Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 8
42 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 JjV bílar r Islenskir jeppamenn í vesturvíking: A jeppum yfir Grænlandsjökul - fyrsta tilraun til að keyra þvert yfir jökulinn „Við Freyr munum leggja af stað á sunnudaginn (á morgun) og halda til Nuuk og byrja að kanna aðstæður, en þeir Ástvaldur og Ingimundur koma í kjölfarið og sjáifur leiðangurinn hefst frá Nuuk þann 16. maí,“ sagði Am- grimur Hermannsson, sem er leiðang- ursstjóri í tilraun íslenskra jeppa- manna til að aka þvert yfir Græn- landsjökul, frá höfuðstaðnmn Nuuk og yfir til austurstrandarinnar. Auk Amgríms eru þeir Freyr Jónsson, sem fyrir tveimur árum var í svipuð- um jeppaleiðangri á Suðurskautsland- inu, Ástvaldur Guðmundsson og Ingi- mundur Þór Þorsteinsson með í leið- angrinum, allt þaulreyndir fjalla- og björgunarmenn. Aðrir þátttakendur í leiðangrinum era fimm talsins, allt Danir og framkvæmdastjóri leiðang- ursins er Lasse Rungholm. Verið var að pakka niður farangri og bílum leiðangursins á þriðjudaginn í síðustu viku, en þrír sérútbúnir jeppar verða í ferðinni, þar af annar Toyota-jeppinn sem var í leiðangrin- um til Suðurskautslandsins. Bílamir þrír, ein farangurskerra og búnaður- inn var settur í tvo 40 feta gáma og þeir fluttir sjóleiðina til Nuuk. r I fótspor Friðþjófs Nansens Þrátt fyrir að margar ferðir hafi verið famar yfir Grænlandsjökul frá því að Friðþjófur Nansen gekk fyrstur manna yfir jökulinn árið 1888, á milli Nuuk og Ammassalik, hefur aldrei fyrr verið gerð tilraun til að aka yfir jökulinn og aldrei áður á milli tveggja bæjarfélaga á Grænlandi. Eins og fyrr sagði verður lagt upp þann 16. maí frá höfðuðstaðnum Nuuk og stefnan sett þvert yfir jökulinn til þorpsins Isartoq, sem er á austur- strönd Grænlands. Áætlað er að ferð- in taki um það bil þrjár vikur. Það eru Toyota/Arctic Trucks og Addis, fyrirtæki Amgríms Hermanns- sonar, sem standa að ferðinni, auk stærsta verslunarfyrirtækis Græn- lands, KNI, sem heldur upp á 225 ára sögn þeirra Lofts og Arngríms, bera hitann og þungann af framgangi ferð- arinnar vegna þeirrar reynslu sem þeir búa yfir af að aka bílum við erf- iðar aðstæður á jöklum og almennrar kunnáttu í fjallamennsku og björgim- arstörfum á hálendi íslands. Megintilgangur ferðarinnar er að sýna fram á hugsanlega framtíðar- möguleika fyrir Grænlendinga í sam- göngum sem þessum. Rekja má sögu þessa leiðangurs nokkur ár aftur í timann. Arngrímur Hermannsson hefur unnið ötullega að því frá árinu 1992 að láta þennan draum rætast, en án þess að fá tilskil- in leyfi til ferðarinnar. Á árinu 1995 stóðu Arngrímur og Toyota á íslandi að því að koma fyrstu breyttu Toyota- jeppunum til Grænlands, en þeir hafa verið notaðir til flutninga á ferða- mönnum frá flugvellinum í Syðri- Straumfirði að jökulröndinni. Gæti breytt miklu Kapparnir fjórir sem ætla að freista þess að aka yfir Grænlandsjökul á þremur sérútbúnum jeppum, frá höfuðstaðn- um Nuuk á vesturströndinni yfir til þorpsins Isartoq sem er á austurströndinni, um 700 kílómetra leið. Talið frá hægri: Arngrímur Hermannsson, Ingimundur Þór Þorsteinsson, Freyr Jónsson og Ástvaldur Guðmundsson. Mynd DV-bílar JR afmæli sitt á sama tíma og leiðangur- inn stendur yfir. Erfitt sprungusvæði Frá Nuuk verður leiðangurinn fluttur á bátum inn Godthábsfjörðinn, að landsvæði fyrir norðan Nuuk sem nefnist Nortland. Leiðangurinn mun aka um Northland að Tarsersu- aqvatni sem er við rætur jökulsins og frá norðurhluta vatnsins verður ekið upp á sjálfan jökulinn. „Við vitum að þarna er mjög erfitt sprungusvæði", segir Arngrímur, „en við vonum það besta og að bílanir komi tU með að standa sig við þessar aðstæður sem eru sennilega einhverj- ar þær hrikalegustui í heiminum". Auk bílanna þriggja er sérbúin farangurskerra með í ferðinni en hægt er að nota hjól og öxla hennar til viðgerða á bflunum ef þörf er á, Ifkt og gert var í leiðangrinum á Suðurskautslandið fyrir tveimur árum f NIPPARTS Japanskir varahlutir fyrir japanska bíla NP VARAHIUTIR EHF SMIÐJUVEGUR 24 C SÍMI 587 0240 ~ - 200 KÓPAVOGUR FAX 587 0250 Eftir að upp á jökulinn er komið er stefnan sett á eina af yfirgefnmn rat- sjárstöðvum Bandaríkjahers á jöklin- um, sem kllast Sea Bass, en margir þekkja undir heitinu Dye II. Frá Dye II verður ekið áfram austur yfir jökul- inn niður til Isartoq. Leiðin niður að Isartoq er sú sama og þeir félagar Ólafur Öm Haraldsson, Haraldur og Ingvar gengu þegar þeir fóru gang- andi yfir Grænlandsjökul fyrir nokkra. Undirbúningur fyrir þessa ferð hef- ur staðið yfir í sex mánuði og hefur ekkert verið sparað við að undirbúa mannskap og búnað þannig að hægt verði að bregðast við öllum þeim að- stæðum sem geta komið upp í ferð sem þessari að sögn þeirra Amgríms og Lofts Ágústssonar hjá Toyota/Arct- ic Tracks. íslensku þáttakendumir munu, að Ef þessi leiðangur heppnast vel gæti hann orðið til þess að opna augu Grænlendinga fyrir nýjum valkostum í ferðamálum. Eini möguleikinn til ferða milli byggðarlaga í dag eru dýr- ar þyrluferðir, en sérbúnir jeppar gætu í einhverjum tilfellum leyst þær af hólmi. Flatarmál Grænlands er 2.175.000 ferkílómetrar, frá norðri til suðurs eru 2.760 kílómetra, en frá austri til vesturs er vegalengdin um 700 kOó- metrar. Á Grænlandi búa um 56.000 manns í 16 bæjum og 54 þorpum með fram strandlengjunni. í höfuðstaðn- um, Nuuk, búa um 13.000 manns, en það er einn fárra staða sem eru með opna höfn mestan hluta ársins, en þaðan leggur leiðangm-inn upp eftir nokkra daga. -JR Avital sportbflasýningin í Laugardalshöll 13.-16. maí: Bílar, mótorhjól og go-kart - mörg þúsund vatta hljómtækjakeppni Eins og fram hefur komið áður í DV verður haldin vegleg sportbílasýning í Laugardalshöll í næstu viku. Þar verða til sýnis helstu sport- bílar landsins, auk þess sem nokkrir bílar verða sýndir hér á landi í fyrsta skipti. Sem dæmi má nefna bíla eins og Porsche Boxter, Audi TT og fleiri. Mikið verðm- lagt upp úr þessum frumsýningum eins og gert er erlendis og má búast við „sjóvi“ sem ekki hefur sést hér áður. Þeir sem standa að þessari sýningu era þeir sömu og héldu sportbílasýninguna í Digranesi fyrir tveimur árum, sem 12.000 mannns sóttu, og miðað við umfang þessarar sýningar má bú- ast við enn fleirum núna. Boðið verður upp á þétta dagskrá, eins og hljómtækjakeppni þar sem keppt er um bestu græjumar og tískusýningu svo eitthvað sé nefnt. Einnig stendur til að vera með Go-kart keppni á bílastæðinu fyrir neðan höllina á laugardeginum. Auk þess verður mótorhjóla- sýning í kjallaranum, þar sem sýnd verða sum af hraðskreiðustu hjólum landsins, og einnig má búast við nokkrum framsýningum þar, eins og á Suzuki 1300 Hayabusa og Ducati 996. Rúsínan i pylsuendanum er svo Ferrari-sýn- ing á keppnisbíl Schumachers síðan í fyrra auk F355 bílsins. Af öllu þessu má ráða að þessi viðburður er eitthvað sem fólk með áhuga á hraðskreiðum bílum og mótorhjólum má ekki láta fram hjá sér fara. -NG SP0RTBÍIASÍNIN6 ■■■■ A V I T /\ L W UU6ARDALSHÖLIINNI U.-H.MAÍ ^L> www.bilasyning.com AVITAL Eskimo modets syno fatnoi frá <C casail flF FLOTTUSTU SPORTBILUM LflNDSII t.! tówHScíwwáe-.ted zpb mmðM 05 flsfðHgf -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.