Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 DV 32 •Tar Reynsluakstur Musso Grand Luxe „High Output": Aflmeiri dísilvál sem kemur á óvart - endurbætt útlit og meiri búnaður Bílabúð Benna kynnti á liðnu hausti 1999-árgerðina af Musso-jeppanum, sem er bæði með endurbætt útlit og mun betur búinn en áður og fékk einnig meira nafn og heitir í dag Musso Grand Luxe. Það hefur dregist úr hömlu að kynna þessa breyttu gerð Musso fyrir lesendum DV-bila, ýmissa ástæðna vegna, en nú er röðin komin að reynsluakstri á þessum bO. Það fyrsta sem vekur athygli er nýtt grill, svipað því sem er á Chairman- glæsivagninum sem kynntur var í byrjun siðasta árs, og ný margspegla aðailjós með glæru gleri sem gefa framendanum á bílnum nýtt yfirbragð. Framstuðari er breyttur og innfelid þokuljós eru staðalbúnaður. Að aftan ber mest á nýjrnn afturljósum, sem eru heilsteyptari og fallegri en á eldri gerð- inni, en einnig er búið að mýkja útlit á afturstuðara sem fellur nú betur að bílnum en áður. Ein mesta útlitsbreytingin er þó sú að í stað þess að neðri hluti hliðanna var báraður og breiðir hliðarlistar settu sinn svip á útlitið á eldri bílnum, eru hliðamar á þessum nýja alveg sléttar og með flnlegum krómlista sem felldur er inn í hlifðarvöm úr gúmmii. Þessi útfærsla gefur bílnum glæsilegra útlit en áður og hann virkar einfald- lega stærri. Nýjungar sem auka öiyggi Meðal þess búnaðar sem nú er stað- albúnaður í Musso má nefna atriði sem auka öryggið, ABS læsivöm hemla og ABD 5 spólvöm. Hemlalæsi- vöm eykur stöðugleika við snögga hemlun og styttir stöðvunarvegalengd í flestum tilfellum. Þessi nýja gerð Musso-jeppans býður upp á þann möguleika að aftengja læsivömina þegar það á við, en i akstri á malarveg- um getur verið gott að geta aftengt læsivömina og fá fram snögga og ör- ugga hemlun, því ABS getur orðið til þess að biil rúlli áfram á mölinni þeg- ar hemlað er. Musso Grand Luxe er eini jeppinn, að því er við best vitum, sem býður upp á að aftengja þennan búnað. ABD 5 spólvömin er tölvustýrð og skynjar þegar hjól missir grip og spól- ar. í þeim tiifellum vinnur búnaðurinn þannig að hemla niður það hjól sem misst hefur grip og flytur þess í stað átakið yfir á hin hjólin sem hafa gott grip. Bæði ABS hemlalæsivömin og ABD 5 spólvömin em frá þýska fyrir- tækinu Bosch. Loftpúði við ökumanns- sæti er einnig staðalbúnaður. Vel búinn Musso Grand Luxe er vel búinn bíll. Áður var getið nýrra ökuljósa og þoku- ljósa, en ökuljósin era með svonefnd- um All-Season gullperum sem gefa mjög góða birtu. Nýtt i staðalbúnaði er einnig rafstýrð sóllúga sem gerð er úr sérhertu öryggisgleri. Af öðrum staðalbúnaði má nefna Musso Grand Luxe. 1999-árgerðin er með endurbættu útliti og betur búin af staðalbúnaði. Meðal breytinga má nefna nýtt útlit á framenda, nýtt grill og ökuljós. Eins og sést á þessari mynd ber mest á nýjum afturljósum og nýju útliti á stuðara. Nýir hliðarlistar gefa bílnum fínlegra yfirbragð en áður. DV-myndir Teitur veltistýri, rafdriíhar rúður, fiarstýrðar samlæsingar, rafstýrða og hitaða hlið- arspegla, þjófavöm og vindskeið að aft- an. Nýtt áklæði er á sætum, farangurs- hlíf er yflr farangursrýminu fyrir aft- an sætin og bíllinn er búinn 140 vatta hljómflutningskerfi með geislaspilara. Eins og áður er bílnum breytt við komuna til landsins hjá Bílabúð Benna, hækkaður um eina og háifa tommu, fjöðrunarbúnaöi er breytt og hefur nú 22% meira flöðrunarsvið og bíllinn er afgreiddur á 31“ BFGoodrich dekkjum. Millikassi er rafstýrður og diskahemlar á öllum hjólum. Sefla má i framhjóladrif á allt að 100 kílómetra hraða, sem þýðir að innan þess hraða sem er löglegur í íslenskri umferð má skipta yflr í aldrif með einni fing- ursnertingu á rofa i mælaborði. Meðal þægindabúnaðar má nefna sérstakan tímarofa á rúðuþurrkum sem stýrir hraða þeirra eftir hraða bílsins. Fyrir þá sem vilja enn betur búinn bfl er hægt að bæta við aukabúnaði. Þar á meðal má nefna leðurinnréttingu og þá era stillingar á framsætum raf- stýrðar og einnig er hiti í framsætum. Kraftmeirí dísilvél Ein mesta nýjungin er að nú er Musso líka í boði með mun kraftmeiri dísilvél en áður, 155 hestafla í stað 129 áður, en sem fyrr er vélin búin túrbínu og millikæli. Vélin er í raun sú sama en munurinn liggur í nýju tölvustýrðu olíuverki sem eykur aflið svona hressi- lega. Þetta er lika nokkuð sem finnst strax á fyrstu metrunum þegar ekið er af stað. Við fengum handskiptan bO tO reynsluakstursins og það má segja að hann hafi verið of kraftmikOl, en þetta er vél sem kemur verulega á óvart. Frágangur á öllu innanstokks er til fyrirmyndar og viðarklæðningar með mattri áferð gefa innréttingunni virðulegt yfirbragð. Hann kláraði upp hvert skiptistig þannig að strax þurfti að skipta í næsta gír. Hér hefði sjáifskiptingin komið miklu betur og skemmtOegar út. Sömuleiðis má ætla að með því að setja bOinn á 33“ dekk væri búið að jafna átakið út og fá mjög skemmtOegt viðbragð og tog. Vélaraflið eykst jafnt og þétt frá 1.000 snúningum uns það nær hámarki við 4.000 snúninga. Snúningsvægið, eða tog vélarinnar, fer rólega upp frá 1.000 upp í 1.500 snúninga, en þá tekur vélin hressOega við sér og er búin að ná hámarkssnúningsvæginu, vel yfir 300 Nm, strax við 2.000 snúninga og heldur því nánast óbreyttu vel upp fyr- ir 3.000 snúninga, en dalar þá lítOlega upp að 4.000 snúningum, en er samt enn á bfiinu 270 tfi 280 Nm. Topp spólvöm Mest munar um ný afturljósin og nýtt yfirbragð á hliðum, þar sem nettir listarnir gefa léttari svip en áður. Vegna þess hve dregist hafði að reynsluaka þessum bfi þá höfðu borist af honum fregnir frá eigendum sem höfðu haft samband við okkur og fláð sig um bfiinn. Eitt af því sem þeir vfidu halda sérstaklega á lofti er ABD 5 spólvömin frá Bosch. Þá daga sem reynsluaksturinn stóð yfir gafst ágætt tækfiæri tfi að reyna þessa spólvöm og það verður að taka undir hrifhingu manna, þetta er topp spólvöm. Reynt var að ofbjóða bítnum á hálkublettum og á snjóþöktum vegi og það var nán- ast sama hvemig látið var, áOtaf virt- ist tæknibúnaðurinn hafa vit fyrir ökumanninum og gera betur. Búnað- urinn sér greinfiega um að skynja þeg- ar eitthvert hjólanna missir grip og sendir þá umsvifalaust átakið á þau hjól sem enn hafa grip og sér um að halda rásfestunni sem bestri. Læsi- vöm hemlanna vinnur líka vel við þessar aðstæður og gerir sitt tfi að halda rásfestu þegar hemlað er í beygju. Aksturseiginieikar Grand Luxe-bfls- ins era betri en áður, sérstaklega þeg- ar horft er tO akstursaðstæðna eins og voru á meðan á reynsluakstrinum stóð, bleytu og hálku. Spólvömin gerir sitt tfi að gefa ökumanni meira sjálfs- traust, um leið og hún eykur greini- lega öryggi í akstri. Það eina sem skyggði á í þessum reynsluakstri var að bfllinn var ekki sjáifskiptur, þá hefði öragglega verið enn skemmti- legra að aka honum, aflið er miklu, miklu meira en nóg tO þess. Breitt verðbil Musso Grand Luxe er fáanlegur bæði beinskiptur og sjáifskiptur og nú með flórum vélargerðum: 4 og 6 strokka bensínvél og 5 strokka dísflvél- um. Bensmvélamar tvær era 150 og 220 hestöfl, en dísflvélamar era 129 hestöfl með forþjöppu og miOOíæli annars vegar og hins vegar „High Out- put“ gerðin, sem er 155 hö. Þrátt fyrir verulega aukinn staðal- búnað, en aukning á búnaði nemur ör- ugglega á bflinu 250 tfl 300 þúsund krónur, þá er raunhækkunin frá eldri gerðinni engin. Þetta er hagstæðri gengisþróun að þakka að sögn umboðs- ins. Musso Grand Luxe með 129 hestafla dísflvél og handskiptingu kostar í dag kr. 3.090.000 og kr. 3.290.000 sjálfskipt- ur. Með 155 hestafla High Output dísfl- vélinni kostar handskiptur Musso kr. 3.275.000 og sjálfskiptur kr. 3.475.000. Með 4ra strokka bensínvélinni kost- ar handskipti bfllinn kr. 3.090.000, sem er sama verð og disflbOlinn, en sjáif- skiptur kr. 3.290.000. Með 220 hestafla V6-vélinni og sjálfskiptingu er verðið komið í 3.890.000 krónur. Nýr valkostur—Standard Musso TO að mæta óskum kaupenda um valkost á lægra verði er nú Standard- útgáfa einnig í boði. Um er að ræða sama bfl og við höfum fiaUað um hér að framan, nema að ýmsum „aukabún- aði“ er sleppt. Þar á meðal má helst telja ABD 5 spólvömina, ABS hemla- læsivömina, sóOúgu, þokuljós og geislaspflara. Annar þægindabúnaður er enn tfl staðar, samlæsing og flar- stýrðir hurðaopnarar, þjófavamar- kerfi, breytflegur flöðranarbúnaður, rafstýrðir útispeglar með hita og út- varp með segulbandi. Með þessum búnaði kostar Musso Standard kr. 2.790.000 með 129 hestafla dísflvélinni og með handskiptum gir- kassa, en kr. 2.990.000 með sjáifskipt- ingu. Með 155 hestafla High Output vélinni er verðið kr. 2.975.000 fýrir þann handskipta en kr. 3.175.000 þegar sjáifskiptingin er komin líka. -JR Musso Turbo dísill: High Output Lengd: 4640 mm Breidd: 1901 mm Hæö: 1735 mm Hjólahaf: 2630 mm Sporvídd, f/a: 1510/1520 mm Hæð undir lægsta punkt: 220 mm Eigin þyngd: 1850 kg. Vél: Dísilvél, 2874 cc, 155 hö v/4000 sn. Snúningsvægi 312 Nm v/2000 til 3000 sn. Verð: Kr. 3.275.000 handskiptur og kr. 3.475.000 sjálfskiptur. Umboð: Bíiabúð Benna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.