Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 17 Sára Jakob Rolland, sóknarprestur í Landakotskirkju: Viðhorfsbreyting Fjöldi kaþólikka hefur tvöfaldast hér á landi en nú eru í kringum 3500 manns í söfnuðinum. Til þess aðforvitnast um gróskuna í kaþólsku kirkjunni tók Tilveran hús á séra Jakob Rolland, sóknarpresti í Landakoti. með heimsókn páfa Á hugi fólks á kaþólsku kirkj- unni hefur aukist mjög síðustu ^ár og talsverð íjölgun hefur orðið í kaþólska söfhuðinum. Nú eru í kringum tuttugu manns í trúfræðslu hjá séra Jakobi Rolland, sóknarpresti í Landakotskirkju, en þeir sem sækja slíka fræðslu eru að búa sig undir að ganga i kaþólska söfnuðinn. Auk þess eru nokkrir sem sækja einkatíma hjá öðrum prestum. Um 3500 manns í söfnuðinum eða rúmt eitt prósent þjóðarinnar. „Þetta er ekki stór hópur en hann vex hægt og hægt. Það eru tvær ástæður fyrir því að kaþólikkum hefúr fjölgað hér á landi. Innflytj- endum frá Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi og fleiri A-Evrópu- löndum og Filippseyjum hefur fjölg- að hérlendis en þessar þjóðir eru kaþólskar. Hvað aukinn áhuga ís- lendinga á kaþólskri trú varðar þá finnst mér að það hafi orðið við- horfsbreyting með heimsókn páfa hingað árið 1989. Það var mjög vel tekið á móti páfa en mér finnst eins Séra Jakob Rolland, sóknarprestur í Landakotskirkju. V-mynd Hilmar Þór og margir hafi litið á kaþólsku kirkjuna sem nokkurs konar sértrú- arsöfnuð sem hefðist við hér í Landakoti. Með heimsókn páfa var eins og rynni upp fyrir mörgum að kaþólska kirkjan er heimskirkja," segir Jakob. Það tekur að minnsta kosti tvö ár að fá inngöngu í kaþólska söfnuð- inn. „Fyrst og síðast verður fólk að hafa viljann til að fylgja Jesú Kristi, treysta honum og læra að byggja líf sitt á honum. Trúfræðslan er til stuðnings en þar fjöllum við um öll trúaratriðin, trúna á Guð, kirkju og Jesúm Krist. Fjallað er um sakra- mentin sjö, siðfræði og heilaga messufóm." Skyldur hins kaþólska manns Að lokinni fræðslunni, sem tek- ur eitt ár, tekur við reynslutími sem einnig varir í eitt ár. Þá tekur fólk þátt í kirkjustarfinu, kemur til kirkju á sunnudögum og tekur að sér skyldur hins kaþólska manns. Fólk lifir heilögu líferni eftir bestu getu og hafnar þeim lífsháttum sem ekki samræmast trúnni. „Fólk er hvatt til að iðka mikið bænalíf og sækja kirkju á sunnudögum. Þá verða menn að láta af hvers kyns óhófsneyslu og lauslæti. Á reynslutímanum stað- festir fólk vilja sinn til að tilheyra kaþólsku kirkjunni og taka á móti þeirri gjöf sem Jesús Kristur er. Séra Jakob segir engan vafa leika á því að áhugi fólks á andleg- um efnum fari vaxandi og hann rekur orsökina til þjóðfélagsgerð- arinnar. „Lífsgæðakapphlaupið þreytir fólk. Það er mikið vinnuá- lag og síðan taka áhugamálin við en þegar upp er staðið hafa marg- ir glatað lífsfyllingunni. Fólk hef- ur mannlega þörf fyrir hlýju og þá leita sumir til kirkjunnar. Trúin getur vissulega hjálpað mörgum að finna lífi sínu nýjan og farsæl- an farveg," segir séra Jakob Rol- land. -aþ Rósa Ingólfsdóttir: Alltaf verið kaþólsk í eðli mínu Augu mín opnuðust end- anlega fyrir kaþólsk- unni síðastliðinn vetur þegar ég sótti námskeið í Þor- lákstíðum á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskól- ans. Þá tók ég í raun upp þráð- inn frá fyrri tíð því ég var í sunnudagaskóla í kaþólsku kirkjunni þegar ég var barn. Það rann upp fyrir mér að ég hef alla tíð verið kaþólsk í eðli minu,“ segir Rósa Ingólfsdóttir sem nú sækir trúfræðslutíma hjá séra Jakobi Rolland í Landakotskirkju. Að loknu námskeiðinu sótti Rósa hátið í Skálholti þar sem 800 ára ártíð Þorláks helga bisk- ups var fagnað. Þá lá leiðin i Þykkvabæjarklaustur þar sem séra Jakob Rolland messaði að kaþólskum sið í klaustri Þor- láks í fýrsta skipti í 400 ár. Eftir þetta hellti Rósa sér í fræðin og er staðráðin að eyða næstu tveimur árum í undir- búning áður en hún fær formlega upptöku í kaþólsku kirkjuna. „Eg er búin að velta þessu talsvert fyrir mér. Ég átti sæti i fjölmiðlanefnd þjóðkirkjunnar og fann að þar á bæ var ekki Rósa Ingólfsdóttir ætlar að verja næstu tveimur árum í undirbúning áður en hún gengur í kaþólska söfnuðinn. DV-mynd Hilmar Þór Ragna Olafsdóttir sálfræðingur: Fann sálarró í trúnni feitan gölt að flá í andlegum efri- um. Að mínu mati hafa blásið naprir vindar um þjóðkirkjuna og því miður ekki verið lögð nægileg rækt við sóknarbömin. Þar ríkir bara kuldi. í kaþólsku kirkjunni firrn ég þá hlýju sem er mér afar mikilvæg og þá innri næringu sem er okkur öllum svo mikilvæg," segir Rósa. Engin hversdagsmál Rósa segir að trúmál séu engin hversdagsmál og þau verði að taka fostum tökum. Það sé nauð- synlegt skilyrði að sinna þeim með fullri meðvitund. „Fólk verður að vera heilt og gefa sig algjörlega í þetta. Trúin er ekkert grin enda uppistaða lifs- ins. Fólk þarf á andlegri næringu að halda og þetta er vélin sem knýr okkur áfram.“ Rósa segir líf sitt eins og svo margra hafa einkennst af samfelldum hlaupum og mikilli vinnu. „Ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að setjast niður með sjálfri mér og spá í þessi mál fyrr. Nú finnst mér rétti tíminn vera runninn upp og ég er mikið fegin að hann Þorlákur helgi biskup skyldi hafa bankað upp hjá mér á síðastliðnum vetri,“ segir Rósa Ingólfsdóttir. -aþ Það koma tímabil í lífi hvers og eins þar sem maður er leit- andi en misjafnt er hvert leit- in leiðir mann. í kaþólskri trú finn ég það sem ég leita að en það er sál- arró. Kaþólsk trú gerir kröfur til iðkunar trúarinnar og til ákveðins lifsmáta. Hún krefst þess að fólk tileink5 sér um- burðar- lyndi og auðmýkt gagnvart almættinu. Við erum gegndar- laust kröfu- hörð og hrokafull á lífsins gæði, oftar en ekki reið og bitur. Við sættum okkur ekki við gang lifsins, viljum eiga allt alltaf. í kaþ- ólsku uppeldi er maðurinn lítill en guð stór. Allar manneskjur eru breyskar en það felst ótrúlega mikill styrkur í að hafa þessa trú að leiðarljósi. Þetta fann ég svo glöggt þegar ég varð fyr- ir áfalli í mínu lifi eins og hendir flestar manneskjur á lífsleiðinni," segir Ragna Ólafsdóttir, sálfræðingur og náms- ráðgjafi, sem tók kaþólska trú fyrir fimm árum. Ragna segist hafa hlotið venjulegt íslenskt uppeldi, var skírð og fermd, gifti sig hjá borgardómara. Trúin var aldrei hluti af lífinu. „Mín börn hafa hlotið kaþólskt trúaruppeldi og trúariðkun er hluti af þeirra daglega lífi og ég álít það vera gott veganesti út í harða lífsbaráttu. Þetta skref; að taka kaþólska trú, hefur einungis orðið mér til góðs,“ segir Ragna Ólafsdóttir. -aþ Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur segir mikinn styrk í trúnni. DV-mynd E.ÓI. Jólagjafir, jólaföndur mm og ótrúlegt úrval af gjafavöru Láttu verða af því aðbúa til þitt eigið jólaskraut með allri fjölskyldunni! Vinnuhópar, saumaklúbbar o.fl. atliugið: námskeiðeftir pöntunum Opið: 9-18 mán.-föstud. lau. 10-16 Faxafeni 14 sunnud.13-16 Ftíndur Húsið 581 2121

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.