Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Hik við að útiloka gamla islenska Smugutogara úr norskri lögsögu:
Smjúga inn í norska
byggðastefnu
- Angelsen sjávarútvegsráðherra sagður vera að linast í afstöðu sinni
DV, Ósló:
„Við vitum um fortíð þessara
togara, og við vitum líka að ef þeir
leggja upp fisk hjá okkur fjölgar
störfum í sveitarfélaginu," segir
Ame Dag Isaksen, oddviti í Loppa-
hreppi í Norður-Noregi, um til-
raunir norskra stjórnvalda til að
útiloka gamla Smugutogara frá
veiðum í norskri lögsögu.
Til stendur að tveir sögufrægir
Smugutogarar, sem áður hétu Már
og Runólfur og heita nú Mir og
Belomorsk, verði gerðir út frá
Loppa og veiði úr kvótum Rússa í
Barentshafi. Yfirlýst stefna
norskra yfirvalda er að stöðva
þessar ráðagerðir en allar líkur
eru nú á að togararnir fái að veiða
fyrir Loppverja. Rökin eru að hér
sé um mikilvægt byggðamál að
ræða og að Loppa geti ekki án afla
togaranna verið.
í norður-norskum blöðum er nú
skrifað um að Peter Angelsen sjáv-
arútvegsráðherra sé að linast í af-
stöðu sinni til gömlu Smugutogar-
anna og sé tilbúinn til að opna
þeim leið inn í norsku lögsöguna ef
það verður til að styrkja sjávar-
byggðimar í norðri. Þar er nú víða
lítill afli, lítil vinna og fólksflótti
yfirvofandi.
Togaramir tveir, sem deilan
stendur um að þesu sinni, eru
metnir á um 300 milljónir ís-
lenskra króna. Útgerðarfyrirtækið
hefur þegar greitt kaupverðið til
fyrirtækis á St. Vincents og fengið
skipin skráð í Rússlandi. Nú er
beðið eftir veiðiheimild í norsku
Togararnir sem áður hétu Már
og á neðri mynd Runólfur.
lögsögunni og sagt að framtíð fyr-
irtækisins velti á þeirri heimild.
Oddvitinn í Loppa segir að aðrir
Smugutogarar hafi smogið inn í
norska lögsögu og í norður-norska
blaðinu Nordlys er sagt að bæði Arn-
ar, sem einu sinni átti heimashöfn á
Skagaströnd, og Geiri Péturs séu nú
við veiðar við Noreg. Það á að sýna
að Norðmenn hafi ekki getað fylgt
útilokun Smugutogaranna eftir og að
stöðugt aukist þrýstingurinn á að
taka við fleiri togurum. -GK
ÁTVR hverfur aftur til gamalla tíma:
Vill reka eigin búðir á
stærri stöðunum
- kaupmenn í Mosfellsbæ óánægðir með að vera haldið volgum síðan í júlí
Stjóm ÁTVR ákvað á fundi sínum
nýlega að taka hvorugu tilboðinu sem
fyrirtækið fékk í sumar þegar Rikis-
kaup efhdu til útboðs vegna áfengisút-
sölu sem á að koma í Mosfellsbæ.
Hildur Petersen, formaður stjómar
ÁTVR, segir í samtali við DV að viss
stefhubreyting hafi orðið hjá ÁTVR
varðandi útsölumálin. Fyrirtækið
hverfur aftur að eigin rekstri vínbúða
þar sem 3.500 eða fleiri búa á þjón-
ustusvæði. Þijú fyrirtæki voru valin
úr hópi umsækjenda um vinbúðar-
rekstur í Mosfellsbæ til að gera loka-
tilboð: Álftárós, eigandi nýrrar versl-
unarmiðstöðvar í Mosfellsbæ þar sem
Hagkaup verslar, Kaupás, eigandi 11-
11 verslunarinnar í bænum og Mos-
fellsapótek. Tvö fyrstneöidu fyrirtæk-
in sendu inn tilboð en apótekið skil-
aði ekki inn tölu.
Nú hefur Áfengisverslunin ákveðið
að taka hvorugu tilboðinu en hefur
þess í stað auglýst eftir hentugu leigu-
húsnæði fyrir verslun í Mosfellsbæ.
Tilboðin sem bárust voru upp á 329
þúsund krónur frá 11-11 en Álftárós
bauðst til að reka fyrirlækið fyrir 565
þúsund króna mánaðargreiðslu. Sam-
kvæmt útboðinu ætlaði ÁTVR að
leggja til verslunarstjóra, skaffa tölv-
ur og fleira. Sá sem fengi vínbúðina
legði til annað starfsfólk, hillur og
annan búnað sem til þarf.
ÁTVR hefði átt að sjá sjálft um
Kópavog
„Við töldum rétt að við sæjum sjálf
um rekstur þar sem era 3.500 íbúar
eða fleiri en hins vegar í samstarfi við
verslanir þar sem færri búa og þá
tvær útgáfur af slíkum búðum,“ sagði
Hildur Petersen, forstjóri Hans Peter-
sen og formaður stjómar ÁTVR, i
gær. Hún segir að vínbúðin í Kópa-
vogi hafi komið nokkuð á skjön inn í
þetta mál. Þetta var tilraun en við telj-
um eftir á að hyggja að það sé heppi-
legra að fyrirtækið sjái sjálft um slík-
an rekstur," sagði Hildur. En þar er
um að ræða langan samning við verð-
listafyrirtækið Listakaup, eða Quelle-
vörulistann, og við honum verður
ekki hróflað. Hildur sagði að auk þess
sem ríkið hagnaðist peningalega á að
reka verslanir í stærri bæjum og
sveitarfélögum væri hér um að ræða
spumingu um góða þjónustu, ekki að-
eins peningalegu hliðina.
Framkvæmdastjóri Kaupáss, Sig-
urður Teitsson, sagði í gær að hann
hefði skrifað stjóm ÁTVR bréf þar
sem hann óskaði eftir að gengið yrði
til samninga við fyrirtækið. Verslun-
in hefði tilbúið húsnæði, góð bila-
stæði og uppfyllti öll skilyrði. Auk
þess hefði Kaupás sent inn hagstæð-
asta tilboðið.
„Undanfarin ár hefúr stjóm
ÁTVR samið við þá sem boðið hafa
hagstæðast. Núna er þetta breytt, og
tekin niutíu gráða beygja. Mér
fannst vinnubrögðin afar sein, við
höfum lagt mikla vimiu í þetta síð-
an í júlí í sumar og ekkert gengið
eða rekið,“ sagði Sigurður. Hann
segir að hjá sinni verslun væri hægt
að koma við mikilli samnýtingu
sem kæmi ÁTVR vel.
-JBP
Unga fjölskyldan á Suðurnesjum:
Atvinnuleyfið í höfn
Atvinnuleyfi fyrir Kevin Smith,
Bandaríkjamanninn sem flutti
hingað með fjölskyldu sína og DV
greindi frá í síðustu viku, er nú i
höfn. Að sögn Gissurar Pétursson-
ar, forstjóra Vinnumálastofnunar,
var það afgreitt þaðan 16. nóvem-
ber. Erindið barst þangað um sið-
ustu mánaöamót.
Eins og greint var frá í DV sner-
ist málið um ung hjón með tvö
böm sem voru að flytjast til lands-
ins, Öldu og Kevin Smith. Hann er
bandarískur, en Alda og tvær dæt-
ur þeirra hjóna íslenskir ríkis-
borgarar. Fljótlega eftir komuna
til landsins í haust fékk Kevin
vinnu við fiskvinnslu, en gat ekki
byrjað að vinna fyrr en nú, þar
sem auglýsa þurfti starf hans, ef
einhver íslendingur skyldi vilja
vinnuna. Hjónin voru mjög ósátt
við þetta ferli, þótti sem Kevin
væri meðhöndlaður sem annars
flokks þegn, sem fengi einungis
vinnu sem enginn íslendingm-
vildi, auk þess sem reglur Vinnu-
málastofnunar væru ósveigjanleg-
ar þegar ætti í hlut fyrirviima
bamafjölskyldu. -JSS
Stuttar fréttir i>v
Til Karíbahafsins
íslandsflug hefur undirritað
samning við flugfélagið Air Guade-
loupe í samvinnu við Air France
um leiguflug í Karíbahafmu. Samn-
ingurinn er metinn á 500 milljónir
króna. íslandsflug hefúr tekið eina
131 sætis Boeing 737-200 vél á leigu
í verkefnið. Morgunblaðið segir frá.
Árni segir upp
Ámi Gunnars-
son, aðstoðar-
maður félags-
málaráðherra,
hefúr ákveðið að
segja upp störf-
um í ráðuneyt-
inu. Ástæðan er
sú að Ámi ætlar
í ffamboð til alþingiskosninga. Ámi
ætlar sér i 2. sæti framsóknar-
manna á Norðurlandi vestra.
Raforkumarkaður
Þórður Friðjónsson, ráðuneytis-
stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu, segir að innan 5-10 ára
verði raforkubúskapur hérlendis
orðinn markaðsvæddur og að skilið
verði á mifti vinnslu, flutnings,
dreifingar og sölu. Þetta kom fr am á
ráðstefnu sem Samorka hélt í gær
en þar var rædd framtíðarskipan
orkumála. Þórður segir enn fremur
að sjálfsagt sé að láta útlendinga
taka þátt í áhættu við raforku-
vinnslu. Morgunblaðið segir frá.
Krefst ógildingar
Ágúst Guðmundsson, fyrrum for-
stjóri Landmælinga íslands, hefur
höfðað mál gegn Guðmundi Bjama-
syni umhverfisráðherra og Geir
Haarde fjármálaráðherra með kröfu
um að brottviking hans úr starfi
verði ógild og þar með að hann fái
starf sitt aftur. Dagur segir frá.
Til Húsavíkur
Guðmundur
Bjarnason land-
búnaðarráð-
herra hefur falið
stjóm Lánasjóðs
landbúnaðarins
að kanna hvort
aðsetur sjóðsins
geti verið annars
staðar en í Reykjavík. Ráðherra
mun hafa stungið upp á Húsavík
sem hugsanlegum kosti. Hefur ráð-
herra óskað eftir að niðui-staða liggi
fyrir eigi siðar en í lok janúar.
Morgunblaðið segir ffá.
Athugunar krafist
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
með bréfi til bankaeftirlits Seðla-
bankans krafist athugunar á því
hvort eðlilegir viðskiptahættir hafi
verið brotnir með tilraun verðbréfa-
fyrirtækja til að kaupa hlutabréf
„bakdyramegin“. Þar á hún við með
því að „kaupa“ kennitölur einstak-
linga. Dagur segir frá.
Ótrúleg hækkun
Eiríkur S. Jó-
hannsson, kaup-
félagsstjóri KEA,
veltir fyrir sér
hvemig verslun-
arkeðja geti
hækkað um 580
milljónir á ein-
um mánuði.
„Hvað er að gerast? Hver á að borga
þennan mismun? Mér finnst að
Neytendasamtökin ættu að skoða
þetta mál,“ segir Eiríkur. Valur
Valsson, bankastjóri íslandsbanka,
segist engan dóm leggja á hvort
verslunarkeðjan 10-11 sé ofmetin.
Dagur segir ffá.
Kona dæmd
25 ára kona hefúr verið dæmd i
héraðsdómi til að greiða fyrirtæk-
inu Sjávardýr fjórar milljónir
króna vegna innstæðulausrar ávís-
unar. Hið sérkennilega við málið er
það að hún fyllti ekki sjálf út kenni-
tölu á ávisuninni. Dagur segir ffá.
Grunur á matareitrun
Grunur leikur á matareitrun hafi
komið upp í mötuneyti, sem starfs-
menn nokkurra ríkisstofnana
snæða í við Borgartún 7 í Reykja-
vík. Kom hann upp í framhaldi af
veikindum á fjórða tugar starís-
manna sem snætt höfðu í mötuneyt-
inu í síðustu viku.
-RR