Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 EH HffiiiUir ■ ■ %#■■■■■■■ Bandarískir vísindamenn komust aö merkilegum niöurstööum: Að beygja og deila er jafnt fyrir heila Svarthol dregur til sín plánetu með ógnarmiklu þyngdarafli sínu. En hvernig ætli það sé á litinn? Spelke komst einnig að því að þegar glímt er við aðgerðir eins og að læra margföldunartöfl- una Ijómar það svæði heilans sem jafnan er notað þegar ný orð eru lögð á minnið. sem tala bæði ensku og rússnesku reiprennandi. Mismunandi stærð- fræðiþrautir voru lagðar fyrir hóp- inn, annars vegar þrautir sem þarfnast nákvæmra svara eins og samlagning tveggja talna og hins vegar þrautir sem þarfnast nálgana. Hópurinn var síðan prófaður á báð- um tungumálum. Allir nemendum- ir svöruðu samlagningarþrautunum hraðar þegar þeir voru spurðir á móðurmálinu, þ.e. því tungumáli sem þeir höfðu lært á. Hins vegar skipti tungumálið ekki sköpum þeg- ar nálgunarþrautunum var svarað. „Fyrst niðurstaðan er sú að þegar viö lærum staðreyndir talnareikn- ings er þaö tengt því tungumáli sem við lærum það á standa börn mjög illa sem læra á tungumáli sem þau nota ekki þegar þau fullorðnast. Niðurstöðumar sýna að það er mjög erfitt að skipta á milli,“ segir Eliza- beth Spelke, prófessor í heila- og hugfræðum. Vísindamönnum veitti ekki af því að rannsaka heila Hómers Simpsons. Það mætti halda að þessi ungi drengur væri að hefja sig til flugs að hætti risaeðlanna. Fljúgandi risaeðlur Fyrstu fúglarnir lærðu að fljúga með því að hlaupa hratt og blaka vængjun- um, ekki með því að stökkva úr háum trjám eins og hingað til hefúr verið haldið. Þessu komust bandarískir rann- sóknarmenn að á dögunum. Hvemig fuglar byrjuðu aö fljúga hefur löngum reynst vísindamönn- um hulin ráðgáta. Flestir em sam- mála því að þeir hafi þróast frá risa- eðlum en hvemig þeir tóku flugið hefur verið riflst um i margar aldir. Gagnrýnendur hlaupakenningar- innar segja að fomfuglarnir hafi ekki getað náð nógu miklum hraða með hlaupum til þess að ná á flug með vængjablaki. En fomleifafræð- ingar í Los Angeles sýndu með loft- mótstöðuútreikningum og þekktum steingervingagögnum að elsti þekkti fuglinn, hinn 150 ára gamli Archaeopteryx, gat náð nógu mikl- um hraða á hlaupum til þess að hefja sig til flugs. Þeir litu á hreyfi- en ekki lyftiorku sem þann kraft sem nauðsynlegur er til flugtaks. Fomleifafræðingarnir sögöu jafn- framt að mikilvægi kenningarinnar lægi í því að einnig væri hægt að beita henni á forfeður Archaeopteryx. Vængjaðar risaeðl- ur hafa þá getaö hlaupið hraðar og forðast rándýr með því að blaka vængjunum. Afkomendur þeirra hafa þá væntanlega hlaupið hraðar og hraðar þar til fætur þeirra hættu að snerta jörðina. jjír, Nóg er hringja sér um Nýr farsími frá Ericsson: Meö raddstýrðri hringingu ma að segja nafn þess sem á i viö T18-símann og hann af||anginri. Ericsson hefur sett á markað hér á landi hinn nýja T18 GSM farsíma, en hann býður upp á marga nýja möguleika. Þetta er fyrsti sím- inn í nýrri T-línu fyrirtækisins en það em símar sem hannaðir eru sér- staklega fyrir kröfuharða neytendur. Ein af helstu nýjungum símans er raddstýrð upphringing. Síminn get- ur munað 10 númer á þennan hátt og þegar eigandinn vill hringja í eitthvert þessara númera þá opnar hann einfaldlega símann og segir nafn þess sem hann vill hringja í. Síminn sér um afganginn. Aðrir eiginleikar símans eru svo innbyggður titrari sem auðveldar notandanum að verða var við að verið sé að reyna að ná í hann. Virk- ur flipi T18-símans gerir það einnig að verkum að auövelt er að svara og enda símtal. Bleik svarthol? moEi Er mögulegt að svarthol séu bleik? Ástralskir vísindamenn segja já. Ástralskir vís- indamenn hafa að undanfómu kom- ist að því að sum svartholanna sem þeir hafa fest á mynd era bleik og aðspurðir hafa þeir ekki hugmynd af hverju. „Við komum af fjöllum, höfum ekki hugmynd," segir Paul Francis, lektor hjá Þjóðarháskóla Ástralíu. „Viö eram hins vegar nokkuð vissir um að það era ekki svartholin sjálf sem eru bleik. Bleiki liturinn kem- ur frá gasi sem umlykur þau.“ Nið- urstöður rannsóknarhópsins vora kynntar á Fresh Science ráðstefn- unni í Melbourne fyrir skömmu. Svarthol og það gífurlega þyngdar- afl sem umlykur þau hafa löngum átt huga stjamffæðinga. Vegna þess að svartholin gleypa jafhvel ljósið í kringum sig hefur athygli vísinda- heimsins jafnan beinst að því sem á sér stað í kringum „munn“ þeirra. Francis sagði að það væri nokkuð auðvelt að eygja bleiku blettina í geimnum en erfiðara þegar það kemur að því að sanna að þama séu svarthol á ferð. „Þessi svarthol era í meira en milljarða ljósára fjarlægð og meira en hundrað þúsund sinn- um daufari en ljós sem mannsaugað getur numið. Það tók samanlagða vinnu fjögurra af öflugustu sjónauk- um Ástraliu til þess að komast að því hvað þetta var,“ sagði Paul Francis. Þessar fregnir frá Ástralíu hleypa eflaust lífl í rannsókn þeirr- ar huldu ráðgátu sem svarthol eru. Francis sagði að það væri nokkuð auðvelt að eygja bleiku blett- ina í geimnum. Að læra marg- földunartöfluna er ffekar eins og að leggja inn- kaupalista á minnið heldur en æflng á stærðfræðigetu heilans, segja bandarískir og franskir rann- sóknarmenn sem hafa rannsakað þetta að undanfornu. Einnig komust þeir að því að tungumálahæfileikar hafa mikil áhrif á stærðfræðilær- dóm. Rannsóknarmennimir sögðu að niðurstöður þeirra hjálpuðu ekki einungis við að skilja undraheim heilans heldur sé einnig hægt að leggja nýjar línur i stærðfræði- kennslu með þær til hliðsjónar. 5x7 = hypothalamus í rannsókninni var notast við svo- kallaða fMRI heilaskönnunartækni og voru heilar franskra nemenda skannaðir meðan þeir leystu stærð- fræðiþrautir. Þegar nemendur feng- ust við nálganir ljómuðu þau svæði heilans sem jafnan era notuð til rýmisútreikninga og þrívíðarskiln- ings og einnig ljómuðu þau svæði sem notast til að stjórna handa- og augnhreyflngum.“Þetta bendir til þess að þegar fólk fæst við nálganir imyndi það sér tölurnar á linu, hæfileiki sem tengist rými. Þetta era mikilvægustu upptök stærð- fræðiinnsæis heilans,“ segir Eliza- beth Spelke sem stjómaði hópnum. Hún komst einnig að því að þegar glimt er við aðgerðir eins og að læra margfoldunartöfluna ljómar það svæði heilans sem jafnan er notað þegar ný orð era lögð á minnið. Erfitt að skipta á milli Rannsóknarhópurinn notaðist einnig við rússneska innflytjendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.