Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Blaðsíða 26
Það eru gömul sannindi og ný að jólin eru neysluháfíð, hátíð Ijóss og barna, fjölskylduhátíð og tími til
að slappa af - en þau eru líka afmæli Jesú. Gunnar Smári Egilsson fjallar hér um afmælisbarnið, kirkjuna
sem nennir ekki að halda orðum hans á lífi og hvernig hann er orðinn hálfgerð boðflenna í eigin veislu
Okkur
Það er fallegur siður hjá Ríkis-
sjónvarpinu að gera hlé á dagskrá
sinni á aðfangadag á meðan lands-
menn baða sig, borða og rífa upp
pakkana. Þegar dagskráin hefst síð-
an aftur klukkan tíu um kvöldið er
alltaf eins og starfsmenn sjónvarps-
ins hafi orðið fyrir andlegri vakn-
ingu í þögninni og myrkrinu. Bisk-
* up íslands mætir með kór sér til
fulltingis og flytur eins konar
messulíki með sálmasöng og predik-
un. Mig minnir að mamma hafi
alltaf kveikt á sjónvarpinu klukkan
tíu á aðfangadagskvöld og hlustað á
Sigurbjöm biskup. Og mig minnir
að svipurinn á henni hafi verið
þannig að eitthvað hafi Sigurbjörn
verið að segja henni. Og þó veit ég
það ekki. Þegar ég var bam var
sjónvarpsdagskráin send út svo
stopult og stutt í senn að allt sem
kom út úr tækinu var eins og áríð-
andi tilkynning í útvarpi. Fólk sett-
ist einfaldlega fyrir framan sjón-
varpið og meðtók boðskapinn. Líka
Dýrðlinginn. Gamlir menn áttu það
jafnvel til að segja: það er nebbni-
lega það“ þegar Roger Moore var
búinn að ljúka sér af eins og hann
hafi verið að flytja þeim einhver tíð-
indi sem þeir áttuðu sig ekki á í
svipinn.
Ég hugsa að færri hlusti á predik-
un biskupsins á aðfangadagskvöld á
seinni árum. Og það þótt sjónvarps-
eign landsmanna hafi margfaldast.
Það er ekki bara vegna þess að við
höfum ekki eignast almennilegan
biskup eftir að Sigurbjöm hætti
heldur lika vegna þess að þetta
messulíki er lélegt sjónvarpsefni
sem er sent út á vondum tíma.
Messa er hægur og hljóðlátur per-
formans sem tapar öllum lífskrafti
þegar honum er pakkað ofan í sjón-
varp. Þannig er það um margt.
Hrafni Gunnlaugssyni datt það til
dæmis einu sinni í hug aö sjón-
varpa beint frá brennu á gamlárs-
k\ öld. Það virkaði ekki. Eins og það
er indælt að vera við áramóta-
biennu, finna ylinn frá henni,
stríða börnum og heilsa upp á fólk,
þá er algerlega banalt að sitja inni í
stofu og horfa á brennu í sjónvarpi.
Það er álíka spennandi og horfa á
köku bakast í ofni. Brennan er
verra sjónvarpsefni en fiskabúrið,
sem var uppfyllingarefni hjá Ríkis-
sjónvarpinu þegar ég var að alast
upp. Messur em örlítið skárri en
fiskabúrið, en ekki gott efni samt.
Og útsendingartíminn er afleitur.
Áhorfendur sitja yfir konfektinu,
nýbúnir að guffa í sig jólamatinn og
hlaða í kringum sig pökkunum, rétt
skriðnir yfir hápunkt einhverrar
hópsefjunar-neyslu-geðveiki sem ár-
lega ærir unga sem aldna. Hvað af
boðskap Jesú Krists er hægt að
bjóða slíku fólki upp á?
Um síðustu jól flutti Ólafur
Skúlason sína síðustu jólapredikun
úr sjónvarpssal. Hann fjallaði um
þá sem eru fátækir - ekki þá sem
eru sælir vegna þess að þeirra er
guðsríki - heldur þá sem era blank-
ir og auralitlir, líða skort og geta
ekki veitt sér neitt, þá sem líða
hungur og geta sér engar bjargir
veitt. Á meðan Ólafur lýsti fyrir
okkur eymd fátæktarinnar hnyklaði
hann brýnnar eins og Elvis Presley
þegar honum var illt Eif ástarþrá.
Svo mjög vorkenndi Ólafur hinum
fátæku. Og hann minnti á ást Jesú
á hinum fátæku, hversu mikið hann
lagði upp úr bróðurkærleika og
samhjálp og að það sem við gerðum
vorum smæsta bróður það gerðum
við honum.
í sjálfu sér er þetta þarfur boð-
' skapur að demba yfir pakksadda
þjóðina innan um allan nýja vam-
inginn sinn. Auðvitað er eitthvað
bogið við það hvemig við höldum
upp á fæðingu Jesú. Einhvem veg-
inn virðast hamborgarhryggir og
fimmtán hundruð kerta jólaseríur
leiðindagaur
finnst
lítið eiga skylt við afmælisbamið,
eða ný uppþvottavél eða tölva, und-
irföt eða hljómflutningstæki - ekki
einu sinni jólabóka- og jólaplötu-
flóðin, jólakortin eða jólatrén. Ekk-
ert af þessu virðist ná inntaki jól-
anna - nema þetta sé sjálft inntakið.
Eins og lofgjörð forsætisráðherra
um efnhagsstjóm ríkisstjómarinn-
ar, pulsuát, teygjustökk og rokktón-
leikar era orðin inntak 17. júní. Inn-
tak hátíða er hátíðin - ekki tilefnið.
Og til að hátíð verði ekki eins og
hver önnur skemmtun þá verður að
fylgja henni einhver hátiðlegheit.
Þess vegna setjum við blómsveig á
leiði Jóns Sigurðssonar á 17. júní og
leyfum biskupnum að tala um
Jesúm á milli tíu og ellefu á að-
fangadagskvöld.
Það gefur réttu
stemninguna.
Og í sjálfu sér
er ekkert að
þessu. Við hlust-
um á manninn
tala um Jesúm og
viðurkennum
með sjálfum okk-
ur að auðvitað
hafði þessi maður
rétt fyrir sér fyrir
tvö þúsund árum
og hann hefur það
enn. Og við
ákveðum með
sjálfum okkur að
fara að hegða okk-
ur eins og menn.
Bara ekki í kvöld.
Kannski á morg-
un eða í náinni
framtíð. Enda
virðist biskupinn
sjaldnast leggja
mikið upp úr því
að við gerum
bragarbót í hvelli.
Það virðist ekki
mikið liggja við.
Það er oftast eins
og hann sé að
benda okkur á að
hafa þetta á bak
við eyrað.
Þegar ég hlust-
aði á biskupinn
tala um fátæktina
fyrir ári velti ég
fyrir mér hvað
hökullinn sem
hann var í hefði
kostað. Ég giskaði
á þrjú til fjögur
hundraö þúsund. Þetta var ansi
hreint myndarlegur hökull, þótt ég
myndi ekki vOja ganga í honum,
skreyttur einhverju glimmeri og út-
saum. Það mætti brauðfæða eitt
hungrað þorp í Norður-Kóreu með
þessum hökli, kenna tugum barna á
Indlandi að lesa og skrifa, halda
hundruðum einstæðinga hér uppi á
íslandi veislu. En biskupinn vildi
frekar sveipa þessu utan um sig,
sýna að þarna stæði herra bisk-
upinn yfir íslandi. Vonandi varð
honum það að góðu.
Fyrir fáum vikum auglýsti Vil-
hjálmur Árnason, prófessor í
heimspeki, eftir þvi hvort íslenska
þjóðkirkjan hefði einhverja skoðun
á gagnagrannsframvarpinu. Ástæð-
an var sú að samkvæmt frumvarp-
inu er gert ráð fyrir að allar sjúkra-
skrár allra landsmanna verði tekn-
ar og afhentar fyrirtæki að sýsla
með, lesa, kanna og vinna úr - það
er allra sem ekki lögðu bann við að
sínar skrár yrðu lagðar fram i þenn-
an gagnagrann. Vilhjálmur spurði
um hvað yrði um smæstu bræður
Jesú, þá sem ekki hefðu dómgreind
til að leggja mat á hvort þeir kærðu
sig um að einkahagir þeirra yrðu
nýttir með þessum hætti, geðveika,
vangefinna, andvaralausa. Og hann
vildi vita hvort kirkjan fyndi til ein-
hverrar ábyrgðar gagnvart þessu
Jesús
fólki sem skilja má af guðspjöllun-
um að séu sérstakir skjólstæðingar
kirkjunnar.
Það stóð ekki á svörum. Prestar
og prelátar skrifuðu í blöð til að
svara Vilhjálmi og loks biskupinn
sjálfur - það er nýi biskupinn. Hann
tók það fram að úr því hversu virt-
ur Vilhjámur væri fyrir störf sín
væri sjálfsagt að svara honum og
þurfti svo sem ekki að lesa lengra til
að átta sig á afstöðu hans til smæstu
bræðra Jesú. Biskupinn sagði að
þjóðkirkjan væri ekki einradda, hún
væri fólkið sem væri í þjóðkirkjunni
og þcir sem næstum allir landsmenn
væru í þjóðkirkjunni hefðu hin
mörgu sjónarmið hennar komið
fram í allri umræðunni um gagna-
grunnsfrumvarpið. Það má því segja
að kirkjan tali jafnt í gegnum Kára
Stefánsson og Erni Snorrason -
það er að því gefnu að þeir séu báð-
ir í þjóðkirkjunni. Þannig hefur
þjóðkirkjan allar skoðanir og engar
í öllum málum og engum. Hún er
þannig allt - eins og Guð - en öfugt
við hann er hún jafnframt ekki
neitt. Eða alla vega ekki neitt sér-
stakt, frekar en annað.
Svipuð rök komu fram hjá Hjálm-
ari Jónssyni, prestlærðum þing-
manni sjálfstæðismanna. Hann
sagði: „Enginn einn getur talað í
nafni kristinnar trúar umfram aðra
kristna menn því flestir, til dæmis
þingmennimir, era meðlimir í þjóð-
kirkjunni og alveg jafn mikið kristn-
ir menn og ég og hver annar." Sam-
kvæmt þessu er kristnin sjálfsjúk-
dómsgreinandi. Ef þú segist vera
kristinn þá ertu kristinn og það hef-
ur í raun ekkert upp á sig að leita
leiðsagnar í orðum Jesú Krists að
réttri breytni eða hugarfari. Það
sem þú gerir og það sem þér dettur
i hug er kristið. Þú ert hólpinn.
Þeir biskup og Hjálmar, eins og
aðrir kirkjunnar menn sem hafa
tjáð sig í kjölfar spumingar Vil-
hjálms, hafa því kosið að túlka bibl-
íuna eins og ríkisstjórnin kvótadóm
Hæstaréttar. í fyrsta lagi vilja þeir
túlka hana þröngt. Jesús segir ekk-
ert um gagnagranna og þar af leið-
andi er ákaflega erfitt að gera sér
grein fyrir hvaða skoðun hann hefur
á þeim. í öðru lagi er hægt að túlka
margt af því sem hann sagði á ótal
mismunandi vegu og því erfitt að
glöggva sig á hvað hann var að fara.
Því fer best á því að hver geri það
eftir eigin höfði - en þó líklega fyrst
og fremst eftir eigin hagsmunum.
Eitt leiðarstefið í guðspjöllunum
fjallar um hirðinn og hjörðina hans.
Jesús líkir sér við hirði og ísraels-
mönnum við sauðahjörð án hirðis,
hann segir dæmisögur af góðum
hirðum og týndum sauðum og hirð-
ar og sauðir koma við sögu í ævin-
týrinu um fæðingu hans. Nútíma-
maðurinn, með sína uppþembdu
einstaklingstrú, á
sjálfsagt erfitt með
að kyngja þessari
líkingu. Hann lít-
ur ekki á sig sem
vegvilltan sauð
sem þarfnast leið-
sagnar, hann trúir
að langanir sínar
og þrár muni gera
hann hamingju-
saman - bara ef
honum tekst að
uppfylla þær.
Jesús trúði því
hins vegar að mað-
urinn þyrfti fyrst
að finna Guð, læra
að elska hann og
treysta honum og
öðlast við það ró
svo að langanir
hans næðu að
þroskast af ein-
hverju viti. Hann
trúði því að án
Guðs væri maður-
inn varla hálfur -
ekki ósvipað og
þeir sem tigna ást-
ir karls og konu
segja um þá sem
enn hafa ekki
fundið sér lífsföru-
naut - maðurinn
nær ekki að vaxa
upp í að vera mað-
ur fyrr en hann
sættir sig við að
hann verður að
lifa með öðram, í
sátt við aðra og
jafnvel fyrir aðra.
Þannig er lífið öf-
ugsnúið. Því
minna sem egóið í manni er, þvi
stærri er maður - eða það sagði
Jesús. Þetta er hluti þess sem kallað
hefur verið fagnaðarerindi.
Það má sjá það af guðspjöllunum
að Jesús trúði þessu sjálfur. Þegar
hann undir lokin stóð frammi fyrir
emhættisskreyttum rómverskum
landshöfðingja og æðstapresti must-
erisins sagði hann að ríki sitt væri
ekki af þessum heimi - það er heimi
þeirra. Þeir voru fulltrúar ríkis og
þjóðkirkju, stofnana sem höfðu ekk-
ert gildi fyrir Jesúm. Þeim fannst
þeir hafa vaxið af embættum sínum,
skyldum og ábyrgð. Þeim fannst
þeir geta beitt valdi sínu til að halda
uppi reglu og festu. Hann sá þá hálf-
vankaða af hroka, ófæra um að sjá
lífið, skilja það eða hafa einhver
áhrif á það. Þeir gátu truflað fólk,
jafnvel slegið það út af laginu - eins
og suð í útvarpstæki getur gert dag-
skrána ógreinilega en samt aldrei
náð því að hafa eitthvert inntak í
sjálfu sér.
Og það var margt annað sem
Jesús sá sem bölvað suð sem fram
að því hafði verið álitið sjálf beina-
grindin í samfélaginu - og er svo
sem enn. Hann virti til dæmis toll-
heimtumenn, konur, holdsveika og
börn - sem ýmist vora álitin hrak
samfélagsins eða eins og hver önnur
eign eða búpeningur - og var því
allsendis ónæmur fyrir snobbi.
Hann hafði enga trú á leit fólks að
öryggi í eignum og fjárhagslegri vel-
ferð, hann gaf lítið fyrir samfélags-
lega virðingu sem byggði á hlýðni
við boð og bönn eða „rétta" hegðun
og hann pípti í raun á flest það sem
góðborgarar allra tíma hafa talið
undirstöður siðaðs samfélags - það
er reglufestu og þá dómhörku sem
eðlilega fylgir henni. En hann var
samt sem áður ekki frjálslyndur, op-
inn og viðsýnn í nútímaskilningi.
Hann var enginn '68-hippi sem lagði
blessun sína yfir hvað svo sem
mannskepnunni datt í hug að gera
við líf sitt. Hann trúði því að sá sem
ekki leitaði Guðs og reyndi að lifa í
sátt við hann væri að fyrirgera lífi
sínu. Hann var jafn óvæginn við sið-
ferðislega letingja, sjálfsbyrgings-
lega góðborgara og hrokafulla valds-
menn. Fyrir honum skipti ekki meg-
inmáli hvemig menn afvegaleidd-
ust, málið var að finna leiðina aftur
og hann trúði því að hann heföi
fundið veginn.
*
Eg hugsa að flestir prestar trúi á
Guð. Og þótt þeir velkist stundum í
vafa eins og annað fólk þá líti þeir
svo á að hlutverk þeirra sé að boða
fagnaðarerindi Jesú. Og ég býst við
að flestir prestar geri sér grein fyrir
hversu érfitt það er í dag.
Ef prestur vildi taka Jesúm á orð-
inu myndi hann standa uppi í
predikunarstólnum og segja söfnuð-
inum að hann væri glataður. Það líf
sem flestir lifðu í dag væri ekkert
líf, það væri aðeins eftirsókn eftir
vindi. Fólk leitaði sífellt eftir meiri
velmegun, þægindum og afþreyingu,
virðingu, eignum og upphefð. Fólk
hefði fóðrað egóið í sér en ekki nært
sjálft sig. Fólk hefði ofhlaðið tíma
sinn með argaþrasi og vitleysu og
hefði ekki lengur hugarró til að vita
hvað það vildi. Og þar fram eftir göt-
unum.
En prestarnir gera þetta ekki.
Þeir leggja út frá testamentinu með
þeim hætti að hver geti tekið eitt-
hvað til sín og sagt: Einmitt eins og
ég geri. Þeir boða því ekkert sér-
stakt og segja því ekki neitt. Og
ástæðan er fyrst og fremst sú að það
er ekki í tísku lengur að halda neinu
fram af fullum sannfæringakrafti,
allra síst í siðferðislegum eða trúar-
legum málum - ekki einu sinni fagn-
aðarerindinu. Það er í tísku að vera
hugmyndafræðilega mettur, hálf-
bumbult, vita svo sem hvað mann-
skepnan hefur verið að hugsa gegn-
um aldimar og hverju hún hefur
komist að, en hafa ekki almennilega
lyst á neinu af því. Alveg eins og
þegar fólk hefur búið við allsnægtir
lengi þá nennir það ekki lengur að
borða en vill heldur smakka mat eða
tala, skrifa og lesa um hann. Þess
vegna leggja prestarnir fagnaðarer-
indið á borð fyrir söfnuðinn eins og
skreytta kransaköku, fólk getur
kroppað það af henni sem það lystir
í. Ef þeir ætluðu að reka kássuna
ofan i söfnuðinn væri hætt við að
fólk færi eitthvað annað næst og
þeir myndu enda sem einhverjir
mötuneytiskokkar á afviknum stað.
Sökum þessa hefur þjóðkirkjan
misst starf sitt sem hirðir. Hún sinn-
ir því ekki. Henni finnst rétt að leyfa
sauðunum að leita þangað sem þeir
vilja. Hún trúir því að það sé bæði
góðmennska, víðsýni og sanngimi.
Og þess vegna era þaö í raun fáir
sem halda á lofti erindi Jesú Krists
nú á dögum. Við höldum upp á af-
mælið hans en hann er þar hálfgerð
boðflenna. Og partíið er svo villt að
þegar okkur berst eitthvað af orðum
hans til eyma þá virkar það á okkur
eins og tuð úr einhverjum leið-
indagaur. Æ, hvernig nennir maður-
inn þessu? Af hverju þagnar hann
ekki? Gerir hann sér ekki grein fyr-
ir að við eram líka i þjóðkirkjunni
og því ekkert síður kristin en hann?
Gunnar Smári Egilsson
éJm !W'.i
■ w ■$* . ■M
mMkc* 'm
jÞjódkirkjan ipfur allar skoðanir
j engar í ölluiti málum ogjpngum.
íun er þannig allt - eins m:Guð -
i öfugt viðrhann er hún iBmralfit
ikki neitt. éða alla vega ekki
sérstakt, frekar en annáð,
frantt
r,tt
/
26
f Ó k U S 18. desember 1998