Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 19 íþróttir 3. undanúrslitaleikur Njarðvíkur og KFÍ: - sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga son átti frábæran leik og setti niður sjö 3ja stiga körfur, þar af 5 í fyrri háifleik. Brenton Birmingham var mjög góður og gladdi oft augað með mýkt og lipurð sinni. Þá kom Örvar Kristjánsson með skemmtilega inn- komu og kom með ákveðna ógnun í sóknina sem Njarðvík þurfti frá bekknum. Páll Kristinsson var drjúgur og þá sérstaklega í fráköst- unum og Friðrik Ragnarsson stjóm- aði liðinum vel að vanda. ísfirðingar létu dómarana fara í taugarnar á sér ísfirðingar náðu sér aldrei al- mennlega á strik og er óhætt að segja að þeir hafi verið verulega óhressir með dómarana og vora að láta þá fara of mikið í taugamar á sér. James Cason var þeirra besti maður og hinir tveir útlendingam- ir, Ray Carter og Mark Quashi, áttu góðan fyrri hálfleik en fór lítið fyrir þeim í seinni hálfleik. Ray Carter er mjög góður leikstjómandi en mætti minnka dripplið hjá sér stundum. Hrafn Kristjánsson og Tómas Her- mannsson skiluðu sinu en Ólafur Ormsson og Ósvaldur Knudsen eiga nóg inni. Náðum ekki að stjórna hrað- anum nógu vel „Við náðum ekki að stjóma hrað- anum nógu vel og þeir vom að hitta mjög vel meðan skotin okkar vora ekki að detta. Við ætlum að taka leikinn fyrir vestan og koma hingað aftur og gera hetur en í dag,“ sagði Ósvaldur Knudsen, leikmaður KFÍ, eftir leikinn við DV. -BG DV, Reykjanesbæ: „Það er mjög erfitt að spila við KFÍ og það þarf mikið til að sigra þá. Ray Carter hefur styrkt þá mjög mikið og komið þeim úr hópi 6-7 bestu í deildinni í hóp þeirra 4 bestu. Þeir hafa verið að spila mjög stíft á móti okkur og það hefur kom- ið okkur í opna skjöldu, en núna tókum við á móti þeim. Þessi leikur var mjög mikilvægur fyrir okkur því það hefði verið erfitt að fara á ísafjörð í stöðunni 1-2,“ sagði Frið- rik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að hans menn höfðu sigrað KFÍ, 90-77, í Ljónagryfjunni í Njarð- vík í þriðja leik þessara liða í und- anúrslitum Islandmótsins og leiða Njarðvíkingar einvigið 2-1. Grófur leikur Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu allan tímann og greinilegt að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Bæði lið spiluðu mjög stífan vamar- leik og nánast grófan sem leiddi til þess að oft var tæpt á því að sjóða upp úr hjá leikmönnum. Heima- menn tóku frumkvæðið í leiknum strax í byrjun og höfðu undirtökin allan leikinn og í hvert sinn sem ís- firðingar þóttu líklegir að ógna tóku Njarðvíkingar sprett og náðu þægi- legri forastu aftur. Teitur setti niður sjö 3ja stiga körfur Sigur Njarðvíkur verður að telj- ast mjög sanngjam að þessu sinni og spiluðu þeir betur en í fyrri viðureignum þessara liða og þá sér- staklega í vöm þar sem þeir era famir að spila fastar. Teitur Örlygs- Ray Carter, leikstjórnandi KFÍ, og Teitur Örlygsson taka hér á hvor öðrum í leik liðanna í Njarðvík á laugardaginn. Teitur fór á kostum í lelknum og skoraði 32 stig, þar af setti hann niður sjö 3ja stiga körfur. DV-myndir ÞÖK Njarövík (47)90 KFÍ (37) 77 10-2, 16-11, 21-19, 28-19, 36-22, 41-29, 42-35, (47-37), 52^40, 59-47, 67-49, 71-58, 81-70, 85-74, 90-77. Stig Njarðvlkur: Teitur Örlygs- son 32, Brenton Birmingham 25, Örv- ar Kristjánsson 12, Páll Kristinsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Friðrik Ragn- arsson 3, Hermann Hauksson 2. Stig KFÍ: James Cason 29, Ray Carter 11, Mark Quashi 9, Ólafur Ormsson 8, Tómas Hermannsson 8, Hrafn Kristjánsson 6, Pétur Sigurðs- son 3, Baldur Jónasson 3. Vítanýting: Njarðvik 22/34, KFÍ 21/36. 3ja stiga skot: Njarðvík 14/34, KFÍ 5/17. Fráköst: Njarðvík 33, KFÍ 40. Dómarar: Einar Einarsson og Leifur Garðarsson. Áhorfendur: Um 350. Maður leiksins: Teitur Örlygs- son, Njarðvík. Fjórói leikur liðanna fer fram á ísa- firði í kvöld. Vinni Njarðvíkingar sig- ur tryggja þeir sér sæti i úrslitunum en fari Isfirðingar með sigur af hólmi mætast liðin í fimmta leiknum í Njarðvík á fimmtudaginn. U-21 árs lið karla í handknattleik: Einu marki frá lokakeppni HM íslenska U-21 árs landsliði karla í handknattleik tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer í Qatar í vor en ekki munaði nema einu marki að það tækist. Riðillinn sem íslendingar vora í var leikinn í Slóvakíu um helgina. ísland sigraði Kýpur, 25-19, þar sem Ragnar Óskarsson var markahæst- ur með 6 mörk. Þá lögðu íslensku strákamir lið Slóvaka, 25-21. Róbert Gunnarsson var markahæstur í ís- lenska liðinu með 9 mörk. Grikkir höfðu svo betur gegn íslendingum, 20-17.1 þeim leik vora Ragnar Ósk- arsson og Guðjón Valur Sigurðsson markahæstir með 5 mörk. Grikkir, Slóvakar og íslendingar hlutu öll 4 stig i riðlinum en Grikk- ir tryggðu sér sæti í úrslitakeppn- inni þar sem þeir vora með bestu markatöluna í innbyrðis viðureign- um þjóðanna. Ef íslenska liðið hefði tapað með tveggja marka mun fyrir Grikkjum hefði Island orðið efst í riðlinum. „Þetta var auðvitað mjög sorg- legt. Við áttum síðustu sóknina gegn Grikkjum en tókst ekki að skora og í leiknum gegn Slóvökum náðum við mest 9 marka forskoti í seinni hálfleik. Þá gerðist það sem oft vill gerast í alþjóðlegum hand- knattleik. Dómararnir dæmdu heimaliðinu mjög í vil og þeir tíndu okkur út af fyrir smávægilegt brot. Strákamir öðluðust reynslu sem verður þeim vonandi dýrmæt með tímanum," sagöi Einar Þorvarðar- son, þjálfari íslenska liðsins, við DV í gær. Vamarleikur og markvarsla góð Einar sagði að vamarleikur ís- lenska Uðsins hefði verið mjög góð- ur allt mótið og Sigurgeir Höskulds- son hefði staðið sig vel í markinu. Af útileikmönnunum sagði Einar að KA-maðurinn Guðjón Valur Sig- urðsson hefði átt jöfnustu leikina en Róbert Gunnarsson úr Fram hefði verið mjög góður í leiknum gegn Slóvökum. -GH Reykjavíkupmótið: í knattspyrnu | Lelkip í kvöld: [ ■ Leiknisvöllur kl. 18.30 ! KR — Fjölnir ■ i Leiknisvöllur kl. 20.30 Leiknir, R. - ÍR i Gervigrasið Laugardal kl. 18.30 Fram-Víkingur, R. ! Gervigrasið Laugardal kl. 20.30 Valur — Léttir [ ■ - i Knattspyrnuráð Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.