Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 2
32 LAUGARDAGUR 8. MAI 1999 •/ar Kynningarakstur MCC smart City-Coupé: Örlítill borgarbíll, eða hugmynd að slíkum bíl, knúinn bensíni og raforku, undir heitinu Swatchmobile, kom fram á sjónar- sviðið þegar svissneski úraframleið- andinn Swatch og þýski bílafram- leiðandinn Daimler-Benz tilkynntu á árinu 1994 að þeir hygðust sam- eina krafta sína til að framleiða þennan litla og sérstæða bíl. Nú fimm árum síðar er þessi litli borg- arbíll orðinn staðreynd, að vísu að- eins knúinn bensinvél og nafnið hefur líka breyst þvi hann heitir í dag smart, en það vakti einmitt athygli þegar bíllinn var kynntur á alþjóðlegu bílasýn- ingunni i París á liðnu hausti að nafnið er líka lítið, ekki skrifað með stórum staf. Við höfum áður fjallað um smart hér á síðum DV-bíla, skoðað hann á bílasýningum og birt af því frásagn- ir. Það þar því vel í veiði þegar fréttist að einn slíkur bíll væri kom- inn til landsins og stóð okkur til boða til stutts kynningaraksturs. Það er furðu rúmt um ökumann og farþega í smart. Hér ræður einfaldleikinn ríkjum og í heild er hönnunin „smart“. DV-myndir Hilmar Þór Það sést vel frá hlið hve smart er stuttur, en heildarlengdin er 2.500 mm, eða svipað og hjólahaf í hefðbundnum fólksbíl. Sé handskipting valin þá er skipt um gír með því að ýta skiptistöng- inni fram eða aftur, allt eftir því hvort skipta á í hærri eða lægri gír. Ef aka á afturábak er skiptistönginn sett til hliðar í miðju í hlutlausan og síðan aftur og þá er hægt að bakka. Ef sjálfskiptingin er valin þá sér smart sjálfur um að skipta um gír, en það er ekki laust við að þessi skipting sé svolítið hikandi í gír- skiptingunum, því þegar skipt er um gír þá kemur smá hik á bílinn, það finnst vel þegar sjálfvirkur bún- aðurinn sér um skiptinguna, en þetta er nokkuð sem venst örugg- lega vel. Lítið farangursrými smart er ekki með mikið fai’ang- ursrými, aðeins 150 lítra, eða 100 lítrum minna en Polo. Vélin er aft- ur í, undh' gólfi farangursrýmisins og aðgengi að henni er um hlemm í gólfi. í raun er smart ekki annað en tveggja manna mótorhjól með húsi, ef þannig er litið á málið. Að visu rúmgott mótorhjól, en með marga kosti slíkra gripa. Lipur í innanbæj- arumferð, tekur lítið 'pláss í bíla- stæðum og nýtist vel því hve oft eru ekki aðeins einn eða tveir í hverjum bíl, þótt sætin séu miklu fleiri. Hirslur eru ekki miklar í smart. Tveir góðir vasar í hliðarhurðum og það er hægt að teygja sig á bak við sætin inn í farangursrýmið, annað ekki. Þar sem hanskahólflð væri með réttu er loftpúðinn fyrir farþegann, loftpúði ökumanns er í stýrishjóli. þrjú undirstrika vel sérstæða bíll, því heildarlengdin er aðeins 2,5 metrar. Til samanburðar er litli A- Benzinn 3,58 metrar og svo dæmi sé tekið af öðrum smábíl þá er VW Polo 3,71 metri. í útliti er smart skemmtilega öðruvísi. Eitt það fyrsta sem vekur athygli eru hjólin, sem ekki eru eins að framan og aftan. Framhjólin eru 135/70R15 en afturhjólin eru breiðari og efnismeiri, eða 175/55R15. í upphafi var ekki eins mikill munur á milli fram- og aftur- hjóla, en það gekk líka á ýmsu með framleiðsluna. Smart lenti í sömu hremmingum og A-Benzinn, það þurfti að breyta bílnum til að stand- ast elgsprófið svokallaða, og þetta orsakaði sex mánaða seinkun á framleiðslunni, en meðal aðgerða var að gera afturhjólin breiðari til að gera bílinn stöðugri. Það finnst strax á fyrstu metrun- um af hverju smart hefur átt í vand- ræðum með elgsprófið á sínum tíma, bíllinn er óhemju lipur og snöggur í stýri þótt búið sé að minka svörun stýris og gera bílinn miklu stöðugari en áður. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig hann hefur verið áður en honum var breytt. Eitt af því sem örugglega gerði hann valtan fyrir breytinguna er sú staðreynd að hann er hærri en hann er breiður, breiddin er 1.515 mm og hæðin 1.529 mm. Meðal annars þurfti að breyta Qöðruninni til að gera bílinn stöðugri, enda er hún nú svo stíf að ökumaðurinn finnur hverja minnstu smáörðu eða misfellu á Farangursrýmið er ekki stórt en dugar vel í innanbæjarakstri og til innkaupa. Skásett framljósin setja sinn svip á framendann. götunni. Við mældum ekki fjöðrun- arsviðið, en það virðist vera örfáir sentímetrar. En það er einkum út- lit og innrétting sem gerir smart sérstakan. Séð frá hlið virðist smart vera bara hliðar- hurðir. Þær ná nánast frá framhjólum aö aftur- hjólum og gefa mjög gott aðgengi að sætunum tveimur. það er nánast sama hvar á er litið, þetta er „smart" bíll. Sjálfskiptur eða handskiptur smart er með duglega 3ja strokka örvél, 599cc, í tveimur gerðum: 44,2 hestöfl við 5.250 snúninga og sríúningsvægið 70 Nm við 3.000 snún- inga; og 53,6 hö. (40 kW) v/5.250 sn/mín með snún- ingsvægi upp á 80 Nm við 4.000 snún- inga. Vélarnar eru svipaðar að afli og í mótorhjóli eða vélsleða, minni vélin skilar svip- uðu afli og Fiat Uno með eins lítra vél á sínum tíma. Ökumaðurinn hefur val á því hvort hann hefur bílinn sjálfskiptan eða handskiptan. Litlu afturijósin Honda CR-V, ssk.‘98 grænn, ek. 16 þ. V. 2.250.000 VW Golf st., 5 g.’98 blár, ek. 20 þ. V. 1.290.000 Honda Civlc 1,4 is 4d. ‘98 25 þ. 1.390 9. Honda Accord 2,01 4d. ‘95 90 b. 1.430 9. Honda Civic 1.5 Lsl 4 d. ‘94 65 8. 780 9. Honda Civic 1.4ÍS 5 d. ‘96 31 9. 1.150 9. Honda Civíc 1,5 Sl 4 d. ‘95 40 9. 1.050 8. Daihatsu Terios 4x4, 5d. ‘98 23 9- 1.480 9. Toyota Corolla st.,5g. 5 d. ‘98 5b. 1.390 9. Toyota Corolia, 5 g. 5 d. ‘98 25 9. 1.420 8. Tayola Corolla sl.5g. 5 d. ‘98 5b. 1.390 8. Toyota Corolla 4 d. ‘96 47 9. 1.080 9. Toyola Corolla 4 d. ‘96 48 9. 990 9- Toyota Tourlng 5 d. ‘96 52 9. 1.320 8. Toyota Carlna E 4d. ‘97 32 9. 1.440 9. Toyota Carlna 1,8 4 d. ‘97 22 9- 1.470 9. MMC Pajero, langur 5 d. ‘93 110 9. 2.250 9. MMC Palero, langur 5 d. ‘90 134 9. 1.090 8- MMC Lancer st. 5 d. ‘97 28 9- 1.190 8. MMC Lancer sl, 5 d. ‘07 40 9. 1.190 9. Hyundai Accenll.5, 4d. ‘08 13 9. 950 9- Lada Sporl 4*4 3 d. ‘95 34 9. 250 9. Citroín XM 2.0 5 d. ‘93 138 9. 1.090 9. VW Polo, 5 g. 3 d. ‘98 16 9. 990 9. VW Golf GL, 5 g. 4d. ‘96 42 8. 1.200 9. MMC Lancer 5 d. ‘93 89 9. 050 9. Opel Astra GL 4 d. ‘97 20 9. 1.180 9. Rango Rover Vo„ ssk. 5 d. ‘88 185 9. 750 8. Renault 19 RN 4 d. ‘96 n b. 750 9. Subaru Legacy st. 5 d. ‘97 67 9. 1.690 9. Nissan Primera 4 d. ‘91 137 9. 690 9. Skemmtilega öðruvísi (3) HONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.