Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Blaðsíða 4
24 + ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Fleiri gera leiki fyrir Mac Interplay, sem er fyrirtækið á bak við Bald- ur’s Gate og Descent-leikina, hefur á prjónunum að gera Baldur’s Gate og Descent 3 fyr- ir Mac. Hefur Interplay gert samning við fyrirtækið Grap- hic Simulations um að gera Mac-útgáfur af þessum tveimur leikjum. Graphic Simulations er þekkt fyrir gamalgróna Mac- leiki eins og F/A18 Hornet og Hellcats over the Pacific sem báðir eru flugleikir. Inn i þess- um samningi eru plön um að gera F/A18 Homet fyr- ir Windows. Þessi áform koma ekki á óvart þar sem mun fleiri tölvu- leikjafyrirtæki eru farin að huga að útgáfu leikja fyrir Macintosh eftir vel- gengni iMac tölvunnar. Stökkbreytt Melissa Melissa-tölvu- veiran sem ,y. gerði allt vit- laust í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum vikum hefur skotið upp kollinum aftur í stökk- breyttri útgáfu. Þessi útgáfa af Melissu er þannig að skjalið sem inniheldur veiruna hefur ekki lengur endinguna .doc, heldur RTF. í raun er ekki erfitt að gera þessa breytingu á veirunni, ein- ungis hefur verið nóg að breyta nafni skjalsins. En þessari nýj- ustu útgáfu Melissu svipar tO veiru sem kallaðist CAP og fannst árið 1997. Sú veira þreytti .doc-skjölum í RTF-skjöl og því hefur mönnum dottið í hug að fyrsta útgáfa Melissu hafi kom- ist í tölvu sem sýkt var af CAP- veirunni og þannig hafi veirurn- ar í raun unnið saman að því að þúa tO nýja, stökkbreytta veiru. Rifist yfir nafni Tölvuleikjafyr- irtækið Big Red Rock er að framleiða hlut- verkaleik sem á að heita Mystic Isle: The Dar- kening og er aUt gott um það að segja en nú er komið babb í bátinn. Fyrirtækið Cyan sem framleiddi leikinn Myst er ekki par ánægt með heitið á leikn- um þar sem það inniheldur orðið mystic sem þeim finnst líkjast orðinu myst of mikið. Cyan hefur hótað Big Red Rock málshöfðun ef nafninu verður ekki breytt. Big Red Rock hefur ákveðið að láta þetta eftir Cyan þó ekki séu aUir sáttir við það. Þeir segjast einfaldlega hvorki hafa tíma né peninga tO að verjast í dómssölum. Hefur Big Red Rock ákveðið í kjölfarið að efna til samkeppni á Netinu um besta nafnið. í verðlaun eru 50 doUarar eða 3.500 krónur og einnig mun aðalsöguhetja leiksins bera nafn vinnings- hafans. Ef fólk viU reyna við þetta er slóðin http://www.bigredrock.com /mysticisle/ Magnús S. Magnússon, skapari Theme-hugbúnaðarins, hefur unnið að þróun hans í rúm 20 ár í tengslum við rannsóknir sínar á atferli. Hann telur að hugbúnaðinn megi nota á mjög fjölbreyttan hátt. DV-mynd E.ÓI. Skiptir máli hvort stúlkan er hrifin Athyglisverðar niðurstöður komu í ljós þegar Theme var not- að til rannsóknar á samskiptahegð- un ungs fólks við þeirra fyrstu kynni með aðalá- herslu á sam- skipti kynjanna. Rannsökuð voru 80 pör og niður- stöður rannsókn- arinnar sýndu að þegar stúlkan hafði áhuga á pUt- inum sem hún tal- aði við þá urðu samskipta- mynstrin sem mynduðust milli þeirra lengri og flóknari en hjá þeim pörum þar sem stúlkan hafði engan áhuga á piltinum. Hins vegar virtist það ekki hafa nein áhrif á samskipta- mynstrin hvort pUturinn hafði áhuga á stúlkunni eða ekki. Þessi hátternisfræði- lega rannsókn var gerð af prófessor K. Grammer og K. Kruck við Max- Planck-Institut í Þýskalandi í samstarfi við Magnús. laasa Fjölbreytni hjá mæðrum Theme hefur sýnt fram á að hegðunarmynstur eru mjög mis- munandi miUi for- eldra og fatlaðra barna þeirra og skiptir kyn þar mestu máli. At- huguð voru sam- skipti foreldra og bama í tengslum við lausn vanda- mála. Flóknust og lengst reyndust vera samskipta- mynstrin milli móður og fatlaðs sonar hennar en einföldust og styst voru mynstrin milli móður og fatlaðrar dóttur. Samskipti föður svipaða tUhneygingu en munur- inn var mun minni milli kynja barnanna þegar faðirinn átti í hlut. Samskipti feðra við fótluð börn sín voru því flóknari en milli dóttur og móður en einfaldari en milli sonar og móður. Fram kom í þessari rann- sókn að svipaður munur á sam- skiptum er meðal foreldra og heil- brigðra barna þeirra. Þessa rannsókn gerði dr. Tryggvi Sig- urðsson sem dokt- við fötluð börn sín reyndust hafa orsrannsókn við Parísarháskóla. Hugsanleg nýting Theme: Oteljandi möguleikar - gæti t.d. reynst vel í heilbrigðiskerfinu og félagslega kerfinu Theme gæti mögulega greint hættumerki í lífsferlum unglinga og þannig væri hægt að grípa fyrr inn í óheillavænlega þróun og hjálpa viðkomandi áður en það er um seinan. Margir kunna e.t.v. að velta fyrir sér að hvaða notum Theme getur kom- ið í hinu daglega lifi. Magnús S. Magn- ússon segir að í raun séu möguleik- arnir óteljandi. „Ég get nefnt sem dæmi að um þessar mundir er verið að byrja að nota Theme við rannsókn- ir á þeim sem hafa reynt að fremja sjálfsmorð," segir Magnús. „Þeir sem meðhöndla slíkt fólk segj- ast oft geta fundið fyrir því hvort ein- staklingur muni gera fleiri tilraunir til að stytta sér aldur. Hins vegar geta þeir ekki bent á það nákvæmlega hvað gefur þeim vísbendingu um slíkt. Menn vonast hins vegar til að Theme geti greint ákveðin munstur sem koma fram meðal þeirra sem eru lík- legri til að gera aðra sjálfsmorðstil- raun.“ 77/ dæmis mætti rann- saka tífshlaup ungtínga sem lenda á glapstigu og fínna út ákveðin fertí í tífsmynstri þeirra. Venju- legar rannsóknaraðferðir eiga tiltölulega erfitt með þetta en Magnús telurað Theme geti fundið ákveðin mynstur sem gætu auðveldað mönnum að grípa fyrr inn i ef vandamál er í uppsigtíngu. Mögulegur milljónasparnaður Magnús telur einmitt að Theme geti nýst mjög vel við rannsóknir á ferlum í félagslega kerflnu og heilbrigðiskerfinu. Til dæmis mætti rannsaka lífshlaup unglinga sem lenda á glapstigu og finna út ákveðin ferli í lífsmynstri þeirra. Venjulegar rannsóknaraðferðir eiga til- tölulega erfitt með þetta en Magnús tel- ur að Theme geti fundið ákveðin mynst- ur sem gætu auðveldað mönnum að grípa fyrr inn í ef vandamál er í upp- siglingu. í heilbrigðiskerfinu mætti svo láta Theme finna mynstur í sjúkdóms- ferlum eins og í æviferlum yfirleitt. „Það er að mínu mati vel hugsan- legt að með notkun Theme gæti orðið mikill sparnaður bæði í heilbrigðis- kerfinu og félagslega kerfinu. Menn gætu þannig áttað sig fyrr á því sem í uppsiglingu væri og gripið fyrr inn í og þannig jafnvél komið í veg fyrir mikið andlegt og líkamlegt tjón,“ seg- ir Magnús. íslenskur hugbúnaður hefur reynst vel við rannsóknir: Sjónauki fyrir atferlisfræöina - sýnir fram á að við hegðum okkur mun reglubundnar en við höldum Knattspyrn- an kortlögð Þegar Theme var notað til að greina upptöku af einum hálfleik í knattspymuleik urðu niðurstöð- urnar mjög athyglisverðar. Það voru liðin Barcelona og PSV Eind- hoven sem áttust við í Evrópu- keppni. í hálfleiknum voru fjögur mörk skoruð og var atferli leik- manna skráð með ýmsum hætti. Theme fann síðan út að öfl mörkin voru hluti af endurteknum mynstr- um og þar af var mynstrið sem leiddi tfl tveggja þessara marka alveg ná- kvæmlega eins í bæði skiptin. Mynstrið sem fannst stóð yfir í nokkrar mínútur og endaði síðan með marki. Það var Guðberg K. Jónsson, starfsmaður við Rannsókn- arstofu um mannlegt atferli, sem gerði þessa rannsókn. Með hjálp Theme komust vísindamenn að því að nákvæmlega sami nokkurra mfnútna aðdragandi var að tveimur mörkum í sama leiknum. flóknustu mynstrin eru þau stöðugt látin keppa innbyrðis og aöeins þau sem gefa fyllsta lýsingu „lifa af‘ og eru þannig niðurstaða mynsturleit- arinnar. Allt þetta fer fram sjálfvirkt innan Theme. Mislöng mynstur „Regluleg endurtekin mynstur í atferli geta tekið mjög mislangan tíma og þau eru oft vel þekkt og aug- ljós og mörg hafa meira að segja hlot- ið sérstöknöfn. Önnur eru hins veg- ar ósýnileg berum augum. Til dæmis tekur setningin (orða- mynstrið) „góðan daginn", sem vissulega kemur oft fyrir í lifi margra, mjög stuttan tíma. Annað reglulegt mynstur í atferli, eins og t.d. kaffipása þar sem einstaklingur sest niður, fær sér kaffi, svo sígar- ettu og stendur síðan upp, tekur hins vegar lengri tíma. Önnur vel þekkt endurtekin mynstur taka oftast mun lengri tíma, t.d. veislur, fundir, fyrirtækjasam- runi, tilhugalif, kosningar, veiðiferð- ir, kennslustundir, styrjaldir, upp- reisnir, starfsferill, sjúkdómssaga, o.s.frv. Megintilgangur Theme er að finna hulin og oftast nafnlaus mynst- ur í atferli og samskiptum af marvíslegu tagi og auka þannig skilning okkar á því sem fram fer,“ segir Magnús S. Magnússon, skapari hug- búnaðarins. Notað um allan heim Magnús hefur stundað rannsóknir í atferlisfræðum síðan hann var í námi og hefur samhliða þeim þróað hug- búnaðinn með það fyrir augum að nýta hann við rannsóknir sínar. Magnús hefur á þessum tíma gegnt prófessorsstöðum við hátternis- fræði-, mannfræði- og sálfræði- deildir á Náttúrusögusafni Frakk- lands og Parísarháskóla. Frá árinu 1990 hefur hann haldið áfram rannsókna- og þróunarstarfi sínu við Rannsóknastofu um mann- legt atferli (RMA) við Háskóla ís- lands. Magnús er ekki einn um að nýta sér Theme því aðilar við fjölda háskóla og rannsóknastofn- anna i Evrópu og Bandaríkjunum hafa notað hugbúnaðinn við rann- sóknir á atferli og samskiptum á síðustu árum. Smásjá og sjónauki Algengasta notkun Theme er að taka atferli upp á myndbönd og svo er atferlið skráð með hjálp margmiðl- í raun má segja að Theme virki eins og sjónauki eða smásjá nema í stað þess að rannsaka örverur eða stjörnurþá erum við að horfa á atfertí. Mynstrín sem fundin hafa verið með þessu móti hafa verið mjög fjölbreytt. unarhluta Theme. Margvíslegar teg- undir atburða og tímasetning þeirra eru skráðar og að því loknu leitar Theme að mynstrum í gögnunum. „í raun má segja að Theme virki eins og sjónauki eða smásjá, nema í stað þess að rannsaka örverur eða stjörnur þá erum við að horfa á at- ferli. Mynstrin sem fundin hafa verið með þessu móti hafa verið mjög fjölbreytt. Oft er þarna eitthvað á ferðinni sem manni finnst að maður hefði átt að vera löngu búinn að átta sig á en stundum er ótrúlega erfitt að greina í hverju mynstrin liggja, jafnvel þótt Theme sé búið að benda manni á þau. En grunn- niðurstöðurnar í flestöllum rannsóknum af þessu tagi eru þær að atferli er miklu reglulegra en maður heldur ^ og getur í . raun áttað sig á,“ segir Magnús. Sumir eru á þeirri skoðim að við lifum í mjög tiiviljanakennd- um heimi og að hann sé því óút- reiknanlegur í meira lagi. Aðrir telja hins vegar að flest atferli manna, dýra og annarra náttúrufyrirbrigða einkennist að miklum hluta af margvíslegum end- urteknum mynstrum - þeir telja að það sama gerist aftm- og aftur þó svo að erfitt sé að greina það. Þetta grunaði Magnús S. Magnús- son þegar hann var í doktorsnámi í Kaupmannahöfn á seinni hluta átt- unda áratugarins. Hann hóf að þróa hugbúnað á tölvu sem fæstir geta gert sér í hugarlund nú, á tímum Pentium III örgjörvans. Með 64 K í vinnslu- minni og 5 MB minni á harða diskin- um lagði hann grunninn að Theme- hugbúnaðinum sem nú, rúmum 20 árum síðar, hefur verið notaður við flölda atferlisrannsókna og vekur um jjessar mundir áhuga fiölmargra að- ila, bæði hér heima og erlendis. Endurtekningar af ýmsu tagi Það sem Theme gerir er að greina reglubundna hluti í ákveðnum ferlum og þannig getur hugbúnaðurinn bent okkur á að ákveðnir hlutir gerast aft- ur og aftur, án þess að mannshugur- inn geti nokkurn tíma greint það. Einn helsti styrkur Theme er að hugbúnaðurinn getur tekið við gögn- um af mjög fiölbreyttu tagi, allt frá einstökmn þáttum ævisögu einstak- linga, til gagna á myndböndum sem greind eru frá einum myndramma til þess næsta. Theme finnur fyrst einfóldustu endurteknu mynstrin sem saman- standa af atvikum sem skráð eru beint. Síðan eru flóknari mynstur fundin sem mynstur af þessum ein- faldari mynstnnn. En fiölmörg ein- faldari mynstur geta verið hlutar af sömu flóknari mynstrum. Til að forðast glundroða og til að finna hlJrf .UilJJHÚil / i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.