Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 33 bílar Gott aðgengi er að bílnum, hvort sem um er að ræða fram- eða afturhurðir eða að farmrýminu. Ný ökuljós að framan gefa framendanum mýkra yfirbragð en áður. Þokuljós neðst í svuntunni eru staðalbúnaður. Nýtt grill með krómrönd setur sinn svip á framendann. High Output vélin skilar nú 155 hestöflum, sem gerir bílinn miklu sprækari en áður. Farangurshlíf yfir farangursrýminu er nú staðalbúnaður. Mgjjg sis .. Glæsileiki eins og hann gerist bestur. Bentley Arnage frá Rolls- Royce. Ekkert til sparað í innanrými, hvítt leður og póleraður viður. Glæsilegur Bentley Á sýningarsvæði Rolls-Royce í París í haust er leið var það hins vegar Bentley Amage sem vakti hvað mesta athygli, enda sérlega glæsilegur bíll. Þótt Bentley sé byggð- ur á sama grunni og Rolls-Royce eru línur aU- ar mýkri og hér er ekki kantaða griUið sem einkennir RoUsinn. Innréttingarnar þóttu sérlega glæsUegar, enda úr hvitu leðri og mikið um hápóleraðan við. -JR Hjá BMW eru menn þegar farnir að gera því skóna að útvíkka RoUs- Royce línuna með nýjum bíl. Hjá BMW kynni einhver að spyrja, keypti ekki Volkswagen Rolls-Royce? Jú, VW-samsteypan keypti þetta kunna merki fyrr á árinu af Vicers á Englandi, en aðeins réttinn á nafninu sjálfu til 2002. VW mun halda Bentley-nafninu áfram og verksmiðjunum í Crewe á Englandi og mun framleiða hinn nýja RoUs-Royce SUver Seraph, sem frumsýndur var í Genf í fyrra, fram tU ársins 2003. Eftir 2003 munu Bernd Pischetsrieder og menn hans hjá BMW vænt- anlega taka við framleiðslunni á SUver Seraph, annaðhvort í Crewe eða í eigin verksmiðjum. Hjá BMW eru þegar uppi áætlanir um nýjan og öðruvísi bU sem birtast mun í byrjun næstu aldar undir merkjum RoUs-Royce frá BMW. Þótt Rolls-Royce sé talinn til mestu glæsivagna eru margir sem álíta að Bentley-gerð þeirra sé jafnvel betur heppnuð, einkum hvað varðar stíl- hreint útlitið. Bentley Arnage: Glæsivagn eins og þeir gerast bestir - BMW hreppir Rolls-Royce árið 2002 Lancia Y '98 Ek. 11 þús. 3<±, 5g., saml., rafd. rúður, ABS, loftpúðar, 14“ álf. lilboðsverð kr. 990.000 Opel Corsa Swing Ek. 17 þús. 3d., 5a., útvarp og CD, spoilerog 14V álfelgur. Tilboðsverð kr. 990.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.