaropnun númer 13 hjá 10-11 fór fram í síðustu
viku. Þá var opnuð ný búð í Amarbakka 4-6. Hún er
í húsnæði þar sem Breiðholtskjör var til húsa í fjöl-
mörg ár. Litlu matvörabúðimar tapa tölunni en
keðjuverslanir yfirtaka þær, laga og bæta. Arnar Þór
Óskarsson er verslunarstjóri og starfsmenn era um
tíu. Helga Gísladóttir, kaupmaður og eiginkona Eiriks
Sigurðssonar kaupmanns, sagði blaðinu í gær að búð-
in heföi opnað á 7 ára afmæli fyrirtækisins Vöra-
veltunnar sem rekur 10-11 búðirnar. Næsta opnun er
í Hafnarfirði á næstunni, síðan i Grímsbæ í febrúar.
Þessi mynd var tekin í leyfisleysi og banni í Arnar-
bakka og vakti mikið fjaðrafok meöal starfsfólks. í
gær tjáði Kristín Hraundal í Amarbakkanum að al-
gjörlega væri bannað að taka myndir í búðinni.
DV-mynd Teitur
Til hamingju með afmælið 18. nóvember
90 ára
Kristín Sigurgeirsdóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufirði.
80 ára
Kjartan Jónsson, Ljósheimum 16 B, Reykjavík.
75 ára
Sveinn Jónasson, Fomastekk 3, Reykjavík. Eiríkur Bjömsson, Hólsgerði 5, Akureyri. Þórdis Konráðsdóttir, Hríseyjargötu 13, Akureyri. Stefán Aðalsteinsson, Markarlandi 16, Djúpavogi.
70 ára
Guðrún H. Waage, Laugarásvegi 28, Reykjavík.
60 ára
Pétur Stefánsson, Álfheimum 58, Reykjavík. Viggó Benediktsson, Starmýri 2, Reykjavík. Hjördís Þorsteinsdóttir, Hrauntungu 55, Kópavogi.
50 ára
Sólveig Guðmundsdóttir, Tjamargötu 28, Reykjavík. Guðjón Jónsson, Logafold 184, Reykjavík. Leifur Ólafsson, Álfhólsvegi 46 C, Kópavogi. Matthias Guðmundur Pétmrsson, Ásbúð 100, Garðabæ. Magnþóra Magnúsdóttir, Túngötu 1, Bessastaðahreppi. Þorvaldur Signar Aðalsteinsson, Bjarmastig 15, Akureyri. Gimnar Jónsson, Egilsstöðum.
40 ára
Kjartan Ólafsson, Lokastíg 9, Reykjavík. Ólöf Elín Tómasdóttir, Austurbergi 16, Reykjavík. Elínborg G. Sigurjónsdóttir, Hlíðarvegi 13, Kópavogi. Lára Jóna Helgadóttir, Fífumóa 5 D, Njarðvík. Þuríður K. Þorbergsdóttir, Glautnbæ I, Varmahlíð.