Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 4
rarai ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 Eggert Gíslason sér um Maus.is: Heimasíðan Eggert Gíslason hefur haldlð heimasíðu Maus gangandi í tæp þrjú ár. Hann segir að mjög mikil útlitsbreyting síð- unnar sé á næstu grösum. er málgagn hljómsveitarinnar - og hjálpar mjög meö kynningu erlendis ipw'HWHujHgw' | Hin geðþekka í| rokksveit Maus 'I w _ ij.- j hefur haldið úti J I heimasíðu í tæp t þrjú ár, eða allt frá því að Eggert Gíslason bassa- leikari notaði heimasvæðið sitt í Háskólanum til að miðla upplýsing- um um bandið á Netinu. Ári síðar varð www.maus.is svo að veru- leika í kjölfar útkomu nýrrar breið- skífu sveitarinnar, Lof mér að falla að þínu eyra. Maus.is hefur síðan verið með áhugaverðari heimasíð- um íslenskra hljómsveita og því ákvað DV-Heimur að hafa samband við Eggert og spjalla við hann um hljómsveitarvefnað. „Maus.is hefur að útlitinu til ver- ið eins síðan hún var sett upp fyrir tæpum tveimur árum,“ segir Egg- ert, „en ég hef stöðugt verið að upp- færa fréttir og annað slíkt. Bylting mun hins vegar verða á síðunni í haust í kjölfar útgáfu nýrrar plötu. Síðustu tvö árin hafa orðið gríðar- legar breytingar hvað varðar heima- síðugerð og því er núverandi heima- siða ekki nálægt því að vera eins góð og hún gæti verið. Það breytist allt í haust, því þá verður heimasíðan mun léttari en hún er nú, auk þess sem ýmislegt verður gert meira spennandi fyrir notendur. Til dæmis verður gesta- bókin með öðru sniði og heimasíðan öll verður miklu gagnvirkari." Góð markaðssetning Hversu mikilvœgt teluröu aö sé fyr- ir íslenskar hljómsveitir aó halda úti góöri heimasíöu? „Það skiptir mjög miklu máli að mínu mati. Þetta er sérstaklega þægilegt hvað varðar markaðssetn- ingu utan landsteinanna. Maður hefur einmitt orðið var við að marg- Ég hika heldur ekki við að segja frá því sem mér mislíkar og hef reyndar lent í að meðlimir ákveð- ins bæjarfélags ofsóttu gestabókina þegar ég sagði skoðun mína á staðnum eftir að við höfðum spilað þar á tónleikum. ir noti Netið til að leita uppi hljóm- sveitir og því er mikilvægt að þeir finni upplýsingar um hljómsveitina þegar þeir leita. Það hefur einnig komið fyrir að við fáum umfjöllun í erlendum blöðum hreinlega út á heimasíðuna, sem kemur sér mjög vel. Miðað við hvað íslendingar virð- ast svo vera vel nettengdir er mjög skynsamlegt að halda úti öflugri heimasiðu. En þá er líka mikilvægt að hafa eitthvert áhugavert lesefni á síðunni, því fólk hefur tiltölulega takmarkaðan áhuga á myndum. Og einnig skiptir þá máli að textinn sé uppfærður reglulega þannig að áhugasamir geti fengið nýjustu fréttimar beint í æð. Að uppfæra reglulega er í raun mikilvægara en bara að setja upp heimasíðu sem stendur síðan óhreyfð." Hljómsveitin Maus hefur haldið úti heimasíðu um nokkurt skeið og telja þeir piltar það hjálpa sér talsvert við kynningu hljómsveitarinnar. Málgagn Maus „Eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast við Maus.is er að við höfum skrifað um hverja ein- ustu tónleika Maus frá upphafi, þannig að ef fólk hefur einhvem tímann farið á tónleika með okkur þá getur það séð á Netinu hvað okk- ur fannst um þá. Á nýju síðunni stefni ég að því að setja þennan hluta síðunnar í gagnagrunn þannig að hægt verði að leita í grunninum að einstökum tónleik- um. Við höfum líka haft síðuna mjög persónulega og allt sem ég set inn á hana er mjög frjálslegt. Það má í raun segja að Maus.is sé hálfgert málgagn hljómsveitarinnar sem færir aðdáendur miklu nær hljóm- sveitinni en annars væri mögulegt. Ég hika heldur ekki við að segja frá því sem mér mislíkar og hef reynd- ar lent í að meðlimir ákveðins bæj- arfélags ofsóttu gestabókina þegar ég sagði skoðun mína á staðnum eftir að við höfðum spilað þar á tón- leikum." Teluröu aö íslenskar hljómsveitir nýti sér möguleika Netsins almennt vel? „Mér finnst þær nýta sér þennan möguleika alltof lítið. Það er reynd- ar nokkur uppsveifla í þessu hjá www.maus.is hardcore-hljómsveitunum og þeim sem taka þátt í þeirri bylgju. Það finnst mér rosalega gott framtak sem er orðið löngu tímabært. En þó svo undantekningar séu til í öllum tegundum af tónlist hér á landi þá finnst mér Netið vera mjög illa nýtt af íslenskum hljómsveitum," segir Eggert Gíslason, bassaleikari og vefsmiður Maus, að lokum. £1 m m Neðanjarðartónlist vinsæl á Netinu: Dordingull kominn með 185.000 heimsóknir Það er gríðarlega mikilvægt fyrir tóniist eins og þessa að hafa málsvara á Net- inu, þar sem margir átta sig ekki á þvi að hér er á ferðinni ungt fólk sem er að gera spennandi hluti. - sér m.a. um veftímaritið Harðkjarna www.dordinguU.com ræðutafla þar sem fólk getur spjallað um allt það sem því liggur á hjarta auk þess að skiptast á skoðunum við aðra dordingla. Svo er einnig að fmna svæði á Harðkjarna sem kallast Hljómskálinn þar sem finna má sýnishorn af er- lendri tónlist. Ég skrifa alltaf til er- lendra plötuútgáfna og spyr hvort ég megi ekki setja upp sýnishom af tón- Ust þeirra hjá mér. Viðbrögðin við því hafa nær alltaf verið mjög jákvæð." Áhugi vakinn erlendis En hvernig byrjaöi þetta allt saman? „Það hafði lengi verið draumurinn hjá mér að gera heimasíðu sem fjall- aði um íslenska tónlist. Fyrst gerði ég heimasíðu með tenglum á ýmsa hljómsveitarvefi og svo gerði ég heimasíðu fyrir Sigurrós. Þar næst kom heimasíða fyrir Spitsign og að lokum varð draumurinn að veru- Þeir Sigvaldi Jónsson og Reynir Haraldur Þorgeirsson eru umsjónarmenn Dordinguls. Þeir telja að mikilvægt sé fyrir neðanjarðartónlist að nýta Netið vel til kynningar og því ákváðu þeir að taka slíkt kynningarverkefni að sér. DV-mynd Teitur í kjölfar þess að hljómsveitin Mínus sigraði í Músíktilraunum nú í vor hefur svokölluð hardcore-tónlist komið sífellt meira fram á sjónar- sviðið. Hardcore-bylgjan á sér þó talsvert lengri aðdraganda og hefur fylgjendum þessarar tónlistarstefnu fjölgað hratt síðustu misserin. Ekki alls fyrir löngu var opnaður vett- vangur fyrir áhugafólk á þessum vettvangi á Netinu, www.dording- ull.com Þeir sem standa fyrir þessu framtaki heita Sigvaldi Jónsson og Reynir Haraldur Þorgeirsson. Til að forvitnast nánar um fyrirbærið tókum við hinn fyrmefnda tali. Hvaö er Dordingull? „Það er heimasíða sem kynnir bæði íslenska og erlenda tónlist þó innlent efni sé í algjöru fyrirrúmi. I raun má segja að meginmarkmið okkar sé að láta fólk vita að það sé til önnur tónlist en vinsældapoppið þó hún fái ekki mikla athygli í stærri fjölmiðlum. Harðkjarninn vinsælastur Það má með sanni segja að það hafi tekist mjög vel. Heimasíðan hefur ver- ið gríðarlega vel heimsótt, en alls hef- ur hún fengið rúmlega 185.000 „hit“ síðan hún hóf starfsemi í mars. Þetta myndi ég segja að væri mjög gott fyr- ir íslenskan vef sem hefur aldrei ver- ið kynntur opinberlega. Við höfum líka fengið frábær við- brögð frá þeim sem hafa kíkt inn. Til að byrja með fengum við mikið af tölvupósti þar sem fólk þakkaði fram- takið, en nú er komin upp gestabók sem tekur við slíkum ummælum. Vinsælasti hluti Dordinguls er svæði sem kallast Harðkjami. Það er í raun tímarit á Netinu þar sem fjall- aö er um tónlist frá ýmsum sjónar- homum. Þar er meðal annars um- leita að styrktaraðilum að undan- fómu og fengið ágæt viðbrögð til að byrja með þó svo ekkert sé enn kom- ið í ljós með það hverjir ætli að styrkja okkur. Að mínu mati er það þó þess viröi því það er gríðarlega mikilvægt fyrir tónlist eins og þessa að hafa málsvara á Netinu, þar sem margir átta sig ekki á því að hér er á ferð- inni ungt fólk sem er að gera spenn- andi hluti. Mörgum finnst þetta vera hávaði og þess vegna hljóti þeir sem Meginmarkmið okkar er að láta fólk vita að það sé til önnur tónlist en vinsældapoppið þó hún fái ekki mikla umfjöllun í fjölmiðlum. búa til svona tónlist að vera alslæm- ir en sú er ekki raunin." hygli út á þetta og sérstaklega skemmtilegt að lesa athugasemdir frá útlendingum um hljómsveitimar. Sigurrós og hljómsveitin Shíva frá Akureyri hafa til dæmis greinilega vakið athygli meðal erlendra net- verja." En tekur þaö ekki talsvert d aó halda úti starfsemi eins og þessari? „Ja, ég borga núna fyrir þetta sjálf- ur og það verður að segjast að tals- verðir fjármunir fara í þessa starf- semi. Við höfum reyndar verið að leika og Dordingull varð til. Ég er þó að sjálfsögðu ekki einn í þessu því hljómsveitimar eru sjálfar mjög virkar i að senda fréttir og slíkt. Það hefur verið gaman að sjá hvað hljóm- sveitimar hafa fengið mjög mikla at- Hljómsveitin Mínus er ein þeirra sem finna má á Dordingulsvefnum. Dr. Gunni: Varist mammútana Dr. Gunni. koma öllu sínu á framfæri, frétt- um og tónleikaauglýsingum og fleiru." En er eitthvaö sérstakt sem er ábótavant? „Ja, sumar hljómsveitir, sér- staklega þessar stærri, eins og t.d. GusGus, (http://www.4ad. com/artists/gusgus/art.htm) eru með svolítið ópersónulegar heimasíður sem eru greinilega umtar af einhverjum sem er í vinnu hjá þeim. Þá verður þetta svolítið eins og einhver stallur sem þú þarft að krjúpa fyrir framan í stað þess að þú komist í snertingu við bandið. Svo vantar stundum upp á að hljómsveitir uppfæri síðurnar sínar. Sem dæmi stóð okkar heimasíða ósnert í rúmt ár. Slík- ir steinrunnir mammútar eru að sjálfsögðu ekki til að sýna al- menningi að mikið sé að gerast hjá hljómsveitinni. Þannig að böndin þurfa að varast mammút- ana,“ segir Dr. Gunni að lokum. Hægt er að nálgast heimasíður fjölda íslenskra hljómsveita á Fókusvefnum á www.visir.is Dr. Gunni er spekingur Fókuss um tónlist og því fannst DV-Heimi tilvalið að fá hann til að tjá sig um það hvað honum þætti um net- væðingu íslenskra tónlistar- manna. „Já, ég hef tcdsvert skoðað það sem hljómsveitimar hafa fram að færa,“ segir Doktorinn, „enda á ég náttúrlega eina þessara heima- síðna, fyrh hljómsveitina Unun (http://this.is/unun). Það eru nokkrar hljómsveitir sem skera sig úr þeirri flóru að mínu mati. Til dæmis eru Quarashi (http://ntwww.strengur.is/qrc/) með nokkuð „pró“ síðu útlitslega séð auk þess sem þeh átta sig á notagildi Netsins og uppfæra reglulega það sem þar er að finna. Maus-síðan (http://www.maus.is/) er einnig mjög góð og nýja síðan hjá Bella- trix (http://www.bellat- rix.co.uk/) einnig. Svo sér Stebbi Hilmars einnig mjög vel um heimasíðu Sálarinnar (http://www.mmedia.is/salin/). Ópersónulegar Að mínu mati skipth þetta talsverðu máli fyrh böndin ef þau vilja vera lifandi. Þetta er frábær leið fyrh böndin til að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.