Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 11
MANUDAGUR 3. MAI 1999 I :;Í I Mika Hakkinen situr vonsvikinn á bif reið sinni eftir að hafa ekið á vegg og fallið úr keppni. Sport Enn og aftur eru aðeins örfáir bílar sem luku keppni, aðeins 8 bilar í þetta sinn. Menn féllu út vegna bil- ana og ákeyrslna en einnig er hugsanleg orsök sú að grip hjólbarðanna er mjög lítið og að ökumenn séu enn ekki búnir að ná tök- um á bilunum eftir breytingar frá síð- asta ári. Jaques Villeneuve á BAR Supertec drap á vél sinni í ræsingu og mátti þakka fyr- ir að fá ekki aðra öku- menn aftan á bíl sínn sem var kyrr í allri þvögunni. Hann var ekki ánægður með dagsverk sitt. „Þeg- ar manni hefur tekist að komast i fimmta sæti í timatöku er þaö mjög ergilegt að hafa ekki einu sinni komist af stað," sagði Vil- leneuve. David Coulthard fullyrðir að hann hafi misst af sigri i hendur Schumachers vegna ósamvinnufúsra ökumanna á hægfarari bilum. „Ég er ánægður að hafa unnið mér inn stig en óánægður þvi að við höfðum klárlega frammistöðu til að sigra hér í dag," sagði hann og bætti við: „Mér var haldið niðri af Diniz, Paniz og Fisichella, sagði Coulthard sem hefur sent inn kvörtun til keppnistjórnar vegna þessa. Damon Hill, sem var að skora fyrstu stig sín á árinu eftir að hafa lent í fjórða sæti rétt á eftir Barrichéllo, var á sömu skoðun og Coulthard en ætlaði ekki að leggja inn kvörtun. „Mér var haldið niðri af nokkrum ökumönnum og það kostaði mig ör- ugglega þriðja sætið en ég er ánægður með framistöðu liðsins og þetta voru góð úrslit fyrir okkur," sagði Hill. Nœsta keppni er eftir hálfan mánuð og verður það hinn sögulegi Monte-Carlo-kappakstur þar sem ekiö er á strætum Mónakóborgar. -ÓSG David Coulthard óskar Michaei Schumacher til hamingju með sigurinn. ¦ - 1 Urslitin f 1. Michael Schumacher, Ferrari 2. David Coulthard, McLaren 3. Rubens Barrichello, Stewart 4. Damon HiU, Jordan 5. Giancarlo Fisichella, Benetton 6. Jean Alesi, Sauber 7. Mika Salo, BAR 8. Luca Badier, Minardi 9. Marc Gene, Minardi lO.Johnny Herbert, Stewart Staðan hjá ökumönnum: Michael Schumacher......... 16 Eddie Irvine ................ 12 Mika Hakkinen.............. 10 Heins Harald Frentzen ........ 10 Ralf Schumacher............. 7 Rubens Barrichello........... fi David Coulthard............. fi Giancarlo Fisichella .......... 5 Staðan hjá liðunum: 28* 16 13 7 6 Williams................... - Schumacher hlutskarpastur á Imola-brautinni og er kominn í efsta sætið Michael Schumacher sigraði fyrir liö sitt á Imola-kappakstursbraut- inni í gær við geysilegan fögnuð 100 þúsund áhorfenda. Með frábærri keppnisáætlun og grimmum akstri gerði Þjóðverjinn það sem til þurfti og er kominn með 16 stig og forystu í stigakeppni ökumanna eftir að Mika Hakkinen, sem ræsti, hafði á fremsta rásstað ætlað sér um of og ók út af eftir að hafa leitt keppnina fyrstu 16 hringina. Fyrsti sigur Ferrari á Imola í 16 ár Félagi hans, David Coulthard, háði harða báráttu við Schumacher en varð að sætta sig við annað sæt- ið. Rubens Barrichello kom svo þriðji á undan Hill á Jordan, Fisichella á Benetton og Jean Alesi á Sauber. Ferrari-keppnisliðið hefur ekki unnið á Imola siðustu 16 árin og er jafnvel komin vendipunktur í gengi liðsins sem var dapurt framan af ári. „Að sigra hér eftir svo langan tíma fyrir framan ítalska áhorfend- ur gerir þennan sigur mjög sérstak- an," sagði Schumacher eftir að hafa bætt 34. sigri sínum i safnið. Schumacher þakkaði liði sínu sérstaklega fyrir mikla vinnu und- anfarið sem hefur verið að reyna að minnka bil milli þeirra og McLaren Mercedes Benz sem hefur haft yfir- burðahraða það sem af er keppnis- tímabilinu. „Við vissum að við urðum að snúa við þróuninni og við gerðum það." McLaren hefur þó enn ein- hverja yfirburði yfir Ferrari og var það greinilegt á akstri heimsmeist- arans Mika Hakkinens á meðan hann var inn í keppninni því hann ók á mun meiri hraða en allir aðrir i brautinni og var kominn með um- talsverða forystu og var greinilega með keppnina í hendi sér. En hann var of ákafur og hreinlega ofgerði í akstri sínum og gerði afdifarík mis- tök, ók á vegg framan við viðgerðar- svæðið eftir að hafa misst bílinn út af brautinni. Klárlega mín mistök „Oftast viljum við ökumenn ekki viðurkenna mistök okkar en þetta voru klárlega mín mistök," sagði Hákkinen. „Ég verð að reyna að gleyma þessu, Monaco er næst og við sjáum til hvað gerist þar." Eftir að Hakkinen hafði faUið út var Coulthard kominn í forystu en með Schumacher á hælunum og sí- fellt að tæta upp forskot Skotans. Það varð minnst 2,5 sek. þegar Schumacher fór inn á viðgerðar- svæði á 31. hring. Coulthard tók svo eina hlé sitt fimm hringjum seinna, um það leyti sem Schumacher lenti i mikilli umferð á brautinni. En hlé McLaren-liðsins var of langt og Coulthard missti forystu sina í hendur Schumachers sem hafð séð við umferðinni sem keppnisáætlun McLaren-liðsins hafði ætlað honum. Áætlun Ferrari-manna hafði tek- ist, að koma Schumacher í fremstu stöðu, og varð hann eftir það að vinna inn tíma fyrir seinna stoppið sitt. Þegar hann hafði náð 20 sek. forystu á 45. hring smellti hann sér inn á viðgerðarsvæðið i örstutt hlé (4,1 sek.) og komst út á braut og enti í forystu. Hann hélt hæfilegu bili milli sín og Coulthards til loka keppninnar þar sem hann gladdi hjörtu ítala sem fögnuðu ákaft sigri síns manns. -ÓSG f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.