Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 8
 28 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 íþróttir DV Damon fórá kostum - þegar Kefla- ! vík lagöi KFÍ í Keflvíkingar halda sínu striki I í úrvalsdeildinni í körfuknatt- > leik. Þeir sigruðu Ísfirðinga, 88-111, vestra á fóstu- [ dagskvöldið. i Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að ná naumri forrustu og leit allt út fyrir að hörkuleikur væri í i vændum en svo var nú ekki. ! Maður að nafni Damon Johnson sá til þess að ísfirðingar sæju ekki til sólar í seinni hálfleik og fannst manni stundum að hann hefði verið fenginn til ísafjarðar til sýna þriggja stiga skothæfi- leika sína, áhorfendum til mik- illar mæðu. Hann var algjörlega einráður á vellinum og fékk að gera það sem honum sýndist og áður en yfir lauk var hann búinn að gera 61 stig, þar af 14 þriggja stiga körfur og hirti 11 fráköst. Bestur í liði ísfirðinga var James Cason með 38 stig. Sigurður Ingimundarson var á skýrslu og í treyju nr. 7 og þeg- ar um ein mínúta var eftir af leiknum kom hann inn á og reyndi eina þriggja stiga en hún geigaði og leiknum lauk með góðum sigri Keflvíkinga, 88-111, og eru þeir á góðri leið í átt að deildarmeistaratitlinum. Nokkrar staðreyndir um Damon Johnson í leiknum eru þær að hann skoraði 61 stig, 14 þriggja stiga úr 20 tilraunum, tók 11 fráköst og skoraði 25 stig í röð fyrir Keflavík. Það var ekki að ástæðulausu sem þessi snjalli leikmaður brosti breitt þegar hann gekk af leikvelli. -AGA KFI (46) 88 Keflavík (46) 111 0-3, 16-15, 20-22, 27-24, 31-28, 35-32, 37-36 (46-^6). 46-59, 50-65, 55-72, 60-84, 66-87, 82-102, 88-111. Stig KFl: James Cason 38, Ólafur Ormson 13, Baldur Jónason 11, Mark Quashie 10, Pétur Siguröson 8, Hrafn Kristjánson 6, Tómas Hermannsson 2. Stig Keflavík: Damon Johnson 61, Hjörtur Harðarson 11, Guðjón Skúla- son 10, Sæmundur J. Oddsson 9, Kristján Guðlaugsson 9, Fannar Ólafson 3, Jón N. Hafsteinsson 3, Gunnar Einarson 3, Birgir Ö Birgis- son 2. Fráköst: KFÍ 29, Keflavík 23. Þriggja stiga körfur: KFl 16/8 Keflavík 41/21. Vítahittni: KFÍ 27/15, Keflavik 18/16. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarson og Sigmundur Herbertsson. Ekki sannfærandi. Áhorfendur: 400. Maður leiksins: Damon John- son, Keflavík. ÚRVALSDEILDIN Keflavík 13 12 1 1202-1030 24 Njarðvík 13 10 3 1202-1000 20 KR 13 10 3 1157-1067 20 Grindavík 13 8 5 1175-1111 16 Snæfell 13 7 6 1059-1095 14 KFÍ 13 7 6 1118-1117 14 ÍA 13 6 7 981-1013 12 Tindastóll 13 6 7 1088-1096 12 Haukar 13 5 8 1042-1115 10 Þór, A. 13 4 9 976-1085 8 Skallagr. 13 2 11 1023-1139 4 Valur 13 1 12 1001-1156 2 Á myndinni til vinstri liggur Botha í gólfinu og dómarinn hefur hafið talningu. Hér að ofan dæmir dómarinn bardagann tapaðan fyrir Botha enda var hann ekki fær um að halda áfram. Reuter Mike Tyson sannaði ekkert en rotaði Frans Botha í 5. lotu Mohamed Ali, hinn eini og sanni, var að sjálfsögðu mættur á áhorfendabekkina og fylgdist spenntur með viðureign Tysons og Botha. Reuter „Ég kom ekki í þennan bardaga til að sanna eitt eða neitt. Og ég sannaði ekkert. Það var auðvitað erfitt að mæta í hringinn eftir allan þennan tíma og það er ljóst að ég á eftir að lag- færa margt fyrir næstu bardaga," sagði Mike Tyson eftir að hann hafði rotað Frans Botha frá Suður-Afríku í 5. lotu í bardaga þeirra í þungavigt hnefa- leika um helgina. Það var ljóst, þegar Mike Tyson mætti í íþróttahöllina, að hann var kvíðinn og taugaveiklaður að venju. Hann hafði ekki barist í hringnum i 19 mánuði og aðeins nokkrar mínút- ur síðustu árin. Botha virtist rólegri. Strax í fyrstu lotunni dró til tíð- inda. Botha hafði betur en undir lok lotunnar neitaði Tyson að losa tak á hendi Botha og um tíma virtist allt ætla að fara í bál og brand. Botha byrjaði að slá frá sér og dómarinn réð ekki neitt við neitt. Allt gerð- ist þetta eftir að lotunni var lokið. Eftir nokkum tíma tókst að aðskilja þá og dómarinn aðvaraði þá báða. Botha vann lotuna. Ljóst var að áhugamenn um hnefaleika héldu niðri i sér andanum og óttuðust það versta. Mörg vindhögg hjá Tyson Fljótlega í annarri lotu dæmdi dómarinn stig af Tyson fyrir að slá til Botha með olnboganum og var greinilegt að ekkert mátti út af bregða til að Tyson missti algerlega stjóm á sér. Tyson sló nokkur mjög föst högg í átt að Botha en flestöll höggin vora vindhögg. Var greinilegt að heimsmeistarinn fyrrverandi var ekki í mikilli keppnisæfmgu og skorti mjög margt sem prýddi hann áður. Botha þumbaðist við og var með yfirhöndina nánast alla lotuna og vann hana frekar létt. I þessari lotu virtist Mönnum stóð ekki á sama urnar niðri og virtist kærulaus. Þetta kom hon- um svo I koll i 5. lotu þegar Tyson náði loksins hrikalegu höggi sem endaði beint í andliti Botha og hann lá rotaður á gólfmu skömmu síð- ar. Upp fór hann ekki á tilsettum tíma og Tyson fagnaði sigri. „Ég var ef til vill of kærulaus" Eftir tapið viðurkenndi Botha mistökin: „Mér fannst ekki ástæða til að varast högg Tysons. Ég var búinn að spyrja hann nokkrum sinnum í bardaganum hvort þetta væri virkilega allt sem hann hefði upp á að bjóða. Ég var með hendurnar niðri og þegar upp er staðið get ég viðurkennt að ég hafi ef til vill verið of kæru- laus. En Mike Tyson er frábær hnefaleik- ari,“ sagði Botha eftir bardagann. Tyson var heppinn Mike Tyson var heppinn. Hann var undir á stigum þegar rot- höggið kom og það var hans lukka að Botha kastaði sigrinum frá sér með fá- dæma kæruleysi. Ty- son er alls ekki sá sami Tyson og áður og á erfíða tíma fram undan -SK Botha finna fyrir miklu öryggi og virt ist einnig skynja að Tyson væri ekki líklegur til af- reka. Botha var með hendurnar niðri og hugsaði ekki mikið um vömina. Þetta átti eftir að koma honum verulega í koll. Botha hafði betur í þriðju og fjórðu lotu. Tyson hélt áfram að slá vindhögg og virtist ekki líkur sjálfum sér. Botha hélt áfram að hafa hend Skurður á nefið /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.