Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 4
28
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
29
Iþróttir
DV
- ósigur Hauka í röð, tap gegn HK, 22-28
Haukar töpuðu sín-
um fimmta leik í röð,
fjórum í deildinni og
bikarleik,
þegar þeir lágu
á heimavelli
sínum
fyrir
HK.
■'iÆS
Þetta var annar sigur Kópavogsliðsins í
deildinni og með honum hleyptu þeir
mikilli spennu í botnbaráttuna.
Það benti þó ekkert til þess framan af
leik að HK-ingar færu með sigur af
hólmi. Haukar hófu leikinn af krafti,
skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum,
og gestirnir komust ekki á blað fyrr en
10 mínútur voru liðnar af leiknum.
Jónas Stefánsson sýndi frábær tilþrif í
marki Hauka á þessum kafla og varði 9
fyrstu skot HK-manna á markið, þar af
eitt vitakast.
En með mikilli seiglu og baráttu tókst
HK hægt og bítandi að snúa leiknum sér
í vil. Haukamir héldu ekki í haus og
voru ekki tilbúnir að taka á hlutunum
en HK-ingar stöppuðu stálinu hver í
annan og fómuðu sér virkiiega í verk-
efhiö. Kópavogsliðið gekk yfir gesti sína
á lokamínútunum og Hlynur Jóhann-
t esson markvörður, setti punktinn
I. yfir i-ið meö þvi að skora
28. markið úr vítakasti.
íþróttir
J Haukar
HK
Eftir ágæta byrjun á Islandsmótinu
hafa Haukarnir heldur betur misst flug-
ið.
Mikið andleysi einkenndi flesta leik-
menn Hauka í þessum leik, þeir vom
baráttulausir og virtust ekki hafa áhuga
á því sem þeir voru að gera.
Sigurður Þórðarson var einn af fáum
sem léku af eðlilegri getu í Haukaliðinu
sem var án Halldórs Ingólfssonar en
hann á við meiðsli að stríða.
HK-mönnum til hróss mættu þeir í
þennan leik með réttu hugarfari. Þeir
gerðu sér grein fyrir því að þeir þyrftu
að hafa fyrir hlutunum og börðust
grimmt fyrir stigunum sem í boði voru.
Sigurður Sveinsson sýndi enn og aftur
hversu megnugur hann er enda leyfðu
Haukamenn honum að leika lausum
hala.
Óskar Elvar átti einnig mjög góðan
leik, þar er á ferðinni mjög skynsamur
og lunkinn leikstjórnandi.
-GH
(11) 22
(10) 28
4-0, 5-1, 6-5, 8-8, 11-9, (11-10), 13-13,
13-16, 16-18, 18-20, 21-24, 2-26, 22-28.
Mörk Hauka: Jón Karl Bjömsson
6/3, Sigurður Þórðarson 5, Petr
Baumruk 4, Sigurjón Sigurðsson 2,
Óskar Ármannsson 2, Þorkell Magn-
ússon 1, Kjetil Ellertsen 1, Jón Freyr
Egilsson 1.
Varin skot: Jónas Stefánsson 12/1,
Magnús Sigmundsson 4.
Mörk HK: Sigurður Sveinsson 9/5,
Hjálmar Vilhjálmsson 4, Óskar E.
Óskarsson 4, Már Þórarinsson 3,
Helgi Arason 3, Jón B. Erlingsen 2,
Alexander Arnarson 1, Guðjón
Hauksson 1, Hlynur Jóhannesson 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 15.
Brottvísanir: Haukar 6 mín.
(Baumruk rautt fyrir brot á
lokamín.), HK 12 mín. (Alexander
rautt fyrir þrjár brottvisanir).
Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton
Pálsson, mjög mistækir.
Áhofendur: 250.
Maður leiksins: Sigurður Sveins-
son, HK.
Stjarnan (11) 30
Selfoss (12) 25
0-1, 1-5, 2-8, 5-8, 8-9, 8-11, (11-12), 14-12, 17-16, 21-10, 25-21,
28-23, 30-25.
Mörk Stjömunnar: Jón Þórðarson 7, Hilmar
' -- ■ Þórlindsson 6/3, Amar Pétursson 4,
Aliaksand Shamkuts 3, Heiðar Felixson 3,
• Konráð Olavsson 3, Bjarni Gunnarsson
2/1, Rögnvaldur Johnsen 1, Sæþór
■iv Ólafsson 1.
Varin skot: Birkir í.
Guðmundsson 11/2, Ingvar
. , Ragnarsson 2.
Mörk Selfoss: Robertas Pauzolis
11/1, Valdimar Þórsson 4,
Ármann Sigurvinsson 4,
Björgvin Rúnarsson 4/1,
Arturas Vilimas 1, Hafsteinn
Guðmundsson 1.
Varin skot: Gísli
Guðmundsson 19.
Brottvísanir: Stjarnan 14
mín, Selfoss 4 mín.
Dómarar: Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson, sæmilegir.
Áhofendur: Um 150.
Maður leiksins: Robertas
Pauzolis, Selfossi.
Fram (15) 29
KA (13) 28
Opna sænska meistaramótið í júdó í Malmö:
Eitt gull og tvö brons
íslendingar stóðu sig með
ágætum á opna sænska
meistaramótinu í júdó sem
lauk síðdegis í gær í Malmö.
Uppskeran á mótinu var
eitt gull og tvö brons og með
smáheppni hefðu fleiri verð-
laun getað unnist.
Gísli Magnússon, Ármanni,
vann til bronsverðlauna í
+100 kg flokki. í sama
þyngdarflokki vann Heimir
Haraldsson, Ármanni, til
bronsverðlauna. Ingibergur
Sigurðsson, Armanni, vann
síðan bronsverðlaun i 100
kg þyngdarflokki.
Höskuldur Einarsson, Ár-
manni, haíhaði í sjöunda
sæti í -60 kg flokki. Bjarni
Skúlason, Selfossi, lenti í
kringum 15. sæti í -81 kg
flokki af 32 keppendum.
Hann vann fyrstu glímu en
fékk ekki uppreisn.
Þorvaldur Blöndal, Ár-
manni, Sævar Sigursteins-
son, KA, og Vemharð Þor-
leifsson, KA, töpuðu allir í
1. umferð og komust ekki
áfram. Vernharð notaði
ólöglegt bragð að mati dóm-
ara og var vísað úr keppni.
160 keppendur frá tíu
þjóðum
Mótið var sterkt en um 160
keppendur frá tíu þjóðum
tóku þátt. Þátttakendur
voru m.a. frá Þýskalandi og
Litháen og voru þeir sigur-
sælir.
„Viðunandi árangur á
mótinu“
„Við getum alveg sagt að
árangurinn hafi veriö við-
unandi. Að mínu mati
hefðu þeir Bjarni Skúlason
og Ingibergur Sigurðsson
getað náð lengra ef heppnin
hefði verið með þeim. Þor-
valdur Blöndal var t.d. að
keppa á sínu fyrsta móti frá
því í apríl en hann á mikið
meira inni,“ sagði Bjarni
Fi’iðriksson, fyrrum júdó-
kappi, í samtali við DV en
hann fylgdist með mótinu í
Malmö um helgina.
Opna skandinavíska
um næstu helgi
íslenskir júdókappar hafa í
nógu að snúast á næstunni
því um komandi helgi taka
þeir þátt í opna skandinav-
íska meistaramótinu í Dan-
mörku.
-JKS
1-0, 2-2, 3-5, 5-7, 8-9, 10-12, 12-12,
14-12, (15-13), 17-14, 19-15, 21-20,
23-21, 26-21, 24-24, 29-26, 29-28.
Mörk Fram: Gunnar B. Viktors-
son 8/1, Andrei Astafejv 7, Björgvin
Þór Björgvinsson 3, Kristján Þor-
steinsson 3/2, Guðmundur H. Pálsson
3, Róbert Gunnarsson 3 og Njörður
Árnason 2.
Varin skot: Þór Bjömsson 16.
Mörk KA: Halldór Sigfússon 8/3,
Jóhann G. Jóhannsson 7, Lars
Walther 5, Sævar Ámason 3, Sverrir
A. Björnsson 2, Leó Örn Þorleifsson 1
og Heimir Örn Árnason 1.
Varin skot: Haíþór Einarsson 5/2
og Hans Hreinsson 4.
Brottvísanir: Fram 10 mín. og KA
14 mín.
Dómarar: Bjarni Viggósson og
Valgeir Ómarsson, vom ágætir fram-
an af en afleitir í lokin.
Áhorfendur: Um 280.
Maður leiksins: Halldór Sigfús-
son, KA.
DEILD KARLA
Gunnar Berg skoraði 8 gegn KA.
Fram 10 8 0 2 286-248 16
Afturelding 10 7 1 2 262-237 15
Valur 10 7 0 3 243-213 14
KA 10 6 0 4 256-247 12
Stjarnan 10 5 1 4 249-250 11
Haukar 10 4 1 5 276-269 9
FH 10 4 1 5 241-240 9
ÍBV 10 4 1 5 231-231 9
ÍR 10 4 0 6 240-263 8
Grótta/KR 10 2 3 5 256-268 7
HK 10 2 2 6 230-265 6
Selfoss 10 1 2 7 226-265 4
0-1, 2-1, 4-2, 4-5, 7-9,' 10-11, (10-12),
13-12, 13-14, 17-17, 18-20, 20-21,
21-21, 22-22.
Mörk Vals: Erlingur Richardsson 4,
Kári Guðmundsson 4, Daníel Ragn-
arsson 4, Davíð Ólafsson 3, Ari AH-
ansson 2, Theodór Valsson 2, Bjarki
Sigurðsson 1/1, Jón Kristjánsson 1.
Varin skot: Guömundur Hrafnkels-
son 13.
Mörk FH: Valur Arnarson 8/2, Guö-
mundur Pedersen 5/1, Láms Long 3,
Háldán Þórðarson 2, Knútur Sig-
urðsson 2, Hjörtur Hinriksson 2.
Varin skot: Magnús Ámason 14/1
og Elvar Guðmundsson 2.
Brottvísanir: Valur 8 mín. (Erling-
ur rautt á 46. mín.), FH 14 mín.
Dómarar: Egill Már Markússon og
Láms Long. 14. og 15. sveinarnir
fundnir og komnir allt of fljótt til
byggða.
Áhorfendur: Um 200
Maður leiksins: Guðmundur Ped-
ersen, FH. Sigurmark á síðustu
stundu.
Framarar
mörðu sig-
gegnKA
- Stjarnan og Afturelding unnu einnig
Sigurmark á síðustu stundu
- breyttir tímar hjá FH sem vann sinn þriöja leik í röð
Ágúst Jóhannsson, að-
stoöarþjálfari Gróttu/KR,
átti góða innkomu í stöðu
leikstjórnanda gegn tR og
gerði 3 mörk, gaf 8 stoðsend-
ingar og stjómaði sóknarteikn-
um af mikilli festu.
Magnús Arnar Magnússon átti
mjög góðan leik, nýtti öll 6 skotin
sín, fiskaði 2 viti og varði auk þess 5
skot í vörninni.
Grótta/KR-vörnin varöi alls 9 skot í
leiknum við ÍR. Magnús varði 5, Einar
Baldvin Árnason 3 og Zoltan Bellanýi
1. Finnur Jóhannsson varði öll 3 skot í ÍR-
vöminni.
Sigurgeir Höskuldsson varöi 24 skot i
leiknum gegn ÍR, þar af 171 seinni hálfleik.
Sigurgeir varði þar 11 af síðustu 14 skotum
ÍR-inga sem sluppu i gegnum vörnina.
ÍR-ingar misnotuöu 19 skot í fyrri hálfleik
en Sigurgeir varði samt aðeins sjö af þeim.
6 voru varin af vöminni, 2 fóru yfir og 4
fóm i stöngina.
6 af 19 mörkum ÍR-inga komu úr hraða-
upphlaupum og þannig nýttu þeir aðeins
13 af 49 uppsettum sóknum sinum í leikn-
um.
Það eru greinilega
breyttir timar hjá FH-
ingum frá því að þeir
sátu á botninum eftir 7
umferðir með aðeins
einn sigur. í gær unnu
þeir sinn þriðja leik í
röð, 22-21, útisigur á
Val og var það Guðmundur Ped-
ersen sem skoraði sigurmark
Hafnfirðinganna rétt áður en
flautan gall. Framliggjandi 3:2:1
vöm gestanna virtist há sóknar-
leik Valsmanna verulega og þar
var ekki að sjá sókn hjá liði sem
hafði unnið 7 af síðustu 8 leikjum
sínum í deildinni. Afar umdefld-
ur og illskiljanlegur brottrekstur
á Erlingi Richardssyni um miðj-
an seinni hálfleik skipti miklu og
í framhaldi af því náðu FH-ingar
að komast í 18-20. Valur Arnar-
son lék vel fyrir FH, sem og Guð-
mundur og Lárus Long, en
Erlingur var traustasti hlekkur
varnar og sóknar Valsmanna,
nýtti öll sín færi og var rændur
ffekari þátttöku í leiknum af
dómurunum tveimur sem HSÍ
hefði átt að hvíla áfram eins og í
síðustu þremur umferðum.
-ÓÓJ
„Eg hélt að við værum búnir að
vinna þetta þegar við vorum fimm
mörk yfir og tíu mínútur eftir. En
þá kom KA-seiglan í ljós sem þeir
hafa sýnt svo oft áður. KA-
mennimir voru óánægðir með
dómarana undir lokin, en án þess
að ég vilji tjá mig neitt sérstaklega
um það, þá bitnaði það jafnt á
báðum liðum,“ sagðiGunnar Berg
Viktorsson, leikmaður Fram, eftir
sigurinn á KA í gærkvöld.
Lokamínútur leiksins voru
æsispennandi og höfðu KA-menn
fulla ástæðu til að vera óánægðir
með frammistöðu dómaranna undir
lokin. Þegar ein og hálf mínúta var
til leiksloka höfðu Framarar eitt
mark yfir og voru í sókn en þeir
léku skynsamlega, keyrðu hvað
eftir annað inn í KA-vörnina og
fiskuðu aukaköst sem að flestra
mati hefðu átt að dæmast sem
ruðningur. En leiktíminn fjaraði út
og eins marks sigur var í höfn.
Stjarnan í basli
Stjörnumenn áttu lengi vel í
mesta basli með botnlið Selfyssinga
á heimavelli sínum í Garðabæ. Það
var ekki fyrr en þeir vöknuðu af
værum blundi í síðari hálfleik sem
þeir náðu að innbyrða sigurinn eft-
ir að hafa verið undir allan fyrri
hálfleikinn, mest með 6 mörkum.
Það var hornamaðurinn knái, Jón
Þórðarson, sem tók af skarið í síðari
hálfleik fyrir sina menn og á
skömmum tíma skoraði hann 6
mörk. Jón var maðurinn á bak við
forskotið sem heimamenn náðu í
upphafi síðari hálfleiksins og eftir
það var sigur Stjömunnar ekki í
hættu.
Jón skoraði öll 7 mörk sín í síðari
hálfleik og var besti maður Stjörn-
unnar. Litháinn Pauzolis var lang-
atkvæðcunestur þeirra Selfyssinga
og markvörðurinn ungi, Gísli Guð-
mundsson, átti stórleik í fyrri hálf-
leik með 15 skot varin.
Afturelding hafði sigur í lokin
Afturelding byrjaði betur en Eyja-
menn en skoraði ekki mark úr
fyrstu sjö sóknunum. Gestirnir
réttu úr kútnum og jöfnuðu metin
en vörn Aftureldingar, með Ás-
mund markvörð fyrir aftan sig, náði
góðum leikkafla og var með fimm
mörk yfir í hálfleik.
Heimamenn kláruðu leikinn á
siðustu þremur mínútum hans.
Bjarki Sigurðsson var bestur hjá
Aftureldingu ásamt Gintaras sem
var drjúgur í gegnumbrotum. Hjá
ÍBV voru Sigmar Þröstur og
Cernauskas bestir. -ih/-GH-BB
hafðist það
heima hjá Gróttu/KR og þá voru ÍR-ingar rassskelltir
Langþráður heimasigur
vannst hjá Gróttu/KR úti
á Nesi á laugardag. Þegar
hann kom loksins var það
h enginn smásigur, heldur
■A 9 marka stórsigur á ÍR-
I ingum, 28-19. í 3 af 4
I heimaleikjum hafði
[ þeim mistekist að
halda forustu út leik.
Ht „Það gekk ekki leng-
NL ur að tapa alltaf for-
H ustunni niður, nú
verður kannski farið að taka mark á okkur en við
vissum að við værum betri en við höfðum sýnt,“
sagði Einar Baldvin Árnason fyrirliði Gróttu/KR.
En á Kristján Halldórsson, þjáifari ÍR, einhver
svör við útileikjaskrekknum í ÍR-liðinu sem var
að tapa sínum 6 útileik í röð á sama tíma og það
hefur unnið alla 4 heimaleikina?
„Við vorum truflaðir i undirbúningnum fyrir
þennan leik. Það er áhyggjuefni, ég þarf bara að kafa
dýpra eftir skýringunni enda þetta ekki ásættan-
legt.“ Sigurgeir Höskuldsson, markvörður
Gróttu/KR, átti frábæran seinni hálfleik er hann
varði 17 skot af 24 skotum sínum, þar af 2 víti. Hann
fékk lika góða hjálp frá vörninni sem varði til við-
bótar 9 skot. Magnús Arnar Magnússon átti mjög
góðan leik og Davíð B. Gíslason átti einnig góða inn-
komu. ÍR-liðið mætti skyttulaust til þessa leiks þar
sem Róbert Rafnsson hefur misst leikheimild sína og
Ingimundur Ingimundarson er nefbrotinn og fram-
lagið af 9 metrunum var því ekki glæsilegt, þar sem
ÍR-ingar nýttu aðeins 6 skot af 29 fyrir utan. Alls
klikkuðu ÍR-ingar reyndar á 38 skotum í þessum
leik, þar á meðal 3 vítum og 4 hraðaupphlaupum og
skotnýting þeirra var aðeins 33% í öllum leiknum
Markverðir liðsins stóðu upp úr.
-ÓÓJ
0-1, 3-1, 4-2, 5-4, 7-4, 9-6, 11-9, (15-9),
15-11, 18-13, 19-14, 22-14, 24-16, 26-16,
27-18, 28-18, 28-19.
Mörk Gróttu/KR: Magnús Arnar
Magnússon 6, Davíð B. Gíslason 6,
Armands Melderes 4, Gylfi Gylfason
3, Zoltan Bellanýi 3/2, Ágúst Jó-
hannsson 3, Einar B. Árnason 2,
Aleksandrs Pettersons 1.
Varin skot: Sigurgeir Höskulds-
son 24/2 (17/2 í seinni hálfleik)
Mörk ÍR: Brynjar Steinarsson 5,
Ragnar Óskarsson 4/1, Jóhann Ás-
geirsson 3, Ólafur Gylfason 3, Ragnar
Már Helgason 1, Erlendur Stefánsson
1, Björgvin Þorgeirsson 1, Finnur Jó-
hannsson 1.
Varin skot: Hallgrímur Jónasson
14, Hrafn Margeirsson 9/1.
Brottvísanir: Grótta/KR 4 min, ÍR
8 mín.
Dómarar: Ólafur Haraldsson og
Guðjón L. Sigurðsson. Mjög góðir.
Áhorfendur: Um 200
Maður leiksins: Sigurgeir
Höskuldsson Gróttu/KR.
1-0, 2-0, 3-1, 3-3, 6-3, 8-3, 9-4, 10-5
(11-6), 11-9, 12-10, 12-12, 13-14, 15-15,
17-17, 20-18, 22-20, 23-21, 26-22.
Mörk Aftureldingar: Bjarki
Sigurðsson 10/6, Gintaras Savukynas
8, Sigurður Sveinsson 3, Magnús Þór
Þórðarson 2, Jón Andri Finnsson 2,
Gintas Galkauskas 1.
Varin skot: Ásmundur Einarsson
8/1. Öll í fyrri hálfleik.
Mörk ÍBV: Giedreus Cernauskas
8/2, Guöfinnur Kristmannsson 7,
Valgarð Thoroddsen 3, Svavar
Vignisson 2, Sigurður Bargason 1,
Emil Anderssen 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur
Óskarsson 14.
Brottvísanir: Afturelding 6 mín,
ÍBV 6 mín.
Dómarar: Guöjón L. Sigurðson og
Ólafur Haraldsson, ekki sann-
færandi.
Áhorfendur: Um 170.
Maður leiksins: Bjarki
Sigurðsson, Aftureldingu.
5-2, 11-5, 18-9, 27-16, 35-18,
43-24, (56-32), 56-35, 65-44, 73-48,
79-55, 82-67, 96-82.
Stig KFÍ: James Cason 27,
Ólafur Ormsson 21, Ósvaldur
Knudsen 16, Mark Quashie 15,
Baldur Jónasson 7, Pétur Sig-
urðsson 6, Hrafn Kristjánsson 2,
Tómas Hermannsson 2.
Stig Skallagríms: Eric Frans-
son 41, Kristinn Friðriksson 25,
Henning Henningsson 5, Tómas
Holton 5, Hlynur Bæringsson 4,
Sigmar P. Egilsson 2.
3ja stiga körfur: KFÍ 21/5,
Skallagrímur 27/7.
Dómarar: Jón H. Eðvald og
Björgvin Rúnarsson, góðir.
Áhorfendur: 350.
Maður leiksins: Eric Frans-
son, Skallagrími.
Stórleikur
hjá Fransson
Isfirðingar fengu Borgnesinga í
heimsókn og unnu þá, 96-82. Þessi
leikur átti að fara fram á fóstudaginn
var en var frestað vegna veðurs.
Ráðleysi Skallagrímsmanna var
algjört i leiknum, nema þá kannski
hjá tveim mönnum, þeim Kristni G.
Friðrikssyni, sem átti finan leik og
skoraði 25 stig, þar af 5 3ja stiga
körfur, og Eric Fransyni, sem var
mjög sterkur í þessum leik, bar liðið
oft hreinlega á herðum sínum og
sýndi frábæra takta undir körfunni.
Hann skoraði 41 stig og hirti 17
fráköst og var besti maður ieiksins.
Isfirðingar sýndu góða takta á köflum
og héldu um 20 stiga forrystu megnið
af leiknum, eða þar til um tíu mínútur
voru eftir, þá misstu þeir einbeit-
inguna og Skallagrímur náði að
minnka muninn niður í minnst 11 stig
en sigurinn, 96-62, var aldrei i hættu.
Bestu menn Isfirðinga voru þeir
Ólafur Jón Ormsson og James Cason.
-AGA
2-5, 8-17, 14-22, 27-43, 40-43,
56-57, [57-58], 62-60, 73-69, 78-92,
92-106.
Stig Þórs: Lorenso Orr 28,
Sigurður Sigurðsson 17, Konráð
Óskarsson 11, Óðinn Ásgeirsson
7, Hafsteinn Lúðvíksson 7,
Magnús Helgason 7, Davíð
Guðlaugsson 6, Davíð
Hreiðarsson 4, Einar
Aðalsteinsson 3, Einar Hólm 2.
Stig Grindavíkur: Warren
Beebles 32, Páll Vilbergsson 24,
Herbert Arnarson 15, Garcia
Navalon 13, Guðlaugur
Eyjólfsson 9, Pétur
Guðmundsson 7, Guömundur
Bragason 4, Rúnar Sævarsson 2.
Fráköst: Þór 36, Grindavík 31.
Áhorfendur: Um 150.
Dómarar: Jón Bender og
Rúnar Gíslason, þokkalegir.
Maður leiksins: Warren
Beebles, Grindavík.