Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 3
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
27
Valur Ingi-
mundarson, þjálfari og
leikmaður Tindastóls í úrvals-
deildinni, varð fyrsti leikmaðurinn í
sögu úrvalsdeildarinnar (frá 1978) til
að skora 7000
stig gegn
Haukum síö-
ast liðið
fimmtudags-
kvöld.
Næstur á eftir
Val er Guð-
jón Skúlason
sem hefur
skorað 5348 stig fyrir Keflavík og
Grindavík, þá Teitur Örlygsson með
5244 stig fyrir Njarðvík, Jónatan
Bow hefur gert 4611 stig fyrir Hauka,
KR, Keflavik og Val og loks er Guö-
mundur Bragason í fimmta sæti
með 4469 stig fyrir Grindavík.
Valur, sem vantaði 17 stig upp á
fyrir leikinn, skoraði 24 stig í leikn-
um og hefur nú skorað 7007 stig i 359
úrvalsdeildarleikjum sem gerir 19,5
stig að meðaltali í leik.
Valur hefur skorað 4084 af stigun-
rnn fyrir 203 leikjum fyrir Njarðvik
(20,1 að meðaltali) en 2923 stig hafa
komið i 156 leikjum í búningi Tinda-
stóls (18,7 að meðaltali).
Valur lék sinn fyrsta leik í Njarð-
vík 13. október 1979 gegn ÍR og skor-
aði 2 stig í þeim leik sem reyndar tap-
aðist. Hann skoraði alls 38 stig fyrsta
tímabilið sitt hjá Njarðvík en þá var
Gunnar Þorvarðarson stigahæstur
íslendinganna í liðinu með 356 stig
eða 17,8 að meðaltali.
Valur setti met í úrvalsdeild með þvi
að hækka meðalskor sitt sex tímabil i
röð frá 1979-80 til 1985-86.
1979- 80 191eikir/38stig 2,0aðmeðaltali
1980- 81 20 leikir /152 stig 7,6
1981- 82 20 leikir / 338 stig 16,9
1982- 83 20 leikir / 465 stig 23,3
1983- 84 19 leikir / 454 stig 23,9
1984- 85 20 leikir / 514 stig 25,7
1985- 86 20 leikir / 514 Stig 25,7
Tímabilið 1986-87 skoraði hann 414
stig í 19 leikjum eða 21,8 stig að með-
altali.
Annað met er einnig í eigu Vals en
hann skoraði yfir 20 stig að meðaltali
i leik 10 tímabil í röð í úrvalsdeild-
inni eða í heilan áratug. Allt frá
1983-83 til 1991-92 skoraði hann yfir
20 stig að meðaltali og þess má geta
að hann vantaði aðeins 6 stig upp á
1992-93 til að ná því ellefta áriö i röð.
Valur náði einnig þeim einstaka ár-
angri að skora yfir 10 stig i 62 leikjum
í röð frá 1987 til 1990. Það voru ÍR-ing-
ar sem héldu honum loks í 6 stigum
28. október 1990.
Valur hefur 12 sinnum skorað
meira en 40 stig í leik, flest gegn
Haukum eða 55 stig i þríframlengd-
um leik á Sauðárkróki 16. október
1988. Valur hitti þá úr 16 af 24 skotum
sínum, þar af 3 af 6 þriggja stiga skot-
um auk þess að nýta 20 af 22 vítum
sínum í leiknum.
Valur fagnaöi þannig 10 ára afmæl-
is þess leiks með því að skora sitt
7000 stig gegn Haukum á fimmtudag.
Hann hefur oftast farið yfir 40 stiga
múrinn gegn gömlu félögunum í
Njarðvik eða þrisvar en aUs gegn sjö
liðum. Þess má geta að Valur skoraði
171 stig í fjórum leikjum gegn Njarö-
vík 1990-92 eða 42,8 stig að meðaltali.
Yfir 30 stigin hefur kappinn farið 52
sinnum, oftast gegn Valsmönnum eða
13 sinnum en næstoftast gegn Kefl-
víkingum eða 10 sinnum. Valur hefur
skorað 30 stig eða meira í leik gegn 12
félögum.
Flest stig gegn einu félagi hefur Val-
ur gert gegn KR eða 1010 en hann
hefur skorað flest stigin sín gegn
þessum félögum:
KR......................1010 stig
Valur.........................948
Keflavík......................891
Haukar .......................869
ÍR ...........................719
Þór A.........................416
Njarðvfk .....................399
Grindavík ....................342
ÍS ...........................258
Skallagrímur..................245
Flest stig að meðaltali hefur Valur
gert gegn Breiðabliki eða 29,7 í 6
leikjum en hann hefur gert 26,6 að
meðaltali í 15 leikjum gegn Njarðvík
og 23,5 stig að meðaltali gegn Kefla-
vík.
Fœst stig að meðaltali hefur hann
gert gegn Ármanni eða 8,8 í 4 leikjum
en þar á undan eru Snæfell með 13,9
að meöaltali í 14 leikjum og ÍS meö
14,3 að meðaltli í 18 leikjum. -ÓÓJ
íþróttir
k
Kristinn Björnsson getur vel við árangur sinn
í gær unað. Hann skíðaði af miklu öryggi og
komst örugglega í mark á hreint ágætum
tíma. Kristinn keppir aftur í heimsbikarnum
að hálfum mánuði liðnum.
- sætið varð hlutskipti Kristins
Björnssonar í Lake Placid
Kristinn
Björnsson,
Ólafsfirði, hafn-
aði í 11. sæti í
fyrstu svig-
keppni heims-
bikarsins i
Bandaríkjunum
í gær. Kristinn
varð í öðru sæti
í sama móti í
fyrra en árang-
ur hans í gær er
engu að síður
vel viðunandi.
Brautin í
Lake Placid, þar
sem keppnin fór
fram, var mjög
erfið og fjöldi
keppenda féll í
henni. Eftir því
sem á leið urðu
aðstæður verri
en Kristinn
hafði rásnúmer
'15 og var því
síðastur af stað
í fyrsta ráshóp.
Segja má að
Kristinn hafi
styrkt stöðu
sína nokkuð
með 11. sætinu í
gær. Hann
sýndi og sann-
aði að hann er í
aiira fremstu
röð svigmanna í
heiminum í dag
og að árangur
hans í síðustu
heimsbikar-
keppni var eng-
in tilviljun.
Mjög mikil-
vægt að
komast í
mark
Það var mjög
mikilvægt fyrir
Kristin að skiia
sér i mark í
gær. Slæmt
hefði verið að
falla úr keppni.
Kristinn hafði
greinilega að
markmiði að
skila sér í mark
og var öryggið
uppmálað í báð-
um ferðunum.
Þegar hann síð-
an kom í mark-
ið fagnaði hann
framgöngu
sinni og var
greinilega létt.
Hann hafði unn-
ið sálfræðilegan
sigur.
Nú er spurn-
ingin hvenær
lukkudísimar
ganga í lið með
Kristni. Þá
mega andstæð-
ingar hans vara
sig verulega.
Keppnin á svig-
mótunum er
gríðarlega jöfn
og spennandi og
margir svig-
menn sem geta
sigrað. Ekkert
má út af bera og
minnstu mistök
geta kostað
mörg sæti.
Næsta keppni
í svigi fer fram í
Ontario að hálf-
um mánuði
liðnum.
Frakkinn Pi-
errick Bourgeat
sigraði í sviginu
á 1:43,34 mín.
Annar varð
Hans-Petter
Buraas frá Nor-
egi á 1:43,76 mín
og Christian
Mayer, Austur-
ríki, þriðji á
1:44,02 mín.
Kristinn var á
1:44,56
-SK
Tábrotinn en
vann 4 gull
- góður árangur Rúnars í Ósló
íslendingar gerðu það gott á Norður-Evrópumótinu í
fimleikum sem fram fór í Ósló um helgina. íslendingar, sem
aldrei hafa hlotið verðlaun á þessu móti áður, nældu sér í 5
gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun.
Rúnar Alexandersson varð annar í fjölþraut á laugardaginn
með 51,8 stig en Norðmaðurinn Flemming Solberg, sem varð
í sjöunda sæti á síöasta EM, sigraði með 52,5 stig.
Rúnar tábrotnaði á fyrri keppnisdegi en harkaði af sér og
mætti til keppni í úrslitum á fimm áhöldum í gær. Hann
gekk út með fern gullverðlaun fyrir æfmgar á gólfi,
bogahesti, tvíslá og svifrá. Hæsta einkunn Rúnars var á
bogahesti en þar fékk hann 9,7.
Dýri Kristjánsson komst í úrslit á tvíslá og náði hann sjötta
sæti með einkunina 7,5.
Elva Rut Jónsdóttir komst í úrslit á slá og gólfi en tvö fóll á
tvíslá eyðilögðu vonir hennar um keppni í úrslitum á tvíslá.
Hún sigraði keppnina á slá með 9,35 í einkunn og varð önnur
á gólfi. Jóhanna Sigmundsdóttir varð í fjórða sæti á tvíslá
meö 7,775 stig. -AIÞ
Allt á afturfótunum hjá Birgi Leifi
Birgir Leifur Hafþórsson, GL, verður ekki meðal
œppenda á Evróputúmum í golfi á næsta ári.
Birgi Leifi mistókst herfilega á fjórða keppnisdegi er
íann lék holumar 18 á 84 höggum. Við það hrapaði
íann niður í 133.-145. sæti en 75 bestu kylfmgamir
íomust áfram eftir fjóra hringi. 35 af þeim komast síö-
m inn á Evrópumótaröðina.
Birgir Leifúr var því nokkuð langt frá því að komast
áfram. Hann lék vel fyrstu þrjá hringina og var við
parið. Að leika fjórða hringinn á 12 höggum yfir pari
gerði síðan möguleikana á að leika á meðal bestu
kylfinga Evrópu að engu að þessu sinni, hvað sem síð-
ar verður.
-SK
ÞIN FRISTUND
-OKKARFAG
V
INTER
BlLDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Slmi 510 8020