Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1999, Blaðsíða 5
- allar frístundirnar fara í áhugamálið Hlegið að Microsoft / minnisblaðinu sagði að Linux væri að verða stærra en Microsoft og var verið að visa í að Linux seldist betur en Windows 98 spurði lögmanninn þá hvort hann gæti hugsað sér einhverja ástæðu fyrir því að minnisblaðið hefði ver- ið sent áfram til lögmannanna. Þá hlógu viðstaddir og dómarinn tók undir, fullviss um að minnisblaðið hefði verið samið sérstáklega með réttarhöldin í huga. var Linux mjög óstöðugt stýrikerfí," segir Theódór, „en i dag er það oröið ótrúlega stöðugt og margfalt stöðugra en Windows nokkurn tím- ann.“ Þursinn Microsoft Ástæðan fyrir því að Linux hefur farið svo hratt fram úr Windows er að sjálfsögðu hið opna frumforrit sem gerir það að verkum að fmnist einhver galli þá fara áhugamenn víðs vegar um heiminn þegar í að finna lausn á vandanum. Áð sögn þeirra Linux-félaga þýðir þetta að oft eru fundnar lausnir á vandanum og þær komnar inn á Netið örfáum mínútum eftir að gallinn finnst. „Slíkt myndi aldrei geta gerst hjá þursum eins og Microsoft því þar gengur allt svo hægt fyrir sig. Oft þurfa menn að sitja uppi með ein- hvern galla á Windows í heilan mánuð áður en Microsoft gefur út lagfæringar.“ Sem dæmi um stöðugleika Linux nefna þeir félagar fræga tölvu úti í bæ sem notuð er sem netþjónn. Hún er svo úrelt að hún gæti varla keyrt Windows 95 og flestum þykir hrein- lega brandari að slíkar tölvur séu notaðar enn í dag. Hún keyrir hins vegar á Linux-stýrikerfi og því hef- ur hún gegnt hlutverki sinu af stakri prýði. Um daginn þurfti að slökkva á henni til að skipta um viftu og var það í fyrsta skiptiö í rúmt ár sem slökkt var á henni, þrátt fyrir að stýrikerfið hafi verið uppfært alloft á þessum tíma. Allir tölvunotendur vita hins vegar að tölvur sem keyra á Windows-stýri- kerfi þarf að endurræsa reglulega til að þær virki af fullum krafti. Fagnaðarerindið boðað En DV-Heim fýsir að vita nánar hvert hlutverk Linux-vefsins sé. „Hann nýtist sem miðstöð allra sem nota Linux hér á landi og hafa áhuga á stýrikerfmu," segir Tryggvi. „Við birtum daglega fjölda frétta af þvi helsta sem er að gerast í Linux-heiminum og veitum að- gang að hugbúnaði sem fólk getur náð sér i á Netinu. Jafnframt er Lin- ux.is vettvangur fólks sem lendir í einhverjum vandræðum með hug- búnaðinn og þarf að leita sér hjálp- ar. Bæði getur það spurt okkur ráða og einnig birt fyrirspumir á vef- spjallinu þar sem ‘1 oftast fást svör frá öðr- um Linux-notendum skömmu síðar.“ „Við höfum síðustu misseri talið fjölda manns á að stíga inn í heim Linux,“ segir Theódór. „í raun má segja að við gegnum sama hlutverki og trúboðamir gegndu í gamla daga, breiðum út fagnaðarer- indið og emm einhvers konar trú- boðar á tölvuöld." Blaðamaður kemst ekki hjá því að smitast af áhuga þeirra Tryggva og Theódórs á Linux sem er svo greinilegur í öllu fasi þeirra. En getur þessi áhugi á stýrikerfi ekki orðið fullmikill á stund- um? „Jú, kannski, segja þeir félagar og kíma, „við höfúm svo sem lent í því að fólk sem er í kringum okk- ur biður okk- ur um að tala um eitt- hvað ann- að en Lin- ux.“ Hvaö er Linux? Opiö og ókeypis ekki neitt. Annað einkenni sem leitt hefur til mikilla vinsælda Linux er að það er „opið frumforrit", þ.e. hver sem er getur sótt frumforritið aö Lin- ux á Netinu. Siðan getur viðkomandi prófað sig áfram með að búa til end- urbætur á frumforritinu eftir eigin höfði. Eftir það ákveður nefnd nokk- ur hvort endurbætumar séu nægi- lega góðar til að þær skuli fella inn i frumforritið. Þannig hefur Linux í raun verið þróað af hundruðum þús- unda notenda í gegnum árin sem hafa gefiö vinnu sína við þróun stýrikerfisins. Notendur stýrikerfis- ins eru nú orðnir rúmar 10 milljónir manna og fer þeim stöðugt fjölgandi. Linus Torvalds, hinn finnski höfund- ur Linux-stýrikerfisins. Viöburöarík vika í réttarsalnum: Þeir Tryggvi ™ j (- j I Farestveit og -f | Theódór Ragnar THFTHTIW Gíslason eru j Lmux-menn. Þeir eyða öllum fristundum sem þeir mögulega geta kreist út úr hverjum degi til að reka áhugamál sitt, Linux á íslandi, sem þeir neita staðfastlega að sé fyrirtæki. Aðal- hlutverk fyrirbærisins er að halda uppi hinni íslensku bibliu Linux, www.linux.is Linux á íslandi var stofnað í októ- ber á síðasta ári en ákvörðun félag- anna að læra á nýjan gagnagrunn og nýtt forritunarmál til að gera vefinn sem bestan úr garði tafði þá nokkuð. Linux.is er þó kominn á fullt skrið og heldur áfram að stækka og eflast með hverjum deginum. Vakningin að hefjast „Þó svo Linux-vakningin sé ekki nærri því jafnmikil hér á landi og t.d. í Bandaríkjunum þá er þetta allt að koma,“ segir Theódór af ákveðni við blaðamann DV-Heims. „Mörg fyrirtæki hér á landi eru byrjuð að nýta sér Linux og við vitum af mörg- um sem eru á leiðinni." Þeir félagar nefna sem dæmi um vöxt Linux-ráð- stefhu um stýrikerfið sem haldin var hér á landi fyrir stuttu. Hana sóttu nokkur hundruð áhugamenn um stýrikerfið. Þeir Tryggvi og Theódór segjast hafa verið að grufla í Linux í um það bil fjögur ár. „Fyrst þegar við byrj- uðum í þessu var Linux tiltölulega óþekkt stýrikerfi nema í mjög þröng- um hópum. Ég persónulega byrjaði að fikta í þessu til að prófa eitthvað nýtt og vissi í rauninni ekki mikið um tölvur í þá daga. Með fikti síðan þá hefur það hins vegar breyst tals- vert til batnaðar," segir Tryggvi. Fjögur ár eru að sjálfsögðu langur tími í hinum síbreytilega tölvuheimi og Linux hefur þróast hraðar en flest annað á þessum vettvangi og er þá mikið sagt. „Fyrir um tveimur árum Ástæðan fyrirþví að Linux hefur tekið svo hratt fram úr Windows er að sjálfsögðu hið opna frumforrit sem gerirþað að verkum að finnist einhver galli þá fara áhugamenn viðs vegar um heiminn þegari að finna lausn á vandanum. Að sögn þeirra Unux-félaga þýðir þetta að oft eru fundnar lausnir á vandanum og þær komnar inn á Netið ör- fáum minútum eftir að gallinn finnst. Tryggvi Farestveit og Theódór Ragnar Gíslason, umsjónarmenn Linux.is, segjast hafa gruflað í stýrikerfinu í um það bil fjögur ár og því fyIgst með því vaxa og dafna svo ört að nú sé það orðið mun stærra og hentugra en sjálft Windows- stýrikerfið. DV-mynd ÞÖK Á síðustu miss- erum hefur tal um Linux-stýri- kerfið farið hærra og hærra og er nú svo komið að um átta milljónir manna um heim allan nota Linux frekar en Windows. En hvaða fyrirbæri er þetta? Linux er afbrigði af Unix-stýri- kerfinu, þróað af Finna nokkrum að nafni Linus Torvalds. Aðaleinkenni Linux er verðið - stýrikerfið kostar Þannig hefur Linux í raun verið þróað af hundruðum þúsunda notenda í gegnum árin sem hafa gefið vinnu sína við þróun stýri- kerfisins. - en einnig kemur í ljós aö framkvæmdastjóri Netscape „ýkti“ í vitnisburði sínum er orðin tákn Linux-stýrikerfisins, en ástæða þess að farið var að nota slík dýr í vörumerki stýrikerfisins er að Linus Torvalds er einkar hrifinn af þeim. Réttarhöldin yfir Microsoft tölvurisanum hófust á ný í sið- ustu viku eftir um þriggja mán- aða hlé. Til um- ræðu voru mestmegnis áhrif Microsoft á keppinaut sinn á vaframarkaðnum, Netscape, og reynt að finna út hvort Microsoft hefði beitt ólöglegum aðferðum við að kæfa niður samkeppni. í vitnastúkunni sat hag- fræðingurinn Franklin Fis- her, sem hafði verið kvaddur sem vitni af hálfu sækjenda, og taldi hann að Microsoft væri ekki með hreinan skjöld eftir samkeppn- ina við Netscape. Hann hélt því t.d. fram að samruni America Online og Netscape mundi ekki duga til að veita Microsoft verðuga samkeppni. America Online er í dag skuldbundið til að dreifa Internet Explorer-vafranum frá Microsoft til allra áskrifenda sinna og þarf að halda því áfram til ársins 2001. Að mati Fisher er afar ólíklegt að fyrir- tækið reyni að dreifa Netscape-vafranum til viðskiptavina og þó svo það myndi gera það væri ekki líklegt að hann myndi veita Explorer mikla samkeppni. „Ég held það yrði of lítið og of seint," sagði Fisher. „Microsoft nægir að næla sér í stóran hluta af vafram- arkaðnum til að útiloka Netscape frá markaðnum og það hefur þeim tekist í dag.“ Lögmenn Microsoft þurfa ekki einungis að reyna að hrekja skoð- anir sérfræðinga í tölvuiðnaðinum, samhljóða framburð vitna í þessu máli og innanbúðarskjöl Microsoft, heldur einnig yfiriýsingar sjálfs framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. tæki, því ný tækni af ýmsu tagi væri stöðug ógnun við fyrirtækið. Þar áttu þeir t.d. við smátölvur af ýmsu tagi og nefndi jafnframt að tæknin sem Sony hyggst nota í PlayStation 2-leikjatölvunni gæti einnig þróast út í tækninýjungar sem veittu PC-tölvunum samkeppni. En þá sagði Fisher að hann teldi ekki að þessi nýja tækni myndi veita PC-tölvunni verðuga sam- keppni og sagði augljóst að forráða- menn Microsoft væru honum sam- mála þrátt fýrir allan vaðalinn í lög- mönnum fyrirtækisins. Þar var hann að vitna í grein í tímaritinu Newsweek sem Bill Gates skrifaði fyrir stuttu. Þar velti Gates fyrir sér framtíð PC-tölvunn- ar og hélt því staðfastlega fram að hann telji að hún muni halda velli þrátt fyrir samkeppni frá tækni af öðru tagi. Aðalsaksóknarinn í málinu, Dav- id Boies, nýtti sér þetta til fullnustu þegar hann ræddi við fréttamenn seinna sama dag. „Lögmenn Microsoft þurfa ekki einungis að reyna að hrekja skoðanir sérfræð- inga í tölvuiðnaðinum, samhljóða framburð vitna í þessu máli og inn- anbúðarskjöl Microsoft, heldur einnig yfirlýsingar sjálfs fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins." I skjölunum kem- ur fram að Netscape sé dreift af 22% tölvu- framleiðenda og 24% af öllum helstu net- þjónustum. í haust hafði framkvæmda- stjóri Netscape hins vegar sagt fyrir rétti að Microsoft hefði bol- að Netscape út úr allri dreifingu af þessu tagi. Lögmönnum Microsoft tókst að fá Fisher til að játa að þar hafi James Barksdale hagrætt sannleik- anum nokkuð. Bill Gates, framkvæmdastjóri Microsoft, var ekki hjáiplegur lög- mönnum sínum í síðustu viku þeg- ar grein sem hann skrifaði fyrir tímaritið Newsweek gekk þvert á það sem lögmennirnir sögðu réttarsalnum. Réttarhöldin halda áfram af full- um krafti næstu vikur og enn langt í frá Ijóst hver málalokin verða. Sagt verður reglulega frá framvindu mála bæði hér í DV-Heimi og einnig á Tölvuvef Vís- Gates talar af sér Lögmenn Microsoft reyndu, dag- inn eftir þennan framburð Fis- her, að sannfæra réttinn um að Microsoft ætti í harðri samkeppni og þvf væri tal um einokun ekki réttlætanlegt. En grein í Newsweek eftir sjálfan Bill Gates, forstjóra Microsoft, reyndist þeim fiötur um fót. Lögmennimir héldu því fram að ekki væri nóg með að Microsoft ætti í samkeppni við önnur tölvufyrir- Ykjur vitnis Microsoft í hag í réttarhöldunum yfir Microsoft á fimmtudag gerðist það svo helst markvert að lögmönnum Microsoft tókst að fá hagfræðinginn Franklin Fisher til að viðurkenna að senni- lega hefði framkvæmdastjóri Netscape, James Barksdale, verið að ýkja fyrr í réttarhöldunum þegar hann sagði að Microsoft væri búið að bola Netscape út af vaframark- aðnum. Hugbúnaðarfals- arar handteknir - fölsuöu 15.000 eintök á mánuöi Átta voru handteknir fyrir helgi í Bandaríkjun- um í tengsl- um við mjög viðamikil hugbúnaðarsvik. Að sögn lög- reglunnar stunduðu áttmenning- arnir Qölfóldun á Windows-stýri- kerfinu og framleiddu um 15.000 eintök af hugbúnaðinum á mán- uði. Svindlararnir eru frá Suður- Kalifomíu og hafa verið ákærðir fyrir 45 brot, þar á meðal fólsun, samsæri og peningaþvætti. Fimm aörir vom einnig nefndir í kærunni og voru þrír þeirra látnir lausir gegn tryggingu eftir að hafa verið handteknir í febrú- ar vegna svipaðra mála. Hópurinn prentaði falsaða CD- ROM-diska með Windows 98 og öðrum vinsælum hugbúnaði, prentaði fólsuð ábyrgðarskír- teini og seldi síðan erlendis eins og um ófalsaða vöru væri að ræða. Yfirvöld höfðu stöðvað rekstur falsaranna í febrúar og þá komið höndum yfir fiölfóld- unarvél fyrir geisladiska sem var á stærð við heilt herbergi. í heildina gerði lögreglan upptæk tæki og tól að andvirði um 56 milljónir dollara, eða um 4 millj- arðar króna. Yfírvöld höfðu stöðv- að rekstur falsar- anna í febrúar og þá komið höndum yfir fjölföldunarvél fyrir geisladiska sem var á stærð við heilt her- bergi. íheildina gerði lögreglan upp- tæk tæki og tól að andvirði um 56 milljónir dollara ilJJlWil/ UilJJUi)il/ Dómarinn Og áhorfendur í réttarsalnum skellihlógu aö lögmönnum tölvurisans þeg- ar þeir reyndu að sýna fram á að Linux-stýrikerfið væri farið að ógna Microsoft verulega. Lögmenn fyrirtækisins sýndu réttinum nýlegt minnisblað sem Dave Cole, háttsettur yfirmaður Microsoft, hafði sent i lok maí. Þar sagði að Linux væri að verða stærra en Microsoft og var verið að vísa í að Linux seldist betur en Windows 98 í nokkrum verslunum i Banda- ríkjunum. Thomas Penfield Jackson dómari iUJÍlililj' Bill Gates kemur lög- mönnum sínum í vanda Umsjónarmenn Linux.is: Trúboðar á tölvuöld i 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.