Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 f © P P % % í Bandaríkjunum - a&sókn dagana 20. til 22. nóvember. Tekjur i mllljónum dollara og heildartekjur Litlu krflin slógu risana út Fastlega var búist viö aö spennumyndin Enemy of the State myndi taka helgina með trompi en svo reyndist ekki vera, hún fékk aö vísu ágæta aösókn, en sigurveg- ari helgarinnar var teiknimyndin frá Para- mount, The Rugrats Movie, sem byggö er á vinsaelli sjónvarpsseríu sem sýnd er á barnarásinni Nickelodeon. Þegar upp var staðið haföi hún halaö inn rúmlega 27 millj- ónir dollara sem er fjóröa hæsta opnun á teiknimynd frá upphafi í Bandaríkjunum. Þær sem eru fyrir ofan hana eru allar frá Disney, The Lion King (40,1 m.), Pocahont- Stækkuö útgáfa Chuckie ásamt .„1 _ _ ° Chrlstine Cavanaugh sem taiar fyr- as (29,5 m)ogToyStory (29,1 m). The |r hana í myndinni. Waterboy með Adam Sandler heldur áfram sigurgöngu sinni og er Ijóst aö hún verður ein vinsælasta kvikmynd árs- ins. Brad Pitt-myndin Meet Joe Black og I Still Know What You Did fengu aftur á móti slæma útreið á annarri sýningarhelgi og fór aðsóknin niöur f um 50%. Þessa helgi var einnig frumsýnd nýja Woody Allen-myndin Celebrity og þótt hún hafi aðeins veriö sýnd I 500 kvikmyndasölum olli aösóknin nokkrum vonbrigöum. -HK Tekjur Heildartekjur l(-) The Rugrats Movie 27.321 27.321 2 (-) Enemy of the State 20.038 20.038 3 (-) The Waterboy 15.707 100.230 4(3) Meet Joe Black 7.871 26.431 5(2) 1 Still Know What You Did Last... 7.018 26.221 6(4) The Siege 3.577 32.059 7(6) l’ll Be Home for Christmas 2.416 6.907 8(5) Antz 2.326 84.175 9(7) Pleasantville 2.246 34.718 10 (-) Celebrity 1.588 1.588 11 (8) The Wizard of Oz 1.404 12.690 12 (-) American History X 1.340 2.231 13 (-) Elizabeth 1.304 2.219 14 (9) Living out Loud 1.277 10.529 15 (11) Rush Hour 0.974 1 31.219 16 (10) Practical Magic 0.805 44.218 17 (14) Life Is Beautiful 0.754 4.002 18 (18) There’s Something about Mary 0.612 171.317 19 (13) Belly 0.586 8.267 20 (12) Vampires 0.583 19.560 05S Laugarásbíó/Stjörnubíó - Blade ★★★ Vampýrur allra landa Það er eins og ekki ætli að verða auðvelt að koma þessum teiknimyndahetium upp á tjald. Hinn hálfvampýríski Blade hefur allt sem þarf til að gera eftirminni- lega hetju, flottan galla, hentug vopn og innri baráttu vegna vampýrísks blóð- þorsta síns; þess utan er hann leikinn af Wesley Snipes, svo hvað gæti hugsan- lega verið að? Líkt og Spawn er Blade nú- tímaleg nálgun á gamalkunnu efni, vampýrurnar í Blade eru hátæknivæddar og sjáifur er hann eins hip og nokkur vampýrubani getur verið. Blade hefur helgað líf sitt því að útrýma vampýrum sem eru mun al- gengari en fólk almennt heldur. Hat- ur hans á þeim er sprottið af því að sjálfur er hann smitaður vampýr- isma, móðir hans var bitin ólétt en þrátt fyrir að barninu hafi verið bjargað var skaðinn skeður og hann óvenju áhugasamur um annarra blóð. Sér tU aðstoðar við vopnasmíði og annað hefur hann aldraðan vampýruóvin (Kris Kristofferson) sem minnir ekki lítið á Van Helsing og blóðsérfræðing (NíBushe Wright) sem er bitin þegar hún er að huga að steiktri vampýru. Að öðru leyti gengur plottið út á valdabaráttu inn- tm vampýrusamfélagsins þar sem takast á Dragonetti (Udo Kier, loks- ins aftur í vampýruhlutverku en sorglega vannýttur) og Deacon Frost (Stephen Dorfí) sem lætur sér ekki nægja ei- líft líf heldur vill líka guðleg völd. í sjálfu sér ætti hér að vera úr nógu að moða og vissulega tekst leikstjóranum Stephen Norrington að gera margt skemmtUegt og smart, sérstaklega er byrjunin og fyrri hlut- inn vel heppnaður en svo fer þetta einhvem veginn allt að þynnast; persónur og vampýrur eru Ula kynntar og það er ekki unnið nægUega úr mörgum þeim áhugaverðu þráðum sem kynntir eru til leiks. Það er greinilegt að þama er heilmikil vampýrusaga á bak við en hún bara fær aidrei að koma út úr skápnum. Kannski að þetta sé vegna þess að Blade er greinilega hugsuð sem fyrsta í seríu og aðstandendur hafa ekki viljað gefa allt upp strax en það er bara ekki nógu góð afsökun. En hvað um það, þrátt fyrir að Blade sé kannski ekki mjög eftir- minnUeg má vel skemmta sér yfir henni og með finum splattersenum og góðum húmor er hún næstum því þriggja stjama virði. Næstum því. Leikstjóri Stephen Norrington. Handrit David S. Goyer. Kvik- myndataka Theo van De Sande. Tónlist Mark Isham. Aðalhlut- verk: Wesley Snipes, Stephen Ðorff, NíBushe Wright, Kris Kristofferson, Udo Kier. Úlfhildur Dagsdóttir Hfrikmyndir? Háskólabíó - Out of Sight/Út úr sýn ★★★ Frelsið í formúlunni Elmore Leonard er rithöfundur í Ameríku sem skrifar reyfara. Þessi oft vanmetna tegund bók- mennta hentar vel tU kvikmyndagerðar af því tagi sem stunduð er í HoUywood því hún einkennist af beinskeyttum stíl og rösklegri frásögn, auk þess að faha vel að því „bálka“(genre>skipulagi sem tíðkast í kvikmyndaborginni. Hver bálkur (spennumyndir, vestrar, rómantískar kómedíur og svo framvegis) hefur sín tákn og vísanir, nokkurs konar skammstaf- anir yfir mannlega tUvist sem bíóáhorfendur kann- ast umsvifalaust við. Kúnstin felst því í að hefja sig yfir takmarkanir bálksins og færa okkur ferska sýn á klisjumar. Frelsið býr nefnUega stundum í formúlunni ef vel er að gáð. LykUinn er að ftnna í persónum sem manni er annt um og sé sá stígurinn fetaður en plottið ekki látið ráða fór komast menn stundum undir regnbog- ann. Leikstjórinn Soderbergh, sem á sínum tima hlaut þá þyrnikórónu að slá í gegn með sinni fyrstu mynd (Sex, Lies and Videotape) - en hefur staðfastlega neitað að stíga hrunadansinn síðan - veit þetta aUt saman og sýnir það í Out of Sight. Hér segir af Jack Foley (Clooney) bankaræn- ingja sem brýst úr prísund sinni og hyggst fremja síðasta ránið, þetta sem á að ylja honum í ellinni. Hann reiknar þó ekki með að hitta fyrir hina metnaðarfuUu lögreglu- konu Karen Sisco (Lopez) sem reynir að stöðva flóttann en er stungið ofan i skott flóttabUsins ásamt bankaræn- ingjanum. í skottinu upphefst undurfaUegt samband sem bæði höfundur og leikstjóri eru algerlega samstíga um að gera að miðju verksins. Þama eru líka eltingaleikir, bankarán, innbrot, heimskar löggur og bófar, slagsmál og byssubardagar en aUt þetta er sem hjóm eitt hjá þeim hár- fína streng sem ekki slitnar miUi löggunnar og bófans. Jújú, víst hefur þetta sést áður og er skemmst að minnast Jackie Brown eftir Tarantino sem byggð var á bók eftir sama höfund, þar sem hæst bar kærleiksbandið miUi lánlítiUar flugíreyju og lifsþreytts skUorðsmanns. En galdurinn liggur í leiknum og Soderbergh stýrir þeim Clooney og Lopez beina leið í höfii. Sjarmörinn Clooney hefur nú í nokkur ár verið fremstur meðal jafningja í frábærum leikhóp fram- haldsþáttanna ER en ferUl hans í bíómyndum hefur verið skrykkjótt- ur vegna þess að fram að þessu hafa menn aðeins horft á huggulegt yfir- borðið en ekki áttað sig á því sem undir býr. í Out of Sight er hann í sínu elementi, örugg- ur, seiðandi og dularfuUur en um leið með opið inn að kviku. Frammistaða hinnar ungu og glæsUegu Lopez gef- ur og fyrirheit um góðar stundir, með einsemdina í augnaráðinu og þrjóskuna í munnvikunum heldur hún fyUUega sínu gagnvart Clooney. Svo er ekki verra aö horfa upp á restina af leikarahópnum; Ving Rhames (hvenær ætlar einhver að gefa þeim dýrindis manni aðal- ruUu?), Albert Brooks, Nancy AUen, já takk - og einnig dúkka upp óforvarindis tvær súperstjömur en ég ætla að láta þær koma ykkur ánægjulega á óvart. Það sama má og segja um myndina sjálfa, þetta er svona hasarmynd á yf- irborðinu en undir niðri lítiU blús um tvær manneskjur sem hefðu sameinast á öðrum stað og öðrum tima en heimurinn er stundum vondur og svosem ekkert um það að segja nema að þetta jafnast aUt hjá guði. Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrit: Scott Frank eftir skáldsögu Elmore Leonards. Tónlist: Cliff Martinez. Aðalhlutverk: George Clooney, Jennifer Lopez, Ving Rhames, Albert Brooks. Ásgrímur Sverrisson FUIBÚD AF NÝJIIM VÖffll SAUTJÁN Laugavegi 91 • Kringlunni PS • PcuJL JOSEPH ALLSAINTS Obvious TOMMYfei HILFIGER ^ DIESEL I A W D ■ M I M Skór: Athugið að í kvöld kl 23.20 verður frumsýnd kynningarmynd um verslunina 17 í Sjónvarpinu (RÚV).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.