Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 25 fPiiÉ Sleðaferðir Langjökuls ehf. eru vinsælar, bæði að vetri og sumri. Þeyst um fjöll og firnindi. Út í óvissuna með Langjökli ehf.: Steggjapartí á vélsleðum Langjökull ehf. býður skemmtilegar ferðir um óbyggðir landsins á vélsleð- um. Þór Kjartansson er framkvæmdar- stjóri Langjökuls. „Á veturnar bjóðum við ferðir um Hellisheiðina, það eru allt frá klukku- tíma ferð til tveggja daga ferðar þar semlagt er uppfrá Valsskálanum við skíðasvæði (R og Víkings f Hamragili," segir Þór. Hann segir að aðallega séu það út- lendingar sem nýti sér þessar ferðir. „(slendingar eru þó farnir að nýta þessar ferðir I auknum mæli og þá jafnt fyrirtæki sem hópar. Lengri ferð- irnar eru frekar fyrir smærri hópana. í þeim ferðum er lagt af stað frá Mos- fellsheiðinni, keyrt t.d. upp að Langjökli og inn á Hveravelli, þar geta ferðalangar gist, baðað sig og haft það notalegt," segir hann. Duldar náttúruperlur „Hellisheiðin hefur upp á að bjóða mjög mikið af hverasvæðum sem margir vita ekki af, enda eru þau ekki f alfaraleið. Ferðirnar mið- ast ekki við að sest sé á sleðana og ekið og ekið. Reynt er að leyfa ferðalöngum að njóta náttúrunnar þar sem stoppað er og fólki gert kleift að skoða það sem náttúran hefur upp á að bjóða. Það kemur sér þá vel að vera á sleða því ef fólk ætlaði sér að fara þetta fótgangandi tæki það heilan dag að sjá og njóta þess sem þú færð á einum klukku- tíma á vélsleða," segir Páll. Páll segir að þeir sem hafi farið í þessar ferðir hafi undantekningarlít- ið skemmt sér konunglega. „Nýlega var farið í ferð með nokkra félaga sem voru með steggjapartí. Ég fór með þá í nokk- urs konar óvissuferð um Hellisheið- ina. Við lok ferðarinnar var það ein- róma álit hópsins að þetta hefði ver- ið eitt það skemmtilegasta sem þeir hefðu nokkru sinni gert." segir hann. Þarf eitt símtal Aðspurður hvað maður þyrfti að gera til þess að komast í slíka ferð segir Páll að það þurfi hvorki að skipuleggja hana né undirbúa. „Við hjá Langjökli ehf. sjáum um skipulagningu á ferðinni og allan undirbúning. Þannig að það eina sem þarf að gera er að hringja I okk- ur og láta okkur síðan um allt. Þá getur hver sem er komið og skoðað þessar duldu náttúruperlur sem leynast á Hengilssvæðinu," segir Páll. -þt Hef oft velt sleðanum Þeir eru ófáir sem stunda vélsleðaí- þróttina á veturna enda er það svo að vélsleðarnir nýtast jafnt sem leiktæki og samgöngutæki. Einn þeirra sem bruna á vélsleða í hvert sinn er færi gefst er Birkir Jónas Einarsson, 22 ára Vestfirðingur. Hann hefur átt vélsleða frá því hann var sextán ára en áhug- inn kom þó töluvert fyrr er hann fékk að sitja aftan á hjá öðrum. Birkir keypti sinn fyrst sleða með bróður sínum. Sameiginlegt áhuga- mál þeirra bræðra og knappur fjár- hagur varð til þess að hagsýnin var látin ráða og þeir ákváðu að kaupa sleða saman. „Kikkið úr sleðunum er gífurlegt og fer það þá saman að þeysast um brekkurnar á fleygiferð og fá að njóta náttúrufegurðarinnar á mjög skemmtilegan hátt," segir hann. Birk- ir segist aðallega fara um fjöllin í kringum Flateyri, sem er hans heima- bær, og fer hann þar víða. Sem dæmi má nefna að hann fer út að Galtarvita en oftast er haldið á fjallið og er þangað er komið er ákveðið hvert halda skuli. „Þetta eru hálfgerðar óvissuferðir og það er hluti af skemmtuninni að ákveða hvert maður fer þegar upp er komið," segir hann. Einnig er farið í hópferðir þar sem hópur sleðamanna ákveður að fara saman. Þá eru teknar vistir fyrir ferð- ina og haldið af stað í átt til óbyggð- anna. Ekki er þó alveg hættulaust að ferðast um á vélsleða og segist Birkir hafa velt sínum sleða þó nokkrum sinnum en aldrei hafi þó skapast nein veruleg hætta af því. Hluti af fjörinu er að maður er alltaf að taka ein- hverja áhættu en maður passar sig þó á því að fara ekki út fyrir viss mörk. Birkir segist þó alltaf fara varlega fari hann um svæði sem hann þekkir ekki nægilega vel til. Sleðinn var keyptur sem leiktæki en hann hefur þó verið nýttur til að ferja fólk sem hefur fest sig vegna ófærðar, auk þess sem hann hefur nýst við störf hjá Slysa- varnafélaginu. Kostnaðurinn við vélsleðana er töluverður og fer þá saman verð á sleðum og töluverður rekstrarkostn- aður. Birkir telur litlar líkur á því að hann muni nokkurn tlma hætta að leika sér á vélsleða enda áhuginn gíf- urlegur og ánægjan sem vélsleðunum fylgir svo mikil að engin ástæða sé til þess að hætta vélsleðasportinu. -þt Birkir Einarsson fer víða um vestfirsk fjöll á sleða sínum og þykir fátt skemmtilegra. Hér er hann á fjallgarðinum á milli Súgandafjarðar og Ön- undarfjarðar. Á innfelldu myndinni eru Birkir og félagar hans að skemmta sér í Önundarfirði. Ásetning innifalin. GLÆSIBÆ • S: 581 2922 í VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is Stærsta sportvöruverslunarkeðja i heimi -nú á islandi Gerist varla betra Garmin GPS 12CX Fiskislóð 84 • Sími: 520 0000 • Fax: 520 0020 Beinn sími Þjónustudeildar 520 0010 Litaskjár & „zoom" takkar + 36 tíma rafhlöðuending -f 12 rása móttakari + 1000 vegpunkta minni 16 gerðir af merkjum 2048 ferilpunktar í plotter -1 - Tracback breytir ferli í leið + Vatnsheltaðl metradýpi -y- Tengjanlegt við tölvu & R.SIGMUNDSSON EINN, TVEIROG ÞRÍR 32.093

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.