Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 7
m m ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1999 U^laMaea" ■ ■■■■■■■ 23 PlayStation 2: Tilfinningavélin frumsýnd Miðvikudaginn 3. mars síðastlið- inn svipti Sony hulunni af PlayStation 2 leikjatölvunni. Á sérstakri kynningu, sem fram fór í Tokyo, sýndi Sony hundruðum blaðamanna innvolsið og tæknilega getu PlayStation 2. PlayStation 2 hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu um allan heim og enn þarf að bíða því búist er við að tölv- an komi ekki á markaðinn fyrr en í árslok 1999 í Japan og ekki fyrr en í árslok 2000 í Evrópu. Nýja tölvan mun verða gríðar- lega öflug. Vinnsluminnið verður 32 MB og 128 bita örgjörvi mun svo stýra herlegheitunum á 300 Mhz hraða. Tölvan mun verða aft- urvirk, þ.e. hún kemur til með að geta spiláð alla gömlu PlayStation leikina, auk þess sem fastlega er búist við að hún eigi að skarta DVD drifi. Ekkert nafn Þó svo að Sony sé búið að láta heimspressunni í té allar upplýs- ingar um tæknilega hlið PlaySta- tion 2 situr Sony enn á mörgum mikilvægum staðreyndum. Ekki er búið að búa til eintak af nýju tölv- unni í þeirri mynd sem koma á á markað og því veit enginn hvemig nýja tölvan á að líta út, þó margir hafi reynt að ímynda sér það. Eng- inn veit hvað hún á að heita þó marga gruni að Sony hendi ekki Playstation 2 ? Enn hafa menn ekki hugmynd um það hvernig PlayStation 2 kemur til með að líta út. Meðan ástandið er slíkt hafa menn þó enn leyfi til að láta sig dreyma og hérna má sjá nokkrar hugmyndir áhugamanna um það hvernig PS2 gæti komið mönnum fyrir sjónir. PlayStation nafninu. Ekkert verð hefur heldur verið nefnt en sér- fræðingar í þessum efnum giska á 199 til 249 pund, um 20.000 til 25.000 íslenskar krónur. Tilfinningavél Örgjörvinn sem mun keyra PlayStation 2 vélina hefur verið kallaður „Emotion Engine" sem gæti útlagst á íslensku tilfmninga- vél. Örgjörvinn dregur nafn sitt af því að hann er svo kraftmikill að hann á að geta gert leikina „gáf- aða“. Með þessu er átt við að hann líki ekki einungis eftir raunveru- legu útliti hluta heldur reikni hann út hvað þeir gera, hvernig þeir haga sér og hugsa í raunverulegum að- stæðum. Hann mun sem sagt eiga að bæta það sem er helsti Akkilles- arhæll margra leikja í dag, að tölvu- mótheijar hafa ekkert vit og haga sér eftir því. Framhaldsleikir Búist er við því að öll helstu hug- búnaðarfyrtækin eigi eftir að fram- leiða leiki fyrir PlayStation 2 enda búast flestir við að vélin eigi eftir að slá öll sölumet. Fastlega má búast við því að fyrstu leikirnir sem gefn- ir verða út verði af framhaldskyninu svonefnda. Sögusagnir eru þegar farnar að heyrast um leiki eins og Metal Gear Solid 2, Tomb Raider 4, Gran turismo 3 og Tekken 4. Fram- haldsleikir hafa reyndar alltaf fylgt PlayStation vélinni og hafa helstu metsöluleikir siðustu ára verið af þeim toga. Helstu keppinautar Sony á þessum markaði, Nintendo, hafa ekki tekið fréttunum af PlayStation 2 þegjandi. Siðustu vikur hafa lekið út fréttir um nýja vél frá Nintendo, sem á að verða kraftmeiri en vélin frá Sony. Hvort sem það verður raunin eða ekki verður fróðlegt að fylgjast með því og víst er að spennandi tímar eru fram undan hjá leikjavinum. Örgjörvinn hefur verið kallaður „Emotion Engine“ sem gæti útlagst á íslensku tilfinningavél. Örgjörvinn dregur nafn sitt afþví að hann er svo kraftmikill að hann á að geta gert leikina „gáfaða Al Gore í baráttu gegn netofbeldi í ljósi atburðanna í Colorado, þar sem tveir ungir drengir gengu ber- serksgang og myrtu bæði kennara og samnem- endur sína, hefur gagnrýni á of- beldi í sjónvarpi og á Netinu auk- ist. Nú hefur A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, bæst í hóp þeirra sem vilja spoma við óheftu aðgengi imgmenna að of- beldi og öðru vafasömu á Net- inu. Hefur hann ásamt öðram kom- ist að samkomu- lagi við flest stærstu netþjón- ustufyrirtæki Bandarikjanna um að þau leggi sitt að mörkum í því máli. Samkomulag- ið felur í sér m.a. að fyrirtækin sjái foreldrum fyrir forritiun til að hindra aðgang að vissum heimasíðum og eins fylgjast þau með því á hvaða staði ungmennin leita og láta þá foreldra vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Margir þeir sem hafa lengi barist gegn ofbeldi, klámi og ýmiss konar óæskilegum hliðum Netsins hafa viljað sjá jafti- vel harðari aðgerð- ir en þær sem fel- ast í samkomulag- inu. Það er hins vegar erfttt í fram- kvæmd þar sem slíkar aðgerðir höggva of nálægt lögum rnn tjáning- arfrelsi. fjVJ I) hií | Tribes 2 á leiðinni Leikjavinir hafa margir hverjir spilað hinn frá- bæra leik Tribes á Netinu. Nú hefur Dynamix fyrirtækið, sem framleiðir Tribes, tilkynnt að Tribes 2 sé á leiðinni. Tilrauna- útgáfa af leiknum verður frum- sýnd í vikunni á hinni árlegu leikjasýningu E3 í Los Angeles. Talsmaður Dynamix segir að all- ar helstu betrumbætur sem bú- ast megi við af framhaldsleik verði til staðar. Fleiri vopn, betri grafik og ekki síst fleiri spilarar í hverjum leik. En það sem aðallega er lagt áherslu á að laga er hraðinn á leiknum, sem verður aukinn svo um munar. Tribes 2 mun koma samtímis út fyrir PC og Macintosh og áætlað er að hann verði tilbúinn á markað í byrjun ársins 2000. 2000-vandi bænda Bændur um heim allan hafa í gegnum ald- imar þurft að verja uppskeru sína fyrir ýmiss konar óværu, eins og skordýr- um og illvígum sjúkdómum. Nú stendur þeim ógn af heldur ólíkri óværu en þeir eiga að venjast eða 2000-vandanum svo- kallaða. Matvæla- og landbún- aðarráð Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur varað við því að 2000-vandinn geti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar á landbúnað og þá aðallega dreiflkerfi land- búnaðarafurða sem séu oft mik- ið tölvuvædd. FAO hefur samt aðallega áhyggjur af andvara- leysi iðnaðarins gagnvart þess- um vágesti. Telur ráðið að al- varleg vandamál geti komið upp hjá þjóðum sem reiða sig mikið á útflutning landbúnað- arafurða og eins hjá þjóðum sem flytja mikið inn og reiða sig á framleiðslu annarra þjóða. Serbar á Netinu Astand fjar- skipta og póst- mála í Júgóslavíu er ekki upp á marga fiska þessa dagana eins og við er að búast. Loftárásir NATO hafa gert það að verkum að símkerfi og póstkerfi landsins eru í lamasessi. Vegna þessa hafa Serbar leitað meira á náð- ir Netsins og hefur tölvupósturinn jafnvel orðið staðgengill almenna póstkerfisins. Serbar sem búa ann- ars staðar í Evrópu hafa komist i samband við ættingja sína í gegnum Netið og margir lesa jafnvel bæjar- blöðin á Netinu til að fylgjast með hvort þeirra heimabyggð sé í hættu. Netið er einnig notað á annan hátt í Júgóslavíu þessa dagana. Sumir heimamenn hafa komið upp vefsíð- um þar sem skráð er hvar sprengjur NATO lenda og hve miklar skemmd- ir hafa átt sér stað. Ungt fólk í Júgóslavíu hefur einnig notað Netið til að koma mótmælum sínum gegn loftárásunum á framfæri. Dæmi eru um vefsíður þar sem myndir af af- leiðingum loftárásanna hafa verið komnar upp aðeins fáum klukkutím* um eftir að atburður áttisérstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.