Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 5
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 21 íþróttir Punktar um KR og Keflavík Gudbjörg Noröfjörö, fyrirliði KR, hefur örugglega þurft að bíða lengst allra körfuknattleikskvenna eftir fyrsta Islandsmeistaratitlinum. Guöbjörg lék sinn fyrsta leik með Haukum 1986 en loks nú 13 árum seinna fagnar hún íslandsmeist- aratitlinum í fyrsta sinn. Hún skipti úr Haukum yfir í KR 1992. Guóbjörg lék á laugardag sinn 34. leik í úrslitakeppni kvenna en hún hafði lent 5 sinnum í öðru sæti með KR, þar af þrisvar þrjú síðustu árin. Linda Stefánsdóttir, félagi hennar í liöinu, fagnaði einnig sínum fyrsta titli á 12 ára ferli sínum. Þessar tvær eru 2 af þremur leikjahæstu íslensku landsliðkonunum og má því segja aö þeirra tími sé loks kominn. Hanna B. Kjartansdóttir fagnaði aftur á móti sínum íjórða íslands- meistaratitli fyrir sitt þriðja félag. Hanna varö meistari með Keflavík 1993 og 94 og með Breiðabliki 1995 en vann einnig bikarinn með Haukum og hefur því unnið stóra titla fyrir 4 félög. Anna María Sveinsdóttir úr Kefla- vik er stigahæst í úrslitakeppni kvenna frá upphafi með 427 stig, Guð- björg Norðfjörð kemur næst með 416 stig en Helga Þorvaldsdóttir, KR, er með 360 stig. Anna Maria gat ekki verið með í öörum úrslitaleiknum vegna veikinda. Kristin Blöndal sendi 11 stoðsend- ingar í leiknum á laugardag og jafn- aði þar með tæplega vikugamalt met Limor Mizrachi frá því í fyrsta leikn- um. Áður hafði Helga Þorvaldsdóttir úr KR sent flestar stoðsendingar I einum leik eða 10 f keppninni 1995. Limor Mizrachi lék 13 leiki í vetur fyrir KR, skoraði í þeim 23,1 stig að meðaltali, sendi 7,3 stoðsendingar, tók 7,0 fráköst og stal 5,4 boltum að meðaltali í leik. Góður liðsstyrkur þar á ferðinni en hún kom til liösins í janúar í framhaldi af þvi að atvinnumannadeildin sem hún spilaði í fór á hausinn. -ÓÓJ Fjórða árið \ röð í Hagaskóla Hagaskóli hefur tekið að sér að vera vettvangur fyrir ný- krýnda íslandsmeistara í fyrstu deild kvenna undanfarin ár. Á laugardaginn fengu íslands- meistararnir bikarinn afhentan í húsinu Qórða árið í röð en loks- ins var komið að heimastúlkum að ná í gripinn. KR-stúlkur höfðu þurft að horfa upp á það þrjú síðustu árin að gestaliðið ynni þær í úrslitaleik um titilinn en nú er öldin önnur og á hundr- að ára afmælinu fengu þær loks- ins að kynnast skemmtilegri kostinum. -ÓÓJ Leikur númer tvö: Bæði lið léku undir getu DV, Reykjanesbæ: KR vann Keflavík, 50-60, í öðr- um leik liðanna í Keflavík á mið- vikudagskvöldið. Keflavík spilaði án Önnu Mar- íu Sveinsdóttur, sem gat ekki verið með vegna veikinda, og er óhætt að segja að það hafi mun- að um minna fyrir Keflavíkurlið- ið. Bæði lið spiluðu vel fyrir neð- an getu og verður þessa leiks ekki minnst fyrir gæða körfu- bolta. Keflavík tapaði boltanum 33 sinnum og KR 32 sem gerir 65 tapaða bolta í einum og sama leiknum. Stig Keflavíkur: Tanya Sampson 10, Marín Karlsdóttir 9, Birna Val- garðsdóttir 9, Kristín Blöndal 8, Guö- rún Karlsdóttir 5, Kristín Þórarins- dóttir 4, Lóa Gestsdóttir 3, Bima Guð- mundsdóttir 1. Stig KR: Limor Mizrachi 17, Guð- björg Norðfjörð 10, Kristin Jónsdóttir 8, Hanna Kjartansdóttir 7, Helga Þor- valdsdóttir 7, Linda Stefánsdóttir 5, Sigrún Skarphéðinsdóttir 4, Rann- veig Þorvaldsdóttir 2. -BG Tilbúnar aðfórna öllu fyrir titilinn „Ég átti kannski ekki vcm á að við myndum vinna mótið með svona miklum yfirburðum en það verður aö segjast eins og er að KR-liðið er einstaklega gott sem gaman hefur verið að vinna með. Stelpumar voru tilbúnar að fórna öllu fyrir það að vinna íslandsmeistaratitilinn og það kom berlega í Ijós í vetur. Við þurftum að hafa fyrir að vinna þennan leik. Keflavíkingar eru engir aukvisar. Þeir urðu meistarar í fyrra og vildu ekki tapa þessu einvígi, 3-0, og við vissum að þeir kæmu baráttu- glaðir til leiks eins og reyndin varð. En mínar stelpur sýndu karakter og núna þegar þær hafa kynnst því að vinna vilja þær halda þessu áfram,“ sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari hins sigursæla liðs KR. - Það hlýtur auðvitað að hafa breytt miklu að fá Limor Mizrachi í liðið? „Að sjálfsögðu. Það fengu öll liðin í deildinni sér útlendinga og viö vor- um síðastir til þess. Hún var auðvitað mikil himnasending fyrir okkur. Hún er sennilega besti körfuknattleiksmaður sem hefur komið til íslands og tæknilega séð er hún betri en margir körfuknattleikskarlar sem hafa komið til landsins. Hún er mikill leiðtogi og með einstaklega góðan karakter. Ég reikna ekki með að Limor spili fleiri leiki með KR. Hún mun örugglega spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í sumar.“ - Verður þú áfram með liðið? „Ég ætla ekkert að segja til um það núna heldur ætla ég að njóta þess að hafa unnið titilinn. Það verður erfitt að toppa þennan árangur og það er því spurning hvort maður hætti ekki bara á toppnum. En það er samt aldrei að vita,“ sagði Óskar. Ekki langt aö bíöa aö viö verðum komnar á toppinn aftur „Það hlaut að koma að þessu. Við erum búnar að vera á toppnum í 12 ár en við erum að byggja upp svo við kvíðum ekki framtiðinni. KR er búið að vera með besta liðið í vetur og það er ekki hægt að taka það frá KR-ingum að þeir eiga titilinn skilinn. KR átti samt fullt í fangi með að vinna þennan þriðja leik því við höfðum leikinn í höndum okkar fram í miðjan seinni hálfleik. Við erum því nokkuð sáttar þó svo maður sé aldrei ánægður með að tapa. Þess verður ekki langt að bíða að við verð- um komnar á toppinn aftur," sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, við DV eftir leikinn. Langþráöur titill „Þetta er langþráður titill. Ég er búin að vera í þessu síðan ég var 13 ára gömul og aldrei unnið íslandsmeistaratitil svo ég er auðvitað í sjö- unda himni. En ég bjóst alveg við að þetta tækist i ár. Við erum með frá- bæran þjálfara og eftir að við töpuðum Reykjavíkurmótinu sagði hann að við skyldum ekki tapa fleiri leikjum og við stóðum við það. Við átt- um í basli í þessum síðasta úrslitaleik enda Keflavík með gott lið sem þekkir það að vera í svona sporum. Við vildum klára mótið með fullu húsi og hampa titlinum hér á heimavelli og það tókst sem betur fer,“ sagði hin leikreynda Linda Stefánsdóttir við DV eftir leikinn. -GH Guöbjörg Noröfjörö og Hanna Kjartansdóttir halda bikarnum á milli sín í sigurhring KR-inga í Hagaskólanum. Úrslitakeppni kvenna í körfu: Besta lið sögunnar - KR vann 31 af 33 leikjum í vetur Ef litið er í metabækur kemur í ljós að lið KR í kvennakörfunni í vetur er samkvæmt tölfræðinni besta liö sögunnar. KR-stúlkur unnu alla 28 leiki sina á tímabilinu, í deild (20), bikar (3) og úrslita- keppni (5) og enn fremur 3 af 5 í Reykjarvíkurmótinu sem verður þó að teljast sem undirbúningsmót. í Reykjavíkurmótinu í haust tapaði liðið tveimur leikjum fyrir ÍS sem og Reykjavíkurmeistaratitlinum en síöan þá hefur liðið ekki stigið feil- spor, unnið alla þá titla og leiki sem voru í boði. KR var nú fyrsta félagið í karla- og kvennaflokki til að fara ósigrað í gegnum deild, bikar og úrslita- keppni en aðeins einu sinni áður hefur lið farið í gegnum tímabil ósigrað þegar KR vann alla 19 leiki sína í deild og bikar veturinn 1982 til 1983. Sigramir 28 eru einnig met í flest- um sigram i röð en Keflavík hafði áður unnið 26 í röð 1988 í öllum keppnum og aðeins einu sinni áður hefur lið farið gegnum úrslita- keppnina ósigrað er Grindavik kom, sá og sigraði í úrslitakeppn- inni 1997 eftir að hafa lent í fjórða sæti í deildinni. 11 landsliðskonur Þetta er örugglega sterkasta lið sögunnar, 11 leikmenn liðsins eiga landsleiki að baki, í liðinu era 4 af 7 leikjahæstu íslensku landsliðskon- unum auk þess sem tilkoma ísra- elsku landsliðskonunnar Limor Mizrachi styrkti liöið enn frekar og gerði það að verkum að KR-stúlkur voru í sérflokki í vetur. -ÓÓJ - Islandsmeistaratitillinn í höfn hjá vesturbæjarliðinu eftir 12 ára bið KR er með besta körfuknattleikslið landsins í kvennaflokki. Á því leikur enginn vafi en KR-ingar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn með því að sigra Keflavík í þriðja úrslitaleik lið- anna um íslandsmeistaratitilinn, 90-81, í Hagaskóla á laugardaginn. Þar með sigraði KR í öllum 28 leikjum sín- um í deild og bikar á keppnistímabil- inu sem er einstæður árangur og sýn- ir og sannar hversu mikla yfirburði KR hafði í vetur. Þess virði aö bíöa eftir þessu „Loksins tókst þetta og ég held að það hafi verið þess virði að bíða eftir þessu. Þetta er búinn að vera rosalega skemmtilegur vetur. Eftir að við töp- uðum í Reykjavíkurmótinu fór gæfu- hjólið að rúOa af stað og hefur ekki stöðvaö síðan. Þrátt fyrir að við lent- um 8 stigum undir í síðari hálfleik fór aldrei um mig. Ég trúði því alls ekki að viö myndum tapa en Keflavíkurlið- ið spilaði mjög vel og veitti okkur verðuga keppni. Ég held að þessi leik- ur hafi verið mjög skemmtilegur og góður og hann var vonandi góð aug- lýsing fyrir kvennaboltann sem hefur að mínu mati tekið miklum framför- um. Ég held að við getum haldið mjög svipuðu liði fyrir næsta tímabO. Að vísu missum við öragglega Limor. Hún er það góð að hér hefúr hún ekk- ert að gera. Það verður erfitt að fyOa skarð hennar en það kemst samt eng- inn með tærnar þar sem hún hefur hælana. Við munu reyna að fyOa skarð hennar eins vel og við getum," sagði Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, fyrirliði KR, við DV eftir leikinn. Frábær skemmtun Þessi þriðji úrslitaleikur liðanna var frábær skemmtun og það er hægt að taka undir orð fyrirliða KR að hann var góð auglýsing fyrir kvenna- körfuknattleikinn hér á landi sem er í framfór. Stigaskorið var mjög hátt, hittnin góð og baráttan mikil og leik- urinn var lengstum mjög jafn og tví- sýnn. KR-ingar byrjaðu leikinn með miklum látum. Þeir komust í 22-8 og áttu Keflvíkingar í miklum vandræð- um með pressuvörn vesturbæjarliðs- ins. En þá skiptu Keflvíkingar Önnu Maríu Sveinsdóttur inn á og við það gjörbreyttist leikur Suðumesjaliðsins. Á skömmum tíma skoraði Keflavík 14 stig í röð og náði yfirhöndinni, 26-25. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum skiptust liðin á að hafa forystu en í hálfleik var staðan 42-45, Keflavík í vO. Kristín Blöndal fór á kostum í liði Keflvíkur í fyrri hálfleik. Hún skoraði 13 stig og átti 9 stoðsendingar. Enn einn stórleikur Mizrachi Keflavikurstúlkur héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks. Þær börðust eins og ljón og æOuðu greini- lega að selja sig dýrt. Þær spOuðu vöm- ina fast sem tók sinn toO því Bima Val- garðsdóttir fékk sína 5. viOu þegar 14 minútur voru eftir. Keflavík náði mest 8 stiga forskoti, 46-54, en þá sögðu KR-ing- ar hingað og ekki lengra. Drifhar áfram af stórleik Limors Mizrachi, hinnar ísraelsku, náði KR að komast yfir eftir 10 mínútna leik og eftir það höfðu KR- konumar frumkvæðið. Þeim gekk þó Ola að hrista af sér gott Keflavíkurlið þar tO fjórar mínútur vora eftir að í sundur dró. Limor Mizrachi átti enn einn stór- leikinn fyrir KR. Hún skoraði grimmt og stjómaði leik KR-liðsins af mikOli festu. Hún var mikOl hvalreki fyrir KR og íslenskan körfuknatOeik og það verð- ur mikiO sjónarsviptir að henni. Linda StefánsdóOir, Guðbjörg Norðfjörð og Hanna KjartansdóOir léku einnig mjög vel. 12 ára bið KR er loks á enda en fé- lagið var síðast meistari árið 1987 en þetta er í 11. sinn sem KR hampar ís- landsmeistaratidinum. Efniviðurinn mikill hjá Keflavík Hjá Keflavík lék Kristín Blöndal best. Hún fór á kostum í fyrri hálfleik en nokkuð dró af henni í þeim síðari enda leikurinn mjög hraður. Anna María átti einnig góða spretti. Hið sig- ursæla lið Keflavíkur á undanförnum árum hitti ofjarla sína í þessu einvígi en engu að síður geta Keflavíkurstúlk- ur borið höfuðið hátt. Mikifl efniviður er hjá Suðurnesjaliðinu og ef réO verð- ur haldið á spilunum á þeim bæ verð- ur þess ekki langt að bíða að Keflavík hampi titlinum á nýjan leik. -GH KR (42) 90 Kefíavík (45) 81 11-2, 15-5, 22-8, 26-19, 26-30, 32-32, 35-33, (42^5), 42-47, 46-54, 53-56, 58-58, 67-62, 72-71, 84-76, 90-81. Stig KR: Limor Mizrachi 40, Hanna Kjartansdóttir 14, Guöbjörg Norðfjörð 13, Linda Stefánsdóttir 8, Helga ÞorvaldsdóOir 7, Kristín Jóns- dóttir 6, Sigrún Skarphéðinsdóttir 2. Stig Keflavikur: Kristin Blöndal 15, Anna María Sveinsdóttir 15, Birna Valgarðsdóttir 10, Marin Rós Karls- dóttir 9, Tonya Sampson 8, Birna Guðmundsdóttir 8, Guðrún Karlsdótt- ir 6, Kristín Þórarinsdóttir 6, Lóa Björg GestsdóOir 4. Sóknarfráköst: KR 14 , Keflavík 3. Vamarfráköst: KR 20 , Keflavík 27. 3ja stiga körfur: KR16/6, Keflavík 16/7. Vítanýting: KR 47/32, Keflavik 13/10. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Áðalsteinsson. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Limor Mizrachi, KR. íþróttir Kristín B. Jónsdóttir, Hanna Kjartansdóttir og Guðbjörg Norðfjörð ráða sér ekki fyrir kæti eftir að íslandsmeistaratitillinn var kominn í höfn. Limor Mizrachi var föðmuð í bak og fyrir af félögum sínum í KR eftir leikinn gegn Keflavík enda átti hún stóran þátt í velgengni vesturbæjarliðsins í vetur. Hér er sú ísraelska í faðmlögum við Sigrúnu SkarphéðinsdóOur. Einar Karl Hjartarson bætti íslandsmetiö í hástökki: Einar Karl Hjartarson, nastökkv- arinn ungi og efnflegi úr ÍR, gerði sér lítið fyrir og bætti íslandsmet sitt í hástökki utanhúss á móti í Alicante á Spáni um helgina. Einar stökk 2,22 metra og bætti eig- ið met um fjóra sentímetra. Einar sigraði á mótinu í AOcante og var ekki langt frá því að fara yfir 2,25 metra. Ekki er langt síðan Einar bætti íslandsmet sitt innanhúss en hann vippaði sér yfir 2,20 metra á stökk- móti Reynis, Árskógsströnd, sem fram fór á Akureyri í síðasta mánuði. Stutt frá því aö komast í hóp þeirra bestu „Þetta lítur mjög vel út hjá Ein- ari. Hann er ekki nema 19 ára gam- all og ég held að það séu mjög fáir í heiminum sem hafa náð þessari hæð svona ungir. Hann er stutt frá því að komast í hóp bestu há- stökkvara heims. Hann var hárs- breidd frá því að fara yfir 2,25 metra og þegar menn eru komnir yfir þá hæð er stutt í þá bestu,“ sagði Vé- steinn Hafsteinsson landsliðsþjálf- ari við DV. 3 sentímetrum frá HM lág- marki Einar Karl var aðeins þremur sentímetrum frá því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti fuflorð- inna og ef að líkum lætur er ekki langt að bíða þess að hann nái því. Einar stökk hins vegar inn í Sydney-hópinn svokallaða en fyrir í honum eru Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi, Vala Flosadóttir stangarstökkvari, Þórey Edda Elis- dóttir stangarstökkvari, Guðrún Arnardóttir hlaupari, Martha Ernstsdóttir langhlaupari, Magnús Aron Hallgrímsson kringlukastari og Jóhannes Már Marteinsson spretthlaupari. Margir af bestu frjálsíþrótta- mönnum landsins eru við æfingar erlendis um þessar mundir og und- irbúa sig fyrir sumarið. -GH Einar Karl Hjartarson sló íslandsmet sitt í hástökki utanhúss á móti á Spáni um helgina þegar hann stökk 2,22 metra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.