Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 >nn ^0 Ummæli Spaugstofan eftir „Þetta var tvöfalt kerfi og mikið glapræði að leggja það af, leggja niður vinnudeildimar eins og ég hef nefnt það, og skilja eftir spaugstofuna." Sverrir Hermannsson, í DV, um Alþingi sem eina mál- stofu. Með loðnar lappir „Kálfar og hnéskeljar kvenna eru vel frambærilegar en það sér það hver í sjón- hending hvílíkur hryllingur það væri að láta karla á hálf- buxum þjóna sér, með loðnar lappir og ljót hné.“ Dagfari, í DV, um buxna- lausar flugfreyjur og -þjóna. Þarf ekki marga í útlöndum tíðkast að segja fréttir þar sem ráðherramir birtast aðeins endrum og eins. Eins og gefur að skilja þarf ekki marga ráðherra í slíkum löndum. Hér á landi er þessu ööruvísi fariö. Ef ekki væri fyrir ráðherrana þyrfti að hætta að segja fréttir." Ármann Jakobsson ís- lenskufr., í DV, um frétta- mat á íslandi. Kóklepjandi út- lendingar „Þessir kóklepjandi útlend- ingaherdeUd í boltaleikjunum hefur komið í veg fyrir að mjólkurþambandi islenskir knattpiltar fái að njóta sin og sýna hvaö þeir geta, nákvæm- lega eins og framleiðslustýr- ingin hefur hamlað islensk- um kúm að fá að njóta hæfi- leika sinna til spenasprautun- ar.“ Garri, í Degi, um kýr og boltastráka. Enn í torfkofunum? „Kannski þeir sem marka stefn- una hjá stærsta menningartæki þjóðarinnar haldi að fólk búi enn í torfkofun- um og rati ekki út. Kannski er raunin sú í völundarhúsinu við Efsta- leiti.“ Guömundur Þorsteinsson, í Mogganum, um afskipta- leysi RÚV vegna smáþjóða- leikanna. Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir: Sest ekki í helgan stein Ólafur Ólafsson, landlæknir, er sennilega einn þekktasti læknir okkar íslendinga. Hann hef- ur unnið að læknis- störfum í marga ára- tugi og varð land- læknir í október 1972 og muna margir íslend- ingar ekki eftir öðrum landlækni en honum ef frá er tal- inn núver- andi land- læknir. Síð- an hann tók _ þá ákvörðun I að verða p læknir hefur hann unnið að margs konar verkefnum á þeim vettvangi, og komið víða við. „Já það má nú segja, því ég held að ég hafi unnið á um sautján stöðum á land- inu í allt þannig að ég hef farið víða, bara það sem hef- ur Reykjavík." Eins og menn muna lét hann af embætti landlæknis í fyrra. Hann lét þó ekki þar staðar numið og sett- ist í helgan stein. Stuttu eftir að Sig- urður Guðmundsson, núverandi landlæknir, tók við embætti heyrð- ist af honum að vinna á heHsu- gæslustöðvum úti á landi og síðan hefur hann verið kjörinn formaður Landssamtaka eldri borgara. Hann hefur þó ekki látið þar staðar numið, heldur tekur hann núna þátt í uppbyggingu á móttökustað fyrir alkóhólista í Rockville í Keflavík. Maður dagsins “Þetta starf er þannig vaxið að ég tek við fiklum á afeitrunardeild í Hafnarfirði. Þessi deild er millibils- ástand þar sem fíklar á leiðinni til Rockville fara inn áður en þeir fara í hina eiginlegu meðferð á vegum meðferðarstöðvarinnar Byrgisins. Þar vantar lækni til þess að líta á sjúklingana áður en þeir eru lagðir inn í áfengismeðferð og ég tók það að mér vegna þess að mér finnst gott að fara út á land að vinna.“ Ólafur er giftur Ingu Marianne, hjúkrun- arfræðingi frá Svíþjóð og eiga þau fimm böm en Ólafur á auk þess einn son með Steinunni Þorsteinsdótt- ur, hjúkrunar- fræðingi. -HG þurft. Það er ágætt ið gera það þegar ég er orðinn leiður á Viagra og þvagleki á læknaþingi Dagana 9.-11. júní stendur yfir norrænt stórþing þvag- færaskurðlækna og hjúkrun- arfræðinga. Þingið er mjög fjölmennt, því það sitja um 400 þvagfæraskurðlæknar og % Málþing um 200 hjúkrunarfræðingar en þingið er haldið í Borgar- leikhúsinu. Búist er við því að þingið sæki samtals 700 manns. Efni ráðstefnunnar er meðal annars krabbameins- —i sjúkdómar, þvagleki, góð- kynja stækkun blöðruháls- kirtils og getuleysi karl- manna. í hópi fyrirlesara er Tom F. Lue sem er einn virt- asti sérfræðingur heims í getuleysi karlmanna. Hann fjallar um ristruflanir á næsta árþúsundi og hefst fyr- irlesturinn kl 13.30 í dag. Framlag íslands verður um krabbamein sem greind- ist árin 1983-1987 í blöðru- hálskirtli hjá íslenskum karl- mönnum og gefur sérstaða is- lands færi á að lýsa sjúk- dómnum vel hjá heilli þjóð. Einnig verður kynnt fyrsta reynsla hérlendis af gerð nýrra þvagblaðra úr görn fyr- ir þá sem hafa misst hana sökum veikinda. Þess má geta að Guðmundur Geirs- son, læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, veitir upplýs- ingar um rislyfið Viagra en það verður kynnt íslenskum læknum á þinginu. Endatafl Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Gítartónlist í Nönnukoti Annað kvöld, fóstudagskvöld, bjóða eigendur kaffistofunnar Nönnukots gestum sínum að hlýða á létta gítartónlist í flutn- ingi Péturs Jónassonar og Hrafn- hildar Hagalín. Nönnukot hefur áður staðið fyrir skemmtun af þessu tagi og komust þá færri að en vildu. Því stendur gestum nú Tónleikar til boða að panta sér sæti fyrir morgundaginn. Hér er þó ekki um eiginlega tónleika að ræða, heldur er meiningin að skapa létta kaffi- húsastemmningu með þægilegri tónlist. Meðal þess efnis sem Pét- ur og Hrafnhildur munu flytja eru suður-amerísk þjóðlög, franskar káffihúsaperlur og sígild ítölsk skemmtitónlist. Bridge Sumarbridge í húsnæði BSÍ að Þönglabakka í Reykjavík er nú haf- ið af fullum krafti. Þátttaka var dræm í upphafi en hefur farið stig- vaxandi á síðustu dögum. Umsjón- armaður sumarbridge er hinn reyndi keppnisstjóri Sveinn Rúnar Eiríksson og hefur hann bryddað upp á ýmsum nýjungum og verð- launum sem virka hvetjandi á þátt- takendur. Að venju er hörð barátta meðal manna um áunnin bronsstig i sumarbridge. Jón Stefánsson hefur í þessum skrifuðum orðum foryst- una með 130 bronsstig en á hæla honum kemur Guðlaugur Sveinsson með 121 bronsstig. Á spilakvöldi í sumarbridge síðastliðinn mánudag kom þetta spil fyrir. Punktastyrkur handanna i NS réttlætir slemmu- samning, enda var algengast að spil- uð væru 6 grönd. Langflestir þurftu þó að sætta sig við að fara einn nið- ur eftir að hafa svínað hjartagosa yfir til vesturs. Jón Stefánsson var hins vegar annar af tveimur sem fann vinninginn í spilinu: é K64 <* K976 * K8 * Á982 * 10753 •» D43 * D1092 * 106 * ÁDG9 <* ÁG8 * Á53 * K53 í spilinu sjást tíu beinir tökuslagir og það liggur beinast við fyrir sagn- hafa að reyna að fá 4 slagi á hjartalit- inn. Jón Stefánsson fylgdist vel með afköstum varnarinnar þegar hann tók fjóra slagi á spaðalitinn og þegar aust- ur leyfði sér þann munað að henda einu hjarta taldi Jón „fjallabaksleið- ina“ í hjartanu vænlegri til sigurs heldur en að taka einfalda svíningu í litnum. Hann spilaði hjartagosa, vest- ur lagði drottninguna á og kóngurinn átti slaginn. Þegar Jón spilaði hjarta á ásinn kom tían siglandi sem tryggði 4 slagi á litinn. Einn sagnhafi til viðbót- ar fékk 12 slagi i 6 gröndum en þar var vörnin svo vinsamleg að spila sjálf hjartanu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.