Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 4
Fréttir Samdráttur i landvinnslu og frystingu boliiskaafuröa: Nýtum ekki öll tækifæri til hráefnisöflunar - segir Magnús Magnússon hjá VSÓ-Ráðgjöf á Akureyri DV, Akureyri: „Við höfum ekki nýtt öll tækifæri við að afla landvinnslunni nægjan- legs hráefnis til stöðugs og ábatasams rekstrar og landvinnsla og frysting bolfiskaafurða hefur dregist saman hér á landi,“ segir Magnús Magnús- son, framkvæmdastjóri VSÓ-Ráðgjaf- ar á Akureyri, en það félag hefur starfað töluvert erlendis sl. tvö ár í verkefnum tengdum sjávarútvegi. Og Magnús segir margar ástæður fyrir því að landvinnslan á í vök að veijast hér á landi. „Ein ástæðan er óstöðugt framboð á hráefni. Það helgast aðallega af veðri og að stærri hluti þorskaflans en áður er nú tekinn á smábátum. Smábátarnir eru eðlilega háðari veðri en stærri bátar og skip og framboð hráefnisins er því sveigjanlegra en ella. Svo vekur athygli hvað fáar vinnslur virðast nýta sér frosið hrá- efni til sveiflujöfnunar eða sem uppi- stöðu hráefnis fyrir landvinnsluna," segir Magnús. VSÓ-Ráðgjöf á Akureyri hefur unn- ið ráðgjafarstörf fyrir tvö af þremur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum í Kanada og Magnús segir að á Ný- fundnalandi og í Nova Scotia sé uppi- staðan í landvinnslunni frosinn þorskur úr N-Atlantshafl, Barentshafi og Kyrrahafi en einnig Alaskaufsi frá Berings- og Barentshafi. Þessar vinnslur hafi sérhæft sig í vinnslu á frosnu hráefni og skili góðri vöru. „Stóru sölusamtökin SH og ÍS hafa frekar latt framleiðendur til að feta þessa braut sem gæti tengst því að notkun íblöndunarefna hefur fylgt framleiðslu úr frosnu hráefni og ímynd íslensks fisks gæti skaðast ef það yrði raunin. Þá hefur mér fundist það ganga hægt að tengja frum- vinnslu úti á sjó við frekari með- höndlun í landi. Þannig gæti land- vinnslan fengið úrvalshráefni til með- höndlunar og jafnframt tryggt sam- fellu í rekstri. Það sem m.a. hefur hamlað þeirri þróun eru m.a. launa- samningar sjómanna og úrræðaleysi við að meta aíla skipanna sem færi tO framhaldsvinnslu." Magnús segir að áður en fyrirtæki hans hóf að starfa í ráðgjöf erlendis hafi hann talið íslendinga fremsta í frumvinnslu á fiski. Staðreyndin sé hins vegar sú að við höfum margt að læra af erlendum matvælavinnslufyr- irtækjum, bæði í frum- og fullvinnslu sjávarafurða. „Við höfum einnig margt að miðla öðrum þjóðum, sér- staklega varðandi meðferð afla, gæða- stjórnun, upplýsingatækni og ýmiss konar sjálfvirkni í frumvinnslunni," segir Magnús en nýleg verkefni fyrir- tækis hans erlendis eru í Kanada og Grænlandi. -gk Völundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Magnum. DV-mynd Ingólfur Ríka og fræga fólkið á leið til landsins: Eftirspurn eftir lífvöröum þrefaldast - sólarhringurinn á 100 þúsund krónur „Við höfum þegar fengið þrefalt fleiri pantanir á lífvörðum en allt árið í fyrra. Þetta eru 12 erlendir aðilar sem óskað hafa eftir lífverði á ferðalagi sínu hér á landi t sumar og haust og samtals eru þetta hundrað sólarhringir sem pantað- ir hafa verið,“ sagði Völundur Þor- björnsson, framkvæmdastjóri Magnum - öryggisgæslunnar sem leigir út öryggis- verði, dyraverði og lífverði. „Það eru að- eins flórir íslendingar sem hafa fengið fullgilda viðurkenningu sem lífverðir og við erum með tvo þeirra í okkar þjón- ustu.“ Fullbúmn lífvörður kostar um 100 þúsund krónur á sólarhring og þá er hann alltaf til taks. Meðal þeirra útlend- inga sem pantað hafa lifvörð eru þrír heimsþekktir eintaklingar sem Völund- ur vill alls ekki nafngreina: „Það er andstætt öllum reglum að gefa slíkt upp. Ég nefni engin nöfn eða erindi þessa fólks hingað til lands. Flest- ir sem panta lífvörð hjá okkur eru þó ekki heimsfrægir, aðeins ríkir, og eru með lífvörð samkvæmt venju frekar en af nauðsyn. Lífverðimir okkar gegna þá hlutverki leiðsögumanns og túlks auk þess að veija líf og limi viðskiptavin- anna,“ sagði Völundur Þorbjömsson. -EIR — J wKKmm Vottorð gegn þingsetu Margir ganga með það í maganum ævilangt að komast á þing. Sumum tekst það og öðrum ekki eins og gengur. Þeir sem þangað ná vita síðan fátt verra en að falla í kosn- ingum og hverfa á brott úr þessum fína klúbbi, þeim fín- asta í bænum. Þessir sömu menn taka vart á heilum sér og reyna allt hvað af tekur að komast aftur í hópinn. Það þykir því tíðindum sæta að nýkjörinn þingmaður lýsi þvl yfir að þingmennskan leggist engan veginn í sig og það á setningardegi sumar- þings. Það gerðist samt og það var enginn annar en gamli jaxlinn Sverrir Hermannsson sem fann sig vart í þessum hópi á ný. Var sennilega bú- inn að fá nóg sem þingmaður og ráðherra á árum áður. Hann datt hins vegar óvænt inn á þingið i kjölfar persónulegs sigurs Guðjóns A. Kristjánssonar, skipstjóra og Vestfjarðagoða. Sverrir var kátur á kosninganótt alveg þar til það kom í ljós að hann var orðinn þingmaður. Þá þyngdist á kappanum brúnin. Tilfinningar Sverris og yfirlýsingar voru því allt aðrar en hinna þingmannanna, svo ekki sé minnst á þá sem í fyrradag settust í fyrsta skipti á þing. Nýliðamir beinlínis ljómuðu af hamingju. Orð ná síðan ekki yfir ásjónur nýju ráðherranna. Siv skartaði sínu fegursta og Guðni fór með þjóð- lega kviðlinga. Þeirra var mátturinn og dýrðin. Gamli Landsbankastjórinn hafi hins vegar allt á hornum sér. Allt hafði færst til verri vegar þau ellefú ár sem hann hafði dvalið fjarri þingsölum. Einkum fór það í taugarnar á honum að þingið var orðin ein málstofa, eiginlega spaugstofa. Nýjabrumsmenn, sagði Sverrir af fágætri íhalds- semi og lýsti fyrirlitningu sinni á þinghaldi nú- tímans. Sverrir viðurkennir því fúslega að vera dínósáms þingsins, forn í skapi, hugsun og gerð- um. Af fyrstu viðbrögðum má merkja að honum leiðist samkundan, klúbburinn fíni. Það er því óvíst að hann nenni að hanga þar lengi. Hann stofnaði stjórnmálaflokk og fór 1 kosningabaráttu til þess að leiða huga almennings frá bankaskandal, laxasukki og öðrum leiðindum. Það tókst og þar átti við að sitja en hann var svo óheppinn að fara miklu lengra en hann ætlaði sér. Hann var eins og farþegi í strætisvagni sem komst ekki út á réttri biðstöð. Við þessum ósköpum þarf einhverja lækningu. Sverrir er fæddur undir lukkustjömu og kemur alltaf niður á lappirnar hvað sem á gengur. Svo vel vill til að varaþingmaður Sverris er læknis- menntaður maður, Gunnar Ingi Gunnarsson. Hann ætti að geta líknað og hreinlega gefið Sverri vottorð um að hann geti hvorki né megi mæta til þings. Það trikk er alþekkt úr skólaleik- fíminni. Gunnar Ingi ætti að sinna þessu læknisverki eftirgangslitið enda langar hann á þing. Hann er nefnilega líkari hinum þingmönnunum en leið- toginn forni. Dagfari FIMMTUDAGUR 10. JUNI1999 Gefið undir fótinn Á meðan á útsendingu vegna Evr- óvisjón stóð sat ríkisstjómin sem límd framan við sjónvarpstæki í Ráðherrabústaðnum og beið örlaga Selmu Bjömsdóttur. Óhætt er að segja að ráðherrar hafi svitnað undh' atkvæðagreiðsl- unni og ber sjónar- vottum saman um að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra hafi lifað sig einna mest inn í stemning- una. Þegar svo Bosnía veitti íslandi náðarhöggið með því að gefa ekkert stig segir sagan að heilbrigðisráð- herrann hafi gefið frá sér undrunar- stunu: „Við sem höfum verið að gefa þeim undir fótinn," sagði hún með miklum trega. Samráðherrar henn- ar munu hafa litið undrandi á hana en síðan kviknaði ljósið og þeir skildu að hún var að vísa til allra gervifótanna sem íslendingar sendu hinni vanþakklátu þjóð... Sighvatur vann Það hefur verið frekar hljótt um Sighvat Bjamason, fyrrverandi forstjóra Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, eftir að hann hætti snögglega störfum hjá hinu bágstadda fyrirtæki. Það heyrðist að hann hefði átt uppi i erminni loforð um starf hjá ís- lenskum sjávar- afurðum en það bragðist enda fyrirtækið ekki með neina burði til að bæta á sig skrautfjöðr- um. Ekki kom Sighvatur strípað- ur upp á fastaiandið því hann keypti hús Hriflu-Jónasar við Hávallagötu á að áætlað er 30 miiljónir króna. Nú heyrist að Sighvatur og Þor- bergur Aðalsteinsson , fyrrum landsliðsþjálfari og ráðgjafi hjá Vinnslustöðinni, hyggi á landvinn- inga í sjálfstæðum rekstri... Kvennablómi, en Leitin að leiðtoga næstu aldar meðal sjálfstæðismanna stendur þó hljótt fari. Fólk hefur heldur staðnæmst við Guðlaug Þór Þórð- arson sem þykir eiga góða spretti í fótgönguliði Ingu Jónu Þórðar- dóttur. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að mörgum sjálfstæð- ismönnum þykir Guðlaugur vera helst til brokkgengur í kvennamálum. Hann er að sögn blómi annarra karla og haft er eft- ir eldri konu í full- trúaráði sjálfstæð- iskvenna að hann verði að festa ráð sitt eigi embættið að koma tO greina... Gísla Martein, takk Svo sem Sandkorn hefur greint frá er allt annað yfírbragð á fréttum Sjónvarpsins eftir að þeim var skot- ið fram fyrir fréttir Stöðvar 2. Nú gerir Bogi Ágústsson og hans fólk í því að ergja forsvars- menn Stöðarinn- ar með því að stilla upp spenn- andi frétt klukk- an hálfátta þeg- ar fréttatími samkeppnisaðilans hefst. Sá glaðhlakkalegi Gísli Marteinn Baldursson, fréttamaður Sjón- varpsins, þykir fara á kostum og naut sín vel þegar hann lýsti Evró- visjón frá ísrael. Nú heyrist að Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar og Stöðvar 2, hafi gripið á lofti þann meðbyr sem Gísli Marteinn hefur og lýst því yfir að ekki sé annað að gera en að kippa honum yfir á Stöð 2... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.