Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 7
DV LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 Leðurklæðingin einkennir M5 ásamt álrönd þvert um mælaborð og innan á hurðum. GSM-símanum er komið fyrir milli framsætanna. Þar er hann sjálfkrafa kominn í handfrjálsa tengingu en einnig er hægt að taka hann úr og nota hann sem venjulegan síma. anna stífari en almenna fólkbílsins. M5 er þó langt frá því að vera hast- ur, jafnvel ekki á vondum vegi. Hann fer vel með ökumann og far- þega, enda eru sætin einkar góð og rýmið eins og í hverjum öðrum bíl 5-línunnar, hvort heldur er aftur í eða frammi í. Framstólarnir eru raf- stýrðir á alla vegu og hægt að lengja setuna þannig að hún nái alveg fram í hnésbætur á fólki með venju- legan vöxt. Hægt er að forrita öku- mannsætið þannig að bíllinn hag- ræði því eftir fyrir fram ákveðnum stillingum fyrir allt að 3 ökumenn mismunandi stærðar. Stýrishalli og hæð eru rafstillt og þegar drepið er á bílnum og lykillinn tekinn úr fer stýrið sjálfkrafa í efstu stöðu til að auðvelda útstig. Þegar lykli er stungið í á ný og sett í gang fer stýr- ið aftur í þá stöðu sem ökumaður hafði valið sér. Einn með öllu Að sjálfsögðu er M5 afar vel bú- inn bíll. Staðalbúnaður er sex líkn- arbelgir, læsivarðar bremsur, raf- eindastýrð stöðugleikastýring og spólvöm, hraðanæmt aflstýri, útispeglar rafstýrðir, rafknúnar rúðuvindur, skriðstillir með stýr- ingu í stýrishjóli, rafstýrð stilling á' stýrishjóli, ljósaþvottur og raka- næmar vinnukonur, þrjár stillingar á upphitun í framsætum, einangr- unargler í rúðum, Xenonljós, að- skildar hitastillingar fyrir öku- mann/framsætisfarþega og ijarstýr- ing á útvarpi sem er bæði með kassettuspilara og 6 diska plötuspil- ara. Viðbótarbúnaður í þessum bíl var aksturstölva, innbyggðir barna- stólar í aftursætum og handfrjáls GSM-sími. Raunar var staður GSM-símans Diskaspilarinn er vinstra megin í skottinu og tekur 6 diska. það eina sem ég var ekki sáttur með í þessum bíl. Hann er ofan á arm- hvílu milli framsætanna og kemur upp þegar stutt er á fjöður fremst i armhvílunni. Einhvern veginn varð þessi ijöður allt of oft fyrir olnbog- anum á mér þannig að síminn var sífellt að lyftast upp úr hvílu sinni. M-bilarnir eru ekki skráðir á verðlista umboðsins, enda hefur til þessa ekki verið mikil eftirspurn eftir þeim. íslenskt verð á bíl sem þessum liggur því ekki fyrir. En heima í Þýskalandi er M5 á svipuðu verði og t.d. Porsche Carrera. Stæði ég frammi fyrir því að velja á milli BMW M5 og Porsche Carrera væri ég ekki andartak í vafa - fyrirgefðu, Porsche. Enginn 2000-vandi í bílum? BOaframleiðendur hafa haldið því stift fram að hinn svokallaði 2000- vandi muni ekki koma fram og hafa áhrif á rafeindastýringu véla í bílum. Samkvæmt þessu munu væntanlega allir bílar hrökkva í gang næsta nýárs- dagsmorgun. Könnun meðal breskra bileigenda, sem breska bilablaðið Autocar fram- kvæmdi nýlega, leiddi í ljós að um 3% bíleigenda voru á þeirri skoðun að 2000-vandinn myndi hafa áhrif á bO- ana þeirra. Hins vegar voru um 40 af hundraði á þeirri skoðun að það gæti verið góð hugmynd að sleppa því að vera að ferðast í járnbrautarlest þegar árið 2000 rennur upp og heO 70% voru á þeirri skoðun að það væri betra að vera ekki í flugvél á þessum tímamót- um. Volvo vill eigin dísilvélar Sænski (og einnig nú ameríski) fólksbílaframleiðandinn Volvo viO nú eignast sína dísOmótora. Volvo hefur komið á samstarfi við austurríska fyr- irtækið AVL, sem er sérfrótt í hönnun og smíði véla, um hönnun og smíði dísOvélar með nýrri tækni í beinni innsprautun. Fyrstu nýju mótorarnir úr þessu samstarfi munu þó vart sjá dagsins ljós fyrr en á árinu 2003. Fram að þessu hefur VolvoMeyst dísilvélaþörfina í fólksbfluní sínum með 4ra, 5 og 6 strokka vélum frá Renault, Audi og VW. Sem dæmi má nefna að fimm strokka dOsOvél frá Audi er í nýjasta glæsivagninum, S80, frá Volvo. -SHH Alfa Romeo 156 Selespeed: Takkaskiptur í stýri - sýndur um helgina í Garðabæ Innan á ökumannshurð er stýring fyrir allar hliðarrúður, útispegla og forstill- ingu á ökumannssæti. Bíllinn er á lágbörðum á 18 tomma léttmálmsfelgum. Alfa Romeo 156 Selespeed hefur mestu sama út- lit og sá með hefð- bundnu skipting- unni, nema hvað Selespeed er á 16“ álfelgum. Mynd DV-bílar Hilmar ístraktor í Garðabæ sýnir um helgina nýja Alfa 156 Selespeed bíl- inn. Þetta er í flestu tilliti hefðbund- inn 156 Twin Spark bOl - nema hvað hann hefur engan kúplingspedal heldur er gírskiptingunni stjómað með tökkum á stýrishjólinu. Eða skynjarar og tölvur bílsins sjá að öllu leyti um skiptinguna fyrir öku- manninn. Þetta er ekki hefðbundin sjáif- skipting með valskiptingu, heldur er hér notaður venjulegur gírkassi og venjuleg kúpling. Eini munurinn er sá að bíUinn sér alveg um að kúp- la og skipta um gíra. Þessi skipting er frá Magneti- Marelli og er að grunni til sami búnaðurinn og notaður er í Ferrari 355 Fl. Hér hefur hún bara verið út- færð betur með not almennings í huga. DV- bílar munu segja nánar frá þessari skipt- ingu á næstunni. Alfa Romeo 156 Selespeed verður sýndur um helgina kl. 13-17 laugar- dag og sunnudag. Auk Selespeed bílsins verða flestar gerðir Fiat bíla tO sýnis. -SHH Kveikjuþræðir Venslun „|a„wr Vatnshosur Hosuklemmur Tímareimar Kúplingsbarkar og og strekkjarar undirvagnsgormar. Bensíndælur Topa vökvafleygar Bensínlok vigtabúnaður Bensínslöngur Þurrkublöð Álbarkar Rafmagnsvarahlutir BOSCH Bílavarahlutir TRIDOMLfer Oliusiur Bilavarahlutir iann Bilaperur Vinnuvélar Hillukerfi Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur Rafmagnsvörur Bíla varahlutir ...í miklu úrvali Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.