Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 1
B- MANUDAGUR 18. JANUAR 1999 Evrópumeistarinn etur kappi við Þóreyju og Yölu Evrópumeistarinn í stangarstökki kvenna, Anzhela Balakhonova frá Úkraínu, mætir til leiks á Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum sem fram fer í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld. Það er þvl ljóst að þær Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir fá verðuga keppni á Stórmótinu. Þær Vala og Þórey kepptu á sínu fyrsta móti á keppnistímabilinu í Sví- þjóð um helgina. Vala sigr- aði og Þórey Edda varð í öðru sæti. Báðar stukku þær 4,02 metra og er þetta besti árangur Þóreyjar Eddu innanhúss frá upp- hafi og ljóst að hún er far- in að veita Völu mjög harða keppni Árangur Völu á mótinu í Svíþjóð um helgina er hins vegar langt frá hennar besta. Evrópumeistarinn Balakhonova er Evrópu- meistari innanhúss og utan. Hún" hefur hæst stokkið 4,45 metra og er í allra fremstu röð í heimin- um í greininni. Einar stökk vel í Kringlunni Einar Karl Hjartarson stökk yfir 2,15 metra á sýn- ingarmóti ÍR-inga í versl- unarmiðstöðinni Kringl- unni á laugardag. Árangur Einars er at- hyglisverður þegar tillit er tekið til þess að þetta var fyrsta keppni hans í ár en gólfið í Kringlunni er mjög hart. íslandsmet Einars er 2,16 metrar innanhúss en hann átti i Kringlunni ágætar tilraunir við 2,20 metra. -SK Þórey Edda Elísdóttir, FH, bætti árangur sinn í stangarstökki um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.