Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 f •• t i í Tættir svampar rísa upp frá dauðum Spænskir vís- indamenn hafa uppgötvað svamptegund eina sem ekki aðeins lifir það af að vera tætt í sundur, heldur virðist hún beinlinis þrífast á því. í grein í tímaritinu Nature segja þau Manuel Maldonado og Maria Uriz að svo virðist sem svampurinn geti myndað svampafósturvísa úr örsmáum rifrildum úr sjálfum sér. Vísindamennirnir segja að svampagnir sem eru ekki nema einn millimetri í þver- mál geti innihaldið fósturvísa. Þó svo að svampar geti fjölg- að sér við kynlausa æxlun, geta þeir einnig myndað fóst- urvísa við kynæxlun. Fóstur- vísamir hafast við inni í full- orðna dýrinu óg njóta umönn- unar sérstakra frumna. Þeir losna síðan út í umhverfið þeg- ar svamparnir rifna. Linus Torvalds, skapari Linux stýrikerfisins. íslenskur Linux-vefur Opnaður hefur verið vefur fé- lagsins Linux á íslandi. Vefur- inn er ætlaður sem hjálpar- og fræðslutæki fyrir þá sem annaðhvort þurfa eða vilja læra á Linux. Á vefn- um er að finna helstu upplýs- ingar um öryggisgalla, upp- færslur á Linux og kynning á stýrikerfinu, auk mikils magns hjálparskjala. Linux á íslandi er félag sem hefur í : stefnuskrá sinni að kynna Lin- ux, veita upplýsingar um helstu öryggismál og stuðla að aukinni útbreiðslu Linux stýrikerfisins. Slóð heimasíðu félagsins er http://www.lin- ux.is iJUUf * Jlf Nýjasta nýtt í uppeldismálum: Börnin þroskast við að horfa á foreldrana rífast Hjónarifrildi eru ekki jafnslæm og af er látið. Að minnsta kosti ekki fyrir böm- in. Böm sem verða vitni að hávær- um deilum foreldra sinna verða alla jafna meira skapandi en böm sem alin em upp við eintóma sátt og samlyndi á heimilinu. Lygilegt, en svona em nú einu sinni niðurstöður rannsóknar vís- indamanna við hinn virta McGill „Skrífin leiddu í Ijós að börn sem ólust upp við illdeilur milli foreldr- anna bjuggu yfir meirí listrænum sköpunar- krafti og orðsnilld.“ háskóla í Montréal í Kanada. „Ef foreldrum manns verður oft sundurorða þarf maður að vera slyng- ur í að sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum. Og maður þarf að verða góður að þola tviræðni og skoð- anamun," segir Richard Koestner, höfundur rannsóknarinnar. Hann bætir jafnframt viö að það tilfinningaáfall sem fylgi því að horfa upp á rifrildi foreldranna geti einnig valdið því að böm flýi inn í imynd- aðan heim. „Þessi niðurstaða kom mjög á óvart. Hún gengur má segja þvert á viðteknar skoðanir," segir Koestner. Greint er frá rannsókninni í nýju hefti tímarits um persónuleikarann- sóknir. Sérfræðingar í barnauppeldi hafa lengi haldið því fram að ástúðlegt umhverfi sé börnum nauðsynlegt til að þau geti þroskað sköpunargáfu sína. Rannsókn Kanada- mannanna bendir hins vegar til að ágreiningur þurfi ekki endilega að vera svo slæmur. Kanadísku vísindamennirnir fóra yfir gögn úr bandarískri rann- sókn frá sjötta áratugnum um heim- ilishagi meira en þrjú hundruð bama og uppeldisaðferðir foreldra þeirra. Rætt var við bömin þegar þau höfðu náð fullorðinsaldri og þau beðin að skrifa skapandi sögur. Skrifrn leiddu í ljós að börn sem ólust upp við illdeilur milli foreldr- anna bjuggu yfir meiri listrænum sköpunarkrafti og orðsnilld. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að eilíf- ar sennur milli foreldranna geta graf- ið undan sálrænu öryggi bamanna. „Ég tel ekki að til sé margt fólk sem mundi vilja fóma öllum öðmm ávimpngi sem fylgir því að alast upp í friðsamlegu fjölskylduum- hverfi," segir Richard Koestner. Þrjár djúpfrystar múmíur fundust á eldfjalli í Argentínu: Inkabörn sem fórnað var fyrir fimm hundruð árum Vísindamenn komust heldur betur í feitt uppi á eldfjalli í Argentinu á dögunum þegar þeir fundu þrjár múmíur af bömum sem inkar fóm- uðu fyrir fimm hundmð ámm. Múmíumar, sem em af tveimur stúlkum og einum dreng, em þær heillegustu sem nokkum tíma hafa fundist. Múmíurnar fundust á tæplega tveggja metra dýpi í um 6.700 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllun- um í Salta-héraði. Að sögn Johans Reinhards leiðangursstjóra hafa tvær múmíanna varðveist í nær fullkomnu ásigkomulagi vegna kuldans uppi á Lluaillaco-fjalli nærri landamæmnum að Chile. „Maður getur séð svipinn á and- liti einnar þeirra," segir Reinhard. Vlsindamennirnir gátu séð í gegnum umbúðirnar utan um andlit inkabamsins með aðstoð tölvusneiðmyndatækis. Heimsveldi inkanna stóð í aðeins 90 ár en það náði frá Perú og norð- ur til Ekvadors og allt til sunnan- verðra Andesfjalla í Argentínu og Chile. Ríki þeirra liðaðist undir lok eftir að spænsku landnemamir Írunu lulhut „Maður getur séð svipinn á andliti einnar þeirra“ drápu síðast inkakeisarann, Atahu- alpa, árið 1533. Reinhard hefur áður fundið inkamúmíur uppi í Andesfjöllum. Frægust þeirra er „.Juanita", eða „konan frá Ampato" sem fannst vafín inn í alpagaull uppi á fjalli nærri borginni Arequipa í sunnanverðu Perú. Múmíumar sem fundust á dögunum em í miklu betra ásigkomulagi en Juanita af því að þær vom frystar fremur en frostþurrkaðar og innri líf- færi þeirra em i fullkomnu lagi. „Þetta er eins og einhver hcifi dáið fyrir nokkmm vik- um og síðan verið frystur," segir Reinhard. Hann segir að þetta muni gera vísinda- mönnum kleift að rann- saka mataræði inkanna og gera erfðafræðileg próf til að kanna hvort börnin hafi verið skyld. Bömin vom á aldrinum átta til fjórtán ára þegar þeim var fóm- að sólguðinum. Hugsanlega vom þau grafin lifandi. Höfuðkúpa annarrar stúlkunnar var keilulaga. Inkar höfðu það gjaman fyrir sið að vefja höfuð bama þéttingsfast strax frá fæð- ingu til að móta höfuðkúpur þeirra svo þær líktust fjöllunum sem bömin vora talin koma frá. Hin stúlkumúmían hafði orðið fyrir skemmdum af völdum eld- ingar. Vinstra eyrað og hluti vinstri axlarinnar höfðu brunnið af en líffærin vora óskemmd. Vísindamennimir fundu 36 gull- og silfurstyttur og stykki úr sæskeljum hja múmíunum. Sumar styttumar vora í saum- uðum fötum og með höfuðfat. Giæsileg múmía - ein þriggja sem fannst nýlega uppi á eldfjalli í Argentínu. Múmíurnar eru frá tímum inkanna í Suður-Ameríku og eru af börnum sem var fórnað fyrir fimm hundruð árum. FO-4500 • Prentar á A4 pappír • Laserprentun • 1 mb í minni (ca 50 síður) • 50 blaða frumritamatari • 650 blaða pappírsgeymsla F-1500M • Faxtæki, sími, slmsvari, Windows prentari, skanni, tölvufax.og Ijósriti í einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 300 blaða pappfrsbakki ýf •* ;ai FO-2600 • Innbyggður sími • Prentar á A4 pappír • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Laserprentun • 512 kb minni • 20 blaða frumritamatari • 100 blaða pappírsbakki FO-1460 • Innbyggöur sími • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 200 blaða pappírsbakki 'rjjil Betni faxtæki enu vandíundin! ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.