Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1999 13 Undanþágur hér, yfirdrepsskapur þar - afturkippur í málum hunda- og kattaeigenda Þar sem við sátum og pústuðum í rjóðri í námunda við einn af göngustígum borg- arinnar, tikin mín og ég, veltum við því fyrir okkur hvort afturkippur væri kominn í stefnu borgarinnar í hunda- málum sem virtist vera að þróast í rétta átt á fyrra tímabili R-listans (þrátt fyrir undarlegar yfirlýs- ingar Áma Þórs Sig- urðssonar sem þá var sérstakur gælu- dýramógúll). Okkur varð hugsað til „und- anþágunnar" fyrir árið 1999, sem enn hefur ekki borist okkur hundaeig- endum, frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Allra mest hugleiddum viö endur■ skoðunina á „málefnum hunda og katta“ sem núverandi gæludýramó- gúl, Helga Péturssyni, var faliö að framkvæma fyrir margt löngu. Eins og margir muna fæddi þessi endur- skoðun af sér mús, nefnilega tillögu um nánast óbreytt ástand Kjallarinn Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur „Að vísu áttu hundaeigendur að fá að teyma hunda sína um fleiri svæði en áður. En eftir sem áður var þeim bannaður aðgangur að miðborginni." Á meðan erum við réttlausir gagnvart þeim móðursjúku körl- um og konum sem við mætum á fórnum vegi. Og okkur varð hugs- að til sorptunnanna sem við rölt- um fram hjá, en þær liggja ýmist um víðan völl, sundurtættar eftir pörupilta, eða hafa ekki verið tæmdar vikum saman. MfsÁfram á skilorði Allra mest hugleiddum við end- urskoðunina á „málefnum hunda og katta“ sem núverandi gælu- dýramógúl, Helga Péturssyni, var falið að framkvæma fyrir margt löngu. Eins og margir muna fæddi þessi endur- skoðun af sér mús, nefnilega tillögu um nánast óbreytt ástand. Að vísu áttu hundaeig- endur að fá að teyma hunda sína um fleiri svæði en áður. En eft- ir sem áður var þeim bannaður aðgangur að miðborginni. Og eftir sem áður ætlaði borg- in að heykjast á því að veita hartnær 5000 hundaeigendum borg- arinnar hreint og klárt leyfi til hunda- halds. Áfram skyldu þeir vera á því fárán- lega skilorði sem borgaryfirvöld kjósa að nefna „undanþágur". Helgi Pétursson & Co eru hér að berja höfðinu við steininn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr fer hundaeigend- um hríðfjölgandi á höfuðborgar- svæðinu. Hversu margir þurfa þeir að verða til að losna af skil- orði og fá leyfi fyrir hundum sínum eins og gerist í öðrum höfuðborgum Norð- urlanda? Glæpsamlegt gæludýra- hald Lengi vel litu hundaeigendur í Reykjavík löngunaraugum til ná- grannabyggðanna, til dæmis til Hafnfirðinga, sem virtust ekki haldnir neinni sérstakri andúð á hundum eða hundaleyfum. Að þvi ég best veit hefur það ekki breyst. Um daginn var hins vegar gefin út dálítið sérkennileg tilskipun þar í bæ varðandi nýtt íbúðahverfi sem verið er að skipuleggja í svoköll- uðu Áslandi. Þar var þess sérstaklega getið að þetta landsvæði, gott ef það var ekki nefnt náttúruperla, væri eft- irsóknarvert fyrir það fjölskrúð- uga fuglalíf sem þar væri að finna. Því yrði íbúum í þessu nýja hverfl bannað að halda hunda og ketti. Við þetta „diktaf ‘ er ýmislegt að athuga. í fyrsta lagi er mér til efs að það standist gagnvart stjórnar- skránni að banna fólki að halda á heimili sinu hunda og ketti þeirr- ar gerðar sem aldrei koma út fyrir hússins dyr þannig að hér verður strax að huga að undantekning- um. Hvað ætla bæjaryfirvöld síð- an að gera við íbúa sem kaupa hús i þessu hverfl en glæpast til að taka ástfóstri við hund eða kött? Ætla yfirvöld að láta rifta kaup- samningum þeirra? Og er ekki verið að brjóta jafnræðisreglu með því að leyfa hunda- og kattahald í einu bæjarhverfí en ekki í öðru? Verður blindu fólki fyrirmunað að búa í Áslandi með blindrahundum sínum? Hér er verið að efna til lagalegrar þrætubókar sem enst getur mönnum langt fram á nýja öld. En mest sláandi er hins vegar yfirdrepsskapurinn í þessari til- skipun þeirra Hafnfirðinga. Með því að reisa nýtt íbúðahverfi í Ás- landi eru þeir auðvitað að ganga af áðurnefndu fjölskrúðugu fugla- lífi dauðu. Yfir þá staðreynd eru þeir að breiða með því að þykjast ætla að vernda það með hunda- og kattabanni. Vonandi bera þeir gæfu til að draga þessa tilskipun til baka. Aðalsteinn Ingólfsson Starfslok mín sem kennara Með og á móti Er veröbólgan að fara á flug? Stjórnarliðar og -andstæðingar deila nú mikið um hvort ástand efnahags- mála á íslandi sé stöðugt og hvort góðærið muni haldast næstu misseri. Hinir síðarnefndu tala um að þensla og verðlagsþróun sé ávísun á aukna verð- bólgu sem vofi yfir. Röð mistaka Davíðs „Fyrir kosningar benti ég ítrekað á að ríkisstjómin hefði gert röð mistaka sem öll hefðu örvandi áhrif á þensl- una, græfu undan genginu og ýttu undir verðbólgu. Geir H. Haarde and- mælti þessu harðlega og Dav- íð Oddsson, sem fer með efnahags- málin, tók á mál- inu eins og hverju öðru gríni. Nú er grín- ið búið. Verð- bólgan er farin af stað. Skuldir heimilanna hafa aukist um milljarða vegna mistaka ríkissdómarinnar. Ossur Skarphóöinsson Hver stofnunin á fætur annarri hef- ur staðfest vamaðarorð mín um hætt- una á vaxandi verðbólgu. Seðlabank- inn spáir mun meiri verðbólgu en rík- isstjómin gerði ráð fyrir og sama ger- ir sérhver banki sem á annað borð hefur látið eitthvað frá sér um málið. Röng aðferð við einkavæðingu ríkis- bankanna, röng skattastefna og röng skilaboð Davíðs Oddssonar og Hali- dórs Ásgrímssonar á siðasta vetri um langvarandi góðæri em að stórum hluta skýringin á vaxandi þenslu. Ríkisstjómin bætir gráu ofan á svart með þvi að standa sjálf fyrir hækkun- um á bensíngjaldi og áfengi og stend- ur aögerðalaus hjá þegar Landsvirkj- un hækkar gjaldskrá sína. Vextir munu jafnframt fara hækkandi vegna mistaka ríkisstjómarinnar. Aukinn þjóðhagslegm- sparnaður er nauðsyn en hann mun ekki aukast vegna einkavæðingar eins og ráðherr- arnir halda fram. í bili em þeir því ráðalausir og á meðan er hætta á að verðbólgan haldi áfram að aukast. Reynslan hefur sýnt að ég hafði rétt fyrir mér í kosningabaráttunni um það að ráðherramir skildu þróunina ranglega. Verst er þó að þeir skilja ekki heldur hvaða ráð hefðu dugað.“ - kveöju- og þakkarorð til háttvirts borgarstjóra Ég hef starfað sem kennari und- anfarin tólf ár, sex ár hér í Reykja- vík og önnur sex í Vestmannaeyj- um. Á þessum tólf árum hefur starf kennarans breyst verulega. Kröfurnar eru orðnar allt aðrar í breyttu þjóðfélagi. Kennslan var aðalatriðið við upphaf starfsferils míns en er það ekki lengur. Mögu- leikinn á aukakennslu er svo til horfinn með einsetningu skól- anna. Alla vega hér í Reykjavík. Enda væri lítill tími til að sinna henni þar sem nú eru komnir fundir hér og fundir þar í staðinn. Þetta er náttúrlega hið besta mál og vonandi verða skólamir miklu betri fyrir vikiö. Með auknum kröfum aukast laun, hélt ég, en ég hef einhvern veginn alveg farið á mis við það. Lítil samstaða kennara Almenningur er orðinn þreyttur á þessu launaþrugli kennara fram og til baka og skal engan undra. En hvernig skyldi kennurunum sjálfum líða yfir þessu? Ætli við séum að þessu að gamni okkar? Sí- felld óánægja skapar ekki gott andrúmslof á vinnustöðum En ég hef nú sem betur fer heyrt æ fleiri raddir þess eðlis að skömm sé að hve lág laun kennara eru. Ég tæki ofan fyrir þessu fólki ef ég væri með hatt Við fáum líka að heyra að hlunn- indin séu svo rosaleg, sumar- frí, jólafrí, páskafrí, frímín- útur o.s.frv. Ein- tóm frí. Þau tólf ár sem ég hef starfað sem kennari hef ég alltaf þurft að vinna á sumrin og þannig er með flesta þeirra fáu karl- manna sem enn sinna þessu starfi og þær konur sem þurfa að fram- fleyta sínu heimili. En það eru líka margir einstak- lingar i þessari stétt sem eiga góða fyrirvinnu og geta nýtt sér fríöind- in. Kennslan kemur sem nokkurs konar áhugamál og smáeyðslufé. Þessir einstaklingar eru orðnir nokkuð fjölmennir í þessari stétt og laun eru ekkert aðalatriði hjá þeim. Samstaða kenn- ara er mjög lítil vegna þessa og þess vegna stendur þú nokkuð vel, borgarstjóri, í þinni baráttu við okkur. Starfið er orðið kvennastarf og þau eiga að vera illa laun- uð. Er þetta ekki um- hugsunarvert? Vil þakka þér, borgarstjóri... Ég sé að þetta mun ekkert lagast í framtíð- inni og sannfærðist endanlega þegar þú, Ingibjörg Sólrún, ert farin að tala svona nið- ur til okkar eins og þú hefur gert síðustu mánuði. Við töldum okkur vera að fá góðan yfirmann sem hefði skilning á okkar starfi og urðum meira hissa en reið á þinni framkomu í okkar garð. Við fengum skítkast frá Davíð og Frið- riki fyrir nokkrum árum en það kom ekkert á óvart. Þeir gefa ekki svona ranga mynd af sjálfum sér. En svona er pólitíkin, hugsjónin breytist og peningar skipta náttúr- lega miklu meira máli en fólk. Ég vil þakka þér, borgarstjóri, fyrir að hjálpa mér að taka þá ákvörðun að hætta í kennsl- unni. Ég er búinn að fullsvekkja mig á þessum launamál- um. Ég sé það nú að vilji ég mannsæm- andi laun þá er eins gott að fá sér aðra vinnu. Og sú ákvörðun er nú tek- in og hvílíkur léttir. Ég nenni ekki leng- ur að æsa mig yfir þessu. Það bara eyðileggur fyrir mér daginn. Starfið hefur verið gefandi og skemmti- legt og ég vil senda kveðjur til allra nemenda minna og samstarfsfólks í gegnum tíðina og þakka þeim öll- um samstarfið. Kannski næ ég mér í góða fyrirvinnu og kem aft- ur til starfa síðar. Áttu vinkonu á lausu? Og borgarstjóri, til ham- ingju með nýju kauphækkunina þína, hún kemur sér vafalaust vel. Ragnar Hilmarsson „Ég vil þakka þér, borgarstjóri, fyrir að hjálpa mér að taka þá ákvörðun að hætta i kennslunni. Ég er búinn að full- svekkja mig á þessum launamálum. Ég sé það nú að vilji ég mannsæmandi laun þá er eins gott að fá sér aðra vinnu. Og sú ákvörðun er nú tekin og hvílíkur léttir.u Kjallarinn Ragnar Hilmarsson, ,kennari við Árbæjarskóla Fjármagn í umferð þarf að minnka „Þrátt fyrir að verðbólguspár séu eilítið hærri nú á miðju ári en miðað við forsendur fiárlaga þá er ekki ástæða til þess að ætla að ailt sé að fara úr böndunum hér. Menn geta vel tekið á málunum þannig að hér verði áfram lág verðbólga og stöð- ugleiki. Til þess þurfa allir að leggj- ast á eitt. Rikis- valdið verður að sýna fordæmi og Skila afgangi á fjár- jón Krístjánsson, fof- lögum áfram Og maöur Fjárlaganofndar gæta sín að auka ekki þensluna með viðbótarútgjöldum. Þeir sem hafa pen- ingaráð í samfélaginu, hvort sem það eru sveitarfélög, fyrirtæki eða ein- staklingar, þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að þjóðhagslegur sparnaöur aukist. Þar á ég við að þessir aðilar grandskoði vel sinar fjár- festingar og eyðslu og leggi frekar fyr- ir en að eyða. Ijármagn í umferð þarf að minnka og þessi rosalegi innflutn- ingur að dragast saman. Ég tel ein- faldlega að menn þurfi að gá að sér og sé það gert verður allt í himnalagi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.