Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 39 bflaframleiðslu Opel- 1 á markað árið 1909. „Trjáfroskurinn", eða 4/12 „Laubfrosch“, frá árinu 1924 var fyrsti bíll- inn sem kom á markað eftir að færibandatæknin var tekin í notkun og náði mikilli hylli kaup- enda vegna gæða og góðs verðs. Sportlegir bflar hafa verið ofarlega á baugi hjá Opel í ár- anna rás, einkum þó hin síðari ár, og hér má sjá ýmsar gerðir coupé-bíla. Opel Olympia Cabrio, blæjugerð Olympia-bílsins frá árinu 1935. Endurbætt gerð Olympia var fyrsti bfllinn sem kom á markað frá Opel eftir seinni heims- styrjöldina. Opel Kadett kom á markað árið 1962. Alls seldust 11 milijónir af Kadett fram til þess að Astra var frumsýnd á árinu 1991. var framleiðslu fólksbíla að tilskip- an nasistastjómarinnar, rúllaði milljónasti Opel-bíllinn af færiband- inu, af Kapitán-gerð. Á stríðsánmum sem þá fóm í hönd var framleiðslan einkum bundin við ýmsar gerðir Blitz-vöm- bíla en einnig ýmsa hluti fyrir þýsku hergagnaframleiðsluna: lend- ingarbúnað, stýrishús, vélarhluta og skothelda eldsneytisgeyma fyrir flugvélar. Strax þann 8. maí 1945, þegar frið- ur komst á, var hafist handa við endurbyggingu verksmiðjanna í Russelsheim en þær höfðu nánast verið lagðar í rúst á stríðsárunum. Verksmiðjurnar í Brandenburg höfðu á hinn bóginn orðið svo illa úti að ekki þótti svara kostnaði að endurbyggja þær. Það kom líka illa við starfsfólkið í verksmiðjunum í Rússelsheim að öfl framleiðslulínan sem framleiddi Opel Kadett var flutt í heilu lagi til Sovétríkjanna sem hluti af greiðslu stríðsskaðabóta. Þessi framleiðslu- lína framleiddi síðan þessa sömu bíla áfram undir Moskvitch-nafninu í Rússlandi. Því einbeittu menn sér að því í verksmiðjunum í Rússelsheim að framleiða vörubíla og fyrsti Opel- bíllinn sem kom frá verksmiðjunum eftir stríðið var 1,5 tonna Blitz-vöru- bífl. Framleiðsla fólksbíla hófst árið 1947 en þá kom endumýjuð gerð af Olympia-bílnum, sem hafði verið framleiddur fyrir stríðið, á markað. Árið 1950 hafði verið lokið endan- lega við endurreisn verksmiðjanna í Rússelsheim og þremur árum síð- ar var framleiðslan komin í 100.000 bíla á ári. 1956 seldust alls 207.010 Opel-bílar og markaðshlutdefldin var orðin 17,6 prósent. Á því sama ári rúllaði 2 mifljónasti bíllinn af færiböndun- um í Rússelsheim. Þessi tímamóta- bíll, Kapitan, með stærri yfirbygg- ingu en áður, var með gullhúðuðum listum og vakti mikla athygli á bíla- sýningum. Nýr Kadett Arið 1962 voru opnaðar nýjar verksmiður í Bochum og þar var hafin framleiðsla á nýjum Opel Kadett. Tilkoma þessa nýja Kadett- bíls hafði tvíþættan tilgang af hálfu Opel. í fyrsta lagi gátu verksmiðj- urnar aftur boðið minni bíl sem höfðaði til stærri kaupendahóps og í öðru lagi var staðsetning verksmiðj- anna vel valin af hálfu Opel. Með því að reisa verksmiðjurnar i miðju Ruhr-héraðinu vildu þeir koma til móts við fókið sem þar bjó en hérað- ið hafði orðið illa úti vegna sam- dráttar í kolavinnslu og iðnaði á svæðinu. AUs fengu 11.000 manns vinnu í þessum nýju verksmiðjum Opel og Kadettinn varð strax met- sölubíll. Afls seldust 11 mifljónir af Kadett fram til þess að Astra var frumsýnd árið 1991. Enn nýjar verksmiðjur Enn vantaði á að verksmiðjur Opel gætu annað eftirspum fjórum árum síðar. Þrátt fyrir að verk- smiðjumar tvær í Rússelsheim og Bochum væru starfræktar með full- um afköstum gátu þær ekki annað eftirspum. Nýjar verksmiðjur voru reistar í Kaiserslautem, en þar voru einkum framleiddir vélarhlutir. Enn vora nýjar verksmiðjur reistar á árinu 1982, nú í Saragossa á Spáni þar sem smábíllinn Corsa varð strax metsölubíll. Ári síðar var enn komið að merk- um áfanga hjá Opel því þá rúflaði 20 mflljónasti bíllinn af færiböndunum í Rússelsheim, Opel Senator. Strax eftir sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990 var farið að huga að verksmiðjum í gamla austurhlut- anum og Opel valdi Eisenach sem stað fyrir fjórðu verksmiðjumar í Þýskalandi. Sú borg er einkum þekkt fyrir Wartburg-kastala en þar sat Marteinn Lúter og þýddi Nýja testamentið á sínum tíma. Borgin á líka merka sögu i bílaheiminum en það voru síðast framleiddir Trabant- og Wartburg-bílar fyrir fall múrsins. Allt frá opnun 1992 hefur Eisenach-verksmiðjan verið í farar- broddi í framleiðslu og tækni en nýjar ffamleiðsluaðferðir vom fyrst teknar í notkun þar af hálfu Opel- verksmiðjanna sem hafa síðar mtt sér til rúms í öðrum verksmiðjum Opel um heim allan. Nú vinna um 44.000 manns í fjór- um verksmiðjum Opel í Þýskalandi og þar með er Adam Opel AG einn af stærstu vinnuveitendum lands- ins. Fyrirtækið tekur einnig þátt í þróun bíla fyrir GM á heimsvísu því 8.500 manna starfslið í alþjóðlegu tækniþróuncU'deildinni í Rússels- heim ber ábyrgð á þróun allra bíla General Motors sem framleiddir em utan Norður-Ameríku -JR Motaðip bílar á góðu verði BiMd NOTAÐIR BÍLAR BÍLDSHÖFÐA 8 • SÍMI 577 2B00 Range Rover Vouge 3500 '87 Grænn, sjálfskiptur, bein innspýting. Verð: 850.000. Tilboð: 590.000. Toyota Carina E 2000 Alcantara '98 Ek. 41 þ. km, Blár, 5 gíra, spoiler. Verð: 1.600.000. Tilboð: 1.420.000. Musso E-23 Bensin '98 Ek. 32 þ. km, silfurgrár, sjálfskiptur, 31" dekk. Verð: 2.800.000. Tilboð: 2.590.000. Toyota Landcruiser '87 Mikið breyttur bíll. Vél 302 high output, 5 gíra, 38“ dekk, læsingar ofl. ofl. Verð: 1.400.000. Tilboð: 1.090.000. Volvo 460 GL 1800 '96 Ek. 22 þ. km, rauður, 5 gíra, toppeintak. Verð: 1.200.000. Tilboð: 1.090.000. Musso EL602 TDI 2900 '97 Ek. 47 þ. km, blár/beige, sjálfskiptur, 31“ dekk. Verð: 2.650.000. Tilboð: 2.490.000. Volvo 850 GL 2000 st. '96 Ek. 74 þ. km, d-grænn, sjálfskiptur. Verð: 2.250.000. Tilboð: 1.990.000. Subaru Outback 2500 '97 Ek. 22 þ. km, vínrauður, sjálfskiptur. Verð: 2.350.000. Tilboð: 2.090.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.