Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1998, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
Fréttir
Ný lög um tekjuskatt og lífeyrissparnað:
Hagsmunamál sem
fólk ætti að nýta
- segir Halldór Björnsson, formaöur Dagsbrúnar-Framsóknar, stéttarfélags
Um áramótin ganga í gildi breyt-
ingar á lögum um tekjuskatt. Sam-
kvæmt þeim er skylt eins og áður
að greiða 4% fastra tekna til lífeyr-
issparnaðar og er framlagið skatt-
frjálst og leggur launagreiöandi
fram tiltekið mótíramlag. Nýmælið
er hins vegar það að launþegi má
bæta við 2 prósentum til viðbótar til
að auka lífeyrisréttindin, t.d. með
því að kaupa sér sparnaðarlíftrygg-
ingu eða hefja reglulegan sparnað
til eftirlaunaáranna og er sú upp-
hæð einnig skattfrjáls. Til að hvetja
fólk enn frekar til þess að nýta sér
þennan aukna rétt hefur lögum um
tryggingargjald einnig verið breytt.
Samkvæmt þeim skulu launagreið-
endur frá áramótum hækka mót-
framlag sitt um 0,2 prósent en á
móti lækkar tryggingargjald þeirra
um sömu prósentuupphæð. Þetta
gildir fyrir allan vinnumarkaðinn,
bæði hinn almenna og á vegum op-
inberra aðila.
Hvernig á aö spara?
Halldór Björnsson, formaður
Dagsbrúnar-Framsóknar stéttarfé-
lags og stjórnarmaður i Lífeyris-
sjóðnum Framsýn, segir þessa laga-
breytingu vera mikilvægt framfara-
skref og hagsmunamál fyrir almenn-
ing sem sjálfsagt sé fyrir fólk að nýta
sér. Verið sé að undirbúa málið og
stefnt að því að allt verði tilbúið um
Halldór Björnsson, formaöur stéttarfélagsins
Dagsbrúnar-Framsóknar. Nýju tekjuskatts- og líf-
eyrissparnaöarlögin eru mikilvægt framfaraskref
fyrir almenning, aö hans mati.
áramótin. í samvinnu
við rikisstjórnina
verði sent út fræðslu-
efni til allra launþega
landsins milli jóla og
nýjárs. Síðan verði
haldið námskeið á
vegur Dagsbrúnar-
Framsóknar þann 7.
janúar fyrir trúnaðar-
menn félagsins á
vinnustöðum og þeim
gerð grein fyrir mikil-
vægi málsins svo þeir
geti miðlað þeirri
þekkingu til félaga
sinna.
Skattfrelsi þess fjár
sem fólk ver til nýs
aukalifeyrissparnaðar
er bundið því skilyrði
að sparnaðurinn sé
reglulegur á sama hátt
og hinn almenni
skyldulífeyrissparnað-
ur. Halldór segir að
launþegar þurfi hver
fyrir sig að gera samn-
ing við lífeyrissjóði,
eða aðra þá sem leyfi
hafa til að annast
slíkt, um sparnaðinn.
Þegar sá samningur er
kominn á sé atvinnu-
rekandi skyldugur til
að leggja á móti 0,2%
sem reyndar hann fær til baka í
lægra tryggingargjaldi.
Sparnaðarlíftryggingar
„Þessu til viðbótar er verið að
vinna að því að koma á líftryggingu
í tengslum við þetta. í því felst að
gert verður samkomulag við líf-
tryggingarfélag um líftryggingar-
upphæð, t.d. tvær milljónir, sem þá
verður greidd af lífeyrissjóðnum af
þessari aukafjárhæð, þannig að fólk
þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af
því, einungis að gera þetta sam-
komulag sem ég nefndi áðan. Þá
borgar viðkomandi minna iðgjald
en hann þyrfti að borga sem ein-
staklingur vegna þess að innheimt-
an er miklu einfaldari, aöeins frá
einum aðila sem er lífeyrissjóður-
inn,“ sagði Halldór Björnsson.
Aðspurður hvort einhverjir töp-
uðu á aukalífeyrissparnaði segir
Halldór það hugsanlegt ef menn eru
á einhvers konar tekjumörkum.
„Þetta er skattfrjálst en síðan er það
skattlagt þegar það er tekið út. Þá
getur það haft áhrif á greiðslur al-
mannatrygginga," segir Halldór.
Hann segir að tekjutenging bóta frá
Tryggingastofnun sé sökudólgurinn
í þessu efni og gangi orðið of langt.
Þannig byrji bætur Tryggingastofn-
unar þegar að skerðast við lífeyris-
tekjur vel undir 100 þúsund á mán-
uði. -SÁ
Átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga:
Fleiri slys en í nágrannalóndunum
I gær kynnti verkefnisstjórn
átaksverkefnis um slysavarnir
barna og unglinga verkefni sem
vonast er til að dragi úr slysum
yngstu kynslóðanna. Það eru full-
trúar sex ráðuneyta sem skipa verk-
efnisstjórn átaksins en fram-
kvæmdastjóri verkefnissstjórnar-
innar verður Herdís Storgaard
hjúkrunarfræðingur. Átaksverkefn-
ið stendur í þrjú ár og markmiðið er
að draga úr slysum, samræma
krafta þeirra sem sinna slysavörn-
um, samhæfa fræðslu og forvamir
og veita ráðgjöf um slysavarnir
barna og ungmenna.
Á Islandi hafa slasast fleiri börn
en í nágrannalöndunum á undan-
fömum ámm en orsakir þess eru
óljósar. Þá hefur skráningu á slys-
um verið nokkuð ábótavant en talið
er að 20-22 þúsund böm lendi í
þannig slysi á ári hverju að ástæða
sé að leita aðstoðar heilsugæslu-
stöðvar eða sjúkrahúss.
Erfitt er að reikna út kostnað
vegna slysanna en talið er að tugir
milljarða króna fari á ári hverju í
beinan kostnað vegna slysa sem
þessa. Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra lagði tillögu fyrir
ríkisstjórn um að freista þess að
fækka þessum slysum og var hún
samþykkt á síðasta ári.
Verkefnisstjómin verður til húsa
í Heilsuverndarstöðinni við Baróns-
stíg og er fólk hvatt til að hafa sam-
band vegna slysa eða koma með
ábendingar sem lúta að slysavörn-
um. -hb
Hið eina og sanna prófkjör
A flokkamir eru
búnir að koma sér sam-
an um prófkjör til að
raða upp lista Samfylk-
ingarinnar í vor. Ekki
það að Kvennalistinn
hafi samþykkt að vera
með en A-listafólk er
ekki af baki dottið og
semur reglurnar fyrir
Kvennalistann til að
vera með og svo ræður
Kvennalistinn hvort
hann er með í prófkjöri
þar sem hinir flokkam-
ir hafa ákveðið hvernig
skuli kjósa, hvort sem
Kvennalistinn verður
með eða ekki.
Nú er ekki víst að
allir skilji reglurnar
sem fara verður eftir í
prófkjörinu. En þær
eru í stuttu máli sem
hér segir:
Hver kjósandi má kjósa og hefur eitt atkvæði.
Hann má þó greiða tvö atkvæði sem gildir sem
eitt og hann má velja um flokk þó sami flokkur
sé ekki í framboði, vegna þess að prófkjörið er
bara fyrir þá sem tilheyra þeim flokkum sem
ekki munu bjóða fram í næstu kosningum.
Til þess þarf kjósandinn að segja til um hvaða
flokk hann mundi kjósa, ef sá flokkur hefði boð-
ið fram, til að sá flokkur sem ekki býður fram og
kjósandinn krossar við fái sem flesta frambjóð-
endur í efstu sæti á lista sem flokkur hans hefur
fallist á að komi í staðinn fyrir flokkinn sem
hefði verið í framboði ef hann hefði ekki hætt við
að vera í framboði.
Auk þess er fyrirfram ákveðið í hvaða sæti
hver frambjóðandi sitji, þannig að þó einn fram-
bjóðandi fái fleiri atkvæði í prófkjörinu heldur
en annar frambjóðandi þá er alls ekki víst að
hann skipi sæti ofar en sá frambjóðandi sem
færri atkvæði fær vegna þess að frambjóðendurn-
ir verða, eins og kjósendurnir, að tilheyra
ákveðnum flokki sem ekki er í framboði. Þannig
komast þeir einir í framboð sem hafa áður verið
í framboði eða tilheyrt flokki sem bauð fram.
Aðrir eru ómark.
Þá má heldur ekki gleyma því að Jóhanna Sig-
urðardóttir tekur sæti á listanum án tillits til
þess hversu mörg atkvæði hún fær og þess vegna
er óþarfi að eyða á hana atkvæði.
Þá mega prófkjörskjósendur vara sig á því að
gefa „sínum manni“ ekki of mörg atkvæði í efstu
sætin því þar með getur hann hrapað niður fyrir
aðra sem eiga að vera fyrir ofan. Ef þeir sem
verða fyrir ofan fá of mörg atkvæði færast þeir
neðar og þess vegna má heldur ekki greiða þeim
atkvæði sem eiga að vera fyrir neðan svo þeir
verði ekki fyrir ofan.
Eins og sjá má af þessum útskýringum er próf-
kjörið afar lýðræðislegt og auðskilið og ekki aðal-
atriðið að margir kjósi heldur að þeir sem kjósi
skilji að þeir verði að kjósa rétt til að mark sé
takandi á atkvæðinu.
Að öðru leyti er búið að ákveða hvemig raðað
verður á listann áður en prófkjörið fer fram og er
það til auðvelda fólki að taka þátt í prófkjörinu.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Breytingar hjá lögreglunni
22. desember undirritaði dóms-
málaráðherra
reglugerð um
sérsveit ríkis-
lögreglustjór-
ans. Reglugerð-
in tekur gildi 1.
janúar 1999.
Samkvæmt
henni skal ríkis-
lögreglustjórinn starfrækja sér-
sveit lögreglu til að takast á við
vopnuð lögreglustörf og öryggis-
mál þegar þörf krefur hvar sem er
á landinu og innan efnahagslög-
sögu íslands.
Landslið hestamanna
Alþingismennimir Guðni
Ágústsson, Hjálmar Ámason og
Jónas Hallgrímsson hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar á
Alþingi um landslið hestamanna.
í tillögunni segir m.a. að „Alþingi
ályktar að fela landbúnaðarráð-
herra aö koma á fót landsliði
hestamanna, allt að tíu manna, af
báðum kynjum og á öllum aldri,
sem falið verði að kynna íslenska
hestinn." Dagskráin sagði frá.
Nýr vegur
Framkvæmdir hófust fyrir
nokkru við nýjan veg fyrir Bú-
landshöfða á Snæfellsnesi. Það er
Héraðsverk frá Egilsstöðum sem
sér um verkið en því á að vera
lokið í október árið 2000. Skessu-
hom sagöi frá.
UNESCO-nefnd
Menntamálaráðherra hefur
skipað nýja
UNESCO-nefnd
fyrir tímabilið
1.1. 1999-31.12.
2002. Hlutverk
íslensku
UNESCO-nefnd-
arinnar er að
vera ríkisstjóm-
inni og sendinefnd íslands á aðal-
ráðstefnu UNESCO til ráðuneytis
í málum er varða UNESCO og
tengiliður milli UNESCO og ís-
lenskra mennta-, vísinda- og ann-
arra menningarstofnana.
Jafnréttiskönnun
Ingunn Guðmundsdóttir, for-
seti bæjarstjórnar Árborgar, lagði
fram tillögu á bæjarstjórnarfundi
fyrir stuttu þar sem bæjarstjórnin
beinir því tU jafnréttishóps félags-
málanefndar aö gera athugun á
hvort jafnræði ríki milli kynj-
anna varðandi fjárframlög til
íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda-
starfs. Dagskráin sagði frá.
Vondur vegur
Oddviti Dalabyggðar segir
ástand Bröttubrekku lögbrot.
Vegurinn yfir Bröttubrekku er
einn erfiðasti farartálmi í vega-
kerfi Vesturlands ef stofnæðar
eru bornar saman. Hann er aðal-
leiðin milli Dalasýslu og Borgar-
fiarðar og þaö er ekki skrýtið þótt
gerðar séu kröfur um að fram-
kvæmdum við þennan torsótta
fiallveg verði hraðað. Slíkar kröf-
ur gerast sífellt háværari frá
Dalamönnum og öðmm. Skessu-
hom sagði frá.
Ekki á verksviðinu
Sveinn Runólfsson land-
græðslusfióri
telur það tæpast
á verksviði
sinnar stofnun-
ar að styrkja
með fiárfram-
lagi átak Félags
hrossabænda að
fækka hrossum
um 1600. Ríkisútvarpið greindi
frá.
Hækkun á fasteignamati
Almenn hækkun á fasteigna-
mati atvinnuhúsnæðis úti á landi
er 5% en bújarðir ásamt útihús-
um hækka um 2,5%. Hlunnindi
hækka um 5%. Á nokkrum stöð-
um þurfti að hækka mat íbúöar-
húsnæðis meira en að ofan grein-
ir. Til dæmis var hækkun íbúða í
fiölbýli á Selfossi 10%, i Þorláks-
höfn hækkuðu einbýlishús um
10% og á Hvolsvelli varð 15%
hækkun á öllu íbúðarhúsnæði.
Dagskráin greindi frá þessu. -SJ