Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 7
JLJ'SJ LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 liTPU CL-bíllinn frá Mercedes Benz, coupé-útgáfan af S-klassanum, er frumsýnd í Genf. Vélin er V12, 367 ha. í 600-bílnum (sjá mynd) en í CL 500 er bara 306 ha. V8. í þessum bíl er fjöðrun sem Daimler Benz kallar Active Cody Control System og hef- ur ekki enn verið snarað á íslensku en á að taka öllu öðru fram hvað Það var þröng á þingi þegar sýningarhöllinni Palexpo í Genf var lokið upp fyrir blaðamönnum á þriðjudaginn var, fyrri daginn af tveimur. Þann dag vitjuðu á fjórða þúsund blaðamanna upplýsingagagna framleiðendanna. Vert er að gera sér grein fyrir að oft eru fleiri en einn og fleiri en tveir frá sama fjölmiðli, auk þess sem umboðsmenn og starfsmenn þeirra fá einnig aðgang þessa daga, þannig að mannfjöldinn hefur verið tvöfalt til þrefalt fleiri. varðar þægindi og öryggi. Að sögn er meira innanrými í þessum bíi en fyrirrennara hans en samt er hann rúmum 300 kg léttari. ,Meðal þeirra bfla sem hvað mesta athygli vöktu í Genf að þessu sinni var tvímælalaust nýi aldrifsbíllinn X5 - jeppiingurinn sem BMW hefur á prjónun- um og verður frumkynntur sem markaðsvara í haust í Ameríku, þar sem hann er smíðaður, en á næsta ári í Evrópu. Hann verður boðinn með 6 strokka línuvél, eða V8, og nýtir margvíslega rafeindatækni við aksturinn: stöðugieikastýringu með brekkuviðhaldi (Hill Descending Control) sem þró- að var hjá Rover fyrir Freelanderinn, svo nokkuð sé nefnt. Chrysler PT Cruiser hefur sést fyrr á bílasýningum vestanhafs en er nú frum- sýndur í Evrópu. Hann er umtalaður fyrir afturhvarf sitt til eldri tíma í bílaútliti og víst ber hann nokkurn keim af fortíðarþrá. Hann er byggður á sömu botnplötu og nýi Neonbíllinn frá Chrysler sem einnig gefur að líta í Genf. Ford sýnir í Genf hugmynd að nýj- um Thunderbird. Hann fer í raun ekki langt frá hefðinni en að dómi þess sem skrifar er hann ekki sér- lega fallegur - „lummulegur" var orðið sem kom upp í hugann þegar hann var skoðaður, og í fyrstu gekk ég fram hjá honum án þess að taka eftir honum. En - Thunderbird er nú einu sinni Thunderbird., Það var næstum stanslaus þvaga fólks utan um þennan nýja hugmyndabíl frá Bentley - Hunaudiéres heitir hann og er með 16 strokka 8 lítra vél sem skil- ar 630 hö. við 600 snúninga en 760 Nm við 4000 snúninga! Ekki var farið nákvæmlega út í hröðunar- eða hraðatölur með þennan grip en Ijóst er að hann hiýtur að vera nokkuð snöggur upp ef á þarf að halda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.