Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 11
DV 29 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 SUMARHÚS^ Anna Björgvinsdóttir, Unnar Karl Halldórsson og Halldór Þorsteinsson, eigendur Garðhússins. GARÐHUSGÖGN 500>' BeUK»r, tgioOr' »«ineae^: . *!orð Kr-1 ' KUeðn*^ið gfefit S.I. PÉTURSSON ehf Flateyri Sími 456 7851 Fax 456 7852 Nýjung frá Garðhúsinu: Mót fyrir steyptar stiklur Margir sumarhúsaeig- endur hafa lent í vand- ræðum með að búa til almennilegan gangveg við sumarhús sitt, t.d. frá bílastæði að bú- stað. Gangstéttarhellurnar ferköntuðu falla ekki vel að umhverfmu við sum- arhúsið og hafa margir þvælst um fjöll og flrnindi í leit að flötum stein- um til að gera stiklur sem mynda gönguleið. Fyrirtækið Garðhúsið býð- ur nú upp á skemmtilega lausn á þessu vandamáli. Lausnin felst í því að steypa er sett í fyrirferðarlítil gúmmímót með ákveðnu mynstri og síðan eru stiklumar lagðar eins og fólk helst kýs, hvort sem það er nú í beina línu eða á óreglulegan máta. Að sögn þeirra Halldórs Þorsteinssonar og Önnu Björgvinsdóttur, sem reka Garðhúsið ásamt Unnari syni Hall- dórs, er þetta góð lausn, auk þess sem tækin sem nota þarf eru mjög einfóld í notkun. „Fólk þarf að festa kaup á sérstakri plasttunnu og gúmmímóti með mynstri sem því líst vel á. I tunn- una er blandað saman sementi, sandi og vatni og henni síðan rúllað eftir jörðinni í u.þ.b. 30 sekúndur. Þá er steypan tilbúin til notkunar. Henni er síðan hellt í mótið og yflrborðið slétt- að með spaða. Síðan formar fólk stikl- ur sem falla vel inn í náttúruna. Eins og margir vita getur verið erfitt að ná í flata steina til að búa til stiklur og við sjáum þetta að hluta til sem lausn á því vandamáli. Við hrifumst af því hversu einfalt þetta er í notkun. Þar sem þessi aðferð er notuð þarf t.d. ekki að skipta um jarðveg eins og þarf að gera við hellulögn. Jarðvegurinn má fara á misvíxl og það er í lagi þó hann hreyfist í frosti því stiklurnar liggja óreglulega og falla vel inn í um- hverfið." Járnsmíðar í frístundum Þegar blaðamaður staldraði við hjá þeim Halldóri og Önnu vakti kerta- stjaki einn sem hékk í loftinu mikinn áhuga hans og þegar forvitnast var um stjakann, sem var úr járni, kom í ljós að hann var úr smiðju þeirra Unnars og Halldórs. „Það er alltaf brjálað að gera á sumrin við hellu- lagnir og garðvinnu en á vetuma koma oft dauðir tímar þar sem ekkert er að gera. Unnar hefur verið að teikna ýmsa hluti í gegnum tíðina og í vetur hófum við að smíða hluti úr jámi eftir teikningunum. Við smíðuð- um fyrst kertastjaka eins og þennan Blómastandur að hætti Unnar og Halldórs. skjól og standurinn veitir skjól, auk þess sem hann prýðir umhverfið," segir Halldór. -gdt Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV d'1 ml/j hirrtiní Smáauglýsingar 550 5000 Mótin, sem notuð eru til að steypa stiklurnar, eru úr gúmmíi og eru afar einföld í notkun. Hangandi kertastjakar með mörgum örmum njóta mikilla vinsælda í dag. Hægt er að nota venjuleg löng kerti í stjakann en hér hefur verið sett gler sem síðan eru sett í sprittkerti. Það hentar vel í sumarbústaði þar sem það dregur mjög úr eldhættu. sem hér hangir, svo og stjaka fyrir útikerti. Fólk frétti af þessu áhuga- máli okkar og fyrr en varði vorum við farnir að hafa heilmikið að gera við að framleiða ýmiss konar hluti fyrir fólk. Áhugamálið er farið að taka ansi mikinn tima og ég veit ekki alveg hvernig ég leysi þetta í sumar því nú er komið að því að sinna hellulögnun- um og garðvinnunni, auk þess að koma þessari nýjung okkar á fram- færi. Við eigum lítinn lager af kerta- stjökum og undanfarið höfum við ver- ið að smíða t.d. blómagrindur sem hanga á svölum og henta líka vel á handrið í sumarbústöðum. Einnig hef ég smíðað eins konar standa fyrir tré sem henta vel utan um tré sem eru að vaxa. Þau eru oft viðkvæm og þurfa — B190 x D88 x H84 B192 x D93 x H90 B210 x D92 x H90 B180 x D85 x H79 86.940,- Vandaðir Amerískir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. Við bjóðum margar gerðir, mikið úrval áklæða og lita. geroir, r imm s i« • ■ '4 VZS4 | " ] Raðgreiðslur í 36 mán. HÚSGAGNAHÖLUN % . m 1 ■x Bíldshöfði 20-112 Reykjavík Simi 510 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.