Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999 15 Guðbergur Bergsson rithöfundur: Guðbergur velur íslensk- ar vörur gæð- anna vegna. DV-mynd Hilmar Þór Látið ekki leika á ykkur Guðberg Bergsson þarf vart að kynna fyrir lesendum enda hafa bækur hans og þýðingar verið bæti- efni og andlegt orkufóður megin- þorra þjóðarinnar í gegnum tíðina. Hagsýni lék hugur á að vita hvern- ig mataræði og almennum neyslu- venjum Guðbergs væri háttað; hvort ske kynni að hann lumaði á einhverjum góðum spamaðarlausn- um sem hann vildi deila með hag- sýnum lesendum, þeim að kostnað- arlausu, og varð Guðbergur ljúf- mannlega við þeirri beiðni. „Mér fmnst að fólk ætti ekki alltaf að vera að hugsa um það eitt að spara,“ segir Guðbergur með áherslu. „Mér finnst að það ætti frekar að hugsa um að lifa sam- kvæmt eðlilegum þörfum sínum; ekki einhverjum aukaþörfum eða þörfum auglýsenda." Hvað áttu við með aukaþörf- um? „Það er alltaf viss þáttur í okkur sem vill fá meira,“ segir Guðbergur til útskýringar. „Það er barnið í okkur sem fær aldrei nóg. Tilfmn- ingar bamsins eru hins vegar mjög óhagsýnar og þess vegna er hverj- um manni nauðsynlegt að átta sig á því að honum era takmörk sett hvað varðar lífsins þægindi. Maður getur hvorki borðað úti á öllum veitingahúsum borgarinnar né orð- ið brúnn á 50 sólarströndum, svo að ég nefni dæmi. Við þurfum því að fullorðnast sem fyrst og læra að nota heilann til að vinsa úr það sem við þurfum nauðsynlega á að halda. Við þurfum að læra að temja okkur hófsemi." Hófsemi, segirðu. Er það þá eitthvað sérstakt sem þú leitar eftir eða athugar þegar þú gerir þín innkaup? „Ég vel alltaf íslenskar vörar fremur en erlendar," svarar Guð- bergur án umhugsunar. „Ef ég ætla til dæmis að hreinsa hjá mér kló- settið gæti ég valið úr ótal vörum frá Danmörku eða öðrum löndum ef mér hugnaðist svo en mér finnst einfaldast og best að nota íslenskan klór til að hreinsa mitt klósett. Þannig er það með aðra hluti líka. Ég vel fremur íslenskar vörur en er- lendcir." En veltirðu eitthvað fyrir þér verði eða tilboðum sem eru í gangi þegar þú verslar? „Það eru alltaf einhver kostakjör í boði en mér finnst óeðlilegt að vera alltaf að hugsa um hagsýni. Það er viss auglýsingamennska sem tengist því og á vissan hátt er verið að neyða mann til að vera meðvitað- ur um alla skapaða hluti. Áður en fólk veit af er það orðið að þrælum ef það gætir ekki að sér.“ Hvað áttu við? „Mér finnst til dæmis lítil hag- sýni vera fólgin í því að hamstra ódýrar vörur eins og hendir menn stundum. Menn halda að þeir séu hagsýnir ef þeir eyða miklu í sparn- aðarskyni en það er mjög misskilin hagsýni, að mínu mati,“ svarar Guðbergur og bætir við eftir nokkra umhugsun: „Og svo get ég líka nefnt þetta fyrirbrigði „síðasta neyslu- dag“ sem fólk lætur gjarnan stjórna sér. Þessi stimpill er einungis notað- ur til þess hræða fólk og fá það til að éta vöruna áður en hún fellur úr gildi. í versta falli ónýtir það vör- una og hendir henni og hleypur síð- an til og kaupir nýja, sem er hvorki skynsamlegt né eðlilegt að minu áliti," segir Guðbergur og bætir við til útskýringar: „Við megum ekki gleyma því að fólk héðan borðaði áður fyrr mat sem var jafnvel árs- gamall eða svo en lifði Það er eina hagsýnin sem til er,“ segir Guðberg- ur Bergsson rithöfundur að lokum. . iJi LV/UÍU. engu að síður góðu lífi.“ Það var og. En hefurðu einhver góð ráð sem þú vilt miðla lesendum Hagsýni? „Ég vil beina þeim til- mælum til fólks að það noti skynsemina og láti ekki leika á sig. Verð á hlaupaskóm: skokka Air-skór sem era í sama gæðaflokki, sömuleiðis á 3.990 krónur. Ódýrastu skórnir í versluninni Intersport eru af gerðinni Air Rollin og kosta þeir 4.890 krónur og á svipuðu verði, eða á 4.990 krónur, fást Nike-skór í versl- uninni Sportkringlunni í Kringl- unni. í versluninni Deres í Borgar- ^(jðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir — tónleikar—sýningar—kynningar og fi. og fl. og fl. ? Risotjðld - ve8glcjfii«o ..og ýmsir fylgihlutir 1 ^i&Íaht Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. T|öld af öllum stœrðum fró 20 - 700 m2. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. laflctea skáta ..meo skótum ó heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 • bis@scout.is Nú er sumarið komið með tilheyr- andi birtu og blíðviðri og er þvi ekki seinna vænna fyrir fólk að fara út og skokka. Ekki er ólíklegt að suma vanti viðeigandi skó til þess arna en úrval af hlaupaskóm er mikið og fjöl- skrúðugt og því úr vöndu að ráða fyr- ir viðvaninga í greininni. Hagsýni kannaði verð á „ódýrum hlaupaskóm fyrir byrjanda, nánar tiltekið karl- mann, sem væri jafnvel að hugsa um að taka þátt í skemmtiskokkinu í sumar" tU að fá hugmynd um start- kostnað framtíðarhlaupara. Verslan- irnar sem heimsóttar voru eru: Útilíf í Glæsibæ, Sparsport, Nóatúni 17, Maraþoni í Kringlunni, Sparta á Laugavegi 49, Boltamaðurinn á Laugavegi 23, Intersport á Bíldshöfða 20, Sportkringlan í Kringlunni, versl- unin Deres í Borgarkringlunni og Skóverslun Steinars Waage í Kringl- unni. Skýrt skal tekið fram að ekki er lagt mat á þjónustu, úrval og gæði í verslununum því hér er einungis um verðkönnun að ræða. Ódýrast í Útilífi Samkvæmt könnuninni er ódýr- Verð á hlaupaskóm 5.600 ast að kaupa hlaupaskóna í verslun- inni Útilífi í Glæsibæ en þó er verð- munur ekki mikill á milli verslan- anna ef á heildina er litið. Ódýrastu skórnir eru af gerðinni Puma Tornado og kosta þeir hjá Útilífi 3.890 krónur. Næstódýrast er að kaupa sams konar skó, þ.e. Puma Tomado, í verslununum Maraþoni i Kringlunni, Sparsporti, Nóatúni 17, og Spörtu, Laugavegi 49, þar sem skórnir kosta 3.990 krónur. í Bolta- manninum, Laugavegi 23, fást Nike kringlunni kosta ódýrastu skórnir, sem eru af gerðinni Adidas Adi prene, 5.600 krónur, en dýrustu hlaupaskómir að þessu sinni, sem eru frá Nike, fengust í verslun Stein- ars Waage í Kringlunni á 6.495 krón- ur. Ljóst er að verð skónna er mis- munandi en vert er að geta þess að það er margt annað en verðið sem skiptir máli þegar velja skal hentuga skó. Þarfir hvers og eins era ólíkar og smekkur sömuleiðis og er því betra að íhuga málið vel frá öllum hliðum áður en endanleg ákvörðun er tekin. -esig Útilíf Sparsport Maraþon Sparta Bolta- Intersport Sport- maðurinn kringlan Deres Steinar Waage

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.