Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1998, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
9
Utlönd
Saddam Hussein íraksforseti ekki af baki dottinn:
Hótar frekari árásum
á vestrænar flugvélar
írakar hóta að gera frekari árásir
á flugvélar Vesturveldanna ef þær
halda áfram að fara í eftirlitsflug yf-
ir flugbcuinssvæðmium í írak norð-
an- og sunnanverðu.
Stjómvöld í Bagdad segjast ekki
viðurkenna flugbannssvæðin þar
sem til þeirra hefði ekki verið stofn-
að með leyfi frá Sameinuðu þjóöun-
um.
Bandarískar orrastuvélar gerðu
árásir á flugskeytaskotpalla í norð-
urhluta íraks í gær. Það voru alvar-
legustu átökin við hermenn Sadd-
ams Husseins íraksforseta síðan
hemaðaraðgerðunum, sem nefndar
voru Eyðimerkurrefurinn, lauk fyr-
ir átta dögum.
Stjómvöld í Washington sögðu að
F-16 orrustuþoturnar hefðu svarað í
sömu mynt eftir að íröskum flug-
skeytum var skotið að þeim.
Bandarískir embættismenn sögðu
að allar flugvélamar hefðu snúið
aftur til bækistöðva sinna í Incirlik
í Tyrklandi. Yfirlýsingum stjóm-
valda í Bagdad um að flugvél á veg-
um Vesturveldanna hefði „líklega"
verið skotin niður var vísað á bug.
raskir verkamenn voru í óðaönn að reisa Saddam Hussein íraksforseta enn
eitt minnismerkið í höfuðborginni Bagdad í gær. Á sama tíma kom til átaka
milli bandarískra herflugvéla og íraskra loftvarnasveita.
„írösk stjórnvöld hafa alltaf sagt
að þau geti engan veginn viður-
kennt flugbannssvæðin," sagði Niz-
ar Hamdoon, sendiherra íraks hjá
SÞ, við fréttamann Reuters.
Bandaríkjamenn og Bretar sögðu
í gær að þeir myndu áfram halda
uppi eftirliti á flugbannssvæðunum
tveimur og svara í sömu mynt ef
írakar skjóta á flugvélar þeirra. Til-
gangur flugbannssvæðisins í norðri
er að vemda Kúrda í þeim hluta
íraks og tilgangur sunnansvæðisins
er að koma í veg fyrir árásir á
sítamúslíma.
Stjórnvöld í Bagdad sögðu að
skotið hefði verið að flugvélum
Vesturveldanna sem komu frá Tyrk-
landi og að fjórir íraskir hermenn
hefðu látið líflð og sjö særst þegar
flugvélarnar hefðu svarað skothríð-
inni.
Bandarískir hermenn staðfestu
að til átaka hefði komið og að írak-
ar hefðu átt upptökin. Talsmaður
breska varnarmálaráðuneytisins
sagði í London í gær að breskar
flugvélar hefðu ekki tekið þátt í
átökunum.
Hillary Clínton
lamdi Bill
Hillary Clinton, forsetafrú
Bandarikjanna, er sögð hafa misst
stjóm á sér og lamið Bill, eigin-
mann sinn. Lífvörður forsetans
þurfti að skilja þau að, samkvæmt
frásögn breskra blaða sem vitna i
vefsíðu Bandarikjamannsins Matts
Dradges.
Orðrómur um átökin kom upp
eftir að bandarísku forsetahjónin
aflýstu jólaferð sinni til Jóm-
frúreyja vegna þess að Hillary
hefði meitt sig í baki. Forsetaíjöl-
skyldan fór í jólafrí til Jómfrúreyja
í fyrra og hafði í hyggju að fara
þangað einnig á þessum jólum, að
því er fjölmiðlar greina frá.
Nautin pæla ekkert í því hvort andstæðingar þeirra í nautaatshringnum eru frægir nautabanar eður ei. Hinn spænski
Manuel Diaz, sem betur er þekktur undir nafninu El Cordobes, fékk aö finna fyrir því í kólumbísku borginni Cali f gær
þegar tuddi einn þeytti honum hátt á loft og stangaöi síðan.
Morðingjapar
á von á barni
Belgar era nú í uppnámi eftir
að fregnir bárust af því að morð-
ingjar, sem gengu í hjónaband í
fangelsi í Gent, ættu von á barni.
Hin verðandi móðir, Caroline Van
Bever, sem er 34 ára, var dæmd í
20 ára fangelsi fyrir þremur árum
fyrir morð á þáverandi unnusta
sínum. Hún svæfði hann með
klóróformi og varpaði homun
fram af brú. Eiginmaður Caroline,
Dirk Van Malderen, sem er 33 ára,
var nýlega dæmdur í 30 ára fang-
elsi fyrir morð á keppinaut. Áðm-
hafði hann hlotið 13 ára fangelsis-
dóm fyrir hópnauðgun. Fangar í 4
belgískum fangelsum mega hittast
2 klukkustundir á mánuði í sér-
stökum ástarklefum.
VIÐGERÐIR
II VAiAHLUTIR
-allt á sama stað
SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK
SÍIVII 581-4515 • FAX 581-4510
Til viðskiptavina Ðúnaðarbankans
Útibú Búnaöarbankans verða lokuö
mánudaginn 4. janúar 1999.
Upplýsingar um víxla sem falla í eindaga um
jól og áramót liggja frammi í útibúum.
® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF