Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 Bridge og skák eru ekki leikur einn. Sumir hafa atvinnu afþessum hugaríþróttum. Hjarta, spaði, tígull, lauf og herflokkamir tveir á skákborðinu fá þá dýpri merkingu. Stefanía, Hannes Hlífar og Sveinn Rúnar lifa og hrærast í heimi sem einkennist aföðru en ólsen ólsen og kurteislegum samskiptum tveggja herflokka. Þá gildir blóð, sviti og tár. Marías, kasína og nú bridge Einbeitingin skín úr andlitum bridgespilaranna. Hér sjáum viö hvað mótherjinn er með á hendi. DV-mynd Hilmar Þór Stefanía Skarphéðinsdóttir er framkvæmdastjóri Bridgesam- bands íslands. „Ég hef alltaf haft gaman af að spila og hef haldið á spilum svo lengi sem ég man eftir mér.“ Sem bam spilaði hún marías og í nokkur ár var kasína í miklu uppáhaldi. Stefanía var unglingur þegar hún lærði bridge hjá Bridge- félagi Sigluíjarðar í kringum 1970. Hún varð íslandsmeistari í sveita- keppni árið 1996 en í dag einbeitir hún sér að skrifstofuvinnunni og spilar eitt kvöld í viku. „Starííð felst fyrst og fremst í samskiptum við bridgefélög úti á landi, sem eru um 35, auk þess að skipuleggja mót og sjáiim fjármálin." Á kvöldin má sjá einbeitinguna skína úr hverju andliti í húsnæði Bridgesambandsins við Þöngla- bakka. Þeir sem eiga þessi andlit hafa yfir sérstökum orðaforða að ráða. Hringsvíning, öfugur blindur, samlega, slemmutilraun og áskorun í game er eitthvað sem tilheyrir þessum heimi. Bridgespilarar vita lika að spilin eru i fjómm litum. Þeir tala ekki bara um þann svarta og þann rauða. „Hingaö kemur fólk á öllum aldri eða frá um átján ára og upp í átt- rætt. Þetta er fólk úr öllum at- vinnugreinum og fólk spilar á jöfn- um grundvelli. Það er mikið um að bridge sé spil- að úti á sjó og hingað koma sjó- menn til að fá tæki og tól. Flest- ir sem spila bridge að ráði nota sérstök sagnbox þótt það sé strangt til tekið ekki nauðsynlegt. Bridge er tóm- stundagaman sem fylgir fólki allt lífið.“ Hjá Bridgesambandinu er átak í gangi í að ná til ungs fólks. Ástæð- una fyrir því að æskan ætti að setj- ast við spUaborðið segir Stefanía að bridge þroski hugann auk þess sem Stefanía Skarphéðinsdóttir, framkvæmdastjóri Bridgesambands íslands. „Ég hef alltaf haft gaman af að spila og hef haldið á spilum svo lengi sem ég man eftir mér.“ DV-mynd Hilmar Þór það sé skemmtilegt að spila og aö læra merkingu hringsvíningar, hitta nýtt fólk. Æskan á því eftir að samlegu og slemmutilraunar. -SJ List, íþrótt og vísindi Er með prófgráðu # Eg tefldi oft skák þegar ég var patti og það lá því beint við að fara í bridge," segir Sveinn Rúnar Eiríksson sem starfar sem mótsstjóri hjá Bridgesambandi ts- lands. „Það er hætta á að skákmenn einangrist en bridge fylgir mikill fé- lagsskapur." Hann segir að flestir spili bridge frekar af félagslegri þörf en keppnisáhuga. Sveinn Rúnar segir að bridge sé góður vettvangur fyrir fólk til að þroskast bæði andlega og félagslega. „Það sem mér finnst mest spenn- andi við bridge er spennan við að takast á við hvert einasta spil og það eru alltaf nýir hlutir að gerast. Þetta er frekar hröð íþrótt." Þó nokkuð er um að athafnamenn komi saman og spili bridge, svo ekki sé minnst á saumaklúbba og fleiri hópa. Sveinn Rúnar segir að bridge sé hins vegar ekki eins mik- il snobbíþrótt eins og golf. „Það vilja þó sumir hreykja sér af því að þeir séu á það vitsmunalega háu stigi að þeir geti spilað bridge. Það er rangt. Það er reyndar dálítið erfitt að komast inn í þetta fyrst en ég get lofað því að eftir það uppsker fólk fyrir allt erfiðið." Hann hefur stjómað bridgemót- um undanfarin ár. „Ég hafði ekki náð eins góöum árangri og ég hafði vonast til og þess vegna fór ég út í það,“ segir Sveinn Rúnar sem er meö prófgráðu frá Evrópusamband- inu sem gefur honum rétt til að vera æðsti keppnisstjóri á sínu svæði. Hann er sá eini hér á landi sem getur státað sig af þeirri próf- gráðu. „Spilamennskunni fylgir að menn komast á hátt flug og sýna alls kyns viðbrögð. Það er í rauninni mitt hlutverk að sjá um það hvort sem viðbrögðin eru góð eða slæm.“ Ef- laust verða margir æstir þegar hringsvíning er viðhöfð. -SJ „Það vilja þó sumir hreykja sér af því að þeir séu á það vitsmuna- legaháu stigi að þeir geti spilað bridge." DV mynd Hilmar Þór H | annes Hlífar Stefánsson, stór- : meistari og atvinnumaður í ' skák, ræður yfir heilu orr- ustunum á tvílita vígvellin- um. Þar berjast kóngar, drottning- ar, hrókar og riddarar og lítil peð og kirkjunnar menn taka ótta- lausir á móti óvinunum sem koma æðandi á móti þeim. Hannes Hlífar, 26 ára vesturbæingur, lifir og hrærist í þessum blóðugu bardögum. Ríkið borgar hon- um mánaðarlega upphæð sem sam- svarar kennara- launum fyrir að stúdera nýjar skákir og undirbúa sig fyrir að mæta hershöfðingjanum sem ræður ferð óvina taflmanna hans sjálfs. Stundum situr hann við tölvu en stundum situr hann við skákborðið. Atvinnumannstitlinum fylgir kennsluskylda við Skákskóla íslands. Stórmeistarinn var 14 ára þegar hann sigraði í heimsmeistara- keppni 16 ára og yngri. „Ég byrjaði að hafa reglulegar tekjur af skák- inni fyrir 5 árum. Þar áður hafði ég stefnt að því að verða stór- meistari en það tók mörg ár.“ Hann var fimm ára þegar hann lærði mannganginn og voru það bræður hans sem kynntu honum íþróttina. Hann segir að það sem sé mest spennandi við skákina sé hvað hún er gefandi. „Skákin er sambland af list, íþrótt og vísindum." Hann neit- ar því ekki að stundum fái hann leiða á skákinni sem er hans aðal- vinna og -áhugamál. „Ég fæ skák- leiða, sérstaklega ef ég er búinn að tefla mikið. Þá hvíli ég mig bara á skákinni um tíma.“ Miklar líkur eru á að Hannes Hlífar keppi á alþjóðlegu skák- móti sem haldið verður í Svíþjóð um áramótin. Það er eins gott að hann hafi þá stjórn á mann- skapnum á vígvellinum. -SJ „Skákin er sambland af list, íþrótt og vísindum." DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.