Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 1
h MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 ' Sigurður i er líklega á förum um dboltann ÍS. 22-23 Ovíst er um Eyjólf og Sf efán DV; Andorra: DV, Andorra: Sigurður Jónsson, fyrirliði landsliðsins knattspyrnu, er að öllum líkindum á förum frá skoska félaginu Dundee United í vor en þar hefur hann leikið i tvö ár. Sigurður sagði í spjalli við DV að hann hefði fengið fyrirspurnir frá islenskum liðum en hug- urinn stefndi að þvl að spila áfram er- lendis í 2-3 ár í viðbót og Noregur og Sví- þjóð kæmu sterklega til greina í því sambandi. „Ég ætla að fá mína stöðu hjá Dundee United á hreint, hvort þeir hafa áhuga á að hafa mig áfram. En ég er búinn að fá nóg af skosku knatt- spyrnunni sem gengur nánast ein- göngu út á hlaup og baráttu," sagði Sigurður við DV. -VS Ovíst er að Eyjólfur Sverrisson og Stefán Þ. Þórðarson geti leikið með íslenska landsliðinu gegn Úkralnu í Kiev á miðvikudag en þeir meiddust báðir í leiknum í Andorra. Eyjólfur meiddist á kálfa, fékk spark í fyrri hálfleiknum og varð að fara af velli rétt eftir að hann kom Islandi yfir snemma i seinni hálf- leiknum. Stefán meiddist á rist snemma í leiknum og fékk síðan aftur högg á sama stað. „Þetta sést á tveimur dögum, ef það hefur ekki lagast þá, er hætt við því að eitthvað hafl rifnað og þá verð að taka mér hvild. Ég vona bara besta og spila vonandi i Kiev," sagði Eyjólfur við DV. „Ég ætlaði mér að hlaupa sem annar maður í þennan bolta og hitti harm vel. Það var virkilegur léttir að sjá eftir boltanum í mark- ið eftir að hafa átt i þessum erflðleikum meö þá. Við sköp- uðum okkur ekki mörg færi, og þess vegna voru þessi uppstiiltu atriði okkur mjög dýr- mæt. Það voru einmitt tvær hom- spyrnur sem færðu okkur mörkin og gerðu útslag- ið." -VS Lárus Orri i íhópinn DV, Barcelona: Lárus Orri Sigurðsson kom til móts við íslenska landsliðið í Barcelona í gær. Þangað var liðið komið eftir leik- inn við Andorra. Lárus Orri Sig- urðsson lék með Stoke á laugardag- inn var gegn Wigan. Lárus Orri skoraði mark fyrir Stoke í leiknum en það var dæmt af. Islenska liðið verður við æfingar í Barcelona fram á þriðjudag og heldur þá til Kænugarðs en þar mætir íslenska liðið Úkraínu á mið- vikudag. íslendingar hafa ekki tapað í átta leikjum í röð. -VS/-SK Auðun í rúmið DV, Barcelona: Auðun Helgason lagðist í rúmið við komuna til Barcelona en hann var kominn með flensu. Arnar Gunnlaugsson var einnig með flensu fyrir leikinn gegn And- orra en náði sér fljótt og var með í leiknum. Norsk blöð skýrðu frá því að Bolton vildi kaupa Auðun á 800 þús. pund en Colin Todd neitaði því um helgina. -VS/-SK Geir samdi við Valsmenn - Júlíus í Val eða Hauka Geir Sveinsson hefur gert þriggja ára samning um þjálfun 1. deildar liðs Vals í handknattleik karla. Samn- ingurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir tvö ár. Enn er óvíst hvar Júlíus Jónasson leikur er hann kem- ur heim í sumar en valið stendur á milli Vals eða Hauka Samkvæmt heimildum DV eru mun meiri líkur á að hann fari til Valsmanna en Hauka. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.