Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Side 29
I
b í ó
The Prince of Egypt verður frumsýnd í Bandaríkjunum um
þessa helgi og hér á landi á annan dag jóla.
Draumasmiðjan
að
Um helgina verða þrjár kvik-
myndir frumsýndar í Bandaríkj-
unum sem allar gætu orðið mjög
vinsælar. Fyrst ber að telja
teiknimyndina The Prince of Eg-
ypt, sem kemur frá DreamWorks
og er hún sett í beina samkeppni
við stóru teiknimyndimar frá
Walt Disney hvað varðar gæði og
tækni, You Got a Mail, þar sem
Tom Hanks og Meg Ryan leika
aðalhlutverkin, en skemmst er
að minnast að þau slógu i gegn
saman í Sleepless in Seattle, og
Playing by Heart sem hefur
fjölda þekktra leikara innan-
borðs, meðal annars Sean Conn-
ery, Madeleine Stowe, Gillian
Anderson, Gena Rowlands,
Dennis Quaid, Ellen Burstyn
og Anthony Edwards.
Mesti spenningurinn er í
kringum The Prince of Egypt,
enda leggur Draumasmiðjan með
þá Steven Spielberg, David
GefTen og JefTrey Katzenberg
fremsta í hópi snjallra kvik-
myndagerðarmanna allt sitt und-
ir í þessa mynd og er talið að
hún sé dýrasta teiknimynd sem
gerð hefur verið. Uppgefinn
kostnaður er 75 milljónir dollara
en flestir eru á því að hann sé
nær 100 milljónum dollara.
Allt frá því Draumasmiðjan
var sett á laggirnar hefur The
Prince of Egypt verið á dagskrá
og yfirumsjón með gerð hennar
hefur Jeffrey Katzenberg haft.
Hann var næstráðandi hjá Disn-
ey í mörg ár og átti þátt í gerð
hinna geysivinsælu The Little
Mermaid og The Lion King.
Hann fór i nokkru fússi frá Disn-
ey þegar Michael Eisner taldi
hann ekki nógu góðan til að vera
næstan sér að völdum og því má
geta sér til að Katzenberg sé það
mikils virði að geta skákað Disn-
ey með The Prince of Egypt. Hef-
ur hann undanfarin misseri ver-
ið óþreytandi við að kynna
myndina, auk þess sem hann
fylgdist vel með allri gerð, var
meðal annars viðstaddur talsetn-
ingu hennar og tók meira og
minna þátt í öllum undirbúningi.
Og þessi vinna hans hefur greini-
lega borgað sig þvi allir þeir sem
séð hafa myndina hafa lofað
hana í hástert og víst er að sjald-
an hefur annað eins tækniafrek í
kvikmyndum verið unnið.
Þegar kom að því að velja leik-
ara í talhlutverkin var ekki ráð-
ist á garðinn þar sem hann er
lægstur heldrn- eru stórstjömur í
hverju hlutverki. Fyrir Móses
talar Val Kilmer og Ralph
Fiennes talar fyrir bróður hans,
Disney?
Ramses. Aðrir leikarar eru
Sandra Bullock, Michelle
Pfeiffer, Danny Glover, Steve
Martin, Martin Short og Jeff
Goldblum. Rödd Guðs kemur
fyrir í myndinni og var það ætl-
un Katzenberg að láta sem flesta
leikarana segja setningar Guðs
og mixa raddirnar saman. Það
gekk ekki upp og fékk hann því
Val Kilmer til að tala fyrir al-
mættið en rödd hans er nokkuð
breytt frá rödd Móses.
Fyrir fram taldi Katzenberg að
erfitt væri að komast hjá þvl að
móðga araba þar sem Móses og
hjörð hans eru hetjurnar en
Ramses og þjóð hans vonda
fólkið. Ýmislegt var gert til
að særa ekki araba, meðal ann-
ars voru nokkrir hermenn Ram-
sesar látnir leggja niður vopn og
ganga til liðs við Móses og svo er
bara að sjá hvort þetta nægir.
Hér á landi verður Egypski
prinsinn sýndur með íslensku og
ensku tali. Búið er að talsetja
myndina og meðal þeirra sem ljá
raddir sínar eru Felix Bergs-
son, Hjálmar Hjálmarsson,
Selma Bjömsdóttir, Bergþór
Pálsson og Edda Heiðrún
Backman. -HK
jgæ»t8g!gra«
Laugarásbíó
Blade ★★★ I Blade eru vampírurnar hátækni-
væddar og sjálfur er hann
eins hip og nokkur vampíru-
bani getur verið. Sérstaklega
er byrjunin og fyrri hlutinn vel
heppnaður, en svo fer þetta
einhvern veginn allt að þynn-
ast, en það má vel skemmta
sér hér, og með fínum splatt-
ersenum oggóðum húmor þá er hún næstum
því þriggja stjarna virði. -úd
The Truman Show
-HK
Regnboginn
There’s Something about Mary ★★★ Fjórir
lúðar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron
Diaz er i toppformi, Matt Dillon alveg ótrúlega
skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og
Ben Stiller er fæddur lúði. En nú er tími lúö-
anna og þrátt fyrir að pólitísk rétthugsun sé
þeim bræðrum eitur í beinum er greinilegt að
ekki þykir nógu PC lengur að láta lúðana tapa,
líkt og þeir gerðu I Dumb and Dumber. Og á
því tapa þeir. -úd
Dr. Doolittle ★★★
-ge
Stjörnubíó
Urban Legend ★★★ Urban Legend er ekkert
meistarastykki en hún er hiklaust þriggja
stjörnu hrylla. Byrjunin var virkilega smart, og
lokasenan vlsar hamingjusamlega, og alger-
lega óskammfeilið, I möguleikann á heilli
syrpu af Urban Legends. -úd
Knock Off ★ Hér er á ferðinni þessi líka fina
þriðja klassa eftirliking af Hong Kong-mynd-
um, en ólikt eftirlíkingunum sem hún fjallar
um, þá heldur hún ekki út nógu lengi til að
selja sig. Ég veit eiginlega ekki fyrir hvað þessi
mynd á að fá stjörnu, I sumum kvikmynda-
handbókum er notast við kalkún I tilfellum
sem þessum. -úd
Can’t Hardly Wait ★★ Þessi unglingamynd
sver sig I ætt við gleðimyndir á borð við Grea-
se að þvl leyti sem hún fjallar um útskriftarár-
gang menntaskóla, paranir og afparanir.
Þarna er á ferðinni tilraun til að vinna með
þetta menntaskólalokaballs-form, en þessi
sjálfsmeðvitund gengur þvl miður ekki nógu
langt, og klisjurnar hlaðast æ hraðar upp eftir
þvl sem líður á myndina. -úd
TflÉSk 1 T'’SH »
CxSáx
www.visir.is
Stærsta
tölvuleikjaverslun landsins
...hefur opnað að Laugavegi 26 með gífurlegt úrval tölvuleikja og fræðsluefnis.
Gremlin
ELECTRONIC ARTS*
DISTRIBUTION
AcHVísíoh
» .ccssssji- i
Jólatilboð!
PC-leikir
Carmageddon 2 - 3.299 kr.
Half-Life - 3.899 kr.
PlayStation-leikir
Fifa 99 - 4.999 kr.
Tomb Raider 3 - 4.799 kr.
Opið til 22:00 öll kvöld.
IDOS
S K I F A N
Laugavegi 26 Sími 525 5042
4j^^fB33SEEEE>
18. desember 1998 f Ókus