Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 2
18
ÞRIÐJUfDAGUR 6. APRÍL 1999
íþróttir
DV
David Duval, efsti maður heimslist-
ans í golfl, sigraði um
helgina á sínu íjórða
PGA-móti á tímabil-
inu, BellSouth-mótinu
í Duluth i Georgiu-
ríki. Hann er fyrsti
kylfingurinn i aldar-
fjórðung til að ná fjór-
um slíkum sigrum
áður en kemur að
bandaríska meistaramótinu. Duval
lék á 270 höggum, Stewart Cink á 272
og þeir John Huston og Rory
Sabbatini á 273 höggum.
Slóvakar komu á óvart um helgina
með því að sigra Svía, 3-2, á útivelli i
Davis-bikarnum í tennis og slá þá þar
með út úr keppninni. Svíar höfðu
ekki tapað leik i keppninni frá 1996
og unnið hana tvisvar í röð. Meðal
annarra úrslita má nefna að Banda-
ríkin unnu Bretland, 3-2, Rússland
vann Þýskaland, 3-2, og Brasilía
vann Spán, 3-2.
Jaap Stam, hollenski vamarjaxiinn
hjá Manchester United, segist klár í
slaginn gegn Juventus en liöin eigast
við i fyrri leiknum i undanúrslitum
Evrópukeppni meistaraliða á Old
Trafford annað kvöld. Stam meiddist
á ökkla á æfmgu hollenska landsliðs-
ins i síðustu viku og óttast var að
hann yrði lengi frá en læknar United-
liðsins hafa nú náð að tjasla honum
saman.
Aron Kristjánsson skoraði 5 mörk
fyrir Skjern þegar liðið sigraði
Esbjerg, 29-28, og tryggði sér þar meö
sæti í undanúrslitunum um danska
meistaratitilinn i handknattleik.
Meistararnir í GOG sigruðu Kolding,
25-22, en höfðu áður tapað fyrri leikn-
um, 25-21, og eru þar með úr leik.
Július Jónasson skoraði 2 mörk fyr-
ir St. Gallen þegar liöið sigraði Pfadi
Winterthur, 26-25, á heimavelli í und-
anúrslitum um svissneska meistara-
titilinn i handknattleik um helgina.
Liðin mætast öðru sinni á heimavelli
Winterthur annað kvöld en tvo sigra
þarf til að komat í úrslitin. í hinni
viöureigninni tapaði Suhr, lið Kóreu-
mannsins Suk-Hyung Lee, á heima-
velli fyrir Kadetten, 22-25.
Norsku knattspyrnuliöin eru þessa
dagana að leggja lokahönd á undir-
búning fyrir tímabilið sem hefst fyrir
alvöru siðar i þessum mánuði. í gær
áttust við í æfingaleik Islendingaliðin
Stabæk og Stromsgodset þar sem síð-
amefnda liöiö sigraði, 1-3. Pétur
Marteinsson lék síðustu 10 mínút-
umar fyrir Stabæk og Helgi Sigurðs-
son fyrsta hálftímann. Stefán Gisla-
son lék allan tímann fyrir Stromsgod-
set og bróðir hans Valur Fannar lék
síðari hálfleikinn. Þá tapaði Lille-
ström fyrir Molde, 1-3. Rúnar Krist-
insson og Heiöar Helguson léku báð-
ir allan tímann fyrir Lilleström.
Griska knattspyrnufélagiö AEK er
á förum til Belgrad í Júgóslavíu þar
sem það mætir Partizan á morgun.
Þar er um að ræða ágóöaleik fyrir
serbneskt fólk sem hefur orðið illa úti
í loftárásum NATO síðustu daga.
Grikkir hafa alla tíö verið miklir
bandamenn Serba og em andvígir
loftárásunum þó þeir séu aðilar að
NATO. Arnar Grétarsson fer ekki
með AEK i þessa ferð.
Ástralar og Japanar höfðu talsverða
yfirburöi á heimsmeistaramótinu i
sundi í 25 metra laug sem fram fór í
Hong Kong um páskana. Karlasveit
Ástrala og kvennasveit Japans settu
heimsmet í 4x100 metra boðsundum
og Japanar náðu tveimur öðmm
heimsmetum á mótinu. Ástralar fengu
9 gullverðlaun og Japanar 6.
Eydís Konráösdóttir var eini ís-
lenski keppandinn á mótinu 1 Hong
■vMpigMMH Kong. Hún varð í 24.
I sæti í 100 metra
'3 flugsundi á 1:03,66
''r^ss-. mínútu, í 24. sæti i 50
£■ ••53 m ílugsundi á 28,85
I sekúndum, í 27. sæti í
B 100 m baksundi á
I M 1:06,21 minútu og i 21.
sæti í 200 m baksundi
á 2:18,40 minútum.
AGF lék tvo leiki í dönsku A-deild-
inni í knattspymu um helgina. Fyrri
ieiknum tapaði AGF fyrir Bröndby,
4-1. Ólafur H. Kristjánsson var
skipt út af á 78. mínútu fyrir landa
sinn Tómas Inga Tómasson. I gær
vann svo AGF 2-1 sigur á Vejle.
Tómas Ingi, sem kom inn á sem vara-
maður, lagði upp sigurmarkið á
lokamínútunni..
Páll Þóróifsson, handknattleiksmað-
ur með Essen, varð fyrir því óláni að
slíta liðbönd í ökkla í leik Essen og
Nettelstedt um helgina og er talið að
hann verði frá í 6-8 vikur. -VS/GH
Undanúrslit íslandsmótsins í körfuknattleik:
Framlengt þrisvar
- Keflavík knúði fram sigur, 122-119, og er 2-1 yfir gegn Grindavík
DV, Reykjanesbæ:
Keflavík og Grindavík mættust í
þriðja sinn í undanúrslitum íslands-
mótsins á fostudaginn langa. Leik-
urinn var svo sannarlega í anda
þessa merka dags, því það þurfti
þrjár framlengingar til að fá úrslit
og fór svo að heimamenn í Keflavík
höfðu betur, 122-119.
Grindvíkingar voru með 5 stiga
forustu þegar rúm mínúta var eftir
af venjulegum leiktíma og útlitið
ekki gott hjá Keflavík. Falur Harð-
arson minnkaði muninn í aðeins 1
stig með frábærri 3ja stiga körfu og
Grindvíkingar lögðu af stað í sókn
þegar aðeins 35 sekúndur voru eftir.
Þeir nýttu ekki sóknina og Keflavík
fékk boltann þegar 7 sekúndur voru
eftir.
Grindvíkingar voru aðeins búnir
að fá á sig 5 villur og áttu 2 villur til
að stoppa sókn Keflavíkur án þess
að þeir fengju vítaskot. Pétur Guð-
mundsson braut á Damon Johnson
á vallarhelmingi Keflavíkur þegar
Dómarar í vináttuieik á milli Rauðu stjörnunnar og Hajduk Split sem fram fór
í Belgrad um helgina, sleppa friðardúfum á loft til að mótmæla loftárásum
NATO á Júgóslavíu. Reuter
Skíðamót íslands:
Ólafsfirðingar unnu gönguna
Ólafsfirðingar sigruðu í lokagrein skíðamóts íslands á ísafirði á
fimmtudaginn þegar þeir urðu fyrstir í 3x10 km boðgöngu karla. Sigur-
sveitina skipuðu Steinþór Þorsteinsson, Ólafur Bjömsson og Ámi Gunn-
arsson.
Þá fóru einnig fram á fimmtudag tvö FlS-mót í stórsvigi. Dagný L.
Kristjánsdóttir sigraði í kvennaflokki og Björgvin Björgvinsson í karla-
flokki. ' -VS
aðeins 5 sekúndur voru
eftir. Kristinn Alberts-
son dæmdi ekki aðeins
villu á Pétur heldur
óíþróttamannslega villu
sem þýddi að Damon
fékk 2 vítaskot og svo
boltann að auki. Damon
hitti einungis úr öðm
skotinu og jafnaði þar
með leikinn, 86-86. Síð-
asta skot Keflavíkur fór
forgörðum.
Því þurfti að grípa til
framlengingar. Pétur
Guðmundsson jafnaði
fyrir Grindavík, 96-96,
þegar nokkrar sekúndur
y
xr
voru eftir og Guðjón Skúlason gat
tryggt sigur heimamanna á síðustu
sekúndunni en hann hitti ekki sem
þýddi að framlengja þurfti aftur.
Grindvíkingar virtust
aftur vera með leikinn í
hendi sér og leiddu
102-107 þegar 2 mínútur
voru eftir. Þá fékk Pétur sína 5,
viilu og í kjölfarið losn-
aði aðeins um Damon
aftur og setti hann nið-
ur 4 stig strax og mun-
urinn því aðeins 1 stig,
108-109. Páll Axel skor-
aði eftir mikið harð-
fylgi og munurinn orð-
inn 3 stig og 15 sekúnd-
ur eftir. Guðjón Skúla-
son fékk annað frítt 3ja
stiga skot á sama tima
og lokaflautið gall og
honum brást ekki boga-
listin í þetta sinn og
jafnaði 111-111.
Þá hófst 3. framleng-
ingin og leikmenn orðn-
ir vel þreyttir margir. Unndór Sig-
urðsson skoraði 2 stig fyrir Grinda-
vík og kom þeim yfir en þá skoraði
Damon 7 stig í röð og kom Keflavík
Keflavík (51) (86) (98) (111) 122
Grmdavík (43) (86) (98) (111) 119
Guðjón Skúlason
bjargaöi Keflavík í
annarri framlengingu
og tryggði liðinu sig-
urinn í þeirri þriðju.
0-7, 14-9, 20-15, 25-24, 33-31, 42-32,
46-41, (5H3), 55-42, 59-58, 67-58,
70-69, 78-83, 82-85, (86-86), 91-88,
96-96, (98-98), 100-104, 102-107,
108-111, (111-111), 111-113, 118-113,
122-119.
Stig Keflavíkur: Damon John-
son 51, Gunnar Einarsson 19, Falur
Harðarson 18, Guðjón Skúlason 10,
Birgir Birgisson 8, Fannar Ólafsson
8, Sæmundur Oddsson 5, Kristján
Guðlaugsson 2.
Stig Grindavíkur: Herbert Arn-
arson 35, Warren Peebles 31, Páll
Vilbergsson 25, Bergur Hinriksson
13, Pétur Guðmundsson 11, Unndór
Sigurðsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson
2.
Vítanýting: Keflavík 21/27,
Grindavik 20/24.
3ja stiga nýting: Keflavík 11/28,
Grindavík 17/40.
Fráköst: Keflavik 37, Grindavík
43.
Áhorfendur: Um 750.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðars-
son og Kristinn Albertsson - góðir í
heildina en slógu nokkrar feilnótur
á mikilvægum augnablikum.
Maður leiksins: Damon John-
son, Keflavík.
5 stigum yfir. Herbert Amarson
setti niður tvær 3ja stiga körfur og
munurinn bara 1 stig, 120-119. Brot-
ið var á Guðjóni og skoraði hann úr
báðum vítunum og kom sínum
mönnum 3 stigum yfir, 122-119. Her-
bert var næstum búinn að jafna
með erfiðu 3ja stiga skoti en ekki
vildi boltinn ofan í og þar með sigr-
aði Keflavík í þessum frábæra
spennuleik.
„Þetta era mjög jöfh lið og því
kemur þessi dramatík ekki á óvart.
Við tökum einn leik fyrir í einu og
stefnum á að klára þetta í næsta
leik,“ sagði Sigurður Ingimundar-
son, þjálfari Keflavikur, við DV eft-
ir leikinn, en Pétur Guðmundsson,
fyrirliði Grindavíkur, var ekki
sömu skoðunar um næstu viður-
eign, sem fraln fer í Grindavík í
kvöld. „Við ætlum að taka næsta
leik í Grindavík og helst í
venjulegum leiktíma. Síð-
an mætum við aftur hing-
að,“ sagði Pétur.
-BG
Heiðmar til
Þýskalands?
Heiðmar Felixson, handknattleiks-
maðurinn öflugi úr Stjörnunni, hefur
vakið áhuga nokkurra þýskra félaga.
Eitt þeirra liða sem hefur fylgst með
Heiðmari er í A-deildinni og þá eru
nokkur lið í B-deildinni sem hafa
spurst fyrir um leikmanninn, þar á
meðal er lið Göppingen, lið Rúnars
Sigtryggssonar, samkvæmt heimild-
um DV.
Ekki þarf að koma á óvart að Heið-
mari sé sýndur áhugi erlendis enda
átti hann mjög gott tímabil með
Stjömunni, sem hann er samnings-
bundinn eitt ár til viðbótar, í vetur.
Hann var jafnan markahæsti leik-
maður liðsins og þá var frammistaða
hans i vöminni ekki síðri.
-GH
Þorbergur
hættlir í
Eyjum
Þorbergur Aöalsteinsson
hefur til-
kynnt Eyja-
mönnum að
hann verði
ekki þjálfari
handknatt-
leiksliðs ÍBV
á næsta tíma-
bili en hann hefur stýrt
Eyjaliðinu undanfarin 3 ár.
Þorbergur mun flytja aft-
ur til Reykjavíkur en hann
starfaöi hjá Vinnslustöð-
inni í Eyjum samhliða
þjálfuninni.
í spjalli við DV í gær
sagði Þorbergur óvíst hvað
tæki við hjá sér á hand-
boltasviðinu en það væri
vel inni í myndinni að
halda áfram að þjálfa. -GH
Brynjar fer
vel af stað
Brynjar Gunnarsson átti góðan leik
í gær með hinu nýja liði sínu, Örgryte,
þegar það vann Umeá,
4-0, í 16-liða úrslitum
sænsku bikarkeppninnar
í knattspyrnu. Brynjar
var aftasti maður í vöm
liðsins og þjálfari og for-
ráðamenn Örgryte eru
mjög ánægðir með
frammistöðu hans til þessa.
Einar Brekkan lék með Örebro sem
tapaði fyrir Malmö í vítaspymukeppni
eftir 0-0 jafntefli. Sverrir Sverrisson
lék ekki með Malmö vegna meiðsla.
Enginn annar íslendingur lék með liði
sínu í umferðinni.
Önnur úrslit: Helsingborg-Hammar-
by 1-0, Halmstad-AIK 0-1, Frö-
lunda-Trelleborg 0-2, Gautaborg-Elfs-
borg 2-1, Sundsvall-Norrköping 1-2,
Ludvika-Spárvágen 6-4 (2-2).
-EH/VS
Þjóðverji í
stað Sverris
„Ég er ekki búinn að skrifa und-
ir en þetta er nánast að verða ffá-
gengið,“ sagði Atli Hilmarsson,
þjálfari 1. deildarliðs KA í hand-
knattleik, í samtali við DV í gær.
Þrír leikmenn yflrgefa herbúðir
KA en það eru Sverrir Bjömsson,
Þórir Sigmundsson og Kári Jóns-
son sem allir eru á suðurleið til
náms. Sverrir hefur verið orðaður
við Aftureldingu en hann hefúr
ekki gert upp hug sinn. Flest ef
ekki öll liðin af höfúborgarsvæðinu
hafa sett sig i samband við Sverri
og vilja fá hann í sínar raðir.
Lars Walther verður áfram hjá
KA og þá eru norðanmenn aö
þreifa fyrir sér í Þýskalandi um
leikmann tfl aö fylia skarð Sverris.
Samkvæmt heimildum DV er KA
með 2 metra háa rétthenta skyttu í
sigtinu og ekki er ólíklegt að Alfreð
Gíslason sé sínum gömlu félögum
innanhandar í þessu máli. -GH
Fylkismenn
í 1. deildina
Fylkir tryggði sér sæti í 1.
deild karla í handknattleik síð-
asta miðvikudagskvöld með stór-
sigri á Völsungi, 33-18. Fylkir
lék siðast i 1. deildinni fyrir 20
árum.
Víkingur tryggði sér sigur í 2.
deild með sigri á Breiðabliki,
36-23. Fjölnir vann Völsung á
fímmtudag, 33-19.
Staðan í 2. deild þegar tveimur
leikjum Harðar og Þórs er ólok-
ið:
Víkingur 21 17 3 1 616409 37
Fylkir 21 16 3 2 592^07 35
Þór A. 19 14
Breiðablik 21 11
Fjölnir 21 8
Völsungur 21 5
Höröur 19 4
Ögri 21 0
2 3 507-366 30
1 9 551-190 23
2 11 516496 18
1 15 447-607 11
1 14 356496 9
1 20 359-672 1
-vs