Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 8
42 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 JL>V Mégane með nýjan Renault frumsýndi langbak af Méganellnunni á bílasýningunni í Amsterdam í upphafi mánaðarins. Þessi bíll er framleiddur í verk- smiðjum Renault í Bursa I Tyrk- landi. Þetta er fyrsti litli langbakur- inn sem Renault framleiðir. Þar fyr- ir utan vakti Mégane station athygli Toyota MR-Spyder, Irtill, sportlegur blæjubíll, var frumsýndur í Chicago. Bílasýningin í Chicago: Toyota frumsýndi tvo nýja sport- bíla á bílasýningunni í Chicago. Annars vegar er um að ræða nýjan sportlegan Camry Solara, opna sportútgáfu af Camry sem smiðuð verður í sameiginlegri verksmiðju Toyota Motor Manufacturing Canada og ASC sem opnuð verður í nágrenni Toyotaverksmiðjunnar í Cambridge í Ontario í Kanada á næstunni. Þá kynnti Toyota einnig nýjan lít- inn og lipran opinn tveggja sæta sportbíl, MR-Spyder, í Chicago. Þetta er blæjubíll með hjólahaf upp á 2.438 mm, sem er nánast það sama og Corolla, og heildarlengdin er 3.886 mm sem er 21 sentímetra styttri en 3ja hurða Corolla. -JR/Reuters Toyota Camry Solara. Opin sportútgáfa af Camry var frumsýnd í Chicago á dögunum. Símamyndir Reuter Varahlutir fyrir evrópska btta NP VABAHIUTIR EHF SMIÐJUVEGUR 24 C — 200 KÓPAVOGUR SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250 framenda fyrir alveg nýjan framenda Mégan- elínunnar sem hinir bílarnir eiga lika að fá: stallbakurinn, hlaðbakur- inn, blæjubUlinn og kúpubakurinn í mars en Scénic í september. Það er annað helst að frétta af Mégane að 1,4 lítra vélin hefur ver- ið aflögð í Scénic og minnsta vélin er nú 1600-vélin, 90 hestafla. Vænt- anleg er líka ný 1600-vél, 16 ventla, 110 hestafla, sem getur gengið hvort heldur er fyrir bensíni eða fljótandi gasi. -SHH Renault Mégane station: fyrsti Méganebíllinn með nýja framendann. Chicago: Sportlegur Cadillac Catera og Chevrolet Monte Carlo Lúxusbíladeild General Motors kynnti fyrir tveimur árum nýjan lúxusbíl, Catera, sem ætlaður er sem „byrjendabílT í þessum flokki, eilítið ódýrari og minni en aðrir lúxusbílar frá GM. Á bílasýning- unni í Chicago á dögunum kynnti Cadiilac nýja „sportgerð", Catera, en ætlunin er að selja 2000 bíla af þessari gerð frá því að hann kemur á markað i maí og til áramóta. Chevrolet-deild GM sýndi nýja gerð af Monte Carlo-bílnum sem nú er með langa framsveigða vélarhlíf og afturljós sem minna á timana upp úr 1960. Kurt Ritter, aðalmarkaðsstjóri Chevrolet, kynnir hér nýjan Monte Carlo í Chigaco á dögunum. Símamyndir Reuter Sportleg útgáfa af Cadillac Catera var frumsýnd í Chicago á dögunum. Atvinnutækjasýning hjá Brimborg: Heildarlausnir fvrir atvinnurekstur Brimborg er um þessar mundir að flytja söludeildh' sínar í nýbygg- ingu sína að Bíldshöfða 6 og efnir af því tilefni til atvinnutækjasýningar í nýja Brimborgarhúsinu í dag, laugardag, undir heitinu: heildar- lausnir fyrir atvinnurekstur. Þar gefur að líta mikið úrval vörubíla, vinnuvéla og bátavéla frá Volvo, krana frá HIAB og sendibíla og hópbíla frá Ford. Meðal bíla sem þama verða sýndir eru bílar af nýrri kynslóð FM-vörubila frá Vol- vo sem frumkynntir voru á liðnu ári, auk FH-bílanna sem komu fýrst á markað á árinu 1993 og hafa selst í meira en 130.000 eintökum. Þessi sýning var opnuð í gær- kvöld fyrir viðskiptavini og velunn- ara, en opið er fyrir almenning í dag á milli kl. 12 og 16. -JR Nýjasta viðbótin í vörubílaflotann á íslandi frá Volvo: Sérbyggður FM 12 6x4 fóðurflutningabíll með loftfjöðrun sem Mjólkurfélag Reykjavíkur er að taka í notkun þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.