Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1999, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 1. MARS 1999 23 DV íþróttir Ágústa vann sexþrautina Agústa Tryggvadóttir úr HSK sigi'aði í sexþraut kvenna á meist- aramótinu í Qölþrautum sem lauk í Smárunum i gærkvöld. Hún hlaut alls 3.980 stig. Anna M. Ólafsdóttir, UFA, varð önnur með 3.793 stig. Agústa hljóp 60 metra hlaup á 8,32 sekúndum og varð önnur. í langstökki stökk hún 7,02 metra og sigraði. í hástökki stökk hún yfir 1,86 metra og sigraði í greininni. Hún varð í öðru sæti 1 60 metra grindahlaupi á 9,65 sekúndum. Ágústa sigraði í kúluvarpinu, kastaði 10,09 metra og í 800 metra hlaupi sigraði hún á 2:43,8 mínút- um. -JKS - segir Jón Arnar Magnússon sem heldur á HM í Japan á morgun Ágætur árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti íslands í sjöþraut um helgina. Keppnin fór fram á tveimur stöðum, í Baldurs- haga annars vegar og í Smáranum hins vegar. Eins og vænta mátti beindust augu flestra að Jóni Arnari Magnússsyni en þetta var síðasta mót hans fyrir heimsmeistaramótið innanhúss sem hefst í Japan í vikunni. Jón Arnar þreytti ekki sjöþrautina að fullu en hann keppti einungis í greinum fyrri daginn. Hann notaði mótið sem létta æfinga fyrir stóru átökin í Japan. Mótið notað sem æfing „Ég var hér á meistaramótinu að koma mér í gírinn fyrir Japan, ef svo mætti að orði komast. Ég var svo sem ekki að sýna neitt sérstakt hér en þetta var fyíst og fremst notað sem æfing,“ sagði Jón Arnar við DV. „Ég fer með því hugarfari til Japans að sigra. Ég á eina medalíu frá HM og hún er úr bronsi. Ég ætla að ná einni í viðbót, þá ekki í sama lit en við verðum að sjá hvað gerist í þessum efnum,“ sagði Jón Arnar. - Allur þinn undirbúningur á síðustu vikum hefur miðast við þátttöku þína á HM? „Ég og þjálfarinn minn höfum eingöngu miðað við það. Ég er i hörkuformi og þetta lítur bara vel út. Það verða aliir bestu tugþrautarmenn heims- ins með í Japan en þaö er óvíst með þátttöku Bandaríkjamannsins Dans O’Briens. Ég er tilbú- inn í slaginn og tel raunar að ég hafi aldrei verið í betra formi hvað líkamlega þáttinn snertir. Ég ætla að nýta mér þennan styrk eins og hægt er í Japan,“ sagði Jón Amar við DV. Það verður í nógu að snúast hjá Jóni Arnari eftir HM í Japan. 14. mars etur hann kappi við Erki Nool í þríþraut á Akureyri. 23. mars heldur hann í þriggja vikna æfmgabúðir til Portúgals og í vor tekur hann eins og áður þátt í hinu árlega móti í Götziz I Austurríki. Jón Arnar sigraði í 60 metra hlaupi á 7,06 sek- úndum, varpaði kúlu 15,23 metra, stökk 7,22 metra í langstökki og hætti keppni. Ólafur sigraði í sjöþrautinni Ólafur Guðmundsson, HSK, sigraði í sjöþraut- inni og var árangur hans eftirfarandi: Langstökk 7,08 metrar, 60 metra hlaup 7,13 sekúndur, kúluvarp 14,64 metrar, hástökk 1,90 metrar, 60 metra grindahlaup 8,50 sekúndur, stangarstökk 4,50 metrar og 1000 metra hlaup 2:57,0 mínútur. Alls hiaut Ólafur 5.466 stig en í öðru sæti varð Bjarni Þór Traustason, FH, með 4.951 stig. Ólafur Guðmundsson. -JKS Jón Arnar sigraði í kúluvarpinu með kast upp á 15,23 metra. DV-myndir ÞöK Meistaradeild Evrópu í handbolta - undanúrslit: Góð staða spænskra liða Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknatt- leik fóru fram um helgina. Badel í Zagreb sigraði Caja Canta- bria á heimavelli, 26-23, og slóvenska liðið LASKO vann góðan sigur á Barcelona, 35-32. Ekki er vist að þessi heimasigrar nægi því spænsku liðin eru mjög erf- ið heim að sækja. Það gæti því allt eins orðið tvö spænsk lið sem mætt- ust í úrslitum keppninnar. Það kemur i ljós um næstu helgi þegar síðari leikirnir í undanúrslitun- um fara fram. -JKS Malmö sigraði á La Manga-mótinu Sænska liðið Malmö FF fagnaði sigri á æfmgamóti norrænna liða i spænska bænum La Manga um helgina. Malmö sigraði norska lið- ið Viking frá Stavanger í víta- spyrnukeppni. Að loknum venjuleg- um leiktima, framleng- ingu og víta- spyrnukeppni var staðan jöfn, 1-1. Malmö sigraði, 6-4, og nýtti þannig allar spymur sínar í leiknum. Lilleström vann síðan danska liðið Bröndby, 3-2, í leik um þriðja sæti í framlengdum leik. Sverrir Sverrir Sverrisson lék Sverrisson. allan leikinn með Malmö FF ogg átti góðan leik. Hann tók ekki þátt í vítaspyrnukeppninni. Ólafur Örn Bjamason kom ekki við sögu hjá Malmö í leiknum. Ríkharður Daðason og Auðun Helgason voru báð- ir í byrjunarliði Víking og stóðu fyrir sínu. Ekki kæmi á óvart þótt Guðjón Þórðarson myndi velja alla þá íslendinga, sem leika með framgreind- um liðum, i leikinn gegn Lúxemborg 10. mars. -JKS Hvít-Rússinn Mikhail Jakimovich, sem leikur með Caja Cantabria, reynir hér markskot gegn Badel Zagreb í fyrri leik liðanna í Júgóslavíu. Mynd-Reuters Kristinn hafnaði í 37. sæti Kristinn Björnsson lauk þátt- töku sinni í heimsbikarkeppn- inni á skíðum i gær þegar hann lenti í 37. sæti í svigi í Þýska- landi. Kristinn var í 37. sæti eftir fyrri umferð og komst ekki áfram því einungis 30 fyrstu komust i síðari umferðina. Það var Norð- maðurinn Finn Christian Jagge sem sigraði í sviginu. Síðasta mótið í heimsbikarnum fer fram á Spáni og keppir Kristinn ekki á því móti. -JKS Magdeburg á góða möguleika Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg sem tap- aði fyrri leik sinum fyrir Lemgo í Evrópukeppni félagsliða um helgina. Lokatölur urðu 23-22 svo möguleikar Magdeburg að kom- ast i úrslitaleikinn eru þó nokkr- ir enda á liðið heimaleikinn til góða. -JKS Tíu marka sigur hjá Þórsurum Fjórir leikir voru í 2. deild karla um helgina. Ögi’i tapaði fyrir Herði frá ísafirði, 17-20, Þór vann Fjölni, 30-20, á Akureyri, Völs- ungur tapaði á Húsavík fyrir Fjölni, 20-26, og Breiðablik vann stóran sigur á Herði, 31-12. Þór er í efsta sæti með 28 stig eft- ir 16 leiki. Fylkir er í öðru sæti með 25 stig eftir 15 leiki og Vík- ingur í þriðja sæti með 21 stig eft- ir 13 leiki. -JKS Fylkir steinlá í Þorlákshöfn Baráttan í 1. deild karla í körfuknattleik um það hvaða lið komast í úrslitakeppnina er hörð. Fjórir leikir voru um helg- ina. Selfoss tapaði á heimavelli fyrir Hamar, 73-77, Stjarnan sigr- aði í Garðabænum lið Staf- holtstungna, 91-68, Breiðablik vann ÍS í Smáranum, 74-64, og Þór í Þorlákshöfn átti ekki í nein- um erfiðleikum með Fylki á heimavelli og sigraði stórt, 101-65. Þór úr Þorlákshöfn er í efsta sæti með 32 stig eftir 17 umferðir. ÍR er í öðru sæti með 26 stig og Stjarnan með 24 stig. Þrjú lið eru jöfn i næstu sætum, ÍS, Hamar og Breiðablik eru jöfn með 22 Tveir sigrar KA í Neskaupstað Karlalið KA gerði góða ferð til Neskaupstaðar í 1. deild karla í blakinu um helgina en þar mætti liðið Þrótturum tvívegis. Fyrri leiknum á föstudags- kvöldið lyktaði 0-3 og fóru hrin- urnar 6-15, 5-15 og 12-15. Liðin áttust aftur við daginn eftir og aftur fór leikar 0-3 fyrir KA. Hrinurnar fóru 8-15, 9-15 og 14- 16. Kvennalið Þróttara frá Nes- kaupstað vann hins vegar KA í 1. deild kvenna tvívegis, fyrri leik- inn 3-0 og fóru hrinurnar 15-13, 15- 3 og 15-12 og síðari leikinn 3-1 og hrinurnar 15-6, 15-9, 10-15 og 15-8. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG V llNTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík « 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.