Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Tíö slys gangandi vegfarenda á Miklubraut:
Stórhættuleg slysagildra
- segir Valdimar Þórhallsson, starfsmaður við Álftamýrarskóla
—
Valdimar Þórhalisson, starfsmaður við Álftamýrarskóla í Reykjavík, telur Miklubrautina vera stórhættulega slysa-
gildru. Mestu hættuna telur hann vera á milli Safamýrar og Hvassaleitis. DV-mynd GVA
„Miklabrautin er stórhættuleg
slysagildra. Þar er gríðarlegur um-
ferðarþungi.
Mesta hættan er á milli Safamýri
og Hvassaleitis þar sem miklar sam-
göngur bama og unglinga era. Á
þessu svæði era Kringlan, Álfta-
mýrarskóli og íþróttasvæði Fram.
Það er mjög mikilvægt að borgaryf-
irvöld taki strax við sér og grípi í
taumana áður en við horfum upp á
fleiri böm lenda í hræðilegum slys-
um á þessu svæði,“ segir Valdimar
Þórhallsson, starfsmaður við Álfta-
mýrarskóla í Reykjavík.
Valdimar er mjög ósáttur við
hvernig skipulag gangandi vegfar-
enda er yfir Miklubraut milli Safa-
mýri og Hvassaleitis. Hann bendir
réttilega á að mikill íjöldi barna og
unglinga á leið yfir og um þessa
miklu umferðaræð borgarinnar.
Mörg umferðarslys hafa orðið á
Miklubraut á undanfömum áram
og oft hafa börn og ungmenni orðið
fómarlömb þessara slysa. Nýjasta
fórnarlambið var 9 ára drengur sem
varð fyrir bíl á Miklubraut gengt
Kringlunni síðastliðið fostudags-
kvöld. Drengurinn slasaðist alvar-
lega en er á hægum batavegi.
Þarf róttækar aðgerðir
„Ég fer þarna yfir Miklubrautina
og á fullt í fangi með það hvað þá
böm sem eru með allt annað fjar-
lægðarskyn en við fullorðnir. Það
var gangbraut yfir Miklubraut
gegnt Kringlunni en það er búið að
leggja hana af. Af hvrju veit ég ekki.
Það era gangstígar beggja megin
sem liggja út á götuna en síðan tek-
ur ekkert við. Það þarf róttækar að-
gerðir í þessum málum og borgaryf-
irvöld verða að fara að vakna af
værum blundi. í mínum huga era
þrjár leiðir sem gætu komið til
greina við að bæta þetta ástand. f
fyrsta lagi væri hægt að setja upp
gangbrautarljós sem er þó að vissu
leyti erfitt vegna breikkunar Miklu-
brautar í norður. í öðra lagi væri
mögulegt að byggja göngubrú yfir
Miklubraut á þessu svæði eins og er
við Rauðagerði. Þá væri til líka til
athugunar að setja áframhaldandi
girðingu upp að ljósum Háaleitis-
brautar og Miklubrautar," segir
Valdimar.
-RR
Eldhús Vífilstaðaspítala lagt niður:
Sameinast eldhúsi Landspítalans
- hagræðing og sparnaður, segir hjúkrunarframkvæmdastjóri
Eldhúsi Vífilstaðaspítala veröur
lokað frá og með 1. desember nk.
Eldhúsið verður flutt á Landspítal-
ann og sameinað því sem þar er fyr-
ir. Þar með verður aðeins eitt eld-
hús Ríkisspítalanna og það verður á
Landspítalanum.
„Þetta er hluti af hagræðingu og
búið að standa til nokkuð lengi. Það
er talsvert síðan við fengmn kvöld-
matinn frá Landspítalanum. Matur-
inn er síðan keyrður til okkar alveg
eins og er gert á Kleppspítala og
búið að vera í mörg ár þar. Það var
öllum starfsmönnum eldhússins
boðin vinna á Landspítalanum
þannig að það var engum sagt upp.
Þetta er töluvert mikil hagræðing
og sparnaður og ætti ekki að raska
neinu. Við verðum að laga okkur að
þessum breytingum en það er búið
að undirbúa þetta mjög vel þannig
að ég kvíði engu um þessi mál,“ seg-
ir Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrun-
arframkvæmdastjóri Vifilstaðaspít-
ala, aðspurð um málið.
-RR
am M M m r m a M mmm wtk
Bragð er að þa barmð Fmnur
Finnur Ingólfsson
bar sigurorð af Siv
Friðleifsdóttur í vara-
formannsslagnum í
Framsókn. Ekki það að
miklu máli skipti fyrir
framsóknarmenn hver
sé varaformaður, með-
an Halldór Ásgrímsson
fær niutíu og sjö pró-
sent atkvæða í for-
mannskjöri. Halldór er
að vísu önnum kafinn í
forsetaheimsóknum til
útlanda og fundum úti
um alla heimsbyggðina
en hann bregður sér
heim á flokksþingin
hjá Framsóknarflokkn-
um og þetta er fylgis-
spakur flokkur og kann
að meta formann sem
lætur svo lítið að líta
við á flokksþingum
annað hvert ár.
En varaformaöur er varaformaður og Finnur
Ingólfsson er maður framtíðarinnar og hefur sýnt
það og sannað á undanfömum áram að hann er
hreinræktaður fulltrúi þeirrar framsóknar-
mennsku sem rekur blóðskyldur sínar aftur til
fomaldar. Finnur stjórnar viðskiptamálum,
orkumálum og iðnaðarmálum í landinu og hefur
hjálpað mörgum framsóknarmanninum í banka-
kerfinu og atvinnulífinu og allt era þetta fulltrú-
ar á flokksþingi sem kunna að þakka fyrir sig.
Auk þess er Finnur leiftrandi fyndinn og
skemmtilegur stjórnmálamaður sem rífur af sér
brandarana þegar hann talar til almennings og
hefur auk þess miklu meiri reynslu til að smala
atkvæðum heldur en mótframbjóðandi hans.
Siv Friðleifsdóttir er ung kona sem líka á fram-
tíðina fyrir sér. Konur eiga framtíðina fyrir sér í
Framsóknarflokknum en sú framtíð er ekki
runnin upp ennþá, enda er Siv ung og óreynd og
Finnur taldi hana vel geta unað úrslitunum þeg-
ar hún fékk rúmlega þrjátíu prósent í kosningu
til varaformanns.
Segja má að það hafi verið nokkur bíræfni hjá
Siv að bjóða sig fram þegar haft er í huga að
framsóknarmenn leggja mikið meira upp úr
reynslu heldur en aðrir flokkar og reynsla fæst
ekki nema vera kjörinn til embætta og af því Siv
hefur ekki áður verið kjörin til embætta skorti
hana reynslu sem Finnur hefur og þess vegna er
Finnur kosinn af því að hann hefur veriö kosinn
áður. Ekki endilega vegna þess að hann er betri
heldur vegna þess að það er ekki hægt að kjósa
einhverja konu sem ekki hefur verið kjörinn
áður til embætta. Fyrst verður að kjósa Siv áður
en hægt er að kjósa hana. Að öðru leyti er hún
ágæt, hún Siv, og mun öragglega verða kjörin til
embætta í flokknum í framtíðinni þegar hún hef-
ur öðlast reynslu af því að vera kjörin. En sem
sagt, meðan hún hefur ekki verið kjörin áður er
ekki hægt að kjósa hana núna. Fram að því mun
Framsóknarflokkurinn kjósa þá sem henta
flokknum, trausta, reynslumikla, alvörugefna og
klónaða framsóknarkarlmenn á miðjum aldri.
Bragð er að þá barnið finnur.
Dagfari
Stuttar fréttir dv
Keppa um
hæsta jólatréð
Ríkisútvarpið greindi frá því að
á ný stefiii í samkeppni milli skóg-
ræktarmanna á Hallormsstað og
Sunnlendinga um hver felli hæsta
jólatréð fyrir þessi jól. Austfirðing-
ar höfðu vinninginn í fyrra. í frétt-
inni sagði aö þeir hafi þegar fellt
stórt sitkagrenitré sem sett verður
upp við verslun Kaupfélags Hér-
aðsbúa. Hins vegar ætla Austfirð-
ingar ekki að segja frá því að sinni
hvað tréö er hátt.
Egyptar eyðslusamari
Ríkisútvarpið greindi frá því að
samkvæmt nýútkomnum tölum
bresku hagstofunnar era íslending-
ar ekki lengur í fyrsta sæti yfir
eyðslusömustu ferðamenn 1 Bret-
landi. íslendingar vora i fyrsta
sæti frá árinu 1994. í fyrra eyddi
landinn að meðaltali 102 pundum á
dag i Bretlandi en Egyptar eyddu
um 106 pundum.
Vilja Sólveigu sem
varaformann
Ríkisútvarpið
greindi frá því að
Hvöt, félag sjálf-
stæðiskvenna í
Reykjavík, skori
á Sólveigu Pét-
ursdóttur að gefa
kost á sér í vara-
formannsemb-
ætti Sjálfstæðisflokksins. Aðal-
fundur félagsins var haldinn í síð-
ustu viku. Guðrún Beck var þá
kosin formaður en Margrét K. Sig-
urðardóttir, fráfarandi formaður,
gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Ekki auglýsa áfengi
og tóbak
Um 100 foreldrar siglfirskra
bama sem fædd eru árið 1983 skora
á fjölmiðla og aðra auglýsingamiðla
að birta ekki áfengis- og tóbaksaug-
lýsingar. Foreldramir skrifuðu
undir áskorun þess efnis auk þess
sem þeir skora á stjómvöld að þau
taki af allan vafa sem kann að vera
á lögmæti banns viö slikum auglýs-
ingum. Foreldramir hvetja alla for-
eldra í landinu, og þá sem láta sig
varða forvarnir gegn vímuefnum,
að taka undir áskorunina.
Reiknar breytingu
meðallauna
Dagur greindi
frá því að frum-
varp sem ríkis-
stjórnin hefur
samþykkt að
leggja fram geri
ráð fyrir að Hag-
stofan skuli
reikna breytingu meðallauna sem
ræður verðbótahækkun húsaleigu,
í síðasta sinn miðað við mánuðina
október-desember 1998, og tilkynna
í síðasta sinn um verðbótahækkun
húsaleigu frá og með 1. janúar 1999.
Þegar blaðamaður Dags spurði
Hallgrím Snorrason hagstofustjóra
hvort ætlunin sé að afhema vísi-
tölubindingu á húsaleigu sagði
hann að það væri samningsfrelsi
um húsaleigu.
Fær 45.000 tonn
18. ársfundi Norðaustur Atlants-
hafsstofnunarinnar lauk á föstudag-
inn í London. Á fundinum var
ákveðið að stjórnun á úthafskarfa-
veiðum á árinu 1999 verði með sama
hætti og í ár. í því felst að heildar-
veiðiheimildir verði 153.000 tonn. ís-
land fær 45.000 tonn í sinn hlut.
Samningur undirritaöur
Landssími ís-
lands hf. og
menntamálaráðu-
neytiö hafa gert
með sér samning
rnn að Landssím-
inn veiti íslenska
menntakerfinu
stuðning er miði að þvi að efla notk-
un upplýsingatækni í skólum.
Styrkur Landssímans til skólakerf-
isins nemur samtals 23 milljónum
króna á rúmlega þremur árum.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra og Guðmundur Bjömsson,
forsfjóri Landssímans, undirrituðu
samningihn í gær. -SJ