Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Ford Focus: helstu tölur: Vélar: Zetec E 4 strokka, 16 ventla, 1596 cc, 100 hö. v. 6000 sn. mín., 145 Nm v. 4000 sn. mín. Hrööun 0-100: 10,9 sek. Eyðsla skv. EB-staðli: 9,1—5,4-8,8 1 á 100 km v. borg- arakstur-þjóðvegaakstur-með- altal. Síðar á árinu kemur Zetec SE, 4 strokka, 16 ventla, 1388 cc, 75 hö. v. 5000 sn. mín., 125 Nm v. 3500 sn. mín. Hröðun 0-100:14,1 sek. Eyðsla skv. EB-staðli: 8,5-5,2-6,4 1 á 100 km v. horg- arakstur-þjóðvegaakstur-með- altal. 5 gíra handskipting. 4 gíra sjálf- skipting fáanleg síðar á árinu. Læsivarðar bremsur á dýrari gerðunum. Lengd-breidd-hæð: 4152-1998-1430 mm, hjólahaf 2615 mm. Beygjuradíus: 5,15 m. Eigin þyngd: Frá 1074 kg. Dekkjastærð: 175/70x14 Verð frá kr. 1.561.000 1,6 lítra (5 dyra), 1.375.000 1,4 lítra. Umboð: Brimborg Það er nýjung að vélarhúsið er opn- að með lykli. litrar. Það er bitamunur en ekki fjár. Verðmunur er samt nokkur: 1.375.000 krónur fyrir grunngerðina með minni vélinni en 1.561.000 með þeirri stærri. En fleira fylgir dýrari gerðinni heldur en bara stærri vél: læsivarðar bremsur, samlæsing, rafknúnar rúðuvindur í fremri hurðum, höfuðpúðar aftan, hæðar- stilling á ökumannssetu. Síðan bæt- ist jafht og þétt á búnaðinn eftir því sem útfærslur verða íburðarmeiri, alveg upp í Ghia-útfærslu, og þá er verðið fyrir hlaðbakinn líka komið upp í 1.731.000 krónur. Mikil eftirspurn hefur verið eftir Focus síðan hann kom á markaðinn erlendis skömmu fyrir jól. Það er því ekki sjálfgefið að umboðið hér fái bíla afgreidda eins hratt og ís- lenskir kaupendur ef til vill óska eftir. Þess vegna er líklega best að vera með fyrra fallinu fyrir þá sem ætla að vera á nýjum Focus í sum- ar. -SHH Þröngt er um þrjá fullvaxna í aftur- sætinu en sá í miðjunni hefur þriggja punkta belti eins og aðrir. Verðlaunagetraun 2: Hver á réttinn? - þrenn verðlaun veitt fyrir rétt svör Iverðlaun eru armbandsúr • frá Isuzu. 2verðlaun eru léttur bakpoki . frá Isuzu. 3verðlaun eru vekjaraklukka - frá Isuzu. Fyrir rúmum mánuði efndu DV- biiar til verðlaunaþrautar þar sem lesendum var boðið að spreyta sig á að finna hver ætti forgangsrétt við ákveðnar kringumstæður. Góð verðlaun voru i boði fyrir rétt svör. Nú leggjum við upp í Umferðar- getraun nr. 2. Meðfylgjandi teikníng sýnir aðstæður á hringtorgi. Spurt er hvaða tveir bílar eigi forgangs- rétt í þessu tilviki. Það er Isuzu-umboðið, Bílheimar ehf., sem veita verðlaunin að þessu sinni og þau eru ekki af verri end- anum: 1. verðlaun er armbandsúr frá Isuzu, 2. verðlaun eru léttur bak- poki og 3. verðlaun eru vekjara- klukka. Klippið þrautina úr blaðinu. Merkið X í réttan kassa. Skrifið greinilega nafn, heimilisfang og síma. Það er til nokkurs að vinna. Lausnir þurfa að hafa borist fyrir 15. mars. Utanáskriftin er: DV-bílar, umferðargetraun 2, Pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verðlaunagetraun 1 Afbragðsþátttaka Nissan fækkar grunnplötum Það kostar sitt að smíða bíla, en það kostar líka sitt að hanna þá frá grunni. Hjá Nissan í Japan hafa menn þurft að horfa upp á minni tekjur en oft áður og leita nú allra leiða til að hagræða i rekstrinum. Ein leiðanna sem þeir munu grípa til er að fækka þeim gerðum. sem þeir framleiða, eða öllu heldur grunnplötunum sem þær eru byggð- ar á. Eins og er byggist framleiðsl- an hjá Nissan á 25 mismunandi grunnplötum en ætlunin er að fækka þeim í fimm frá og með ár- inu 2005. Næsti nýi bíll er nýr Almera sem væntanlega verður kynntur næsta haust. Ári síðar er von á „þriggja lítra bíl“, bíl sem aðeins notar þrjá lítra á hveija hundrað kílómetra, en þessi bíll verður byggður á nýrri gerð Micra. London: Endalok 2ja hæða strætisvagna Á næstunni má ætla að íbúar London þurfi að sjá á bak einu af helstu kennileitum borgarinnar, rauðu tveggja hæða strætisvögnun- um, 600 alls. Ástæðan er sú að samkvæmt til- skipan frá yfirstjóm Evrópusam- bandsins eiga allir strætisvagnar að vera aðgengilegir fyrir fatlaða en undir þá skilgreiningu falla þessir tveggja hæða vagna ekki, einkum þröngu snúnu tröppurnar upp á efri hæðina. Af sömu ástæðum hafa Berlínar- búar þurft að horfa á bak 705 tveggja hæða strætisvögnum þar i borg. -JR Þátttaka í Umferðargetraun 1 sem birtist í DV-bílum 23. janúar síðastlið- inn var afar gðð. Svör bárust hvaðanæva að, meðal annars frá Fær- eyjum, Noregi og Bretlandi. Getraunin snerist um almennan um- ferðarrétt: hver á forgangsrétt á gatna- / mótum þar sem engar sérstakar um- ferðarmerkingar eru. Gullna reglan þar er að sá sem hefur bQ sér á hægri hönd á að stansa og bíða. Teiknari DV-bíla setti upp tvenn gatnamót, annars vegar krossgötur en hins vegar T-gatnamót. Svo virðist sem fleiri átti sig á hægri réttinum á kross- götunum heldur en hinum. Spurt var hvaða tveir bílar ættu forgangsréttinn á teikningunni og rétta svarið er að sjálfsögðu D og B. Það var Hekla hf., söluhæsta bílaum- boðið á íslandi, sem gaf verðlaunin í þessa fyrstu getraun. Fyrstu verðlaun eru fiarstýrð Volkswagen bjalla, leik- fang fyrir fullorðna. Önnur verðlaun eru forláta penni en þriðju verðlaun vandað vasaljós. Þegar dregið var úr nöfnum þeirra sem höfðu rétt svar við getrauninni komu upp eftirtalin nöfn: 1. verðlaun, Volkswagen bjalla, leikfangabíll: Ástgeir R. Sigmarsson, Bakkatjöm 5, 800 Selfossi. 2. verðlaun, penni: ívar Erlendsson, Stakkhamri 20,112 Reykjavík 3. verðlaun, vasaljós: Konráð Valsson, Túngötu 42, 101 Reykjavík. Verðlaunin verða send til vinnings- hafa. Hverjir eiga forgangsrétt ? Hér eiga D og B forgangsrétt. Engin sérstök umferöarmerki (skilti eöa Ijós) eru á gatnamótunum, og um þetta seigir svo í 25. gr. umferðarlaga: Þegar ökumenn stefna svo, aö leiðir þeirra skerast á vegamótum, opnum svæöum eöa svipuðum stööum , skal sá þeirra, sem hefur hinn sér á hægri hönd, veita honum forgang. Hverjir eiga réttinn? B og D eiga réttinn - A og C hafa þá sér á hægri hönd og eiga þar af leiðandi að bíða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.