Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 SUMARHÚS^ 27" dóttur, í síma 435 1275 Margir nýta sér þjónustu Upplýsingamiðstöðvarinnar en 22 jarðir eru nú á skrá. Grímsstaðir í Álftanes- hreppi Múlabyggð, sumarhúsahverfi í 23 km fjarlægð frá Borgarnesi. Stendur undir Grímsstaðamúla í kjarrrivöxnu landi með mjög góðu útsýni (inn Borgarfjörð, inn á Kjöl, út á Reykja- nes og Snæfells- nes). Lóðimar eru misstórar en lág- marksstærð er 5000 fermetrar. Sælingsdalstunga Sælingsdalstunga er að hluta til í Sælingsdal og að hluta í Svínadal. Þarna eru söguslóðir Laxdælu. Sumarhúsasvæðinu hallar á móti suðri og suðvestri, tæpan kílómetra sunnan við bæinn. Landið er gróið og með skógarkjarri. Gert er ráð fyrir 41 lóð á svæðinu, 2.500 m2 til 10.000 m2 að stærð. Gott vatn er fyr- ir hendi og vegur að lóðarmörkum. Möguleiki er á rafmagni. Þama er gott berjaland, og örstutt er í Sæl- ingsdalslaug í sund og heita potta. Góð þjónusta er í Búðardal í 18 km fjarlægð. Sælingsdalstunga er í um 175 km fjarlægð frá höfuðborgar- svæðinu sé ekið um Hvalfjarðar- göng. Stofngjald er kr. 50 á m2 og ársleiga kr. 30.000. Frekari upplýs- ingar gefnar í síma 434 1273, Jón eða Guðrún. uðum vegi. Landið stendur við hraunjaðarinn á Gullborgarhrauni og lóðimar halla lítið eitt I suðvestur. Fjöbreytt útivistarsvæði, m.a. em Gullborg, Rauðakúla og Rauðhálsar í grennd. Stutt í veiði. Landið er gróið , og á öllum lóðum er eitthvert kjarr. Mikil veðursæld. Vegur og neysluvatn er að lóðarmörkum, möguleiki á heitu vatni og rafmagni. Nú eru 26 lóðir lausar á þessu svæði, 3.300-6.200 m2 að stærð. Allar frekari uppl. gefur oddviti Kolbeinsstaðahrepps, Sigrún Ólafsdóttir, i síma 435 6631. Bíldhóll á Skógarströnd Hér er um að ræða stórar lóðir í landi Bíldhóls, austast á Snæfellsnesi nálægt Heydalsvegi. Á þessu svæði era aðeins skipulagðar 7 lóðir, þar af em nú 4 lausar. Landið er gróðurlítið en gott til ræktunar og útsýni er gott til allra átta, t.d. út á Breiðafjörð og á Ljósufjöll. Vatn, vegur og rafmagn er rG ÆDAKERFI Vottað gæðakerfi siðan 1993 Upplýsingamiðstöð fyrir sumarhúsaeigendur: Kappkostum að hafa nóg framboð af lóðum Upplýsingamiðstöð fyr- ir sumarhúsaeigendur hefur nú verið starfrækt í þrjú sumur og að sögn Guðrúnar Jóns- dóttur, framkvæmda- stjóra Markaðsráðs Borgfirðinga, er fram- boð á jörðum mikið og fjölbreytnin gífurleg. „Við eram með 22 jarðir á skrá í Borgarfirði, Dölum og á Snæfellsnesi. Á sumum jörðum era kannski 100-150 lóðir til leigu en á öðrum eru þær mun færri. Fjölbreytnin er gífurleg og fólk þarf að velta því fyrir sér í.hvem- ig umhverfi það vill byggja sihn sum- arbústað. Vill það byggja húsið við sjóinn, við ána eða á gróðurlausu landi eða í kjarri? Þetta era allt óskir sem við getum uppfyllt þar sem svo margar jarðir eru á skrá. Við kapp- kostum að hafa nóg lóðaframboð til að stöðva ekki þróunina og auðvitað til þess að reyna að anna eftirspurn. Miðað við fyrirspumir þá finnst mér krafan um stærri lóðir hafa auk- ist og það er nær algilt í dag að fólk komi sér upp heils árs húsi. Það eru margir sem nýta sér þjónustu okkar og við höfum svarað um 600 fyrir- spurnum sem varða sumarhús frá því við hófum starfsemi. Flestir hringja en færri koma og svo nýta margir sér Netið. Fólk heldur áfram að leita til okkar eftir að bústað hefur verið komið nið- ur því hingað er hringt til að spyrja m.a. um túnþökur og mold og jafnvel hefur verið spurt um dýralækni fyrir gæludýr. Hvalfiarðargöngin hafa breytt miklu varðandi samgöngur. Þau stytta ekki bara leiðina hingað í kíló- metrum talið heldur minnka þau einnig hættu á slysum. Með tilkomu þeirra fóra allar einbreiðar brýr, allar beygjur, brekkur og fiöll þannig að nú liggur hingað beinn og breiður vegur. Við finnum vel fyrir því, sem búum á þessu svæði, hve miklu göngin hafa breytt því það var ekkert auðvelt að fara niður stórar brekkur í hálku eða aka Hvalfiörðinn i hvassviðri." Nýjar lóðir Eins og kemur fram hér að ofan eru 22 jarðir á skrá hjá Upplýsingamið- stöðinni og eru flestar þeirra í Borgar- firðinum. Undanfarið hafa bæst við nýjar jarðir sem við skulum kynna okkur betur. Flestar eru í Borgarfirði en einnig eru að koma inn ný svæði í Dölum og á Snæfellsnesi. Glammastaðir í Svínadal í landi Glammastaða era lóðimar annars vegar alveg við bakka Þóris- staðavatns/Glammastaðavatns og hins vegar ofar í landinu. Þær snúa móti suðri í fógru umhverfi. Stærð er 7.500-10.000 m2. Veiði í vatninu fylgir og aðeins einn vegur er í gegn um landið. 22 lóðir standa til boða á þessu svæði, sem er nýskipulagt. Á vatns- bakkalóðunum er stofngjald kr. 100 á m2 en 50 kr. á lóðunum sem liggja ofar. Ársleiga er 30.000 í báðum tilvik- um. Lóðirnar eru einnig til sölu, kr. 150 á m2 Greiðsluskilmálar, bæði á leigu og kaupum, era 1/3 út og afgang- urinn á 25 árum. Vatn og rafmagn er að lóðarmörkum og möguleiki er á heitu vatni. Lítill gróður er í landinu en það er mjög gott tii ræktunar. Þetta er örstutt frá Reykjavik! Frekari upp- lýsingar gefur Guðmundur Jóhanns- son, s. 552 3721 eða 855 0237. Signýjarstaðir í Hálsasveit Á lóðunum er lyng- og hrísmói frá náttúrunnar hendi. Landið liggur á milli vegar nr. 518 og Hvítár. Skipu- lagðar era 28 lóðir í þessum áfanga. Áætlað er að leggja hitaveitu á svæð- ið síðar. Hagaganga fyrir hross, ijúpna- og gæsaveiði auk þess sem hægt verður að renna fyrir fisk í Hvítá. Stutt í alla þjónustu og afþrey- ingu, 7 km í Reykholt þar sem er verslun og pósthús auk heils árs hót- els og veitingasölu, Reykholtskirkju og Snorrastofu. Að Húsafelli era 15 km en þar er fiölbreytt útivistarsvæði. Fjölmargir aðrir áhugaverðir staðir era í næsta nágrenni, s.s. Surtshellir, Víðgelmir, Hraunfossar og Langjök- ull. Hægt er að fara í skoðunarferðir á jökulinn. Gott GSM-samband er á svæðinu. Stofngjald á lóð er kr. 100.000. Ársleiga kr. 30.000* og miðast við byggingavísitölu í júní 1997. í stofngjaldi er innifalinn vegur að lóð og kalt vatn að lóðarmörkum. Nánari upplýsingar gefa ábúendur á Signýjar- stöðmn, Svandís Á. Þorsteinsdóttir og Páll H. Jónasson, s. 435 1218 og GSM 893 0218. Arnbjargarlækur í Þverárhlíð Kjarri vaxið land með góðu út- sýni. Lóðastærð 2.500-5.000 fermetr- ar. Land girt og vegur og vatn að lóðarmörkum. Möguleiki á veiði. Fallegar gönguleiðir í grennd. Upp- lýsingar hjá landeigendum, Davíð Aðalsteinssyni og Guðrúnu Jóns- Heils árs vatnsveita. Miklir útivistar- möguleikar: Gönguleiðir, veiði, reið- leiðir. Landið er gott til ræktunar og aöstaða er mjög góð fyrir hestamenn. Nokkrar lóðir lausar. Nánari upplýs- ingar gefur Guðni Haraldsson í síma 437 1270 og 892 3525 Syðri-Rauðamelur í Hnappadal Á þessu svæði eru um 30 skipulagð- ar sumarhúsalóðir í um 118 km fiar- lægð frá Reykjavík, nær allt á malbik- komið á svæðið sem er afgirt. Lóðirn- ar era hektari að stærð. Stofngjald er kr. 100.000 og ársleiga kr. 30.000. Fyrsta árið er leigulaust. Allar frekari upplýsingar gefur Jóel H. Jónasson, Bíldhóli, í sima 438 1026 eða 854 5026. -gdt ■ Tankar af ýmsum stærðum og gerðum V \PJiJ \D OO 'JlDf J wjf. Borgarplast framleiðir rotþrær, olíu- skiljur, sandföng, brunna, vatnsgeyma og einangrunarplast. Öll framleiðsla fyrirtækisins er úr alþjóðlega viðurkenndum hráefnum og fer fram undir ströngu gæðaeftirliti. Rotþrær og olíuskiljur Borgarplasts eru viðurkenndar af Hollustuvernd ríkisins. IST ISO 9001 BCRGARPLAST Sefgarðarl-3 • 170 Seltjamames SólbakkaS • 310 Borgarnes Slmi: S612211 • Fax: S61 4185 Simi: 4371370 • Fax: 4371018 Netfang: borgarplast@borgarplastis Tengibrunnar, framlengingar og sandföng -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.